Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.1999, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Eyðileggingin var skelfileg. Sprengingin mikla í Halifax Segja má að 6. desember 1917 hafi verið mikill örlagadagur í sögu Halifax í Nova Scotia. Þennan dag varð hörmulegt slys sem enn í dag er minnst. Svavar G. Jóns- son kynnti sér þennan atburð og verður hann rakinn hér á eftir. Fólk horfði agndofa yfir rústasvæðið. — Líkkistur á horni Argyle Street. OKKUÐ hefur ver- ið um ferðir Islend- inga að undanfömu til Nova Seotia, haustið þar er ekki síðra en íslenskt haust með allri sinni litadýrð. Veð- urfar er líklega ekki mjög líkt á Is- landi og Nova Scotia sem er tölu- vert sunnar á hnettinum eða í kringum 45. lengdarbaug meðan Is- land er í kringum 65. Sannast má segja að litir haustsins á Nova Scotia séu með ólíkindum. En vetur hefur verið að ganga í garð þegar þeh- atburðir gerast sem hér verða raktir. Örlagadagur Þótt vetur væri að ganga í garð var þetta bjartur, snjólaus og fagur dagur sem var að renna upp í Hali- fax í Nova Scotia. Örlagadagur í sögu borgarinnar, 6. desember 1917. Dags sem enn er minnst vegna þeirra hörmunga sem yfir gengu þennan fagra morgun og hafa sett mark sitt á borgarlífið alla tíð síðan. Heimsstyrjöldin fyrri geisaði í Evrópu. Margar hafnar- borgir vora undirlagðar vegna þjón- ustu við her- og flutningaskip sem losuðu og lestuðu margskonar varn- ing vegna stríðsins eða áttu aðeins leið um til að slást í för með skipa- lestum sem fóru yfir Atlantshafið. Svo var einnig í Halifax þennan dag. Snemma morguns hafði belgíska birgðaskipið Imo lagt úr höfn í Bed- ford, sem liggur nokkru norðar við flóann en Halifax. Klukkan var um átta þennan morgun þegar Imo og franska skipið Mont Blanc mættust úti fyrir Halifax. Mont Blanc var á leið til hafnar í Halifax en þar átti það að bíða skipalestar sem fylgjast átti að yfir Atlantshaf á leið þeirra til vígstöðvanna. Að sigla í skipalest var algerlega nauðsynlegt fyrir þetta skip, farmur þess sprengiefni og skipið ekki mjög stórt. Um borð í skipinu voru 21830 heil- og hálf- tunnur af Picric-sýru, 682 kassar af sprengiþræði, 5000 kassar af TNT sprengiefni (gæti verið allt að 50 tonn) og 494 tunnur af Bensol (sem er mjög eldfimt efni). Þessar tunnur voru að mestu á dekki skipsins. Imo var siglt nokkuð hratt og nærri Dortmouth, sem er borg svo að segja gegnt Halifax, þegar skipin nálguðust. Enginn farmur var um borð í Imo og lét skipið því ekki vel að stjóm. Nokkru áður hafði skip- stjóri Imo þurft að víkja á bakborða af sinni stefnu fyrir amerísku flutn- ingaskipi. Mont Blanc var siglt á réttri sigl- ingaleið sem var meðfram Dort- mouth. Skipið hafði ekki uppi rauð- an merkjafána eins og því bar þar sem það flutti sprengiefni. Svo virð- ist sem skipstjóri Imo hafi ekki tek- ið eftir Mont Blanc þar sem það kom siglandi úr gagnstæðri átt. Þegar skipstjóri Imo verður var við skip á móti gefur hann merki um að hann ætlaði að færa sig enn meir á bakborða, fara nær Dortmouth og þá frekar inn á siglingaleið Mont Blanc. Eins og allir vita gilda sömu reglur á sjó þegar skip mætast og á landi t.d. þegar bflar mætast, að vikið skal til hægri eða á stjórn- borða eins og það heitir á sjómanna- máli. Skipstjóri Mont Blanc gaf þá merki um að Imo væri á hans sigl- ingaleið og ítrekaði skömmu síðar hver siglingaleið þess væri. Skip- stjóri Imo gaf nú ákveðið merki um að hann ætlaði að halda sinni stefnu. Áhöfn Mont Blanc sá þá aðeins einn kost vænstan, ef til vill rang- lega, en það var að taka stefnu til hafnar í Halifax. Slíkt þýddi að siglt var þvert á stefnu Imo sem nálgað- ist hratt. Er skipstjóri Imo verður þess var gefur hann merki um fulla ferð aftur á bak. Þessi aðgerð var hinsvegar um seinan, árekstri varð ekki forðað. Þegar vélum Imo var snúið kom slinkur á skipið svo að síða þess slóst í Mont Blanc. Við áreksturinn rifnaði gat á Mont Blanc og um leið kviknaði eldur um borð í skipinu. Mont Blanc rekur stjórnlaust að landi Ahöfn Mont Blanc, sem vissi að sjálfsögðu hver farmur skipsins var, settu strax björgunarbáta skipsins á flot og hröðuðu sér í þá öskrandi viðvönmarorð sem enginn í landi tók eftir. Þeir réru lífróður í átt að Dortmouth til að forðast hið brenn- andi skip sem rak stjórnlaust að landi í Halifax, knúið áfram af högg- inu sem það fékk frá Imo við áreksturinn. Mont Blanc rakst nú á hafnarmannvirki í Halifax þar sem það strandaði. Liðsmenn slökkviliðs Halifax voru fljótir á vettvang með sín tæki og voru að hefja slökkvi- starf þegar Mont Blanc sprakk í loft upp með alhvítum bjarma og til- heyrandi hávaða. Líklegt er að þessi sprenging sé öfiugasta sprenging sem orðið hefur í öllum heiminum fyrir utan kjarnorku- sprengingu. Áhorfendur safnasl saman í sjávarmólinu Það liðu um 20 mínútur ft'á árekstrinum þar til sprengingin varð kl. 9.05. Það var nægur tími fyrir áhorfendur, bæði börn og full- orðna, til að safnast saman í fjör- unni. Flautur skipanna höfðu dregið að sér athygli fólks svo það safnað- ist saman til að fylgjast með brenn- andi skipinu og aðgerðum á slys- stað. Það voru einnig margir sem fóru út í glugga tfl að sjá hvað um væri að vera. Af þeim sökum urðu um eitt þúsund manns fyrh- augnskaða af völdum glerbrota við sprenginguna þegar rúður splundr- uðust. Fjöldi látinna og þúsundir slasaðir Meira en 1900 manns létust sam- stundis og áður en ár var liðið frá þessum atburði höfðu meira en 2000 manns látist af sárum sínum. Um 9000 manns voru slasaðir og margir varanlega. Liðlega 25000 manns urðu heimilislaus á einn eða annan hátt þar sem mest af norðurhluta borgarinnar var í rúst eða 325 ekrur (um 130 hektarar). Flest húsin á þessu svæði brunnu eða hrundu strax til grunna. Mont Blanc sem var um 3000 tonn var dreift um svæðið í smábút- um. Hlaup af einni fallbyssu skips- ins hafði flogið um 6 km frá slys- staðnum. Partur af akkeri skipsins sem vó hálft tonn fannst rúma 3 km í burtu. Rúður brotnuðu í húsum í 80 km fjarlægð og sprengingarinn- ar varð vart bæði í Sydney og Cape Breton sem er í um 430 km fjar- lægð. Hjálparstarf hafið A undraverðum hraða var hjálp- arstarfi komið á. Peningar bárust víða að, m.a. frá Kína og Nýja-Sjá- landi. Massachusetts-ríki sendi pen- inga og hjálpargögn að andvirði 750.000 dollara. Segja má að það hafi orðið upphafíð að vináttusam- bandi milli Halifax og Massachu- setts sem enn stendur. Enn í dag senda íbúar Halifax íbúum Boston: borgar jólatré í þakklætisskyni. I bók sinni 1917, Halifax Explosion and American Response, birtir Bla- ir Beed viðtöl við fórnarlömb sprengingarinnar svo og lista yfir peningagjafir og önnur verðmæti sem bárust í hjálparstarfinu. Hann segir þar að ekki séu þessar upp- talningar fullkomnar en ljóst sé að víða hafi verið brugðist við af mikilli velvild. Sem dæmi um gjafir má nefna að börn í sunnudagaskóla St. James-kirkjunnar í Toronto sendu níu dollara sem voru peningar sem þau höfðu safnað fyrir jólasælgæti. Látnir grafnir úr rústum fram á vor A innan við tveimur mánuðum höfðu um 1500 manns verið grafnir, sumir óþekktir, önnur fórnarlömb var verið að grafa upp úr rústunum fram á vor. Mikið starf varð að vinna við erfiðar aðstæður við björgun fólks úr rústunum svo og þurfti að bera kennsl á þá látnu. Nokkur reynsla var þegar til staðar við slíkar hópflokkanir því fimm ár- um áður, eða 1912, hafði verið kom- ið með lík og skipbrotsmenn af Tit- anic til Halifax er það sökk. Sérstakri nefnd var komið á fót og hafði hún umsjón með hjálpar- sjóði til aðstoðar íbúunum, sem áttu um sárt að binda. Margir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.