Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.03.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 31. MARS 2000 *■—■■■.. .................... Attavilltir á meðalvegi Hvað erað hjá Framsóknarflokknum? Eitthvað er að.“ Þetta er ekki heiti á áður óþekktu rit- verki eftir Vladíinír Lenín þótt vel hefði farið á því að byltingarforinginn setti saman bók með þessu nafni áður en hann skrifaði „Hvað ber að gera?“ Þetta er heldur ekki nafn á nýrri bók Smyrils Kára, sem enn ætlar að láta ljóðasafnið „Spum“ duga. „Eitthvað er að.“ Þessi orð lét þingmaður að nafni Hjálmar Arnason falla í samtali við DV á dögunum. Tilefn- ið var að bomar vora undir hann niðurstöður skoðanakönnunar í þá vera að Framsóknarflokkurinn hefði tapað þriðjungi fylgis síns frá því í kosningunum fyrir tæpu ári. Hjálmar Ámason er einn 12 fulltrúa Framsóknarflokksins á Alþingi. Væri kosið nú myndi þeim fækka í átta, ef marka má skoðanakönnun DV. Þessi niðurstaða gefur til kynna að Hjálmar Ámason hafi lög að mæla. VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson Akveðin hefð hefur nú skapast í skýringum á fylgistapi Framsóknarflokksins, sem hefur verið stöðugt frá því gengið var til kosninga í maí í fyrra. Jafnan er nefnt að ráðherr- ar flokksins fari með „erfiða mála- flokka" og Hjálmar Ámason get- ur þess að framsóknarmenn séu „ekki nógu duglegir við að koma á framfæri“ hvaða málum þeir séu að vinna að í ríkisstjóm. Að auki er iðulega nefnt að formaður flokksins sé starfa sinna vegna oft fjarri fósturjörðinni. Ogvitanlega telja stjómmálamenn „kosningar einu skoðanakannanirnar sem taka ber alvarlega" - þ.e.a.s. þeg- ar illa gengur. Klisjukenndar skýringar á stöðu Framsóknarflokksins kunna enn um sinn að duga ágæt- lega en að því kemur að nýrra svara verður krafíst. Vandinn er mun djúpstæðari. Framsóknarflokkurinn hefur jafnan skilgreint sig sem miðjuafl, sem vinni gegn „öfgum“ á vinstri og hægri væng stjómmálanna. ís- lensk stjómmál hafa hins vegar tekið veralegum breytingum á síðustu áram og getur það vart talist til undranarefna þar eð mörg deilu mál fyrri tíma hafa bókstaflega gufað upp. Á íslandi sem annars staðar leitast stjóm- málaflokkar nú við að skilgreina sig sem miðjuöfl. Samfylkingin er miðjuflokkur og það er Sjálfstæð- isflokkurinn einnig enda getur það nánast talist skilgreiningar- atriði um flokk, sem nýtur um 40% fylgis að hann endurspeglar sjónarmið hinnar „pólitísku miðju“. Sérstaða Framsóknar- flokksins sem miðjuafls er því horfin með „öfgunum“ og flokkur- inn sýnist hvorki hafa burði til að greina sig frá Sjálfstæðisflokkn- um né að bregðast við sókn and- stæðinganna. Stöðu Framsóknarflokksins í dreiibýlinu er nú einnig ógnað. VG-flokkurinn hefur náð að hrifsa til sín frumkvæðið á þessu sviði þjóðmálaumræðunnar á sama tíma og framsóknarmenn hafa það eitt nýtt fram að færa í byggða- málum að ríkisvæða hrossarækt í landinu. Að auki hafna nú sífellt fleiri þeirri byggðastefnu, sem flokkurinn hefur haldið fram, með því að flýja heimahagana og setj- ast að í þéttbýli. Neytendum á suðvesturhominu fjölgar ört. Þeir fá ekki séð að þeir eigi samleið með flokki, sem leitast við að halda uppi vöraverði með vemd- artollum og leggst gegn óhjá- kvæmilegum breytingum í samfé- laginu. Nýjarkynslóðirþekkja ekki „öfgana“, sem flokkurinn barðist forðum gegn og skynja þjóðemissinnaða haftastefnu hans sem tímaskekkju. Framsóknarflokkurinn á því við tilvistarvanda að etja. I formannstíð Halldórs Ás- grímssonar hefur Framsóknar- flokkurinn leitast við að styrkja stöðu sína í þéttbýlinu. Sá árang- ur, sem flokkurinn náði þar, sýnist nú heyra sögunni tíl. Halldór Ás- grímsson nýtur að sönnu virðing- ar enda fer þar traustur stjóm- málamaður en flokkurinn er um of háður honum. Þetta á ekki síst við um þéttbýlið og ekki bætti úr skák hvernig Finnur Ingólfsson kaus að „kveðja" íslensk stjómmál. Raunar getur Finnur Ingólfsson engan veginn talist hættur af- skiptum af stjómmálum þvi hann er enn varaformaður Framsókn- arflokksins og mun það land vand- fundið þar sem seðlabankastjóri er jafnframt vai-aformaður stjórn- málaflokks. Framsóknarflokkinn sárvantar öfluga fulltrúa, einkum á suðvesturhominu. Framsóknarilokkurinn á því við forystuvanda að etja. Hvað Framsóknarflokkinn varðar hafa skoðanakannanir undanliðinna mánaða skilað niður- stöðu, sem er allrar athygh verð. Sú staðreynd að „hlutur kvenna" innan flokksins hefur verið aukinn til mikilla muna skilar honum engu fylgi. Þrir kvenráðherrar sitja í ríkisstjóm fyrir Framsókn- arflokkinn en það sýnist engan veginn duga til að laða konur til fylgis við þetta stjómmálaafl. Svo virðist sem kjósendur horfi frekar til hæfni eða hæfileikaleysis stjómmálamanna en kynferðis þeirra. ,Aukinn hlutur kvenna“ innan Framsóknarflokksins hefur því engu breytt um ímynd hans á meðal kvenna og yngra fólks. Það er verðugt rannsóknarefni að „kvenvæðing“ flokksins, eins og þessi þróun hlýtur að nefnast á máli nútímans, skuli skila þessari niðurstöðu. Framsóknarflokkurinn á því við ímyndarvanda að etja. Á tímum mikilla lífsháttabreyt- inga hlýtur stjórnmálaflokkur, sem hefur þá hugsjón helsta að efnt verði til hrossasýninga á kostnað skattborgaranna þegar erlend fyrirmenni slæðast hingað til lands, að lenda í erílðleikum. Vart getur Hjálmar Ámason kvartað undan því að það grát- broslega baráttumál hafí ekki fengið þá kynningu, sem það verð- skuldar. Hið sama á við um bú- vörasamninginn nýja, sem þorra þéttbýlisbúa sýnist vera geysilega dýr leið til að viðhalda óbreyttu ástandi og fólk í dreifbýli gerir sér ljóst að er ekki fallinn til að snúa þróuninni við. Fólksflutningar úr dreifbýlinu era að sönnu erfiðasta úrlausn- arefni íslenskra stjómmála. Flokkur, sem hefur engar lausnir fram að færa umfram álögur á neytendur og skattborgara og hestasýningar á Bessastöðum, getur ekki vænst þess að fólkið í landinu telji slíkt stjómmálaafl geta svarað kalli tímans. Framsóknarflokkurinn á því við hugmyndavanda að etja. Af þessum sökum er greining Hjálmars Ámasonar upplýsandi í hógværð sinni. MINNINGAR NJÓLA DAGSDÓTTIR + Njóla Dagsdótt- ir fæddist 11. desember 1911. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 24. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Dagur Guð- mundsson, f. 28. maí 1885, d. 17. nóv.1914, og kona hans, Guðrún Mar- grét Guðjónsdóttir, f. 8. sept. 1888, d. 17. ágúst 1960. Bræður Njólu voru Guðmundur Jón Dagsson, f. 7. júlf 1914, d. 12. ágúst 1997, og samfeðra, Sig- valdi Júlíus Dagsson, f. 23. nóv. 1913, d. 19. okt. 1999. Eiginmaður Njólu var Ingi- mundur Magnússon, f. 20. febr. 1902, d. 15. des. 1978. Þau eign- uðust sjö börn. Þau eru: 1) Aðal- heiður, f. 27. maí 1933, gift Elís Andréssyni. Börn þeirra eru Ingimundur, Guðni Þór, Andrés og Njóla. 2) Magnús, f. 2. mars 1936, d. 2. nóv. 1990, kvæntur Magndfsi Ólafsdóttur. Börn þeirra eru; Ingi- mundur, Magnús, Svanbjörg Krist- jana, Arnar, Dag- rún Njóla, Brynja og Björk. 3) Guð- mundur Jónas, f. 10. nóv. 1938, ókvæntur og bamlaus. 4) Ás- dís, f. 6. febr. 1942, gift Ólafi Magnús- syni. Börn þeirra eru; Olga María, Davíð, Erla Björk og Gauti. 5) Dagur, f. 21. apríl 1944, kvæntur Eddu Jó- hannsdóttur. Börn þeirra eru; Anthony John Stissi, Njóla, Bjarki og Kjartan. 6) Jónas Gunnar, f. 4. ágúst 1948. Kona hans er Fanney Elísdóttir og börn þeirra eru; Jónas Dagur, Bryndís Björg og Önundur. 7) Guðbjörg, f. 5.nóv. 1950, gift Sig- urði G. ðlafssyni. Börn með fyrri manni, Baldvin Elís Arasyni: Sveinn Ari, Auðunn og Nanna. Útför Njólu fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan. 14. Móðir mín var lágvaxin kona með stórt, umburðarlynt, óeigin- gjarnt hjarta, hafsjó af þolinmæði, hógværð og gjafmildi. Börn henn- ar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn undruðust oft víðsýni hennar og glöggan skilning á mannlífinu, atburðum og straum- um líðandi stundar. Minning um mikla konu lifir í hugum okkar. Ég vil þakka móður minni fyrir lífið sem hún gaf mér, uppeldið, ástrík- ið, umburðarlyndið, skilninginn, skemmtilegheitin og dekrið. Fyrir það að kenna mér að lesa náttúr- una, þekkja blómin, fuglana og eggin þeirra og svo mætti lengi telja. Fyrst og fremst þó að meta litlu „einskisverðu" smáatriðin í líf- inu og allt það sem hún hefur fyrir mig gert til að ég öðlaðist einhvern þroska. Starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þakka ég fyrir góða að- hlynningu og alúð síðustu æviár hennar. „Þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið.“ Guðbjörg Ingimundardóttir. með Jónasi föðurbróður mínum, sem að öðrum ólöstuðum reyndist þér svo vel. Á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja dvaldist þú síðustu árin og naustu þar umhyggju góðs starfsfólks. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstu með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma mín, takk fyrir allt það sem þú varst mér, Þín Svanbjörg Kristjana. Ég held að hún hafi flogið og þegar kertið blakti þá hafi hún far- ið framhjá. Hún lá samt ennþá í rúminu, laus við kvalir. Þessi smá- vaxna kona, líklega vegna þess að nú laut liðagigtin loksins í lægra haldi. Ég man hlýju skjálfandi handa hennar. Ég man eftir glettn- inni, brosinu og hvernig hún talaði; langa ekki lánga! Hvernig það var alltaf blómalykt í stofunni og mat- arlykt í eldhúsinu. Hvernig skrölti í kaffibollanum þegar hún kenndi mér að drekka kaffi sex ára - slatti af sykri og sletta af mjólk. Ég man eftir því að þegar hún gat ekki far- ið sjálf út með brauðskorpu fyrir fuglana sína sendi hún mig út. Sama hvaða árstími var, alltaf fengu fuglarnir. Eg man eftir því þegar hún bað mig að skreppa í kaupfélagið eftir mjólk eða í Álftá eftir lopa og alltaf fékk ég eitthvað fyrir „ómakið". Ég man eftir því þegar við tvíburarnir og Kolla frænka stálumst af róló, í pollagalla og stígvélum, til hennar í spilastund. Ég man eftir því að hún sýndi mér enga miskunn í spilum; rommý, kasína og rússi - engin grið gefin. Ég man eftir skeljunum sem hún safnaði og öllum þeim skeljum sem ég færði henni úr fjörunni í Bjarnarfirði. Ég man eft- ir því hve oft ég þurfti að verja og rífast yfir nafni hennar - Njóla. „Það þýðir nótt!“ Og enginn skildi af hverju hún var skírð eftir plöntu. Ég man eftir hreinskilninni og hún sagði aldrei neitt illt um nokkurn mann. Ég man líka þegar hún lagðist inn á sjúkrahúsið og þegar ég, ömmubarnið, varð sjúkraliði og hugsaði um hana. Ég man þó mest eftir því, að þrátt fyr- ir það að hún væri farin að gleyma, þá mundi hún eftir mér. Amma mín, ég mun alltaf muna eftir þér. Þú hefur loksins fengið að fara og getur gengið um á ný. Ég bið að heilsa afa og pabba. Ég elska þig. Þín Brynja. í dag kveðjum við elskulegu ömmu okkar, Njólu Dagsdóttur. Alltaf var gott að koma í heimsókn til þín í pönnsur og heitt kakó. Við fengum að skoða fallegu skeljarnar þínar og hlusta á hljóðið úr þeim. Oft var spiluð kasína, marías og rakki. Elsku amma, stundum gafstu okkur ýmis heilræði og sum þeirra hafa reynst gulls ígildi. Vertu sæl, elsku amma, og takk fyrir allt. Minning þín lifir í hjört- um okkar. Olga, Davíð, Erla og Gauti. * Elsku amma, nú hefurðu fengið hvfldina langþráðu, minningarnar hrannast upp í huga mínum og eru þær flestar eftir að fjölskyldan mín, ég þá 11 ára, flytjum úr Bjarnarfirði á Ströndum, til Kefla- víkur. Ég fór þá að venja komur mínar til þín og afa Ingimundar á Suðurgötunni. I minningunni sé ég þig sitja með prjónana þína, segja mér sögur frá þínum yngri árum á Ströndum og víðar. Eftir að ég fluttist á neðri hæðina hjá þér á Suðurgötunni, tókust enn nánari kynni með okkur og var þá stutt fyrir mig að heimsækja þig og naut hún Kolla, dóttir mín, sérstaklega góðs af heimsóknunum til þín. Oft tókum við í spil, manna, kasínu o.fl. en þú hafðir sérstaklega gaman af því að spila. Allir sem til þín komu urðu að þiggja kaffi og með því og var eng- inn svikinn af því, enda alltaf hlaðið borð hjá þér. Já, það er svo margs að minnast eins og t.d. þess að sauma á gömlu handsnúnu saumavélina þína og bara yfirleitt að hafa átt þig að, ekki aðeins sem ömmu heldur líka sem góða vinkonu. Hreinskilin varstu, víðsýn og sjálfstæð bæði í orði og verki, fylgdist vel með þín- um nánustu og varst fljót að sjá ef einhver breyting varð á t.d. útliti mínu. Ég veit að lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þér og þá sérstaklega nú hin síðari ár þegar liðagigtin fór að herja æ meira á þig, en aldrei kvartaðir þú yfir hlutskipti þínu. Ótrúlegt var hversu lengi þú gast annast þig sjálf, t.d. haldið heimili + Alma Eh'sabet Hansen fæddist á Siglufirði 20. júní 1935. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 22. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjön- in Rudolf Theil Han- sen klæðskerameist- ari, f. 10.8. 1897, d. 21.11. 1982, og Mar- grét Finnbjörnsdótt- ir húsmóðir, f. 10.4. 1898, d. 10.10. 1984. Systur Ölmu eru Anna Chr. Hansen, f. 5.3. 1927, Halldóra Ragna Han- sen, f. 21.4.1929, Steinunn Þuríð- ur Hansen, f. 9.9. 1933. Bróðir Ölmu var Gunnlaugur Hansen, f. 25.2.1939, d. 20.7.1988. Alma lauk stúdentsprófi frá Menntaskólunum í Reykjavík 1956 og hélt síðan til Kölnar þar sem hún stundaði fiðlunám og kennslu. Alma var búsett í Þýska- landi í hartnær tvo áratugi. títför Ölmu fór fram f kyrrþey. Nú hefur litla systir kvatt þetta líf eftir erfið veikindi. Við systumar minnumst hennar með hlýhug því hún var alltaf ljúf og góð við alla er henni kynntust. Börnin okkar munu sakna hennar sárt, en þau yngstu gerðu sér ekki grein fyrir hve veik hún var undir það síðasta þegar hún faðmaði þau og brosti til þeirra. Það fór ekki á milli mála hve vænt henni þótti um þau og hve mikla umhyggju hún bar fyrir þeim. Við systurnar höfum margs að minnast frá bernskudögum okkar á Siglufirði. Þar áttum við yndis- legt heimili. Við voram öll hvött til að læra á hljóðfæri og því var mikil tónhst í kringum okkur. Að loknu stúd- entsprófi fór Alma utan til Þýskalands þar sem hún lagði stund á fiðlunám og listasögu. í Þýskalandi starfaði hún við kennslu í Köln í 17 ár. Þegar við lítum til baka teljum við að árin hennar í Köln hafi verið hennar blómatími. Alma var listfeng og vel lesin, sérstaklega í listasögu. Fróðlegt var að hlusta á hana miðla þeim fróðleik til okkar. Á ferðalagi til Prag í fyrrasumar var ánægjulegt að fara með henni í sögufræg óperahús og listasöfn. Þessa ferð hafði hún undirbúið af kostgæfni. Að leiðarlokum viljum við systum- ar kveðja og þakka allar ánægju- stundimar sem við áttum saman. Vertu ávallt Guði falin. Þess biðja systur þínar, Anna, Halldóra og Steinunn. ALMA ELISABET HANSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.