Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						46   ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
fc
UMRÆÐAN
<*
ISLEIVSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1047. þáttur
I FORNU máli voru til þrjár
tölur orða, en nú eru aðeins
tvær. Tvítala var þó aðeins í
persónufornöfnum. Af fyrsta
persónufornafninu ek var hún
vit, af annarrar persónufor-
nafninu þút var hún it.
Þegar talað var til tveggja,
fesögðu menn it (þit, þið), en
væri  talað  til  stærri  hóps,
sögðu menn ér (þér).
Mjög snemma varð í þessu
ruglingur, og á okkar tímum
eru gömlu tvítölumyndirnar
notaðar í fleirtölumerkingu,
en tvítala er ekki lengur til.
Gamla fleirtalan ér (þér) er
notuð, þegar „þérað" er, en
þéringar eru nú nær því lagð-
ar niður. Fleirtalan gamla vér
er stundum notuð enn í hátíð-
legu máli: „Vér íslendingar",
en þó held ég að þetta sé að
hverfa. Um tíma var tíska hjá
blaðamönnum að segja vér, en
(Vs-það er nú gjörhorfin tíð. Eins
kom þetta fyrir hjá rithöfund-
um, sbr. leikrit Kambans, áð-
ur nefnt, Vér morðingjar.
Beyging sumra fornafns-
myndanna, sem hér hefur ver-
ið drepið á, var ærið vanda-
söm, t.d. beygðist vér, um
oss, frá oss, til vor - og þér,
um yður, frá yður, til yðar.
Urðu til af þessu ýmsar kynd-
ugar sögur, einkum þess efnis
að ólærðir alþýðumenn væru
J.^.að reyna að sýna virðingu
sína fyrir læknum og prestum
og öðrum ofar. En mjög ríkt
var lagt á við sendimenn að
ávarpa höfðingjana rétt.
Unglingspiltur kom til
tannlæknis og mælti svo: „Ég
átti að biðja þér um að draga
tönn úr mérum."
Annar maður hafði fylgt
héraðslækni í kafaldsófærð
heilan dag. Læknirinn var lít-
ill maður vexti og að ferðalok-
um vildi fylgdarmaður tjá
honum undrunarblandna að-
dáun og sagði: „Það er mikið
hvað yður druslist."
•
Inghildur austan kvað:
Bjórinn við árströnd býr sér stað,
bograst með tré og gnagar það,
en tvífætlingurinn
flær af hans skinn
og á fjárplógsmörkuðum ragar það.
•
Boðháttur (imperativus) er
einn af svokölluðum persónu-
háttum sagna. Svo sem nafnið
kann að benda til, lætur hann
í ljósi skipun eða tilmæli.
Dæmi: Kom, farðu „gef oss í
dag vort daglegt brauð". Það
er eðli málsins að boðháttur
er hafður í 2. persónu og nú-
tíð. Menn skipa öðrum fyrir
og eðlilegast að skipunin (eða
tilmælin) miðist við líðandi
stund. Þó er til boðháttur í
liðinni tíð, formlega séð.
Hafðu sæll gert, hafðu sæll
sagt, hafðu sæll gefið. Þetta
er til, eða a.m.k. var til, og
þykir mér þetta heldur nota-
legt tal og viðfelldið, eitthvað
hlýlegt og elskulega þakklátt í
þessu.
Boðháttur myndast af nafn-
hætti nútíðar: Ending nafn-
háttarins er tekin af, og eftir
stendur stofninn, sjá dæmin
kom, far og gef, og haf í
hafðu. Þar sem öðrum er boð-
ið, þá er altítt að skeyta við
boðháttinn fornafni 2. pers-
ónu, þú. Afbakast það þá tíð-
um í -du. Ef skipað er í fleir-
tölu, kemur -ið (<it) aftan á
stofninn: farið, komið. Síðan
kemur persónufornafnið þið
(<it): farið þið, komið þið,
svo að þetta yerður ansi tvít-
ekningarlegt. I miðmynd: far-
ist (þið) ekki úr hræðslu,
komist (þið) á lappir! Vel á
minnst, miðmynd. Kannski er
það svolítill vandi, að mynda
boðhátt eintölu í miðmynd,
því að stundum verður hann
mjög skrýtinn. En formúlan
er sú að taka nefndan orð-
stofn og bæta stu (miðmynd-
arending og hluti persónu-
fornafns) við. Dæmi: Bii
(stofn sagnarinnar að búa) +
stu = bústu við því illa, hið
góða skaðar ekki, segir mál-
tækið. Eða: Snústu frá illu og
ger, gott, eins og segir í gömlu
kristilegu riti. Tökum eitthvað
tamara: Níðstu ekki á lítil-
magnanum, ryðstu ekki fram-
hjá mér, biðstu afsökunar,
troðstu (ekki_ troddust) ekki
ofan á mig. I nokkrum mið-
myndarsögnum er nafnháttar-
endingin höfð með í boðhætt-
inum, svo sem: hundskastu
út, skammastu þín, „varastu,
þegar vits fær gætt, vonds til
brúka hendur".
Ef títtnefndur stofn endar á
t, svo sem í setja, er eins og
það geti fipað fólk í myndun
rétts boðháttar. En t-ið á
bara að hverfa á undan mið-
myndarendingunni, svo þetta
ætti ekki að vera svo flókið:
Sestu niður, alveg eins eðli-
legt og kysstu mig eða
brostu. Með sama lagi segjum
við leggstu niður, og verður
því vandskýrt hvernig til eru
komnar hinar kyndugu boð-
háttarmyndir (í eintölu):
leggðust, settust og rembd-
ust! Getið þið frætt mig og
aðra um þetta? Það væri vel
þegið.
Kannski er allt þetta boð-
háttartal mitt nú komið til af
því, að ég heyrði á Rás 2 und-
arlega til orða tekið fyrir
skemmstu. Það var eitthvað á
þessa leið: Komdu og áttu
[svo] með mér o.s.frv. Þarna
hefði maðurinn átt að segja:
Komdu og eigðu með mér
o.s.frv. Boðháttur á ekki að
myndast af þátíð, enda þótt
nafnháttur þátíðar væri til í
fornöld.
Rasismi
Þegar lýkur af lífshlaupi og stökkum,
við læðumst á himneskum bökkum,
þúshundruð hundraða,
svo að heldur við glundroða, -
að vísu heldur fámennt af Frökkum.
(Ketill úr Eldu.)
Auk þess finnst umsjónar-
manni raunalegt þegar eig-
endur verða að „eignaraðil-
um". Hitt skal viðurkennt
með gleði, að „aðila-æðið" hef-
ur runnið af mörgum að tals-
verðu marki. Og Guðmundur
Benediktsson fyrrverandi ráð-
uneytisstjóri hringdi til mín
og hafði lesið í Degi þessa
fyrirsögn: „Árskúin mjólkaði
aldrei meira". Þarna var kom-
ið húsdýr sem við þekktum
ekki: „árskú". Líklega er
þetta einhver vanskapningur
af orðinu kýr, en það beygist:
kýr, kú, kú, kýr, nákvæmlega
eins og sýr = gylta, og ær. Þ6
að þessi beyging sé ekki al-
geng, virðist umsjónarmanni
auðvelt að læra hana. En von-
andi útskýra aðrir hvaða fyr-
irbæri „árskú" eða árskýr? er.
Sveigjanleg
starfslok
A ALÞINGI liggur
fyrir þingsályktunartil-
laga nokkurra þing-
manna Sjálfstæðis-
flokksins, undir forystu
Guðmundar Hallvarðs-
sonar alþingismanns,
um skipan nefndar sem
fengi það hlutverk að
móta tillögur um sveigj-
anleg starfslok.
Þingsályktunartil-
laga  sama  efnis  var
samþykkt á Alþingi fyr-
ir rúmum áratug. Skip-
uð var nefnd sem fékk
þetta verkefni, en hún
lauk ekki störfum. Til-
lagan var tímabær þá
og er enn meira viðeigandi nú, þar
sem skilningur á málinu hefur aukist
á síðustu árum.
Að öllu jöfnu hættir fólk reglu-
bundum launuðum störfum á vinnu-
markaði þegar það verður sjötugt.
Skv. lögum er t.d. opinberum starfs-
mönnum gert skylt að hætta störfum
þegar þeir hafa náð þessu aldurs-
marki. Sama regla er yfirleitt viðhöfð
á almennum vinnumarkaði, þótt vit-
anlegt sé um einhver frávik að ræða.
Virkri þátttöku einstaklinga í at-
vinnulífinu er því yfírleitt lokið við
sjötugsaldur, burtséð frá vilja, hæfni,
getu og heilsu viðkomandi.
Viðhorf eldra fólks til vinnu hér á
landi eru athyglisverð og skera sig
töluvert úr í samanburði við önnur
lönd. Vinnuhefð er sterk meðal þjóð-
arinnar. Nýlegar kannanir leiða í Ijós
að eldra fólk metur vinnuna mikils,
vinnunnar vegna, og vill halda áfram
launuðum störfum meðan heilsa og
kraftar leyfa. Þessi viðhorf endur-
speglast enda í virkri þátttöka eldra
fólks á vinnumarkaði hér á landi.
Þannig er um 44% fólks 65 ára og
eldri hér á landi í launuðum störfum,
meðan einungis um 5% Dana og
Finna og um 14-15% Svía og Norð-
manna í sama aldurshópi eru enn á
vinnumarkaði. Þá er athyglisvert að
skoða vinnumarkaðskannanir Hag-
stofu íslands sem benda til þess að
27% karla og 8% kvenna á aldrinum
70-74 ára séu enn á vinnumarkaði hér
álandi.
Á síðustu árum hafa hugmyndir um
sveigjanleg starfslok fengið aukna at-
hygli, ekki síst með hliðsjón af því að
eldri borgarar búa nú almennt við
betri heilsu og geta vænst að ná hærri
aldri en foreldrar þeirra, kynslóðin á
undan þeir. Þeir sem nú eru komnir á
hefðbundinn eftirlaunaaldur eða eru
að færast yfir á þetta æviskeið gera
meiri kröfu til virkrar þátttöku þjóð-
félaginu, en þeir sem á undan þeim
fóru. Þegar tekið er tillit til þess að
öldruðum fer hratt fjölgandi á næstu
árum, á árinu 2000 eru 65 ára og eldri
um 11,6% þjóðarinnar, en stefnir í að
vera tæplega 20% þjóðarinnar eftir 30
ár, er augijóslega þjóð-
félagslegt hagræði af
því að verða við óskum
og kröfum fjölmennra
hópa eldri borgara að
gefa kost á sveigjanleg-
um starfslokum.
Sveigjanleg starfslok
eru ein af baráttumál-
um Samtaka eldri borg-
ara. I júní 1999 sendu
samtökin ályktun til al-
þingismanna þessa efn-
is. I ályktuninm' er m.a.
bent á að ævilíkur hafi
aukist  verulega  m.a.
Ásta          vegna þess að almenn
Möller         lífskjör  manna  hafi
batnað; að hátt hlutfall
fólks stundi nú reglulega líkamsrækt;
að reykingar hafi minnkað verulega
og að góður árangur hafi náðst varð-
andi forvarnir og lækningu krabba-
Starfslok
Einstaklingurinn sjálfur
á að hafa val, segir Asta
Möller, um hvenær hann
hættir launuðum störf-
um, hvort heldur það er
áður en hann verður sjö-
tugur eða síðar.
meins, hjarta-, æða- og lungnasjúk-
dóma. I niðurlagi ályktunar Samtaka
eldri borgara um sveigjanleg starfs-
lok segir eftirfarandi: „Starfslok ...
gegn vilja viðkomandi leiðir oft til ein-
angrunar, kvíða, ótímabundinnar
hrörnunar og jafnvel ótímabærra inn-
lagna á stofnun. Andleg og líkamleg
virkni leiðir til betri lífsgæða."
Ég tek undir sjónarmið Samtaka
eldri borgara og ýmissa fleiri að ein-
staklingurinn sjálfur eigi að hafa val
um hvenær hann hættir launuðum
störfum, hvort heldur það er áður en
hann verður sjötugur, eins og reynd-
ar er algengt í dag og svigrúm er til
skv. ýmsum reglum samfélagsins, eða
hann haldi áfram launuðu starfi, fullu
starfi eða hlutastarfi eftir sjötugt. Ég
er sannfærð um að með því að gefa
möguleika á að njóta lengur traustra
starfskrafta eldri borgara og nýta
reynslu þeirra, þekkingu og innsæi í
atvinnulífinu fáum við ný tækifæri til
að skapa betra, heilbrigðara, fjöl-
breyttara og vandaminna samfélag
en við höfum í dag. Því er mikilvægt
að sú þingsályktunartillaga sem ligg-
ur fyrir Alþingi nú hljóti brautar-
gengi og verði samþykkt.
Höfundur er alþingismaðw
Sjálfstæðisflokksins.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72