Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24     SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Finnur Ingólfsson hefur dregið sig út úr argaþrasi stjórnmálaniui ogtekið til starfa sem bankastjóri Seðlabanka íslands.
Pólitíkin ekki
þess virði
FINNUR Ingólfsson, ný-
ráðinn seðlabankastjóri,
nefnir kyrrstöðuna sem
rofin var í uppbyggingu
orkufreks iðnaðar og breytingar og
hagræðingu á íslenska fjármála-
markaðnum þegar hann er beðinn
um að greina frá þeim málum sem
upp úr standa á tæplega fimm ára
starfsferli hans sem iðnaðar- og við-
skiptaráðherra.
Finnur segir að margir ráðherrar
og ríkisstjórnir hafi án árangurs
reynt að byggja upp stóriðju á ís-
landi. Kyrrstaðan hafi verið rofin
með stækkun álversins í Straum-
svík og samningum um byggingu ál-
vers Norðuráls á Grundartanga.
Síðan hafi komið sala á hluta af eign
ríkisins í íslenska járnblendiféiag-
inu á Grundartanga og stækkun
þess fyrirtækis og loks samninga-
viðræður um byggingu álvers á
Reyðarfirði. „Þessir samningar ollu
straumhvörfum í íslensku efnahags-
lífi. Þjóðhagsstofnun hefur staðfest
að þriðjungur af efnahagssveiflunni
frá árinu 1995 er til kominn vegna
Finnur Ingólfsson segir að stjórnmálabar-
áttan hafí verið að breytast og meira sé um
að ráðist sé að persónum einstakra for-
ystumanna í stað þess að takast á um mál-
efni. Hann segist hafa fengið sinn skammt á
síðasta kjörtímabili. Þegar þetta hafí haldið
áfram í kosningabaráttunni og formaður
Framsóknarflokksins orðið fyrir per-
sónulegum árásum hafí hann farið að velta
því fyrir sér hvort pólitíkin væri þess virði
að sitja undir þessu. Helgi Bjarnason ræddi
við Finn um helstu verkefni hans í stjórnar-
ráðinu og ástæður þess að hann hætti af-
________skiptum af stjórnmálum.________
framkvæmda á sviði orkufreks iðn-
aðar. Stóriðjan er því lykillinn að
því að við komumst út úr þeirri
kreppu sem við vorum í," segir
Finnur og bætir því við að orkusala
til nýrrar stóriðju hafi einnig lagt
grunn að lækkun almenns orku-
verðs til landsmanna.
Finnur telur að undirbúningur
Fljótsdalsvirkjunar sé í góðum far-
vegi. Hann segir að það sé mikill
vilji af hálfu beggja aðila, Norsk
Hydro og íslenskra stjórnvalda, að
láta verkefnið verða að veruleika.
Samþykkt Alþingis um framhald
framkvæmda hafi verið mikilvægt
skref sem styrkt hafi samnings-
stöðu íslendinga. Finnur segist hafa
trú á því að samningar takist. Samn-
ingar um raforkusölu verði væntan-
lega erfiðasta málið á undirbúnings-
tímanum. Hann segir að það liggi
fyrir að ekki verið samið um sölu á
raforku nema að Landsvirkjun fái
verulegan arð af viðskiptunum og
samningurinn verði í samræmi við
þau markmið sem eigendur Lands-
virkjunar hafa sett sér, meðal ann-
ars um arðsemi og að unnt verði að
lækka raforkuverð í landinu.
„Þegar ég kom að þessum málum
á árinu 1995 stóðu menn í þeim erf-
iðu sporum að vera með Blöndu-
virkjun svo til ónýtta. Við þurftum
því að selja umframorkuna og ég tel
að við höfum náð góðum samningum
þrátt fyrir erfiða samningsstöðu.
Þá, eins og ávallt áður, sýndi aðeins
einn erlendur fjárfestir áhuga á að
kaupa af okkur raforku til nýrrar
stóriðju. Nú er þetta landslag
breytt. íslenskur fjármagnsmar-
kaður er orðinn það öflugur að ís-
lensk fyrirtæki geta í ríkari mæli
tekið þátt í uppbyggingu stóriðju-
vera. Norsk Hydro hefur vissulega
áhuga á að taka þátt í uppbyggingu
á Reyðarfirði en það hafa einnig
fleiri aðilar, eins og til dæmis Col-
umbia Ventures sem á álverið á
Grundartanga. Samningsstaða okk-
ar er því betri en fyrr og það eigum
við að nýta okkur. Eg er bjartsýnn á
að þetta gangi upp en ítreka þó
þann fyrirvara sem ég hef ávallt
haft, að samningum lýkur ekki fyrr
en með undirritun."
Breytingar á
fjármálamarkaði
Af verkefnum viðskiptaráðuneyt-
isins er Finnur stoltastur af breyt-
ingum á fjármagnsmarkaðnum og
segir að það sé, eins og í stóriðjunni,
mál sem aðrir hefðu viljað gera en
tókst ekki að koma í framkvæmd.
Hann segir að í fimmtán ár hafi ver-
ið rætt um að breyta fjárfestingar-
lánasjóðunum og gera úr þeim meiri
verðmæti en það hafi ekki tekist
vegna deilna um eignarhald. Sömu-
leiðis hafi í tíu ár verið rætt um að
breyta eignahaldsformi ríkisvið-
skiptabankanna og koma þeim í
sama rekstrarform og aðrar fjár-
málastofnanir hér á markaðnum.
„Þegar ég kom að þessum málum
árið 1995 var ríkið allsráðandi í við-
skiptabankaþjónustu hér á landi og
einnig i fjárfestingarlánaþjónustu.
Alþjóðastofnanir sögðu að þetta
væri einn mesti veikleikinn í efna-
hagslífinu og setti okkur skorður í
samkeppnishæfni, þyrftum við því
að losa um eignarhald ríkisins til
þess að styrkja samkeppnisstöðu
okkar. Þá var einnig skortur á
áhættulánafé í atvinnulífinu. Það
var því góð niðurstaða þegar sam-
staða náðist um að breyta formi
fjárfestingarlánasjóða ríkisins og
búa til úr þeim Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins hf. og færa 6 milljarða
af eigin fé þeirra í Nýsköpunarsjóð
atvinnulífsins sem atvinnulífið og
verkalýðshreyfingin stjórnar."
Finnur segir að tekist hafi að ná
góðri pólitískri samstöðu meðal
þingmanna stjórnarflokkanna um
breytingarnar og breiðri samstöðu í
þjóðfélaginu. Segist hann hafa lagt
sig sérstaklega fram um að ná sátt
við starfsfólk bankanna. „Um málið
urðu hins vegar mjög miklar deilur
milli stjórnar og stjórnarandstöðu.
Stjórnarandstaðan hafði uppi mjög
stór orð í gagnrýni sinni, meðal ann-
ars um að sjóðirnir væru svo til
verðlausir og því væri rétt að setja
þá inn í viðskiptabankana. Fjárfest-
ingarbankinn var fljótlega metinn á
8 milljarða og er nú yfir 20 miHjarða
virði. Með því að láta fyrirtækið
sanna sig á markaðnum og standa
skynsamlega að sölu þess fékk ríkið
við söluna og í arðgreiðslur um 15
milljarða króna."
Hann segir að formbreyting ríkis-
viðskiptabankanna hafi einnig tek-
ist vel enda hafi hún farið fram í
góðri sátt við starfsmenn bankanna.
„Ég tel að þar höfum við einnig stig-
ið skynsamleg skref. Um þetta urðu
sömuleiðis mikil átök við stjórnar-
andstöðuna en sem betur fer gengu
efasemdir hennar ekki eftir. Þrátt
fyrir að ríkið hafi selt af sínum hlut,
það á enn um 72% í báðum bönkun-
um, helst verðmæti eignar ríkisins
óbreytt vegna þess að markaðsvirði
þeirra eykst alltaf. Nú standa menn
aftur á móti frammi fyrir nýjum
skrefum þar sem hagræðing í
bankakerfinu á að hafa forgang."
Finnur segir að þessar ráðstafan-
ir hafi breytt miklu á fjármagns-
markaðnum. Samkeppnin sem Fjár-
festingarbankinn veitir hafi leitt til
þess að vaxtamunur minnkaði og
kostnaðarhlutfall bankanna lækk-
aði. Breytt fyrirkomulag í stjórnun
ríkisbankanna hafi leitt til betri
rekstar,     bættrar     afkomu     og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64