Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rfldsstjórn mið- og vinstriflokkanna á ftalíu eftir ófarir Massimo D’Alema Pólitískar afturgöng- ur og end- urbætur Pólitískar afturgöngur setja svip á ítölsk stjórnmál rétt eins og hinir látnu ------------------------------------- eru ekki strikaðir út af kjörskránni. A Italíu berst vinstri-miðvængurinn við afturgöngur af öllu tagi, skrifar Sigrún Davíðsdóttir eftir ferð til Napólí. Þar er þróunin að mörgu leyti einkennandi fyrir landið almennt. MASSIMO D’Alema gerði eins og þeir flestir, talaði of mik- ið og gerði of lítið,“ segir eldri ítölsk kona, þegar talinu víkur að örlögum Massimo D’Alema leiðtoga ítalskra vinstrimanna og nýfallins forsætis- ráðherra. D’Alema varð enn eitt fórnarlamb pólitískra hrossakaupa, þótt fæstir gangi svo langt að segja að honum hafi verið steypt af stóli af sínum nánustu ráðgjöfum eins og Francesco Cossiga fyrrum forseti Ítalíu heldur óhikað fram. Þrátt fyrir ófarir D’Alema hefur stjóm vinstri-miðflokkanna, er stjómað hefur síðan 1996, verið ein sú afkastamesta í sögu eftirstríðs- áranna á Italíu. En ýmislegt bendir til þess að Ólífubandalagið, sem upprunalega kom stjórninni saman, sé að fölna og gömlu flokkaklíkurn- ar að þoka sér að aftur. Þróunin í Napólí er að ýmsu leyti gott dæmi um þetta. Gömlu klikurnar aftur upp á yfirborðið Um leið glímir Ítalía enn einu sinni við mál, sem dregur athyglina að því hve skipulagið þar getur virst fáránlegt. Baráttan um dauðu sálirnar, útstrikun látinna og brott- fluttra af kjörskrá hefur orðið til- efni til skoplegra athugasemda. „Það verður að stöðva þessa kjöt- kveðjuhátíð,“ sagði Giuliano Amato nýskipaður forsætisráðherra, en hann var fjármálaráðherra í fyrri stjórn. Annað sem ekki breytist em stöðug verkföll. í vikunni vom það verkföll í samgöngugeiranum, bæði á láði og í lofti. Einn af þeim sem hefur átt ríkan þátt í að efla vinsældir og trú á vinstri-miðjuna nýju, sem Romano Prodi leiddi til stjórnar eftir kosn- ingarnar 1996, er Antonio Bassolino borgarstjóri í Napólí. En um leið er ferill hans einnig ábending um þró- unina almennt á vinstri-miðjunni. Bassolino kom upp á hið pólitíska yfirborð frá störfum sínum í verka- lýðshreyfingunni, lítillega tengdur kommúnistum og varð borgarstjóri 1993 með 73 prósentum atkvæða. Hann kom fram á sjónarsviðið ein- mitt þegar Napólí var að rétta úr kútnum fyrir tæpum áratug. Borg- in hafði á sér svo slæmt orð að þrátt fyrir gífurlegt ríkidæmi lista og menningar og eftir að hafa verið viðkomustaður ferðamanna um aldaraðir, voru margar ferðaskrif- stofur hættar að skipuleggja ferðir þangað og borgin var því illa stödd fjárhagslega. A atvvu) l'uisund í ilvitnanir í vprk f'lðildois f <jxm sem aiídr hintá snítld h fflguit vitni. VAKA- HELGAFELL jjóuniulci 6 * SÍLllÍ VjO 5000 Lamberto Dini, utanríkisráðherra Italíu, hlýðir á nýskipaðan forsætisráðherra, Giuiliano Amato, flytja stefnuræðu sína í þinginu. AP Það varð borginni því gríðarleg lyftistöng að hún var valin sem fundarstaður leiðtogafundar sjö helstu iðnríkja heims 1994. Borgin var tekin rækilega í gegn undir leið- sögn Bassolinos og tók á móti fund- argestum í sparifötunum. Þó örlítið hafi fallið á þau síðan hefur borgin haldið áfram að eflast. Þar sem Bassolino var sjálfstæð- ur frambjóðandi, óháður gömlu flokkunum, sem á þessum tíma glímdu við spillingu er dómsrann- sóknir leiddu upp á yfirborðið, tók hann með sér samstarfsmenn, óháða gömlu flokkunum. Hann ein- beitti sér að endurbótum, sem fólk tók eftir, eins og sorphreinsun, göt- uhreinsun og samgöngum. Hann tók höndum saman við sjálfboðaliða um að opna kirkjur, söfn og aðra merkisstaði og kom því svo fyrir að hver skóli „ættleiddi" minnismerki, það er tók að sér að sinna kirkjum og öðrum minnismerkjum í ná- grenninu. Þegar D’Alema tók við af Prodi nýtti hann sér vinsældir Bassolino og gerði hann að vinnuráðherra. Eftir á má segja að þar hafi báðir gert mistök. Bassolino var ekki ráðherra nema í nokkra mánuði, ákvað þá að hverfa aftur til Napólí. Að eigin sögn vildi hann ekki missa sam- bandið við borgina, en ýmsir álitu að það hefði hann átt að sjá fyrir. Og ýmsir vinstrimenn misstu traustið á D’Alema. Stjórn hans gæti varla verið traustvekjandi fyrst Bassolino entist ekki þar. Nú þykir mörgum Napólíbúum að nýjabrumið sé farið að fara af Bassolino. Hann fékk þó yfir fimm- tíu prósent í kosningum síðast, en margir af fyrrum óháðum sam- starfsmönnum hans hafa horfið af vettvangi og í staðinn komið gamlir flokksgæðingar með yfirbragði gamla flokkakerfisins er margir tengja spillingunni, sem Bassolino hefur hingað til barist gegn. Hvað tókst og mistókst D’Alema? „D’Alema, veittu vinstrisvör... eða svaraðu alla vega einhverju!" sagði grínleikarinn Nanno Moretti í grínþætti í apríl, þegar hann lék vinstrisinnaðan sjónvarpsáhorf- anda að horfa á sjónvarpseinvígi D’Alema þáverandi forsætisráð- herra og Silvio Berlusconi fjöl- miðlakóngs og leiðtoga stjórna- randstöðunnar. Upphrópun leikarans hefur orðið fleyg, því mörgum þykir einmitt að D’Alema hafi ekki aðeins mistekist að koma með sannfærandi vinstriboðskap, heldur með boðskap yfirleitt. Glíma D’Alema við stjórnartaumana er eins og saga konunga á miðöldum, þar sem sökin á morði fyrri vald- hafa erfist. Það liggur í loftinu að Romano Prodi álíti D’Alema höf- uðpaurinn í að velta sér úr sessi. Formlega séð var það Fausto Bert- inotti leiðtogi harða kjarna gamal- kommúnista, sem hætti stuðningi við Prodi, eftir að hafa velgt honum undir uggum frá því Prodi tók við stjórnartaumunum 1996. Vísast lofaði D’Alema Bertinotti skýrari vinstristefnu en Prodi fylgdi og tryggði sér þannig stuðn- ing Bertinottis. Það leið þó ekki á löngu þar til Bertinotti þóttist sjá að vinstrislikjan væri enn þynnri á D’Alema en Prodi og fór í stjórnar- andstöðu. Þessi leikflétta hefur í fyrsta lagi orsakað það að ýmsir þeirra er mynduðu stjórn með Prodi á sínum tíma hafa ekki verið sáttir við D’Alema. I öðru lagi hefur hún aukið á klofninginn á vinstri- miðjuvængnum. Prodi tókst að koma slíku lagi á efnahag Itala að þeir urðu meðal stofnþjóða Efnahags- og myntsam- bands Evrópu. Um leið og hann styrkti efnahagsstoðir landsins jók hann traust umheimsins á Ítalíu. En það var eins og honum entist ekki erindið þegar þessum áföngum var náð. Hann virtist embættismað- ur, sem gat leitt framkvæmdir fremur en stjórnmálamaður sem gat vísað veginn. D’Alema hélt áfram á sömu braut og Prodi er hann leiddi stuðning ít- ala við aðgerðir NATO í Kosovo. Hann tók líka höndum saman við Blair um yfirlýsingar um nýja vinstristefnu. Heima fyrir voru tök- in hert í skattamálum, svo skattskil urðu mun betri. Stjórn hans hefur einnig tekið skóla- og heilbrigðis- mál nauðsynlegum tökum, sem kostuðu átök því það var gengið gegn hagsmunum verkalýðsfélaga. Þessar aðgerðir hafa almennt verið litnar jákvæðum augum af löndum D’Alema, án þess þó að auka vinsældir hans. Það kom áþreifanlega í ljós í svæðakosning- um í apríl. þegar kosið var í 15 af 20 héruðum Ítalíu. í átta þeirra unnu hægrimenn og náðu meðal annars til sín héruðum, sem vinstrimenn hafa lengi haldið. Þessu áfalli gat D’Alema ekki setið undir og sagði af sér, enda beið traustið til hans hnekki við þessi úrslit. Baráttan um dauðar sálir Ýmislegt bendir til að Amato muni hverfa enn lengra frá viðleitn- inni til að takast á við nýskipun í ít- ölskum stjórnmálum en D’Alema. Amato skipti til dæmis út bæði menntamálaráðherranum og heil- brigðisráðherranum og talað er um að Amato muni að einhverju leyti draga til baka fyrri umbætur í heil- brigðismálum. Fyrsta stórmálið, sem Amato þurfti að takast á við, var hvort ætti að endurskoða kjörskrána fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu 21. maí. At- kvæðagreiðslan er um breytingar á kosningaskipan er miða að því að draga úr áhrifum flokkssmælkis, ýta undir uppstokkun í styi’ka flokka og auka þar með pólitískan stöðugleika. Vísast munu breyting- arnar ekki hafa róttæk áhrif, en sálfræðilega eru þær mikilvægur liður í því að styrlý'a viðleitni til að uppræta gamla flokkakerfið. Atkvæðagreiðsla er aðeins ráð- gefandi, en til að svo megi vera þurfa 50 prósent atkvæðabærra manna að greiða atkvæði. í þjóð- aratkvæðagreiðslu í fyrra er miðaði í sömu átt náði þátttakan ekki þessu marki. Athyglin beindist þá að því að yfir tvær milljónir manna á kjörskrá eru annaðhvort látnar eða búsettar erlendis. Það getur því haft úrslitaáhrif að kjörskráin sé rétt og ef svo hefði verið í fyrra hefði þátttakan verið nægileg. Við þetta hafa komið í ljós vægast sagt spaugilegir hlutir. Sá sem flyst til annars lands er til dæmis á kjör- skrá þar til hann hefur búið hund- rað ár erlendis. I Financial Times stóð að á Italíu deyi fólk ekki, alla vega ekki á kjörskrám. í Le Figaro sagði að alls staðar nema á Italíu tíðkaðist að kjörskráin væri stöðugt leiðrétt. Kannski væri búist við því að hinir látnu færu sjálfir fram á að vera strikaðir út. Þessi uppákoma er hins vegar að- eins hluti af slælegum skrám á veg- um hins opinbera. Það er nefnilega algengt að það berist bréf til látinna árum og áratugum eftir að þeir eru horfnir til feðranna. Á næsta ári verður gengið til kosninga. Nú er Prodi formaður framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins og lítið heima lýrir. Eins og ástandið er nú bendir allt til að þá ljúki stjórnartíma vinstri- miðflokkanna og Berlusconi komist aftur til valda eins og hann gerði í nokkra mánuði 1994, þó hann sé enn með málsóknir yfirvofandi og reki fjölmiðlaveldi sitt þrátt fyrir stjórnmálaafskiptin. En hægri- stefna Berlusconis er ekki mjög í ætt við aðra evrópska hægriflokka og er vægast sagt á reiki. Eins og er bendir því fátt til að stöðugleiki Prodi-tímans sé í augsýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.