Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sigurður Rúnar Jónsson, „Diddi fiðla‘% er fjölhæfur hlj ómlistarmaður. Hann spilar á fjöl- mörg hljóðfæri, hef- ur fengist við tón- smíðar og hefur um árabil verið meðal þekktari tónlistar- manna hér á landi. Hann hefur verið kórstjórnandi og hljóðfæraleikari í hljóðverum. Sigurð- ur Rúnar hefur einn- ig kynnt gömlu ís- lensku hljóðfærin erlendis, fiðluna og langspilið. Þá hefur hann rekið eigið upp- tökustúdíó, Stúdíó Stemmu, frá 1980. — Olafur Ormsson ræddi við Sigurð Rúnar Jónsson um ferilinn, það sem framundan er og næstu verkefni. * R glugga í stofu á heimili Sigurðar Rúnars Jónsson- ar er gott útsýni yfir Elliðaárdalinn, Víðidalinn og yfir að Esjunni. Ain Dimma renn- ur spölkorn frá einbýlishúsinu við Dimmuhvarf 14 sem er í útjaðri Kópavogskaupstaðar, við bæjar- mörk Reykjavíkur. Umhverfið er eins og kjörið fyrir skapandi lista- mann. Sigurð Rúnar er með upp- tökustúdíó í húsinu, Stúdío Stemmu, og vinnur stöðugt að ýmsum tónlist- arverkefnum. Það var vetrarríki og spor í snjón- um eftir hagamýs umhverfis húsin við Dimmuhvarf þegar ég heimsótti tónlistarmanninn í byrjun marsmán- aðar. Ferill Sigurðar Rúnars í tón- listinni er langur. Hann hefur verið atvinnutónlistarmaður, útsetjari, hljóðfæraleikari og upptökumaður í hljóðverum um árabil. Þá hefur Sig- urður Rúnar verið kórstjórnandi og hefur hin síðari ár kynnt íslensk þjóðlög erlendis og var að undirbúa ferð til Kanada að kynna íslensk þjóðlög þegar mig bar að garði. Sigurður Rúnar er rétt nýorðinn fimmtugur. Hann er rúmlega meðal- maður á hæð, í góðu líkamlegu formi, háiið er farið að grána en hann ber aldurinn vel. Bernska og mótunarár „Ég er fæddur í Reykjavík 19. jan- úar árið 1950. Við áttum heima í skúr inni við Elliðaár, þar sem nú er fyrir- tækið BM Vallá, þar til ég var tólf eða fjórtán mánaða. Foreldrar mínir eru Jóhanna Gissurardóttir Erlings- son þýðandi og Jón Sigurðsson hljómlistarmaður. Pabbi var í kring- um 1950 að spila á bassa í hljómsveit í gamla Þórskaffi við Hlemm. Foreldr- ar mínir keyptu hluta úr hermanna- bragga á Camp Knox G5 sem stóð vestan við Hringbrautina og þar bjuggu þau til 1954. Eg man eftir skáldunum Steini Steinari og Vilhjálmi frá Skáholti og ýmsum skrýtnum karakterum úr braggahverfinu. Stór hluti af hverf- inu var í eigu borgarinnar þannig að þama bjó mikið af fólki sem var í húsnæðishraki og með ýmis félags- leg vandamál, í leiguhúsnæði og hafði líklega ekki möguleika á að vera í betra húsnæði. Ég man eftir einu eftirminnilegu atviki. Einu sinni í viku kom eftir- litsmaður á vegum Reykjavíkurborg- ar til að fylgjast með húsnæðinu, bankaði upp á og fékk að athuga hvort ekki væri allt í lagi. Hann átti það til að banka hjá okkur og koma inn og mamma bauð honum alltaf kaffisopa og tók ávallt mjög vel á móti fólki. Hann tók eftir því að hún kvartaði ekki yfir neinu. Áils staðar þar sem hann kom var fólk kvartandi og heimtaði þéttari glugga og vildi fá ýmiss konar lagfæringar. Foreldrar mínir kvörtuðu aldrei. Þau voru ein af þeim fáu í braggahverfinu sem áttu sitt eigið húsnæði. Þetta vissi karlinn ekki. Einhverju sinni þegar mamma var að fara inn í eldhúsið þá steig hún niður úr gólfinu. í braggan- um var trégólf ofan á moldinni, tré- gólfið var orðið svo fúið að hún steig niður úr því. Skömmu síðar kom eft- irlitsmaðurinn og mamma bauð hon- um kaffisopa. Hann sá að þegar hún fór inn í eldhúsið að sækja kaffikönn- una tiplaði hún framhjá gatinu á eld- húsgólfinu. Eftir hádegi voru mættir tveir smiðir með bunka af timbri á bakinu og allt í einu var komið nýtt gólf.“ Hvert fóruð þið síðan þegar þið fluttuð úr Camp Knox-hverfinu? „Ég var fjögurra ára þegar við fluttum í Hh'ðamar, í risíbúð í Máva- hlíðinni, og þá vorum við systkinin orðin þrjú. Ég er elstur átta systkina. Pabbi sagði mér síðar að það hefði verið orðið svo þrúgandi aðkastið sem við börnin urðum fyrir af því við vorum braggaböm. Hann sagði að það hefði verið mjög sárt og erfitt að þegar hann kom heim spurðum við hvenær við mættum eiga heima í húsi eins og annað fólk. I Hlíðunum vomm til 1963, að við fluttum yfir í Vogahverfið. Ég hafði snemma mikinn áhuga á tónlist. Þegar ég var fjögurra, fimm ára vom þeir miklir félagar, pabbi, Leifur heitinn Þórarinsson og Jón Ásgeirsson. Þeir voru að læra tón- mennt og tónsmíðar í Tónlistarskól- anum jafnframt því sem pabbi lék með Sinfóníuhljómsveitinni. Hann tók mig oft með á Sinfóníutónleika í Þjóðleikhúsinu." Var ekki mikið hlustað á tónlist á þínu æskuheimili? „Jú , það var mikið hlustað á tón- list í útvarpi og foreldar mínir áttu mónó-plötuspilara á þessum ámm. Ég mátti ekki snerta plötuspilarann, en ég þekkti lag eftir Sir Edgar Elg- ar. Ég mátti taka plötuna og setja hana upp á naglann, snúa henni og svo söng ég. Þetta er klassískt verk sem var í uppáhaldi hjá mér þegar ég var þriggja, fjögurra ára. Þetta er hljómsveitarverk." Snemma farinn að taka þátt í tónlistarlífinu „Þegar ég var fimm, sex ára lang- aði mig að læra á hljóðfæri og hafði mestan áhuga á að Iæra á það hljóð- færi sem var í forgrunni í hljómsveit- inni. Ef það var píanókonsert þá var ég hrifinn af píanói, ef það var sellókon- sert þá var ég hrifinn af sellóinu. Faðir minn var klókur, hann beið þangað til það kom gott tækifæri. Ég fékk ekki að fara á tvenna eða þrenna tónleika í röð. Svo tók hann mig allt í einu með á tónleika og á þeim tón- leikum var fiðluleikari sem spilaði listavel. Eftir tónleikana sagði hann: - Jæja, Diddi minn! Eigum ekki að taka ákvörðun! Viltu læra á hljóðfæri eða ekki?! Ég sagði ákafur. - Já, ég vil læra á fiðlu! Hann fékk mig til að velja það hljóðfæri sem hann vildi sjálfur að ég lærði á!“ Byrjaðir þú þá í fiðlunámi í Tón- listarskólanum í Reykjavík? „Já, ég byijaði í fiðlunámi átta ára í Tónlistarskólanum og fyrsti kenn- ari minn var Ingvar Jónasson. Ég var þar í ellefu ár í námi. Fyrstu árin var ég í fiðlunámi, svo kom heyrnar- þjálfun, tónfræði, hljómfræði og tón- listarsaga. Ég fór síðan í kennara- deildina, en lauk henni reyndar ekki. Ég fékk að mér fannst mjög breiða menntun í músík, sérstaklega þegar fór að líða að hljómborðsfræðinni og hljómfræðinni, sem hefur komið sér vel í sambandi við útsetningarvinnu og tónsmíðar líka.“ Varstu þá þegar búinn að taka ákvörðun um að verða tónlistarmað- ur? „Já, ég ætlaði að verða músíkant og ekkert annað. Eftir landsprófið vorið 1966 fór ég til Svíþjóðar að spila í Vordist ungdoms orkester, sem var hópur eitt hundrað unglinga frá Norðurlöndunum á aldrinum 15-25 ára og það var mjög gaman. Á meðan ég var úti fékk ég fréttir af því að ætti að stofna MH. Ég hafði ekki ver- ið spurður að því hvort ég vildi fara í menntaskóla eða ekki. Foreldrai- mínir innrituðu mig í skólann á með- an ég var erlendis. Ég var dálítið fúll yfir því þegar ég kom heim og harð- neitaði að fara í skólann. Ég vildi frekar bæta við mig námi í músíkinni, ég hafði ekkert við þetta bóknám að gera. Það varð samkomu- lag um að ég færi þarna í MH einn vetur, ég ætlaði mér aldrei að halda þar áfram námi.“ Og á unglingsárum varstu farinn að spila í Sinfóníuhljómsveitinni? „Já, ég spilaði fyrst með Sinfón- íunni sem einleikari. Við vorum tveir nemendur sem þóttum skara svolítið fram úr og það var verið að ýta undir metnaðinn í okkur. Við fengum að spila einleik í tvöfalda fiðlukonsertin- um hans Bachs, í d-moll, á skólatón- leikum og vorum þá báðir fimmtán ára. Ég fór að læra eftir það hjá Birni Ólafssyni og hann lét mig gjaman spila á áskriftartónleikunum, hálfs- mánaðarlega, og þá hluti sem honum fannst að ég réði við. Það vantaði þá stundum strengjaleikara í hljóm- sveitina og hann taldi það mikið at- riði í náminu að komast í samspil. Ég var af og til með Sinfóníuhljómsveit- inni allt þar til ég flutti til Vest- mannaeyja 1972. Eftir gosið haustið 1973 sótti ég um fastráðningu og var fastráðinn með Sinfóníunni í eitt ár. Vorið 1974 báðu þeir mig að koma aftur til Vestmannaeyja í tónlistar- kennslu við bamaskólann og þá flutt- um við Ásgerður Ólafsdóttir, konan mín, ásamt syni okkar, Ólafi Kjart- ani, til Vestmannaeyja." Þú hefur snemma verið byrjaður að spila á hin ýmsu hljóðfæri og far- inn að taka þátt í tónlistarlífinu? „Tólf ára söng ég aðalhlutverkið í óperanni Amahl og næturgestirnir á vegum Musica Nova. Það átti að taka óperana upp í útvarpinu, en vegna klúðurs af hálfu útvarpsins datt sú upptaka upp fyrir sig. Ég lenti í slysi um þetta leyti og lá sex vikur á spít- ala og var kominn í mútur þegar ég kom út af sjúkrahúsinu, það var því aldrei hægt að hljóðrita verkið. Ég kynntist fólki hjá útvarpinu og var þar oft og þá fór ég að koma mik- ið fram í Sjónvarpinu á fyrstu starfs- áram þess, t.d. með Ríó tríóinu, og var þar nánast mánaðarlega í ein tvö ár með ýmiss konar sönghópum, tríó- urn og kórum. Ég spilaði á fiðlu, á gítar, sítar og eitt og annað og kom nálægt útsetn- ingum. Pétur Steingrímsson var þá með þáttinn Lög unga fólksins og rak stúdíó og tók upp töluvert af plötum með hinum ýmsu listamönnum. Pabbi útsetti mikið af plötum fyrh' Svavar Gests, með Ellý, Vilhjálmi og fleiram, og hann fékk mig mikið með sér til að spila. Ég spilaði ýmist á orgel, gítar eða á fiðlu í strengjasveitum. I framhaldi af því fór ég að spila mikið inn á plöt- ur fyrir Hljóðrita um 1974, t.d. með Spilverki þjóðanna og fleiri lista- mönnum. Ég spilaði heilu strengja- sveitirnar einn inn á plötur. Og eins og ég gat um hér fyrr þá fluttum við til Vestmannaeyja aftur árið 1974 og þá tók ég að mér að stjórna blönduð- um kór í Eyjum, Samkórnum. Það var ákveðið vorið 1975 að taka upp plötu. Ári síðar samdi ég músík fyrir bamaleikritið Öskubusku sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Þetta var orðið þannig að ég var farinn að vera fleiri helgar í Reykjavík en í Vest- mannaeyjum og þá til þess að æfa tónlist í leikhúsunum eða bara sem sessjónmaður í stúdíói. Árið 1978 var orðið svo mikið um þetta að hugur minn stefndi að því að hætta kennslu og vinna meira í hljóðveram, sem átti miklu betur við mig og menntun mín stóð miklu nær því.“ Stúdíó Stemma hefur starfsemi 1980 Og þú vildir þá vinna við upptöku- stjóm, útsetningar, kórstjóm og annað sem þú hafðir reynslu af og þekkingu á? „Einmitt. Þannig að við íluttum þá til Reykjavíkur árið 1978. Næstu tvö árin vann ég algjörlega sjálfstætt og vann þá mikið í leikhúsunum og við stjórn á plötuupptökum, útsetningai' og spilamennsku í hljóðveram. Síðan gerðist það 1979, um jólin, að það var hætt við tvö verkefni sem ég var að vinna fyrir Fálkann, sem ég var langt kominn með að undirbúa, og allt í einu var hætt við. Útgáfufyrirtækið Hljóðriti hafði þá algjöra einokunar- aðstöðu á markaðinum. Þeir voru farnir að verðleggja sig hátt. - Kost- urinn sem menn höfðu, ef þeir fóru ekki inn í Hljóðrita til að gefa út eitt- hvað með hljómsveit, var að senda kannski fimm manna hljómsveit út til London og halda henni uppi þar í viku, plús fargjöld og allt það. Þannig að þeir verðlögðu sig mjög hátt og ýmis verkefni sem ég hafði haft duttu upp fyrir. Ég fór á fund fram- kvæmdastjóra Hljóðrita og kvartaði yfir þessu og sagði þeim að þetta gengi ekki. Eg fékk engin viðbrögð við því. Ég sagði þeim að ef þeir lækkuðu ekki verðið og hefðu það normalt væri ekki um annað að ræða fyrir mig en að setja upp eigið hljóð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.