Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6   SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Nýr formaður kristilegra demókrata kjörinn á flokksþingi sem hefst í dag
Merkel á
grasrótar
stuðning
vísan
i
BAKSVIÐ
Búizt er við því að austur-þýzki
eðlisfræðingurinn Angela Merkel
verði á flokksþingi kristilegra
demókrata, CDU, sem hefst í Essen
í dag, kjörin næsti formaður flokks-
ins. Miriam Tang grófst fyrir
um persónu og feril Merkels.
SÁ SEM innir fólk, hvar sem
er í Þýzkalandi og hvar sem
það er í flokki, eftir áliti
þess á Angelu Merkel,
væntanlegum formanni Kristilega
demókrataflokksins í Þýzkalandi
(CDU), rekur sig í flestum tilvikum
á tvær gagnstæðar skoðanir: Mikla
hrifningu og misalvarlega fyrirvara.
Þeir, sem aðhyllast fyrrnefndu
skoðunina, kjósa helzt að krýna
Merkel geislabaugi; hún sé heil-
steypt og heiðarleg kona sem ekki
hafi látið stjórnmálin spilla sér, opin
og náttúruleg. „Henni tekst að fá
fólk til að halda með sér. Hún getur
haldið ræður, þar sem hún kannski
segir ekki mikið, en þannig að hún
ratar beint inn að hjarta fólks," hef-
ur vikublaðið Die Zeit eftir Ehrhart
Neubert, starfsmanni Gauck-stofn-
unarinnar svokölluðu, sem hefur
umsjón með skjalasafni öryggis-
málaráðuneytis gamla Austur-
Þýzkalands (Stasi). Sérstaklega hef-
ur Merkel aflað sér virðingar fyrir
það hvernig hún hélt á málum sem
framkvæmdastjóri CDU þá mánuði
sem „leynireikningahneykslið" svo-"
kallaða skók flokkinn.
Enginn frammámaður CDU gat
betur en hún komið fram sem
óþreytandi talsmaður þess að allt
væri dregið fram í dagsljósið sem
máli skipti. Jafnvel þótt þetta fæli í
sér að slíta tengsl við „sameiningar-
kanzlarann" fyrrverandi og heiðurs-
formann CDU, Helmut Kohl. Eftir
að angar fjármálahneykslis CDU
höfðu líka megnað að fella Wolfgang
Scháuble, arftaka Kohls á flokksfor-
mannsstólnum, fjölgaði hratt þeim
röddum sem kölluðu eftir Merkel
sem nýjum formanni. „Jóhanna af
CDU" heyrist hvíslað þegar hún
gengur um raðir almennra flokks-
manna.
Það leikur enginn vafi á því að
margir fulltrúar grasrótarinnar í
flokknum hyggjast greiða henni at-
kvæði sitt á flokksþinginu sem hefst
í Essen í dag og stendur fram á
þriðjudag.
Þeir sem eru á annarri skoðun
vanda henni hins vegar ekki kveðj-
urnar.
Háðfuglar segja meira að segja,
að vilji hún sem eins konar „Jóhanna
af CDU" bjarga flokknum, sé henni
nær að læra fyrst að sitja hest.
Andstæðingar Merkel kalla hana
hræsnara sem með slægð reyni allt-
af að ota sínum eigin tota. Þar sem
hana skorti pólitíska vigt og hæfi-
leikann til að koma sínum áherzlu-
málum í gegn sé henni eiginlegt að
beita aðferðum sem séu ekki heiðar-
legar; hún reyni að ná sínu fram
með brögðum.
Hraður frami
Þegar Angela Merkel talar um
sjálfa sig vill hún ekki nota orðið
„framakona". Þrátt fyrir það er ekki
annað hægt en að lýsa ferli austur-
þýzkrar konu í íhaldssömum vestur-
Reuters
Angela Merkel, sem líklegt er að verði næsti formaður kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi. Hún yrði
fyrsta konan sem gegndi formannsembætti í flokknum.
• Sími 515 2500 * Stðumúla 7 • Slml 510 2500
þýzkum stjórnmálaflokki, þar sem
karlmenn hafa sama og öllu ráðið,
öðru vísi en sem bröttum eða hröð-
um.
Nái engin önnur orð með góðu
móti að lýsa „fyrirbærinu" Merkel,
er ekki um annað að ræða en að líta
á staðreyndir. í lífi hennar speglast
hluti þýzkrar eftirstríðsárasögu.
Hún fæddist hinn 17. júlí 1954 í
Hamborg. Fáeinum vikum síðar
þáði faðir hennar prestsembætti í
Brandenburg og flutti með konu og
barn þangað, austur fyrir, járntjald-
ið" sem þá lá þvert í gegnum Þýzka-
land. Æskuárum, uppvexti og hluta
fullorðinsáranna varði Merkel í
Austur-Þýzkalandi, en þar sem hún
kom af kristnu heimili lét hún hið
kommúníska stjórnkerfi ekki hafa of
mótandi áhrif á líf sitt. Sagt er að
hún hafi á barnaskólaaldri kunnað
utan að nöfn allra meðlima stjórn-
málanefndar SED, kommúnista-
flokksins sem stjórnaði A-Þýzka-
landi, en einnig nöfn allra sem sátu í
ríkisstjórn Konrads Adenauers í
Vestur-Þýzkalandi.
Vegna þess að kristileg gildi voru
höfð í hávegum í foreldrahúsum
Merkel átti hún eftir að hún lauk
stúdentsprófi ekki kost á að gerast
rússneskukennari, eins og hana ann-
ars langaði til. Kennarastöðu fékk
enginn nema sá sem þótti „hug-
myndafræðilega áreiðanlegur", og
hver sá sem tók virkan þátt í
kirkjustarfi var sjálfkrafa útilokað-
ur.
„Konan með trygglyndislega
augnaráðið" gerir það bezta úr að-
stæðunum, nemur eðlisfræði, lýkur
doktorsprófi í þeirri grein og gerist
vísindamaður.
Þá fellur Berlínarmúrinn. Því
fylgja mikil umskipti, bæði fyrir
Þýzkaland og Merkel. Hún hefur
sagt að á þessum umbrotatímum í
gamla Austur-Þýzkalandi hafi hún
svo að segja óviljandi dregizt inn í
stjórnmálin. Hún valdi síðan að vel
athuguðu máli að eiga samleið með
kristilegum demókrötum. „Fyrir
mig var grundvallaráherzla CDU á
einstaklinginn, trúin á að samkeppni
milli einstaklinga væri af hinu góða,
og að upp úr sköpunarmætti þeirra
gæti sprottið auðlegð, sú rétta,"
sagði Merkel í viðtali við sjónvarps-
stöðina ZDF. Hún gerðist sannfærð
um ágæti hins félagslega markaðs-
hagkerfis.
Eftir fyrstu frjálsu kosningarnar
til a-þýzka þingsins, Volkskammer, í
marz 1990, varð Merkel, þá 36 ára,
varatalsmaður ríkisstjórnar Lothars
de Maizieres. Hún var rétt svo búin
að taka sæti á Sambandsþingi sam-
einaðs  Þýzkalands  haustið  1990,
þegar Kohl fékk hana til að taka að
sér að gegna embætti ráðherra
kvenna- og fjölskyldumála í ráðu-
neyti sínu.
Ferill hennar heldur áfram með
sama hraða. Hún fær embættin upp
í hendurnar - fyrir því sér Kohl
kanzlari. 1993 er hún kjörin héraðs-
leiðtogi CDU í Mecklenburg-Vor-
pommern, en þeirri stöðu gegnir
hún enn þann dag í dag. 1994 tekur
hún við umhverfismálaráðuneytinu
af Klaus Töpfer. Eftir kosningaósig-
ur CDU í þingkosningunum haustið
1998 snýr hún sér af afli að innra
starfi flokksins. Hún er útnefnd
framkvæmdastjóri CDU og er
fyrsta konan til að gegna því starfi.
Hún sýnir eigin stjórnmálastil í
verki þegar fjármálahneykslið ríður
yfir CDU í lok síðasta árs. A þessum
erfiðu tímum fyrir flokkinn sýnir
hún og sannar að hún hefur bein í
nefinu. Hún lætur hinar hneykslis-
kenndu afhjúpanir, sem í litlum
sneiðum eru bornar fyrir almenning,
ekki koma sér úr jafnvægi, þrátt
fyrir að af og til geti hún andspænis
sjónvarpsmyndavélunum ekki leynt
því hve mikið henni er brugðið. En
henni tekst að halda CDU saman,
hún er alls staðar á vettvangi -
hvort sem er innan flokksins eða í
fjölmiðlum. Flokksframkvæmda-
stjórinn er jafnframt fyrsti meðlim-
ur forystusveitar CDU sem opinber-
lega sker á tengslin við Helmut
Kohl.
í Frankfwter Allgemeine Zeit-
ung, helztu rödd borgaralegs lífs í
Þýzkalandi, birtist grein eftir hana
rétt fyrir jól, þar sem hún hvetur til
þess að flokksmenn fari að sínu for-
dæmi að þessu leyti. Andstæðingar
hennar saka hana um föðurmorð -
hún hins vegar talar um „mótun
stjórnmálanna án virkrar þátttöku
stjórnmálamannsins      Helmuts
Kohls".
Ný byrjun
Þegar um hægist verður hinn nýi
flokksleiðtogi knúinn til að leiða
CDU til nýrrar byrjunar. Sjálf er
hún hæverskan uppmáluð og talar
um ábyrgðartilfinningu. Hún, sem
svo margir binda vonir sínar við, ber
sér ekki á brjóst. Hún segist ekki
vera gallalaus. En að hún óttist eitt-
hvað? Nei, það geri hún ekki. Hún
sé hugrökk og ákveðin þegar að-
stæður krefjast þess, rétt eins og
þegar hún lærði sund í æsku. „Ég
þurfti þrjú korter til að treysta mér
til að stökkva af þriggja metra
stökkbrettinu," segir hún í Zeib-við-
tali. Að taka skjótar ákvarðanir sé
ekki hennar sterka hlið. Hún vilji
ígrunda allt vel sem hún geri. Á
hæfileikanum til að sætta ólík sjón-
armið mun hún ábyggilega þurfa á
að halda til að halda öllum fylking-
um kristilegra demókrata „góðum".
Að hún hafi hæfileika til þess virð-
ist hún hafa sannað í hlutverki sínu
sem framkvæmdastjóri. I hvert sinn
sem hún kemur opinberlega fram
lætur hún ekki strax uppi hvar hún
sjálf stendur, hún bíður átekta,
hlustar, og lýsir þá loks skoðun
flokksins. Þetta þýðir þó ekki að hún
hafi ekki skoðanir sem hún vilji sjálf
beita sér fyrir við mótun flokks-
stefnunnar. Stjórnmálaályktunin,
sem lögð verður fyrir flokksþingið í
Essen er að hluta frá henni komin.
Þar hvetur hún til endurnýjunar
stjórnmálastefnu flokksins. Að vísu
eru atriði eins og meiri menntun og
að umbætur skuli gerðar á eftir-
launakerfinu ekki ný.
Öðru máli gegnir um þá breytingu
sem hún vill sjá að verði á skoðana-
myndun innan flokksins. Hún skuli
ekki fara fram á lokuðum fundum
ráðsettra herramanna, heldur eigi
almennir flokksmenn úti um allt
landið að hafa meira að segja um
stefnumótunina.     Héraðsfundir,
haldnir með reglulegu millibili, eiga
að gefa grasrótinni betra tækifæri
til að leggja hönd á plóginn. Það er
einmitt þetta fólk sem Merkel á
vísastan stuðning hjá.
Hvort rödd grasrótarinnar er hins
vegar nógu sterk til að Merkel hljóti
einnig útnefningu sem kanzlaraefni
CDU er önnur saga. Yfir „eigin
apparati" innan flokksins ræður hún
ekki, að svo komnu máli að minnsta
kosti. Sem Austur-Þjóðverji, sem
rataði fyrst inn í raðir flokksins eftir
fall Berlínarmúrsins, á hún engar
rætur í ungliðahreyfingu CDU né
þáði hún námsstyrk frá Konrad-
Adenauer-stofnuninni, sem hefur
sterk tengsl við CDU. En hvað sem
því líður virðist Merkel eiga síauknu
persónufylgi að fagna meðal al-
mennings í Þýzkalandi. í nýlegri
skoðanakönnun Forsa-stofnunar-
innar fyrir vikuritið Die Woehe er
hún með eins prósentustigs forskot
á Gerhard Schröder, núverandi
kanzlara og leiðtoga þýzkra jafnað-
armanna.
Merkel sjálf segir: „Árið 2002 vilj-
um við taka við lyklavöldum kanzl-
araembættisins." Hún sneiðir hjá
því að taka sér orðið „ég" í munn.
Þessi hæverska hefur ekki skaðað
ferilinn fram að þessu, en óvíst er
hvort hún er úthugsað bragð hins
væntanlega flokksleiðtoga, eða eitt-
hvað annað.
Miriam Tang erþýzkur blaðamaður
og starfar á West-deutsche Zeitung.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
32-33
32-33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64