Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.03.2000, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 D LAUGARDAGUR 25. MARS 2000 Ert þú að leita af hugmyndum fyrir ” ferniinguna? Intersport er stcersta sportvöruverslun landsins full afgóðum gjöfum fyrir sportíegt ungt fólk. Hvort sem þú aðhyllist útivist, vetrarsport, spaðaíþróttir, innanhúss, líkamsrœkt, golf eða veiði, þá er auðvelt að finna gjöfvið hcefi hjá okkur. Verið velkamin. Tight bakpoki. Mest seldi bakpokinn á Norðurlöndunum. Fæst i mörgum stærðum og litum. Mjög sterkur og hentar Hls- fyrir alla. Verð frá kr. 4.640 til10.990,- McKinnley Starn Night Góður aihliða svefnpoki sem hentar öllum. 4ja árstíða poki. Kuldaþol -22°. Fylling 900gr. Thermo Light Extrem. Þyngd. 1950. Verð kr. 8.990,-. Tjalddýna McKinnley Moonview Létt 2ja manna alvöru göngutjald meö góðu fortjaldi. Himinn úr Ripstop nyloni með mikla vatnsheldni. Fiber stangir. 2.6 kg. ,,n82000 McKinnley Alpine Trek 50L Fjölnota bakpoki með McKinley MLS burðar- kerfi sem auðvelt er að stilla. Hægt er að stækka ,topphólfio. Festingar fyrir ísaxir o.fl. aukahluti. j aöngustafir Léttir og ^ sterkir göngustafir úr áli. Lengd stillanleg. sjónauki ~ \N Kr. 4.760,- parið- fyrirferðarlítill, hentugur í vasa. Pín frístund - Okkar fag emmtllegur idúbbur! VINTERSPORT Bildshöfða 20 • 112 Reykjavlk • 510 8020 • www.intersport.is lingargjnfbref lnterspoi't góð gj°f Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þessi fríði hópur fermingarbarna varð fyrstur til að fermast í kyrtlum í Dómkirkjunni í Reykjavík haustið 1954 en þá um vorið höfðu fermingarbörn á nokkrum stöðum á landinu skrýðst kyrtlum. Fyrst fermt í kyrtlum árið 1954 ÞAÐ var ekki fyrr en árið 1954 að farið var að ferma börn hér á landi í hvítum kyrtlum. Hugmyndina átti séra Jón M. Guðjónsson á Akranesi. í bók Ama Björnssonar, Merkisdagar á mannsævinni, segir frá fermingartískunni eins og hún var frá því um 1920 og fram yfir miðja 20. öldina. Þá voru ferming- arstúlkur oftast í hvítum kjólum en drengir í dökkum jakkafötum. „Fyrst í stað gátu bæði kyn not- að fermingarklæðin sem spariföt en þegar líða tók á 20. öld fór slíkt að þykja óþolandi hallærislegt, einkum fyrir stúlkur. Þær brugðu stundum á það ráð að lita ferming- arkjólinn og nota sem ballkjól. Sú skoðun heyrðist að það væru nán- ast helgispjöll að nota fermingar- kjólinn á dansleik. Því færðist mjög í vöxt að börn fengju svo- nefnd eftirfermingarföt. Þetta gat að sjálfsögðu þýtt tvöföld útgjöld fyrir foreldra. Eftir miðja 20. öld var lausnin fermingarkyrtlar fyrir bæði kyn. Hugmyndina að þeim átti síra Jón M. Guðjónsson á Akranesi og var fyrsta ferming í kyrtlum árið 1954.“ Ljósmyndina af fermingarbörn- unum sem hér sést tók Olafur K. Magnússon og var hún birt í Morgunblaðinu 4. nóvember 1954. Undir myndinni stóð: „Á nokkrum stöðum hefir sá siður verið upp tekinn, að fermingarbörnin klæðist hvítum kyrtlum og er ekki ólíklegt að svo verði allsstaðar hér á landi í framtíðinni. Myndin hér að ofan er af fyrstu börnunum, sem fermd voru í Dómkirkjunni í þessum nýja litlausa búningi. Presturinn, séra Jón Auðuns, stendur í öftustu röð fyrir miðju.“ Mitt val að fermast í kyrtli Ein fermingarstúlknanna var Sigríður Óskarsdóttir, önnur frá hægri í fremstu röð. Hún var spurð hvernig henni hefði litist á það á sínum tíma að fermast í kyrtli. „Það var mitt val að ferm- ast í kyrtli. Ég hefði getað fermst um vorið í fermingarkjól eins og alltaf hafði verið gert en ég ákvað að bíða þangað til um haustið, vegna þess að ég var svo ógurlega hagsýn í mér. Pabbi minn, Óskar Gíslason, var að gera kvikmyndir og það fóru allir peningar í að framleiða þær, þannig að það voru ekki miklir peningar til. Ég vann um sumarið og geymdi alla pen- inga fyrir fermingarfötunum og keypti voðalega fínan eftirferming- arkjól. Við fermingarbörnin kom- um okkur saman um að vera öll í svörtum skóm, stelpurnar með hvíta slæðu um hálsinn og hvíta nelliku í hárinu, strákarnir í hvítri skyrtu með svarta þverslaufu," rifjar Sigríður upp. Eftirfermingarkjóll úr sanser- uðu satíni með semalíusteinum „Kjóllinn var vínrauður á litinn, úr sanseruðu satíni og settur semalíusteinum. Mig minnir að hann hafi kostað 600 krónur, sem voru heilmiklir peningar, og svo keypti ég líka köflótta kápu. Hún var nú ódýrari, ég held að hún hafí kostað um 400 krónur," segir Sig- ríður. Hún segir fjárfestinguna þó hafa margborgað sig, því hún hafi notað kjólinn mjög mikið, sem sparikjól við öll tækifæri. Eftir að hún var sjálf vaxin upp úr kjólnum góða saumaði hún upp úr honum dýrindisflíkur á börnin sín. Ljósmynd/Óskar Gíslason i ... ‘ " 4 lí'. »- * * * Sigríður Oskarsdóttir í eftirfermingarkjólnum góða sem hún átti eftir að nota oft og lengi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.