Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.07.2000, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ talar 9&SmgumáÍ það á sig fá, þvert á móti hefur það örvað hann í vísindaiðkun hans og tungumálarannsóknum. Fyrsta áfallið reið yfir í maí 1978, þegar hann var sextán ára. Hann var ásamt vinum sínum í hellaskoðun við þorpið Domodedovo, um 50 km fyrir utan Moskvu, en þar eru djúpir og langir kalksteinshellar. Villi var með tveimur vinum sínum og kærustu, sem var honum mjög kær en þau ætl- uðu að giftast og stofna fjölskyldu. Hellirinn sem þau voru að skoða hrundi og komst Villi einn af. Hann lá í dái í einhvem tíma en komst síðan til meðvitundar og tókst að grafa sig úr skriðunni, en hann var seinastur i röðinni inn í hellinn. Tveimur árum síðar átti hann bam með annarri unnustu en dóttir þeirra dó 8 mánaða gömul úr lungnabólgu vegna slælegrar umönnunar móður- innar, sem Villi skildi síðan við. Þriðju unnustu sinni kynnist Villi í landbúnaðarháskóla í Moskvu. í Rússlandi tíðkast að námsmenn fari í starfsþjálfun á sumrin í faginu sem þeir era að læra, og í slíka vinnu fór stúlkan sem Villi elskaði, nánar tiltekið til Stavropol-héraðs í Suður- Rússlandi. í júní 1983 var hún far- þegi í langferðabíl þar í sýslu og var rigning. Bílstjórinn ók greitt, og skipti engum togum að hann missti stjóm á rútunni sem fór út af vegin- um og lenti ofan í skurði. Þar fórst þriðja stóra ástin í lífi hins unga landa okkar. Þegar Villi kláraði dýralækningar í háskóla árið 1984 var hann tekinn í læknasveit þegar hann var kallaður til herþjónustu. Hann þjónaði í kjamorkuflaugadeild í Turkmenist- an, Mið-Asíulýðveldi sem þá var hluti Sovétríkjanna. Sérstaklega strangt eftirlit var haft með kjamorkuvopn- um í sovéska hemum og þvi mikið um KGB-foringja í deildinni. Eitt sinn var Villi kaliaður á fund yfirmanns leyniþjónustunnar sem komist hafði yfir einkunnabók hans úr háskóla, þar kom fram að Villi hafði bestu einkunn í sjö erlendum tungumálum og sakaði foringinn hann um að vera njósnari fyrir sjö óvinaríki. „Hann spurði hvaða lönd ég væri að njósna fyrir,“ segir Villi. „Síðan taldi hann upp sex tungumál og lét mig fá þýðingarverkefni á þeim málum. Eftir að hafa farið yfir prófið sakaði hann mig um að njósna Faðir Villa, Róbert Jóhann Stárqvist eöa Robert Ivanovits Melnikov eins og hann hét á rússnesku. Hér er hann rúm- lega fimmtugur og hefur náð frama innan hersins eins og sjá má af heiðursmerkjunum. fyrir Svíþjóð, Italíu, Bandaríkin, Vestur-Þýskaland, Spán og sérstak- lega Japan.“ Síðan spurði foringinn hvaða mál hann hefði skilið út undan og var svarið latína. „Þá ertu líka latneskur njósnari," hefur Villi eftir KGB-for- ingjanum, hlær og bætir við: „Það hefði svo sem getað verið að ég væri njósnari Tíberíusar, keisara Róm- verja.“ Hinsvegar var staðan langt í írá að vera hlægileg þar sem foring- inn krafðist skriflegrar játningar sem Villi neitaði að skrifa en bað næsta dag um að verða sendur sem sjálf- boðaliði á vígstöðvamar í Afganistan þar sem mikil þörf var á læknum. Stríðsmaður í Afganistan Villi hefur lesið Grettis sögu spjaldanna á milli og sú lesning hefur greinilega haft mikil áhrif á hann. í Afganistanstríðinu lifði Villi að hluta í heimi íslenskra fornhetja og hann skrifaði íslenskar rúnir í sandinn í herstöðinni við Kandahar í Suður- Afganistan. Villi segir frá því hvemig það var þegar hann drap mann í fyrsta skipti: „Þó að ég væri læknir var ég alltaf vopnaður og tók þátt í bardögum með sveit minni. Við vor- Foreldrar Villa rúmlega tvítug- ir, ástfangin á skólaárum sín- um. Móðir hans, Élena, stund- aði nám í líffræði við Moskvuháskóla en faðirinn var í Frunze-akademíunni í Moskvu, sem er æðsti skóli rússneska hersins. um staddir í Salang-fjallaskarðinu við Murag-ána á njósnaför. Þar era sandfjöll eins og íslenskir firðir. Strákamir fóra áfram hver á sínu svæði og enginn vissi að afgönsku skæraliðarnir væra þarna líka. Ég var að fara fyrir sandhól þegar skyndilega stendur fyrir framan mig stór og glæsilegur persneskur stríðs- maður í þjóðlegum búningi Afgana. Við stóðum hvor andspænis öðram og horfðumst í augu í svona hálfa sekúndu og ég sá að spengivarpa hans var í skotstöðu þar sem lítið rautt Ijós logaði á hnappi við gikkinn. Meira man ég ekki nema að þegar fé- lagar mínir komu að mér hélt ég enn inni gikknum á vélbyssu minni, „AK-47“, og starði stjörfum augum út í loftið en skotin voru öll búin. Mér var síðan sagt að ég hefði klárað öll 30 skotin í skothylkinu í höfuð Pers- ans.“ Villi kallaði vélbyssu sína „Mjölni“. Minningin stendur honum greinilega Ijóslifandi fyrir sjónum og hann heldur áfram: „Ég sá fyrir mér að Grettir héldi um vélbyssuna með sterkri hönd sinni í leðurhanska nor- ræns stríðsmanns. Grettir sagði síðan við mig: „Vil- freð! Þetta er alltaf erfitt fyrst - að drepa mann.“ A ferli sínum í Afganistan frá nóv- ember 1984 til loka árs 1985 felldi Villi átján mótheija í bardögum. í nóvember 1985 dó Villi klínískum dauða í annað sinn og fékk þá endan- lega staðfestingu á að fallegt líf væri eftir dauðann í heimi víkinga og goða ásatrúarmanna. „Ég var að gera að sáram hermanna okkar í búðum við borgina Heart, sem er stutt frá landamærum írans og Túrkmenist- ans, þegar skæraliðar vörpuðu sprengjum yfir búðimar, þeir notuðu pakistanskar sprengjuvörpur sem voru mjög öflugar og gáfu frá sér stórhættulegsprengjubrot, sprengja féll rétt við sjúkratjaldið og allir átta sjúklingar mínir dóu, þar á meðal besti vinur minn sem var majór. Ég stórslasaðist og fékk mikla áverka á höfuð, bæði af bylgjuhögginu og © sprengjubrotum. Ég upplifði heim víkinga og sá pinstaklega skýrt inn í þeirra heim: Ásgarð, Valhöll og Jöt- unheima. Ég var á leið þangað en víkingarnir hleyptu mér ekki til sín í þetta skipti. Þar vora Loki, Óðinn, Baldur, Freyja og aðrir og þeir sögðu: „Vilfreð, þú verður að lifa en þú kemur seinna.“ „Timburmenn“ stríðsins Villi lá á hersjúkrahúsi í tvo mán- uði og áramótin 1985-86 Ijélt hann upp á í almennri farþegalest á leiðinni Ashkhabad (höfuðborg Túrkmenistans)-Moskva. „Það sem (2) Khopy. Amerískt indíánamál. © Tanghútíska. Mállíska svæðis milli Tíbets og Kína. © Pyktíska. Mál frumbyggja Bretlandseyja, fyrir komu Kelta. (5) Patagóníska. Mál frumbyggja Eldlands, af indíánaættbálkum. ® Orynska. Fylkismállíska á Suðvestur-lndlandi. sj) Velesóvíska. Forn-slavneskar rúnir. var hvað erfiðast var að venja sig við friðsamt líf í stórborg eftir herþjón- ustuna, mig langaði aftur í stríðið, í spennuna og áhættuna. Að breyta svona um líf skyndilega var eins og að vera með „timburmenn" eftir mikla taumlausa gleði og ég skil vel aðra unga menn í sömu stöðu, til dæmis bandaríska hermenn sem gátu ekki aðlagað sig friðsamlegu lífi eftir að hafa þjónað í Víetnam." Eftir komuna til Moskvu er líf Villa í fóstum skorðum. Hann býr einn með móður sinpi og vinnur í veirastofnun á vegum ríkisins auk þess sem hann heldur fyrirlestra um q ns H ^Sííencto m&& Þomut »R®ig,#6ö.Sl5i| quf f^of-í'surríýu.^ ' ^ ^ 4*^ rf ^ Jtw 9$ Myndrænt Ijóð Villa á ýmsum tungumálum, samið haustið 1999. TUNGUMÁLIN 93 sem VILLI talar í þeirri tímaröð sem hann lærði þau 76. Fulbe, frumbyqgjamál þjóðflokka í Afríku 1. Rússneska 6. Danska 27. Evenska, Mansjúríu oq Maqa- 42. Orynska, fylki á SV-lndlandi 60. Singuri, Filipseyjum, annað 77. Zulu, frumbyqqjamál í Afríku 2. Enska 7. Þýska dan, Síberíu 43. Sindhki, Pakistan frumbyggjamál. 78. Forneqypska 3. íslenska 8. ítalska 28. Chzurchzinsky, þjóðflokkur í 44. Monqólska 61. Keapu, Inkar í Perú oq Ekvador 79. Arameiska, fornpalestínska, rótin 4. Sænska 9. Franska Mansjúríu. Genqis Khan eyddi 45. Kínverska 62. Goarani, Arqentínu, Paraqvæ, að nútíma hebresku 5. Norska 10. Latína þeim í byrjun13. aldar 46. Madaqaskarska, afrískt mál indjánamál 80. Sýrlenska 11. Gríska 29. Phadme, Mansjúríu 47. Persneska, nútíma iran 63. Ketsjua, Chile, Ekvador, indíána- 81. Hettsky, í nútíma Tyrklandi, 12. Etrúska, mál frumbyggja Rómar 30. Japanska 48. Svahfli, Mið-Afríka, Kenýa, mál íranskt mál með rúnaskrift 31. Æno, N-Hokkaido, mál frum- Mósambik, Zaire, Rúanda 64. Nauatel, Mæjar í Mexikó, Nicara- 82. Minotska, Krít 13. Albanska 15. Ungverska byggja Japanseyja. Nútíma Jap- 49. Eve, Kongo gua, Guatemala 83. Ejahanska, við suðurlandamæri 14. Serbneska 16. Tékkneska anir komu frá Pólinesíu 50. Dagonska, Malí 65. Sklan, mál Mæja í mið-Ameríku Irans og Iraks 17. Reto-rómanska, töluð í nokkrum 32. Gerlau, mál sem 3000 manns 51. Nasi, V-Kína, Nunjan héraði 66. Elpini, mál Mæja í mið-Ameríku 84. Katalónska kantónum í svissnesku ölpunum taia við landamæri Kambodiu 52. Kavi, Indonesíu, Jövu 67. Hopy, indíánamál, Arizona, 85. Spænska oerer eitt af ríkismálum í Sviss og Tælands 34. Tíbetska 53. Kalkaduni, mál ástralskra frum- Kalifornia, Montana 86. Portúqalska 18. Gelíska, Skotlandi 33. Tælenska 35. Nepalska byggja 68. Cherokee indíánamál, S-Dakota, 87. Baskamál 19. Shettly, N-Skotlandi og Hjalt- 36. Sanskrít, forn indverska 54. Nadsjira, annað mál ástralskra Utah, Idaho 88. Veilska, keltneskt mál landseyjum 37. Mokhendsho-daro, nútíma frumbyggja 69. Sajani, indíánamál í Texas oq 89. írska, með óqam rúnaletri (líkt 20. Lettneska Kashmir, Pundsjab 3700 ár síð- 55. Mári, mál frumbyggja Nýja Minnesóta tölvustrikamerkjum á vörum) 21. Samamál, mál „Lappa" an borgríki þar eyddist í mikilli Sjálands 70. Guronska, Connecticut og 90. Linqala, mál Bantu ættbálksins 22. Nganasano, mál á Taimir-skaga, sprengingu, hugsanlega dular- 56. Hakuturi, annað mál frum- Massachusetts í Konqó í Uralfjöllum, paleo-asískt mál fullri kjarnorkusprengingu byqgja Nýja Sjálands 71. Navaho, mál indíána í miðríkjum 91. Reidan, 5000 manns tala málið 23. Shorska, mál Kemerovo Siberiu- 38. Shumero-akadsky, milli Efrat 57. Menehuneska, Hawaii eyjum, Bandaríkjanna nú í Karíbahafi milli Venesuela bióðflokka og Tigris, S-lran frumbyqgjamál 72. Páni, indíánamál í Kaliforniu oq Kúbu oq Antilleyjum 24. Jakútíska, Sakha A-Síbería 39. Dari, Afganistan 58. Kohao-rongorongo, Páska- 73. Esperanto 92. Shoany, Eldlandi S-Arqentínu 25. Teleutska, mál Síberíuþjóðflokks 40. Pushtu, Afganistan og Pakistan eyjum frumbygqjamál 74. Hvítrússneska oq S-Chile 26. Itelmenska, mál þjóðflokks á 41. Bengali, V- Indlandi, 59. Ikshju, Filipseyjum, frumbyqqja- 75. Vola, mál Senegala, einnig talað 93. Guahiro, Guiana, landamærum Kamtsjatkaskaga Utar Pradesh mál í Gambíu Brasilíu og Venesúela

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.