Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.12.1999, Blaðsíða 40
\ 40 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona mín, fósturmóðir okkar, systir og frænka, ANNA ÖRNÓLFSDÓTTIR, lengst til heimiiis á Langholtsvegi 20, Reykjavík, lést að kvöldi fimmtudagsins 16. desember. Jarðarförin verður augiýst síðar. Kristján Tryggvi Jóhannsson, Þorvarður Árnason, Christine Carr, systkini og systkinabörn hinnar látnu. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, afi og bróðir, ÁRNI VALDIMAR SIGURJÓNSSON, Leifshúsum, Svalbarðsströnd, lést fimmtudaginn 16. desember si. Jarðsett verður frá Svaibarðskirkju miðviku- daginn 22. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á lyflækningadeild FSA eða Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna. Þóranna Björgvinsdóttir, Björgvin Árnason, Arnar Sigurjón Árnason, Anna Kristín Árnadóttir, Arndís Ósk Arnarsdóttir, Ásta Sigurjónsdóttir. t Hjartkær bróðir minn, frændi og vinur, GUÐBRANDUR G. GUÐJÓNSSON, Skeggjagötu 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 20. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hall- grímskirkju. Guðbjörg Guðjónsdóttir. Margrét G. Einarsdóttir, Guðrún ína Einarsdóttir, Halla Einarsdóttir. t Ástkær sonur minn og bróðir okkar, GESTUR GUÐJÓN SIGURBJÖRNSSON, lést miðvikudaginn 8. desember. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. desember kl. 13.30. Hjördís Þorbjörg Guðjónsdóttir, Guðný Sigríður Sigurbjörnsdóttir, Ingþór Arnórsson, Eiríkur Rúnar Sigurbjörnsson, Helga Sigurbjörnsdóttir, Bæring Sigurbjörnsson, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Sigmar Sigurbjörnsson, Gunnar Egill Sverrisson, Kristín Kui Rim, Stefán Gunnarsson, Kolbrún Jónsdóttir, Þórir Rafn Halldórsson, Bjarndís Jónsdóttir. * t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, SIGRÍÐAR ÞÓRODDSDÓTTUR frá Alviðru, Dýrafirði, Hraunbæ 102b, Reykjavík. Þóroddur Þórhallsson, Rúna Knútsdóttir, Rögnvaldur Andrésson, Sjöfn Sóley Sveinsdóttir, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Walter Hjartarson, Sólveig B. Steingrímsd. Young, Anthony C. Young, Aðalsteinn Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ANNA GUÐNÝ LAXDAL Svo bið ég að lukkan æ hossi þér hátt. En heilsan og fegurð seint dvini. Ef sorgimar ætla að mæða þinn mátt. Ég mæli „Þér æðra ljós skím“. Hvíl í Mði. Óli Viðar. + Anna Guðný Laxdal fæddist í Tungu á Svalbarðs- strönd 28. nóvember 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 11. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jó- hannes Laxdal frá Tungu, bóndi og hreppstjóri, og Helga Níelsdóttir frá Hall- anda á Svalbarðs- strönd. Systkini Onnu: Theódór Laxdal, búsettur á Akureyri; Helgi Laxdal, fórst með MS Dettifossi á stríðsárunum; Hel- ena Laxdal Morrel, var búsett í Bandaríkjunum, látin; Ester Laxdal, búsett á Akureyri; Björn Laxdal, látinn; Henry Laxdal, var búsettur I Bandaríkjunum, látinn. Anna ólst upp hjá foreldrum sín- um í Tungu en árið 1942 giftist hún Agnari Magnússyni, verslun- armanni. Hann fæddist 8. febrúar 1907 á Hofsósi, Skagafirði, sonur hjónanna Magnúsar Jóhannssonar læknis frá Arabæ í Reykjavík og Rannveigar Tómasdóttur prests á Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Önnu Guðnýjar Laxdal, sem lést á Borgar- spítalanum 11. desember sl., eftir stutta sjúkrahúsvist. Anna hafði átt við mikið heilsuleysi að stríða um þó nokkurt skeið, hún vildi þó ávallt vera heima, og ekki upp á aðra komin með neinn hlut, hún var húsmóðir á sínu heimili, svo lengi sem stætt var. Mér þótti Anna alltaf einstaklega hress og skemmtileg kona, hún var mjög víðlesin, las yfirleitt nokkrar bækur í hverri viku. Einnig var hún afar minnug, mundi nánast allt sem hún hafði einhvem tímann lesið eða upplifað. I sfðustu heimsókninni til hennar, tveimur dögum áður en hún dó, sá ég einmitt að hún var með nokkrar bækur á borðinu hjá sér, sem hún ætlaði sér að lesa. Við vorum að ræða um þessar bækur, og einnig bækur söma höfunda, sem við höfðum bæði lesið og haft ánægju af. Þannig var Anna, nánast sama gamla Anna í meginatriðum, alveg fram í andlátið, skýr og skemmtileg, þó mjög væri af henni dregið sökum veikinda. Völlum í Svarfaðar- dal. Agnar lést 4. mars 1970. Þeirra börn: 1) Ríkharð, f. 23. nóvember 1939, maki Helga Kristins- dóttir og eiga þau tvo syni og Helga einn son fyrir. 2) Rannveig, f. 22. ágúst 1942, maki Helgi Jóhannsson og eiga þau þrjú börn og Rannveig eina dóttur fyrir. 3) Helgi, f. 26. júlí 1944, lést 1972 og átti hann eina dóttur; 4) Anna, f. 13. júlí 1946, maki Óli Viðar Thorsten- sen og eiga þau tvo syni og hvort um sig eina dóttur. 5) Magnús, f. 2. september 1951, maki Bjamveig Ingimarsdóttir og eiga þau fjögur börn. 6) Ágnar fvar, f. 15. október 1954, maki Krístin Óskarsdóttir og eiga þau þrjá syni. Anna og Agnar bjuggu alla tíð í Reykjavík og síðast í Hólmgarði 3. Utför Önnu fer fram frá Foss- vogskapellu mánudaginn 20. des- ember og hefst athöfnin klukkan 10.30. Eg veit ekki hvort fólk er yfirleitt nokkum tímann undir það búið að deyja eða hvort ættingjar og vinir eru undir það búnir. Það kom a.m.k. öll- um nánustu aðstandendum Önnu mjög á óvart, að hún skyldi andast með svo skjótum hætti. Anna vissi sjálf að hverju stefndi, ekkert blasti við annað en löng og erfið sjúkdóms- lega. Þegar ég frétti um andlát Önnu, flögraði það svona að mér, að nú hefði Anna, þessi stórlundaða og stolta kona, ákveðið með sjálfii sér, að nú væri komið að leiðarlokum. Um leið og ég kveð Önnu og þakka henni samfylgdina langar mig að láta fylgja hér með lítið Ijóð, sem henni var sent á 14 ára afmælisdaginn hennar. Vermi þig sólin því veðrið er kalt, vorsins er langt til að bíða. Að stýra gegn boðum, og standast þó allt er staðfesta komandi tíða. Hver noti rétt tímana, meðan að má. Og muni að stuttir þeir reynast. Því augnabliks mistök, þó oft séu smá þau alls ekki í gleðinni leynast. Okkur langar til að minnast henn- ar ömmu okkar í fáum orðum. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til ömmu í Hólmgarði og spjalla yfir kaffisopa. Hún sagði okkur sögur frá því er hún sigldi um heimsins höf og lenti þar í ýmsum ævintýrum og skemmtilegum atvikum. Þótt heim- sóknirnar og samverustundirnar hefðu getað verið fleiri en urðu, erum við ömmu þó þakklátir fyrir þær stundii' sem við áttum saman. Síðustu árin var amma talsvert veik, en þrátt fyrir veikindin var ávallt stutt í gamansemina og hún hélt skýrri og góðri hugsun alla tíð. Amma var stolt kona og var illa við að vera upp á aðra komin. Amma kvaddi þennan heim sátt við sig og sína, og hefur eflaust getað litið ánægð yfir liðna daga og verið tilbúin í sína hinstu för. Sólin hennar ömmu settist - nánast öllum að óvörum en það er eflaust þannig sem hún hefði viljað fara - í kyrrð og ró. Að lokum langar okkur að birta henni lítið ljóð sem okkur finnst lýsa ömmu afar vel. Við stöndum nú eftir heima hljóð, er héðan þú burtu víkur, þú varst okkur öllum ætíð góð, það umbuni drottinn ríkur, þú starfaðir jafnan hæg og hljóð, því háttur sómdi þér slíkur. (Pétur Jakobsson.) Atli og Andri. í dag kveð ég kæru ömmu mína og góða vinkonu. Við áttum vel saman og gátum spjallað endalaust um lífið og tilveruna. Þegar ég fór fyrst að heiman flutti ég til ömmu sem tók mér fagnandi og þar átti ég í öruggt hús að venda. Hún var búin að búast við mér í einhvern tíma svo það kom henni ekki á óvart þegar ég hringdi í hana og spurði hvort ég mætti flytja til hennar og það var að sjálfsögðu ekkert mál. Þó að amma væri veik var hún allt- af mjög stolt og hress í anda og þeg- ar ég og sonur minn heimsóttum hana á spítalann síðasta daginn hennar bjóst ég ekki við að það yrði í síðasta skipti sem ég hitti hana, við áttum mjög notalega stund saman og ég gat kvatt hana á minn máta. Eg veit að henni líður vel núna og er á góðum stað. Bryndís Guðjónsdóttir og fjölskylda. + Valgerður Sigur- jónsdóttir fædd- ist á Galtalæk, Land- sveit, Rangárvalla- sýslu, 4. nóvember 1955. Hún lést 26. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 6. desem- ber. Valgerður var yngst átta systkina og hlaut sem slík nokkurt eftir- læti þeirra sem fullorðnari voru. Hinu er ekki að leyna að smáskærur eru þekktar í stórum systkinahópum. En sem betur fer gleymast þær um leið og vind lægir. Hins vegar kenna þær fólki vel að taka tillit til annarra og það gerði Valgerður svo sannarlega. Henni er að mínu mati best lýst svo: Heilsteypt, glaðlynd og ákveðin. I því fólst þrek hennar tíl að standast áfoll lífsins. Verði hennar þrek ástvinum gott fordæmi. Eins og fram kemur í grein er birt- ist í Morgunblaðinu 5. desember síð- astliðinn átti Valgerður við mikil áfoll að stríða í lífinu eins og það að missa tvo menn af slysförum; þá Axel Gústaf 1981 frá tveimur bömum eftir fimm ára hjúskap og sambýlismanninn Sig- urberg Stefán eftir níu ára sambúð, en þau áttu saman tvo drengi. Þegar hér var komið sögu þótti ýmsum að nóg væri lagt á Valgerði og böm hennar og sannarlega var henni bragðið. En lífsviljinn, glaðlyndið og trúin var hennar styrkur. Trúin á að allt þetta mundi leiða til þroska, efla hana og styrkja, verða á ein- hvern hátt til blessunar. Nokkra eftir að þau hófu sambúð hún og Sigmundur Felixson um 1996 hitti ég hana fullvissa um að nú væra allar raunii- að baki. Þau giftu sig síðan hinn 15. ágúst 1998. Ég vil segja að þau hafi þá höndlað ham- ingjuna, enda áttu þau afburðavel saman. Sigmundur hægur, orðvar og glettinn. Hún örari, litlu orðvaraii en hin systkinin, og ekkert endilega hljóðlát í sinn hóp. Sigmund hef ég þekkt lengi og veit að þar fer góður drengur. Því kemur mér ekki á óvart þótt þar leiti böm Valgerðar skjóls í raunum sínum. Ég sá og fann, er Valgerður var flutt heim, hver styrkur þeim var að sjá og hitta vin sinn og félaga (fósturföður) Sigmund á Keflavíkm-flugvelli. Ég held ég gleymi því ekki. Er ég í síðasta sinn talaði við Val- gerði systur mína 24. nóvember síð- astliðinn var auðheyrt að hún átti erf- itt um mál, svo ég tók upp það ráð að tala sem mest sjálfur, sumt af frétta- efni, annað á léttari nótunum. „Þú flýtur nú ekki lengi á þessu karlinn," sagði hún. Þessi orð era tilvitnuð til að sýna hvað uppgjöf var henni fjarri. Ég minnist systur minnar með þakk- læti og virðingu. Þakklæti fyrir að kynnast jafn sterkri og góðri persónu og hafa notið vináttu hennar í jafn rikum mæli og raunin var. Vfrðingu fyrir því þreki og trúarstyrk sem hún átti og varð henni hjálp í áföllum lífs- ins. Þótt djúpt skarð hafi verið höggvið í frændgarðinn og söknuður sár væra uppgjöf og víl henni ekki að skapi. Við ykkur hennar nánustu, Sigmund, mömmu og börn Valgerð- ar, vil ég segja: Þið misstuð mikið, hjálpi ykkur Drottinn við að sættast á að þessi sára raun, sem ekki varð um- flúin, var því miður eina leið kæri'ar Valgerðar út úr veikindum sínum. En spumingin: Af hverju? Af hverju hún? kemur aftur og aftur, þess spyrjum við öll. Hugljúf fór að hinstu strönd, hetjan ljúfa snjalla. Drottins leiði líknar hönd ljósþónáifalla. Auðna skapar öllum skil. Yndið sælu njóttu. Hýr á fundinn herrans til hamingjuáfljóttu. Þínum bömum biðja vil, brosið ljúfa bjarta. Þittaðkærabaugabil birtist þeirra hjarta. Páll Sigurjónsson, Galtalæk. VALGERÐUR SIG URJÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.