Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUN
„fflTAEININGAOFBELDI"
LOKSINS, loksins
er tekið á fitu- og
hitaeiningaofbeldinu
sem tröllriðið hefur
ekki bara íslensku
þjóðinni en flestum
þjóðum í Vestur-
Evrópu um áraraðir.
Það gengur í stuttu
máli út á það að fita
og bara fita sé skað-
valdur offitu og þar af
leiðandi hafa allar
ráðleggingar     um
megrun og fyrirbygg-
ing á offitu snúist um
herferð gegn fituinn-
töku í fæði og ekki
alltaf með góðum af-

Þorbjörg
Hafsteinsdóttir
leiðingum. Ég mundi segja þvert á
móti í mörgum tilvikum, en ég kem
að því síðar. í litlum pistli í Dag-
legu lífi 9. júní síðastliðinn tekur
Jón Bragi Bjarnason, prófessor í
lífefnafræði við Háskóla Islands, á
þessu  sem  hann  sjálfur  kallar
''„hitaeiningaofbeldi". Ég fylltist
gleði að sjá þennan mann taka á
þessu alvarlega máli sem offita er
að þróast í með líkamlegum og
andlegum fylgisjúkdómum. Hann
bendir í pistlinum meðal annars á
samband fitu- og sykurbúskapar í
líkamanum og sérstaklega á hlut-
verk sykurs í offitu. Insúlín er hor-
món sem er framleitt í brisinu. Það
ásamt öðru hormóni, glucagon, fer
með aðalhlutverkið í stjórnun blóð-
sykurs. Blóðsykurinn er stöðugar
- þirgðir líkamans af skjótvirkri
orku. Glúkósi sem er sykra (þrúgu-
sykur) berst með blóðinu til vefja
sem hafa þörf á orku. Sérstaklega
er heilinn og hjartavöðvinn háður
sífelldu flæði af glúkósa og þess
vegna er líkaminn búinn afar ná-
kvæmu stjórnunar- og varnarkerfi
sem getur jafnað breytingar á
blóðsykrinum.
Áður en við förum lengra skul-
um við aðeins fara í hvað glúkósi
og sykur eiginlega er. Kolvetni er
einn af þremur næringarflokkum
fæðunnar.
Hinir tveir eru prótein eða
eggjahvíta og fita. Það er kafli út
af fyrir sig.
Kolvetni fáum við helst úr korni,
mjöli, hrísgrjónum, grænmeti, rót-
arávöxtum og ávöxtum. I líkaman-
um breytist glúkósi (þrúgusykur)
og frúktósi í einsykrur. Súkrósi
eða venjulegur sykur, laktósi
(mjólkursykur) og maltósi (malt-
sykur) breytist í tvísykrur og
mjölvi og sellulósi breytist í fjöl-
sykrur. Eftir að þú ert búinn að
borða hækkar blóðsykurinn í takt
við breytingu kolvetna úr fæðunni í
ein- og tvísykrur. Líkaminn sér um
að flokka næringarefnin hvert frá
öðru, kljúfa þau í réttar sameindir
á mismunandi hátt. Þau eru síðan
melt og tekin upp sem orka og for-
ði á mismunandi stöðum í lfkaman-
um. Niðurbrot eða klofning fæð-
• unnar hefst í munninum, heldur
áfram í skeifugörninni og lýkur í
smáþörmum. Við þetta eykst blóð-
sykurinn í blóðinu, klofinn í fyrst
og fremst glúkósa. Blóðsykur
hækkar.
Lfkami okkar er mjög skemmti-
leg og að mörgu leyti fullkomin
hönnun. I fullri auðmýkt má líkja
starfsemi hans við Storm P.,
danska listamanninn sem hannaði
líkön af verkum sem voru einhvers
konar eilífðarvélar. Þú hreyfir við
einum takka eða kippir í spotta og
það kemur næstu hreyfingu af stað
-"*sem kemur _ næstu hreyfingu af
stað o.s.frv. Út úr þessu kemur svo
snilldarlegt verk sem ekki virkar
nema öll smáatriðin vinni saman
og hver virkni er háð þeirri sem á
undan er: Verkun og afleiðing. Og
þannig starfar líkaminn á undur-
samlegan hátt. Til dæmis blóðsyk-
urinn, sem við erum að tala um,
^kveikir í næstu „hreyfingu" sem er
insúlínframleiðslan.
Því líkaminn „veit" að
það er ekki hentugt
og getur haft mjög al-
varlegar afleiðingar
fyrir hann að hafa of
mikinn sykur í blóð-
inu. Þannig að insúlín-
ið þurfum við að nota
til að koma sykrinum
úr blóðinu og inn í
frumurnar þar sem
hann er notaður sem
orka.
Insúlínið virkar hér
á sama hátt og lykill
og á frumunum er lás
sem bara insúlínið
passar í. Blóðsykurinn
lækkar og brisið fær þau skilaboð
að ekki sé þörf á meira insúlíni í
bili, það eru ekki fleiri restar frá
síðustu máltíð.
Ef mataræði þitt er ríkt af kaffi,
franskbrauði, marmelaði, samlok-
um og sykri, þ.e.a.s. kolvetnin eru
einföld og líkaminn klýfur þau
hratt,  þá  hækkar  blóðsykurinn
Næring
Megrun og megrunar-
kúrar ættu að vera úrelt
fyrirbrigði, segir
Þorbjörg Hafsteins-
dóttir, og bendir á að
lífsstílsbreyting sé heil-
brigðari vinkill.
hraðar og meira en ef þú ásamt
sömu kolvetnum hefðir borðað
trefjar, fitu og prótein. Þú verður
kannski eirðarlaus, nervus og í há-
um gír. Mikil sykurneysla og „hvítt
hveiti-matur" leiðir af sér óróleika
og ójafnvægi í blóðsykrinum sem
oft á það til að falla hratt. „Easy
come, easy go"-afleiðing. Þú dettur
niður í orku, verður þreytt(ur) og
pirruð(aður). Þetta ástand getur
varað í mörg ár; brisið stöðugt að
framleiða insúlín til að leiða of há-
an blóðsykur úr blóðinu og inn í
frumurnar. Líkaminn er að reyna
að hjálpa þér að halda jafnvægi.
En svo getur brisið einn góðan
veðurdag ekki spýtt út meira af
insúlíni. Það er orðið þreytt og
sykursýki gerir vart við sig og þarf
að fá insúlín „að utan". En það get-
ur verið annað vandamál í gangi
hér, sem er of hátt insúlín í blóð-
inu. Við töluðum hér að framan um
insúlín sem lykil sem passar í rétt-
an lás. En ef nú lykillinn er rangur
(insúlínið passar ekki) eða lásinn
er ryðgaður eða rangur (frumu-
móttaka röng ) verður ekkert eða
lítið úr sykuryfirfærslu (transport)
inn í frumuna. Frumuna vantar
sem sagt ennþá mat eða orku og
hrópar örvæntingarfull: Ég er
svöng! Og líkaminn bregst við með
því að framleiða enn meira insúlín
- því það er það sem þarf til að fá
sykur inn í frumuna - vanalega!
Þetta getur virkað á þennan hátt í
meira eða minna alvarlegu magni.
En hjá þeirri persónu þar sem
insúlín og frumulás passa ekki
saman hjálpar það ekki til lengdar
að líkaminn framleiði meira af
insúlíni. Frumurnar eru enn
svangar og senda enn skilaboð um
meira insúlín. Og þessi persóna
verður þreytt af því að orkufra-
mleiðslan alveg niðri á frumustigi
virkar ekki. Oft finnur þessi pers-
óna til svengdar sem ekki lagast
við fæðuinntöku, eðlilega þar sem
orkan frá matnum nær ekki alla
leið inn í frumurnar eða af því að
orkan umbreytist ekki i frumunum.
Þegar insúlínið virkar ekki sem
skyldi í sykuryfirfærslu er talað
um „insuline resistance" eða lágt
insúlínnæmi. Þetta getur haft
margar miður góðar afleiðingar í
för með sér. Við minntumst áðan á
insúlínháða sykursýki.
En insúlínháð sykursýki getur
einnig haft aðrar orsakir en lágt
insúlínnæmi. Hún kemur oftast
fram miklu fyrr í lífinu og er þá
kölluð IDDM eða insúlínóháð syk-
ursýki. Þó að insúlíns sé krafist er
hægt að jafna það með mataræði
sem er að nokkru leyti frábrugðið
venjulegum     sykursýkisráðum.
Ráðgjafar sem starfa við óhefð-
bundna næringarráðgjöf, eins og
undirrituð, eru oft varkárir með
mikil kolvetni og glúten og eru sér-
staklega vandvirkir við leiðbeining-
ar í notkun á réttum fitum. Sam-
hengi á milli glútenóþols og
sjálfsónæmis er fundið. Og sam-
hengi á milli sykursýki og kúa-
mjólkur (úr vissum tegundum kúa)
er fundið.
Önnur afleiðing af lágu insúlín-
næmi er offita. Og við erum komin
tilbaka þar sem við byrjuðum.
Insúlín er hormón sem leggur
orku á lager. Þetta á við um glúk-
ósa eða sykur sem við erum komin
með á hreint og um fitu sem er
sett á lager í fituvef.
Þess vegna getur hátt insúlín-
magn leitt af sér offitu og þetta
sést hjá um helmingnum af þeim
sem þjást af lágu insúlínnæmi. Því
eru langt í frá allir sem eru með
lágt insúlínnæmi að baslast með
allt of mörg kíló. Flestir halda að
offita sé afleiðing þess að borða
fleiri hitaeiningar (orku) en maður
eyðir. Og flest næringarráð hvað
varðar offitu fjalla um að fjarlægja
alla fitu (orkugjafa) úr fæðunni.
Þeir sem eiga við offituvandamál
að etja og ná ekki tilætluðum ár-
angri á þessari fitusnauðu en oft
kolvetnisríku fæðu eru oft grunaðir
um að svindla: „Hún borðar
ábyggilega í laumi" eða „Hann
puntar víst aðeins sannleikann um
hvað hann borðar þessi".
Offita fjallar um meira en fitu.
Sú skoðun að maður verði feitur af
fitu og grannur án fitu er algjör-
lega úrelt og hefur víða leitt til
skorts á fitu af réttri gerð. Fitu
sem getur verið nauðsynleg fyrir
einmitt þá sem eiga við offitu-
vandamál að stríða. Offita getur oft
verið ansi flókið mál og hefur að
geyma aðra þætti sem ekki eru
alltaf augljósir. Það getur verið
þáttur tengdur tilfinningum, að
það sé ástæða til t.d. að verja sig
(með fitu) og það er yfirleitt alltaf
skiljanleg ástæða fyrir því, ef þú
nennir að hlusta. Aðrir þættir geta
verið vökvasöfnun, sem er vel
þekkt fyrirbæri í offitu. Ein mögu-
leg ástæða, kannski ekki eins
þekkt og viðurkennd, er fæðuóþol
þar sem vissar fæðutegundir binda
vökva í vefjum. Enn annar þáttur
getur verið uppsöfnun á eiturefn-
um í líkamanum, t.d. þungmálmar,
lyf, framandi efni, afgangar af til-
búnum áburði frá matvörum og
önnur efni sem eru mengandi fyrir
líkamann.
Megrun og megrunarkúrar ættu
að vera úrelt fyrirbrigði. Lífsstíls-
breyting er að mínu mati heilbrigð-
ari vinkill. Að ná af sér aukakílóum
gerist ekki með tveggja vikna kúr
tíu sinnum á ári. Að einblína á of-
fitu sem einangrað fyrirbrigði er
eins og að einblína á bensintankinn
á bíl sem fer ekki í gang án þess að
athuga hvort batteríið sé dautt.
Það þarf að taka á offituvandamál-
inu út frá heildarmynd. Hvað nær-
inguna varðar er ég með eitt gott
ráð að lokum: Sleppið pasta. Pasta!
Basta!
Höfundur er hjúkrunarfræðingur og
næringar- og heilsuráðgjafi. Hún er
búsett (Danmörku en starfar við
ráðgjöfogkennslu íbáðum löndum.
MINNINGAR
JOHANN KRISTINN
RAFNSSON
+ Jóhann Kristinn
Rafnsson fæddist
10. febrúar 1906 í
Reykjavfk. Hann lést
á St. Franciskus-
sjúkrahúsinu í Stykk-
ishólmi hinn 6. júlí.
síðastliðinn. Hann
var sonur Rafhs Júl-
íusar Símonarsonar
og konu hans Guð-
rúnar Gísladóttur.
Systkini Jóhanns:
Jón eldri, f. 4.7.1885,
d. 17.1. 1971, Sigríð-
ur Ingibjörg, f. 6.10.
1894, d. 19.2. 1936,
Gísii, f. 20.3. 1896, d. 11.3. 1926.
Arnfríður Ágústa, f. 7.8. 1897, d.
3.2.1940, Jón yngri, f. 6.3.1899, d.
28.2. 1980, Helga, f. 6.12. 1900, d.
3.5. 1997, Símon Norðfjörð, f.
16.9. 1902, d.. 3.8.1903, Guðrún, f.
20.2.1904, d. 17.5.1909, Erlendur,
f. 12.7.1907, d. 5.4. 1922. Guðrún,
f. 22.3.1910.
Jóhann fluttist með fjölskyldu
sinni frá Grundarfirði í Stykkis-
liólm fimm ára gamall og var tek-
inn í fóstur af hjónunum Önnu
Maríu Sigurðarddttur og Arna
Páli  Jónssyni  útgerðarmanni.
Elskulegur afi minn, þá hefur þú
kvatt þetta jarðneska líf. Margar
eru góðu minningarnar sem upp
koma í hugann á svona stundum.
Það var alltaf notalegt að dvelja hjá
ykkur ömmu á Bókhlöðustíg, á því
heimili þar sem þú ólst upp hjá
nöfnu minni Maríu og Árna Páli er
síðar varð heimili ykkar ömmu.
Áhugamál þín voru mörg og var þér
ekkert óviðkomandi. Má þar nefna
verkalýðsmál, skógrækt, íþróttir,
minjavernd, ljósmyndun, hrepps-
mál, flugvallargerð, umhverfismál
og margt fleira. Ljósmyndasafni
miklu hafðir þú komið þér upp og í
upphafi voru í fyrirrúmi gamlar
Stykkishólmsmyndir, svo vatt þetta
uppá sig og mannamyndir af eldri
borgurum voru síðan orðnar þér
hugleiknar. Það sem gerir safnið
merkilegt er að myndunum fylgja
upplýsingar um nöfn flestra sem á
myndunum eru. Þetta hefur unnist
þokkalega en gaman hefði verið ef
þér hefði tekist að klára ljósmynda-
safnið þitt sem nú er í eigu Stykkis-
hólmsbæjar þar sem verki þínu
verður áfram haldið. Byggingu flug-
vallar léstu þig mikils varða og
margar fórstu ferðirnar fótgang-
andi til að líta á verkið og skipta þér
af.
Það var ávallt mikill gestagangur
á heimili ykkar ömmu. Gömlu minn-
ingarnar þegar hann Jón bróðir
þinn kom og dvaldi hjá ykkur eru
eins og lifandi myndir fyrir mér.
Þegar við systkinin sátum á hnjám
hans og hlustuðum á sögur. Við
systkinin vorum alltaf í baráttu um
hvert okkar mætti sofa hjá ykkur á
„Bókó" því það var notalegt að vera
í rólegheitum hjá ykkur. Þar sem ég
var eina stelpan held ég að ég hafi
notið forgangs fram yfir bræður
mína. Því gleymi ég aldrei þegar ég
skírði eldri dóttur mína Unni Eddu.
Þú varst svo hissa á nafninu að þú
heyrðir ekki seinna nafnið og þú
hlóst svo dátt og spurðir hvað barn-
ið héti meira en Unnur. Það var
gaman að sjá hvernig þú ljómaðir
þegar ég sagði þér að Sveinn Arnar
hefði fermst í jakkafötunum sem þú
keyptir í Köben árið 1966, en við
fengum oft að heyra ferðasöguna af
Gullfossi. Myndin af ykkur saman
sem tekin var 25. júní sl. er góð
minning, þú brosandi og hann í fínu
jakkafötunum.
Börnin mín hafa fengið að hafa
ykkur ömmu í uppvexti sínum. Á
síðustu vikum hafði heilsu þinni
hrakað og var þeim mikið í mun að
fylgjast vel með. Það hefur örugg-
lega verið þroskandi fyrir börnin að
umgangast ykkur gamla fólkið. Síð-
ustu mánuðina dvaldir þú á sjúkra-
húsinu í Stykkishólmi og þar var
allt gert til að þér liði vel. Starfs-
fólki á St. Franciskussjúkrahúsi
færi ég bestu þakkir fyrir góða um-
Helstu störf Jóhanns
hafa verið verslun-
ar- og skrifstofu-
störf.
Jóhann  kvæntist
Unni Ólafsdóttur, f.
23.9.   1910,   hinn
26.10.  1935. Synir
þeirra eru; Rafh Júl-
íus, f. 29.5. 1939,
maki Birna Guðríður
Pétursdóttir, f. 7.8.
1940. Börn þeirra:
Anna María, maki
Davíð Sveinsson, Jó-
hann Kristinn, maki
Arna  Bára  Arnar-
sdóttir, Pétur Árni, maki Ásta Ma-
ría Reynisdóttir, Björn Arnar,
maki Margrét Bjarman, Rafn Júl-
íus, maki Ásta Valdís Guðmun-
dsdóttir. Drengur f. 16.3. 1948, d.
16.3.1948. Árni Páll, f. 13.10.1950,
maki Sólveig Benjamínsdóttir, f.
21.4.1952. Synir þeirra eru; Þork-
ell Ólafur og Benjamín. Sonur Ár-
na Páls úr fyrra hjónabandi er
Signrður Páll. Barnabarnabörn
Jóhanns eru sextán.
Utförin fer fram frá Stykkis-
hólmskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
önnun afa og einnig starfsfólki dval-
arheimilis aldraðra í Stykkishólmi
þar sem hann dvaldi frá mars '97.
r Afi minn, takk fyrir samveruna.
Ég lærði margt af þér og færi þér
góðar kveðjur frá eiginmanni mín-
um og börnum. Nú hefur þú kvatt
okkur og enginn afi í rúminu eins og
hún Silja segir. Takk fyrir allt gam-
alt og gott, nú stöndum við saman
litla fjölskyldan og reynum að
styðja ömmu vel í sorg hennar. Við
kveðjum þig með hjartans þökkum.
Guð geymi þig.
Þín
María.
Mér nægir ekki að vera til. Ég vil
lifa, sagði þekktur sovéskur lista-
maður forðum eftir að hann flýði
ráðstjórn. Mér kom þetta viðhorf í
hug þegar ég frétti Mt vinar míns og
eldhugans Jóhanns Rafnssonar.
Meira en 30 ár skildu okkur Jóa
að í aldri, það kom ekki í veg fyrir
nána vináttu - loksins þegar fund-
um okkar bar saman fyrir rúmum
tuttugu árum. Það gerðist eins og
hendi væri veifað á miðri Aðalgöt-
unni í Stykkishólmi. Sem betur fer
var lítil umferð en við töluðum af
kappi góða stund eða þar til við átt-
uðum okkur á því við tepptum um-
ferð. Hvernig fór hann Jói að þessu?
Hann kveikti einhvern neista í
manni sem logaði lengi á eftir. Ég
man ekki eftir neinu sem gerðist í
Stykkishólmi í þessari ferð nema
spjallinu okkar Jóa. Það er enn þá
ljóslifandi og snerist um fólk, gömul
hús, Flatey og eyjabúskap. Ein-
hverjum mánuðum síðar var ég aft-
ur á ferð um Hólminn og bankaði þá
upp á eins og Jói hafði beðið mig um
og þá kynntist ég Unni Ólafsdóttur,
indælu konunni hans.
Þau tóku mér ljúflega og í spjalli
þessa kvölds og skoðun á mynda-
safni Jóhanns Rafnssonar tendraði
hann aftur þennan sálarneista sem
fylgdi mér eins og vímugjafi í marg-
ar vikur á eftir. Jói var galdrakall í
mínum huga. Líkt og að smella
fingri greip hann orð á flugi og var
óðara kominn með áheyrandann í
loftsiglingu um söguheima sína. Og
það var ekkert smáræði sem þar
bar á góma. Hann var lista sögu-
maður og söguvalið var gott.
Mælskan og látbragðið var með
ágætum en til áhersluauka skreytti
hann orðalag sitt hressilega með
blótsyrðum eins og af barns vana og
þótt fyrstu kveðjur sem hann kast-
aði á mig væru jafnan ástúðlegar
fylgdu fljótlega blótsyrði, mikil
kímni og stríðni. Þetta var kryddið
hans. Hann blandaði öllu saman í
einn sögu-lífselexír.
Ég má til með að segja litla sögu,
Jóa vegna, þótt hún tilheyri hvorki
málfari  né  sögum  hefðbundinna
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60