Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.1999, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Söguleg myndun samstjórnar sljórnmálaflokka kaþólikka og mótmælenda á Norður-Irlandi Framtíð stjórnarinnar nátengd afvopnun IRA Eftir margra mánaða stapp gerðust þau sögulegu tíðindi loks í gær að skipuð var heimastjórn á Norður-írlandi sem hefur innanborðs fulltrúa bæði mótmælenda og kaþólikka. Davíð Logi Siffurðsson segir marga íbúa Norður-Irlands sjálfsagt eiga erfítt með að trúa því að stjórnmálaarmur IRA eigi nú fulltrúa í heimastjórn. STJÓRNMÁLAMENN á Norður- Irlandi stigu sögulegt skref í átt til sátta í gær þegar loks fóru fram til- nefningar í fyrstu heimastjóm í héraðinu í tuttugu og fimm ár. Lýð- veldissinnar og sambandssinnar munu sitja hlið við hlið í stjórninni en hún kemur saman í fyrsta skipti á fimmtudag og_í kjölfarið er vonast efth' því að Irski lýðveldisherinn (IRA) tilnefni fulltrúa sinn í svokall- aða afvopnunarnefnd. Nokkur átök voru reyndar á fundi norður-írska heimastjórnarþingsins í gær því hluti fulltrúa sambands- sinna stóð fyrir málþófi enda eru þeir algerlega mótfallnir því að Sinn Féin, stjórnmálaannur IRA, fái að taka sæti sín í stjórninni án þess að IRA hafi byrjað afvopnun fyrst. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæð- inu og þau tíðindi gerðust að tveh- fulltrúar Sinn Féin voru skipaðir í stjórn við hlið fulltrúum sambands- sinna og hófsamra kaþólikka. Næsta öruggt er að þessum degi fagna lýðveldissinnar á Norður-ír- landi vel en að sama skapi eru sjálf- sagt margir mótmælendur sem eiga erfitt með að sætta sig við tiihugsun- ina um Martin McGuinness, sem tal- inn er hafa verið leiðtogi í IRA á átt- unda áratugnum þegar átökin á Norður-írlandi stóðu sem hæst, sem ráðherra menntamála í norður-írskri heijnastjórn. A móti telja mai’gir að einungis með Sinn Féin og sambandssinna við sama borðið sé raunverulega hægt að vinna í átt að friði í héraðinu. Sam- bandssinnar beri aukinheldur jafn- mikla, ef ekki meiri, ábyrgð á var- göld undanfarinna þrjátíu ára á Norður-írlandi. Endurkjör Mallons forsenda stjórnarmyndunarinnar Fyrsta mál á dagskrá fundarins í gær var að kjósa Seamus Mallon, varaformann flokks hófsamra kaþól- ikka (SDLP), aðstoðarforsætisráð- herra á nýjan leik en Mallon sagði af sér með látum í júlí síðastliðnum þegar tilraunir til að leysa afvopnun- ardeiluna svokölluðu fóru út um þúf- ur. Var endurkjör Mallons forsenda þess að hægt væri að halda áfram og tilnefna ráðherranna tíu, sem taka munu sæti í stjórninni ásamt Mallon og forsætisráðherranum David Trimble, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP). Samkvæmt ákvæðum friðarsam- komulagsins sem kennt er við föstu- daginn langa þurfa aðstoðarforsæt- isráðherra og forsætisráðheira heimastjórnarinnar á Norður-ír- landi ekki aðeins að njóta meirihluta- stuðnings á þinginu heldur í hvorri fylkingu fyrir sig, hjá sambandssinn- um og lýðveldissinnum. Slíkum stuðningi var ekki til að dreifa meðal sambandssinna þar sem klerkurinn Ian Paisley, og flokkur hans DUP, hefur alla tíð verið á móti friðarsam- komulaginu og í röðum UUP finnast einnig margir sem eru andsnúnir myndun heimastjómarinnar með að- ild Sinn Féin. Hjó Peter Mandelson, ráðherra Norður-Irlandsmála í bresku ríkis- stjórninni, á hnútinn með því að breyta starfsreglum norður-írska þingsins þannig að Mallon nægði ein- ungis meirihlutastuðningur á þing- inu sem heild. Gerry Adams ekki í stjórninni DUP-flokkur Paisleys hafði einnig lagt fram þingsályktun sem miðaði að því að útiloka Sinn Féin frá stjórnarsetu á þeirri forsendu að flokkurinn væri ekki lýðræðislegur flokkur en þessi ályktun gat í besta falli dregið þingfundinn á langinn enda Ijóst að hún hlyti ekki brautar- gengi meðal kaþólskra á þinginu. Var þá loksins hægt að ganga til þess að tilnefna ráðherra í heima- stjórnina og áttu tveir stærstu flokk- arnir, UUP og SDLP, rétt á þremur ráðherrastólum hvor en Sinn Féin og DUP tveimur. Erfitt er að vísu að sjá fyrir sér að fulltrúar DUP taki sæti sín í stjóminni við hlið ráðherra Sinn Féin en þeir gætu þó talið það árang- ursríkustu leiðina í áframhaldandi tilraunum til að fá Sinn Féin úthýst. Sú ákvörðun Sinn Féin að tilnefna Martin McGuinness og Bairbre de Brún í stjórnina en ekki Gerry Adams, leiðtoga flokksins, hefur vakið undrun nokkurra en talsmenn Sinn Féin skýra hana með því að segja að þar sem flokkurinn hafi sameiningu írlands og Norður-ír- lands á stefnuskrá sinni væri ekki rétt að leiðtogi flokksins taki sæti í norður-írskri heimastjóm. Breska þingið afsalar sér völd- um á Norður-Irlandi í kjölfar þessarar sögulegu stjóm- armyndunar, sem svo seint og illa hefur tekist að koma á koppinn, mun breska stjórnin á morgun, miðviku- dag, leggja til við breska þingið að það samþykki að framselja völd sín á Norður-Irlandi í hendur heima- stjórninni í Belfast. Heimastjómin mun síðan koma saman í fyrsta skipti á fimmtudag og þegar í kjölfarið er gert ráð fyrir að IRA tilnefni fulltrúa sinn í afvopnunarnefnd kanadíska hershöfðingjans Johns de Chastela- ins, í samræmi við yfirlýsingu sam- takanna frá því 17. nóvember. í kjölfarið myndu síðan breytingar á áratugagömlum ákvæðum í írsku stjórnarskránni taka gildi og fellur þá niður formleg krafa írskra stjóm- valda til alls landsvæðis eyjunnar. Um leið yrði boðað til fyrsta fundar nýrrar samráðsnefndar írskra og norður-írskra stjórnvalda, sem gegnir afar mikilvægu hlutverki í hugum lýðveldissinna enda vonast þeii' að hún marki fyi'sta skrefið í átt að sameiningu Irlands og Norður-ír- lands. Trimble háður IRA - og öfugt Niðurstaða miðstjórnai'funds UUP um helgina gerði atburði gær- dagsins mögulega en þai' náði David Trimble að tryggja sér stuðning 58% af 860 miðstjórnarfulltrúum við myndun stjórnarinnar, þrátt fyrir að IRA hafi ekki enn byrjað afvopnun. Hann varð hins vegar að géfa nokk- uð eftir til að tryggja sér stuðning fundarmanna og m.a. varð úr, lýð- veldissinnum til lítillar gleði, að boð- að yrði til nýs miðstjómarfundar í febrúar til að endurmeta stöðuna. Hafi IRA ekki byi'jað afvopnun þá er heimastjórnin andvana fædd. Mun Trimble jafnvel hafa gengið svo langt að afhenda til geymslu af- sagnarbréf hans sem forsætisráð- herra og leiðtogi UUP hafi IRA ekki byrjað afvopnunina fyrir fund UUP í febrúar. Framtíð Trimbles sem leið- toga sambandssinna og forsætisráð- herra á Norður-írlandi er því ná- tengd ævilíkum heimastjórnarinnar sjálfrar og með einhvern annan leið- toga sambandssinna við stjórnvölinn en Trimble em draumar lýðveldis- sinna um þátttöku í stjómun Norð- ur-Irlandi jafnframt úr sögunni. Hlýtur það að teljast heldur kald- hæðnislegt hversu pólitísk framtíð Davids Trimbles er nátengd gjörð- um IRA næstu mánuðina - og hversu IRA er háð Trimble vilji það ná fram pólitískum markmiðum sín- um á Norður-íriandi. Vegna fjölda fyrirspurna frá neytendum, vekur ísfugl ehf athygli á að eftirfarandi verslanir og veitingahús bjóða upp á kjúklingafrá fyrirtœkinu. Verslanir Kjöthöllin, Skipholti 70, 105 Reykjavík Þín verslun - Melabúðin, Hagamel 39, 107 Reykjavík Kjöthöllin, Háaleitisbraut 58-60, 108 Reykjavík Þín verslun - Miðbúðin, Seljabraut 54,109 Reykjavík Þín verslun - Hólmgarður, Hólmgarði 2, 230 Reykjavík Þín verslun - Skagaver, Miðbæ 3, 300 Akranes Verslunin Grundarva\, Garðagrund 1,300 Akranes Verslun Einars Ólafssonar, Skagabraut 9-11, 300 Akranes Þín verslun - Ásakjör, Grundargötu 35, 350 Grundarfjörður Þín verlsun - Kassinn, Ólafsbraut 35, 355 Ólafsvík Verslunin Dalakjör, Vesturbraut 10, 370 Búðardal Björnsbúð, Silfurgötu 1,400 ísafjörður Mettubúð, 460Tálknafjörður Mettubúð, Dalbraut 25, 465 Bíldudalur Kjöt og fiskur, Strandgötu 5, 450 Patreksfirði Verslunin Hlíðarkaup, Akurhlíð 1,550 Sauðárkrókur Þín verslun - Verslunarfélagið Ásgeir, Lækjargötu 2, 580 Siglufjörður Þín verslun - Valberg, Aðalgötu 16, 625 Ólafsfjörður Þín verslun - Hornabær, Álaugavegi 1, 780 Höfn Kaupfélag A-Skaftafelli, 780 Höfn Þín verslun - Hornið, Tryggvagötu 40, 800 Selfoss Þín verslun - Hverakaup, Breiðumörk 21,810 Hveragerði Veitingahús ISFUGL Reykjavíkurvegi 36 • 270 Mosfellsbær Sími 566 6103 • Bréfsími 566 6762 Brasserie Borg, Pósthússtræti, 101 Reykjavík Veitingahúsið Sjanghæ, Laugavegi 28b, 101 Reykjavík Veitingahúsið Ari í Ögri, Ingólfsstræti 3,101 Reykjavík Veitingahúsið Jómfrúin, Lækjargötu4,101 Reykjavík Veitingahúsið Kaffivagninn, Grandagarði 10, 101 Reykjavík Salatbarinn hjá Eika, Pósthússtræti 13, 101 Reykjavík Veitingahúsið Naustið, Vesturgötu, 101 Reykjavík Veitingastaðurinn Kína Húsið, Lækjargötu 8,101 Reykjavík Veitingahúsið Indókína, Laugavegi 178,105 Reykjavík Veitingahúsið Creole & Mex, Laugavegi 178,105 Reykjavík Veitingahúsið Banthai, Laugavegi 130,105 Reykjavík Veitingahúsið Rauðará, Rauðarárstígur 39,105 Reykjavík Veitingahúsið B.K. Kjúklingur, Grensásvegi 5, 108 Reykjavík Kjúklingastaðurinn KFC, Faxafeni 2, 108 Reykjavík Hjá Dóra í Mjódd, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík Veitingahúsið Ghengis Khan, Þönglabakka 8, 109 Reykjavík Borgarnesti - Skalli, Grjóthálsi v/Vesturlandsveg, 110 Reykjavík Hamragrill, Hamraborg, 200 Kópavogur Kjúklingastaðurinn KFC, Hjallahrauni 15, 220 Hafnarfjörður Hótel Borgarnes, Egilsgötu 3, 310 Borgarnes Mótel Venus, Hafnarskógi, 311 Borgarnes Hópið, Hrafndalsvegi, 460Tálknarfjörður Hótel Egilsbúð, 740 Neskaupsstaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.