Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.05.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JSMlíí*1 B 2000 LAUGARDAGUR 6. MAI BLAÐ Kvennalið IBV í Evrópukeppni ÍSLANDSMEISTARAR ÍBV í handknattleik kvenna ætla að taka þátt í Evrópukeppni meist- araliða næsta haust. Þorvarður Þorvaidsson, formaður hjá handknattleiksdeild ÍBV, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að kvennaliðið hefði tvívegis áður tekið þátt í Evrópukeppni, 1993 og 1994, og að stefnt væri á að taka þátt aftur næsta haust. „Við viljum ýta undir íslenskan kvennahandknattleik með því að taka þátt í slfkri keppni og finnst miður að engin handknattleikslið hafi tekið þátt í Evrópukeppni siðustu tvö ár.“ Ekkert íslenskt handknatt leikslið, karla og kvenna, hefur tekið þátt í Evrópukeppni frá því að karlalið Aftur- eldingar og KA tóku þátt veturinn 1997-98. Siggeir ræðir við Stjömuna Handknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hyggst ræða við Sig- geir Magnússon, aðstoðarþjálfara karlaliðs Aftureldingar í Mosfells- bæ, um að taka að sér þjálfun kvennaliðs Stjömunnar fyrir næsta tímabil. Siggeir hefur verið aðstoð- arþjálfari Aftureldingar undanfarin misseri og varð í fyrra Islands- og bikarmeistari með liðinu. Er búist við að Siggeir ræði við forsvarsmenn Stjömunnar um helgina. Eyjólfur Bragason þjálfaði Stjömuna á síð- ustu leiktíð en fljótlega eftir tímabil- ið var Ijóst að hann yrði ekki áfram með það. HAUKAMAÐURINN Petr Baum- ruk var besti leikmaðurinn á Is- landsmótinu i handknattleik að mati fþróttafréttamanna Morgun- blaðsins. Bamrauk lét heldur bet- ur að sér kveða í úrslitakeppninni, jafnt í vörn sem sókn og hann fór fyrir sínum mönnum í úrslitaleikj- unum gegn Fram á dögunum þeg- ar Haukar tryggðu sér Islands- meistaratitilinn á eftirminnilegan hátt í fyrsta skipti í 57 ár. ■ Eitt ár.../B4 Morgunblaðið/Ami Sæberg Petr Baumruk, leikmaður Hauka, ánægður með viðurkenningu Morgunblaðsins. KÖRFUKNATTLEIKUR Teitur og Erla bestu leikmennimir Teitur Örlygsson, UMFN, og Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík, vora k,jörin bestu leikmenn íslands- mótsins í körfuknattleik en útnefn- ing þeirra fór fram í lokahófi körfu- knattleiksmanna á Hótel Sögu í gærkvöldi. Leikmenn, þjálfarar og forráðamenn félaganna í úrvals- deild karla og 1. deild kvenna stóðu að vanda að kjörinu. Brenton Brimingham, UMFG, og Ebony Dickinson, KFI, voru út- nefnd bestu erlendu leikmenn nýlið- ins Islandsmóts. í hófinu var einnig upplýst að besti nýliði ársins í karlaflokki væri Ægir Hrafn Jónsson, ÍA, og Birna Eiríksdóttir, UMFT, í kvennaflokki. Einnig var upplýst hverjir höfðu orðið fyrir valinu í fimm manna úr- valslið úrvalsdeildar kai-la og kvenna. Karlaliðið er skipað Teiti Örlygssyni, UMFA, Ólafi Orms- syni, KR, Svavari Birgissyni, UMFT, Fannari Ólafssyni, Kefla- vík, og _ Friðriki Stefánssyni, UMFN. I kvennaliðinu era Erla Þorsteinsdóttir, Keflavík, Alda Leif Jónsdóttir, ÍS, Hanna Kjartans- dóttir, KR, Sólveig Gunnlaugsdótt- ir, UMFG, Guðbjörg Norðfjörð, KR. Þjálfari ársins í efstu deild karla er Valur Ingimundarson, þjálfari Tindastóls, en Ósvaldur Knudsen, þjálfari ÍS, var valinn þjálfari ársins í 1. deildkvenna. Leifur Garðarsson, Haukum, var valinn besti dómari úrvalsdeildar karla. Sigbjöm samdi við ÍBV w jt any SIGBJÖRN Óskarsson, þjálfari fslandsmeistara kvennaliðs ÍBV, hefur end- urnýjað samning sinn til eins árs við félagið. Sig- björn, sem tók við liðinu fjrrir keppni í haust, stýrði því til fyrsta Islandsmeist- aratitils á vordögum. Þá hefur IBV samið að nýju við Lukrecija Bokan og Amela Hegic, en þær léku stórt hlutverk með ÍBV á liðnu tímabili. Ekki hefur verið gengið frá samning- um við Mette Einarsen og Anitu Andreasson, sem báðar eru frá Noregi. Fé- lagið er að Ieita hófana að nýjum erlendum leikmönn- um fyrir næsta tímabil. Helgi Jón- as og félag ar í úrslit Helgi Jónas Guðfinnsson, sem leikur með belgíska körfu- knattleiksliðinu Antwerpen, komst í úrslit með félagi sínu um belg- íska meistaratitilinn er það vann Aalst 98:75 öðru sinni í undan- úrslitum. Helgi Jónas lék lítið með vegna veikinda. Hann gerði sjö stig í fyrri leik liðanna. Antwerpen mætir annaðhvort Orange Oost- ende eða Spirou Charleroi. Ant- werpen hefur gengið allt í haginn í vetur og vann bikarmeistaratitil- inn fyrir skömmu. Helgi Jónas sagði að félagið hefði stefnt á að vinna meistaratitilinn í haust og að liðið væri því á réttri braut. „Liðin í úrslitakeppninni eru jöfn að getu og því mikilvægt að komast áfram eftir tvo leiki,“ sagði Helgi, sem hefur lítið leikið með félaginu í úr- slitakeppninni, vegna veikinda og meiðsla. Hann kvaðst gera sér vonir um að ná sér fyllilega fyrir úrslitaleikina. Helgi hefur ákveðið að söðla um og leika með Ieper næsta vetur. Hann gerði tveggja ára samning við félagið og fylgdi sex öðrum leikmönnum liðsins og þjálfara Antwerpen til Ieper. GLÆSILEGUR ÁRANGUR MANCHESTER UNITED/B2, B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.