Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 63 N aglbítar færa sig á aðra hæð Morgunblaðið/Kristinn „Naglbítar hafa óvenju gott næmi fyrir melódíum, hæfileiki sem skapar þeim þó nokkra sérstöðu innan íslensks dægurlagaheims." MYNDBONP Máttur von- arinnar Jakob Lygari (Jakob the Liar) Drama Leikstjóri: Peter Kassovitz. Hand- rit: P. Kassovitz og Diedier Decoin. Aðalhlutverk: Robin Williams, Alan Arkin, Hannah Taylor Gordon og Armin Mueller-Stahl. (115 mín) Bandaríkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. SEGJA má að Jakob lygari feti að nokkru leyti í fótspor ítölsku verð: launamyndarinnar Lífið er fallegt. I báðum tilvikum reyna þekktir gam- anleikarar fyrir sér í kvikmyndum sem segja frá örlögum gyðinga í skugga þriðja rflrisins en erfitt er að að ímynda sér grín- snauðara viðfangs- efni. Hér er þó ekki um einfalda eftirlíkingu að ræða þar sem myndin byggist á skáldsögu eft- ir Jurek Becker. Þar segir frá Jakobi sem ásamt þúsundum annarra er haldið nauðugum í gyðingagettóinu í Varsjá. Fyrir tilviljun heyrir Jakob útvarpsútsendingu sem greinir frá yfirvofandi ósigri Þjóðverja. Með því að greina frá þessum fréttum og finna upp fleiri í kjölfarið blæs Jakob nýrri von í brjóst íbúanna. Robin Williams stendur sig vel í titilhlut- verkinu, enda sterkur leikari þegar hann beislar væmnina. Þá er um- hverfi gyðingagettósins endurskap- að með verulegu listfengi og óhugn- aðinum sem fylgdi lífinu í þessari eyðimörk mannsandans vel lýst. Akveðnir þættir myndarinnar ganga þó síður upp, en á heildina litið er hér á ferðinni mynd sem leynir á sér. Furðuleg samsuða Hárbeitt bros (Razor Blade Smile)___ Vampírnmynd ★ */2 Leikstjórn og handrit: Jake West. Aðalhlutverk: Eileen Daley, Christ- opher Adamson og Kevin Howarth. (98 mín.) Bretland, 1998. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ vantar ekki metnaðinn hjá hinum nýbakaða leikstjóra og hand- ritshöfundi þessarar bresku vamp- írumyndar. Tekist er á við hefðina af miklum móð og fiéttuð úr því saga sem spannar einn- ar og hálfrar aldar tilveru vampírunn- ar Lilith Silver. Til að stytta sér stund- ir í eilífðinni og afla sér fæðu hefur Lil- ith gerst leigumorðingi. I framhaldi af því kemst hún í kast við skugga- verur af eigin ættmeiði. Það er erfitt að koma orðum að þeim hrærigraut stórhugs og fúsks sem þessi mynd er. Lilith segir sögu sína í endurliti í anda „Interview with the Vampire“ og gömul vampíruspeki er vegin og metin. En áður en maður veit af hef- ur hin rómantíska vampíra um- breyst í leðurklæddan leigumorð- ingja með alvæpni. Kroppum og bólsenum er óspart beitt til að krydda söguna sem og blóðugum byssubardögum. Tæknilega séð er myndin jafnframt ódýr og tökuað; ferðir víða hinar sjoppulegustu. í einstaka tilfellum bera tilraunir til stílfærslu þó tilætlaðan árangur. Já, þessi kvikmynd er mjög furðuleg í lélegheitum sínum. TONLIST Geisladiskur Vögguvísur fyrir skugga- prins Vögguvísur fyrir skuggaprins, önn- ur breiðskífa 200.000 naglbíta. Sveitina skipa Villi (gítar, söngur o.fl.), Kári (bassi, söngur o.fl.) og Axel (trommur, forritun o.fl.). For- ritun og þess háttar var í höndum Haffa og Þorvaldar og Samúel J. Samúelsson spilaði á lúður í „Lítil börn“. Upptökumenn voru Axel Árnason, Hafþór Guðmundsson, Ivar Ragnarsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. 53,15 mín. Sproti gefur út. ÞAÐ hefur aldrei verið lenska að tala um Akureyri sem tónlistarbæ, líkt og tíðkast hefur með smærri pláss eins og Keflavík og Húsavík. En í þau skipti sem hljómsveitir þaðan hafa látið að sér kveða hafa þær jafnan vakið athygli fyrir hversu fullbúnar og þroskaðar þær hafa verið; nefna má sveitir eins og BARA-flokkinn, Ópíum og þá sveit sem er til umfjöllunar hér, 200.000 naglbíta. Nagbítarnir höfnuðu í þriðja sæti Músíktilrauna fyrir margt löngu, árið 1995, en þá höfðu þeir verið starfandi í tvö ár. Þá sungu þeir á ensku og kættu áhorfendur með gáskafullri en um leið öruggii sviðs- framkomu. Vilhelm, söngspíra og gítarleikari, var og valinn söngvari tilraunanna. Tveimur árum síðar kom út hinn fjörugi söngur, „Hæð í húsi“ á safnplötunni Spírum og fékk töluverða útvarpsspilun. Fyrsta breiðskífan, „Neondýrin", kom svo út fyrir jólin 1998 og nokkur laga þaðan fengu einnig að glymja í við- tækjum. Það var auðsjáanlegt á of- urmelódísku popprokki laga eins og „Brjótum það sem brotnar“ og „Neðanjarðar" að töluvert væri spunnið í þessa norðanpilta. Þessi frumburður innihélt mikið af hröðu og melódísku rokki, með sterkum tilvísunum í pönk og nýbylgju fyrri tíma. Á nýju plötunni hafa Naglbítarnir slípað sig nokkuð til, dregið úr blindri keyrslu og lög- in þ.a.l. nokkuð margræðari. Nagl- bítamir voru óhræddir við að fara óvæntar hjáleiðir á fyrri plötunni og þeirri tilraunastarfsemi er viðhaldið hér og hún reyndar aukin að nokkru. Stílaflökt er því talsvert og sum laganna stinga þægilega í stúf við hið „hefðbundna" naglbítarokk. Naglbítar hafa óvenju gott næmi Þvottavélar fyrir vélahluti Jákó sf. sími 564 1819 fyrir melódíum, hæfileiki sem skap- ar þeim þó nokkra sérstöðu innan íslensks dægurlagaheims. í viðlög- um fara þeir á flug og góðar radd- anir gefa lögunum aukið vægi. Það er reyndar undarlegt hvað sam- tímarokksveitir gera lítið af því að radda nú til dags en sú íþrótt var viðtekin venja í árdaga poppsins. Söngur Naglbíta er góður, umluk- inn hlýjum og persónulegum blæ. Vert er að geta textasmíðarinnar en viðfangsefnin eru oftar en ekki dökk og dimm. Margir textanna fjalla á nýstárlegan hátt um dauð- ann og hans fylgifiska. Góðu heilli detta þeir þó aldrei niður í volæði og eymd enda standa þess háttar hlutir fjarri anda Naglbítanna. Það sem er hvað mest heillandi við 200.000 naglbíta er hvað þeir eru skemmtileg hljómsveit. Á tónleik- um er svo mikið um gleði og gaman hjá sveitinni að það er hreint og beint smitandi. Það er greinilegt að piltar hafa mjög gaman af því sem þeir eru að gera og meðlimir hafa spilað sig vel saman í gegnum árin og sveitin er þétt. Spilagleði og ástríðufull einlægni er poppiðkun jafnan til framdráttar og heildar- svipur plötunnar er góður og af henni stafa jákvæðir og heilnæmir straumar. Stundum er reyndar eins og Naglbítar kunni sér ekki al- mennilega hóf, svo gaman hafa þeir af þessu öllu saman. Hröð lög eins og „Dans“ og „200.000 naglbítar", sem er eins og sameiginlegt teiti hjá Botnleðju og Geirfuglunum, eru t.d. lítt innblásinn og hefðu alveg eins mátt missa sín þó að það hafi greinilega verið gaman að spila þau. Það að Naglbítar láti allt vaða á þennan hátt hefur þó fleiri kosti en galla. Lög eins „Lítill fugl“, „Nótt“ og „Lítil börn“ eru dásamlegir undanvillingar, sköpunargleðinni hleypt á skeið með góðum árangri. En það er þó í lögum eins og „Toks- ík Állah“, „Bless kex“ og þá sér- staklega titillaginu, „Vögguvísur fyrir skuggaprins", sem Naglbítar skína hvað skærast. Vel samin lög sem búa yfir góðum og grípandi en umfram allt fallegum melódíum., 200.000 naglbítar eru laglegt og vel ilmandi blóm í fremur risjóttum ís- lenskum rokkgarði en það á enn eft- ir að springa út að fullu. Hið stór- fenglega titillag plötunnar gefur til kynna mátt og megin Naglbítanna sem þeir eiga vonandi eftir að færa sér í nyt að fullu í nánustu framtíð. „Vögguvísur fyrir skuggaprins" er því vel heppnuð varða á hingað til gifturíkri leið. Arnar Eggert Thoroddsen Viðskiptavinir FBA athugið! Afgreiðsla FBA er flutt að Kirkjusandi þriðju hæð. Símanúmer er óbreytt 580 5000. Starfsfólk FBA FBA er hluti af (slandsbanka-FBA hf. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.