Morgunblaðið - 17.02.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
Úrvalslið KSÍ
mætir Keflavík
í vígsluleik
ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knatt-
spyrnu, valdi í gær sextán leikmenn sem leika í
úrvalsliði Knattspyrnusambands íslands gegn
Keflavík í vigsluleik Reykjaneshallarinnar í
Reykjanesbæ á laugardaginn kl. 16.15. Sjálf
vígsluathöfnin hefst kl. 14. Leikmannahópur
Atla er þannig skipaður: Birkir Kristinsson,
Ingi Sigurðsson og Steingrúnur Jóhannesson,
ÍBV, Sigurður Öm Jónsson, Sigþór Júlíusson
og Þórhallur Hinriksson, KR, Gunnlaugur
Jónsson og Jóhannes Harðarson, ÍA, Fjalar
Þorgeirsson, Sigurvin Ólafsson og Valur Fann-
ar Gíslason, Fram, Hlynur Birgisson, Leiftri,
Marel Baldvinsson, Breiðabliki, ÓIi Stefán Fló-
ventsson, Grindavík, Gylfi Einarsson, Fylki og
Veigar Gunnarsson, Stjöraunni.
ísland
hækkar
um eitt
sæti
ÍSLAND hækkaði um eitt sæti á
styrkleikalista Alþjóða knatt-
spyrnusambandsins, FIFA, sem
gefin var út í gær. ísland er í 42.
sæti listans fyrir febrúar, en var í
43. sæti í janúar-mánuði. Tveir sig-
urleikir og eitt jafntefli á Norður-
landamótinu á La-Manga á dögun-
um urðu til þess að mjaka íslandi
aðeins ofar á listann.
Brasilía er sem fyrr í efsta sæti
listans en röð tíu efstu þjóða er
óbreytt frá síðasta mánuði. Tékkar
eru í öðru sæti, heimsmeistarar
Frakka í því þriðja og Spánverjar
verma fjórða sæti. Þá kom Þjóð-
verjar, síðan Argentína, Norðmenn
eru í sjöunda sæti, Rúmenía í átt-
unda, Króatía í níunda sæti og
Mexíkóar í tíunda sæti.
Englendingar hafa sætaskipti
við Dani. Englendingar eru nú í el-
lefta sæti og bæta stöðu sína um
eitt sæti. Danir falla hins vegar um
eitt sæti, eru tólftu í röðinni.
„Maðurinn
sem okkur
hefurvantað“
LOU Moore, 23 ára banda-
rískur körfuknattleiks-
maður, kemur til liðs við
úrvalsdeildarlið KFÍá
morgun og leikur með því
lokaleikina í deildakeppn-
inni - og í úrslitakeppninni
ef ísfirðingar komast
þangað. Hann leysir af
hólmi Clifton Bush sem er
frá vegna meiðsla.
„Þetta er maðurinn sem
okkur hefur vantað í allan
vetur, tveggja metra fram-
herji sem skorar mikið og
tekur fráköst. Hann var
með frábærar tölur í há-
skóla í Bandaríkjunum og
var þar valinn í úrvalslið
yfir allt landið á síðasta ári
hjá Oklahoma City,“ sagði
Tony Garbalotto, þjálfai i
KFI, við Morgunblaðið í
gær. Moore kemur frá
Ungverjalandi þar sem
hann lék með Kaposvári.
íslenska landsliðið í borðtennis. Adam Harðarson, Guðmundur E. Stephensen,
Markús Árnason og þjálfarinn Hu Dao Ben.
Eggert Magnússon um landsliðsmál kvenna:
Ekki uppi á borðinu að
leysa Þórð frá störfum
gggert Magnússon, formaður
Knattspyrnusambands Islands,
segir að ekki standi til að segja upp
núverandi landsliðsþjálfara kvenna í
knattspymu, þrátt fyrir að óánægju
gæti innan hóps leikmanna sem skip-
að hafa landsliðið. Mun hluti þeirra
hafa hótað að gefa ekki kost á sér í
landsliðið á meðan Þórður Lárusson
er landsliðsþjálfari.
„Þórður var ráðinn fyrir einu ári
og er með samning út þetta ár og það
er ekki uppi á borðinu að leysa hann
frá störfum," sagði Eggert í gær. „í
haust var Guðmundur Hreiðarsson
ráðinn Þórði til aðstoðar í stað
Bjama Sigurðssonar, sem fór til
annarra verkefna. Þar með emm við
með tvo sterka og góða menn við
stjómvölinn sem við bindum vonir
við,“ sagði Eggert. Guðmundur er
einnig aðstoðarmaður Atla Eðvalds-
sonar, landsliðsþjálfara karla.
„Framundan er spennandi ár hjá
kvennalandsliðinu með sjö leikjum,
þeim fyrstu gegn heimsmeisturum
Bandaríkjanna ytra 5. og 8. apríl. Eg
treysti því að allir sem að liðinu
koma taki höndum saman til þess að
gera veg þess sem mestan og leggi
sig fram af fullum huga. Kvenna-
knattspyrnan er á uppleið hjá okkur
og nú eigum við jafnmörg landslið
kvenna og karla. Til þess að gera
landsliðið enn betra þurfum á öllu
öðru að halda en sundrungu," sagði
Eggert Magnússon.
Eggert segir að ekki sé hægt að
kvarta yfir árangri íslenska lands-
liðsins í fyrra. Það hafi gert jafntefli
við Úkraínu ytra í undankeppni og
sömuleiðis á móti Ítalíu hér heima í
leik sem íslenska liðið hafi verið
óheppið að vinna ekki. Síðan hafi það
tapað nokkuð stórt fyrir Þýskalandi.
Allir leikirnir voru í undankeppni
EM.
Ljóst er að orð Eggerts þýða að
stjóm Knattspyrnusambandsins
ætlar ekki að láta undan kröfum leik-
manna. Landsliðið hefur heldur ekki
verið valið enn fyrir leikina gegn
Bandaríkjunum, en það verður gert í
næsta mánuði. Þá velur Þórður
landsliðshóp vegna leikjanna við
Bandaríkin og verður hann í fram-
haldi af því með æfingar fyrir ferð-
ina.
Nokkrar landsliðskonur funduðu
um málið í gærkvöldi, en vildu ekki
láta neitt hafa eftir þegar Morgun-
blaðið leitaði eftir því að fundi lokn-
um.
ÍSLENDINGAR eiga þrjá
fulltrúa á heimsmeistara-
mótinu í borðtennis sem
fram fer í Kuala Lumpur í
Malasfu 19. til 26. þessa
mánaðar. Þeir eru Guð-
mundur E. Stephensen,
Markús Áraason og Adam
Harðarson og eru þeir allir
úr Víkingi.
Þeir félagar halda til
Malasiu f dag, fimmtudag.
Með þeim í för verður
landsliðsþjálfarinn Hu Dao
Ben og formaður Borðtenn-
issambandsins, Sigurður V.
Sverrisson, en hann mun
m.a. sitja þing Alþjóða
borðtennissambandsins í
Kuala Lumpur. Á þinginu
verður m.a. tekin ákvörðun
um það hvort stækka eigi
borðtenniskúluna, úr 38
miliimetrum í þvermál í 40
millimetra. Lið íslands er í
riðli með Áströlum, fsraels-
mönnum og Usbekistönum.
Leiknir verða fimm einliða-
leikir við hveija þjóð. AUs
taka 100 þjóðir þátt í mót-
inu. Kínverjar eru núver-
andi heimsmeistarar lands-
liða í borðtennis.
SVEINN JÓNSSON FÉKK HEIÐURSKROSS KSÍ /B4