Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10** B   SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
+
Við kaffidryklgu í Austurstræti 6, frá vinstri: Pálína Pálsdóttir, kona Eyjólfs, Ragnheiður Pálsdóttir, móðir Guðrúnar Þorkelsdótt-
_        ur Clausen, Herluf Clausen, Guðrún Þorkelsdóttir Clausen, Hulda og Eyjólfur Þorkelsson, bróðir Guðrúnar.
„Reykj avíkurrúnturinn"
og kaffidrykkja
í miðbæ Reykjavíkur
Ljósmynd/ Helgi Hjörvar
Björn Bjamason frá Steinnesi og Rösa IQorvar á
svölum Fjalakattarins.
Ymsar tilraunir eru nú gerðar til þess að
hleypa lífí og fjöri í mannlíf í miðborg
Reykjavíkur. Pétur Pétursson segir það
vekja athygli gamalla Reykvíkinga að þrátt
fyrir kostnaðarsamar tiltektir og fjölmenn-
ar samkomur hefír hvergi verið minnst á
a.eina markverðustu „stofnun" bæjarins,
_________„Reykjavíkurrúntinn"._________
ROSKNIR     Reykvíkingar
minnast með ánægju
margra kvölda er ungmenni
bæjarins gengu hring eftir hring,
ýmist stóra rúntinn, eða litla rúnt-
inn, í leit að félaga til þess að eyða
með einu kvöldi á ástafundi, eða
ævifélaga til þess að deila með
kjörum í hjónabandi. Forvígismenn
svokallaðrar menningarborgar árið
2000 virðast á allt öðrum nótum
með sitt „Festival" og gaddavírs-
gítara. Enginn minnist á Aust-
urvöll þar sem Lúðrasveit Reykja-
víkur lék fyrir bæjarbúa á
hátíðisdögum og íbúar litla bæjar-
ins gengu hring eftir hring um-
hverfis völlinn meðan Eggert J6-
hannesson trompetleikari, Björn
Jónsson í Búðinni, Guðjón skóari í
Pálshúsum, Stefán Guðnason í Mal-
bikinu, Óskar Jónsson og aðrir
kappar léku aí list og prýði undir
stjórn Páls ísólfssonar. Svo er að
sjá sem kefli það sem á að ganga
hönd úr hendi frá kynslóð til kyn-
slóðar týnist og troðist undir í
heimsósómahoppi og híi uppum alla
veggi.
Þórbergur Þórðarson og fleiri
nafnkunnir rithöfundar hafa gert
Reykjavfkurrúntinum góð skil. Af
Björn Björnsson bakari og erlendur maður sem setti upp kaffivél á veit-
ingastofu Björns.
svölum Fjalakattarins var gott út-
sýni og kjörið tækifæri til þess að
fylgjast með mannlífi á götum
Reykjavíkur. Þaðan mátti glöggt
sjá hver var að draga sig eftir
hverjum, „tildragelsi" ungmenna
fór ekki fram hjá þeim sem átti
þess kost að fylgjast með mannlífi
því sem iðaði á götum miðbæjarins.
Steinnesbræður, Jón læknir, Gísli
lögfræðingur, Gunnar verslunar-
maður og Björn magister voru
góðvinir  Helga  Hjörvar  og  frú
Rósu. Þeir bjuggu þar sumir hverj-
ir á námsárum sínum og voru jafn-
an tíðir gestir á heimili Hjörvars-
hjónanna. Björn magister stendur
hér við hlið frú Rósu Hjörvar á
svölum Fjalakattarins. Þaðan mátti
glöggt greina samdrátt og „sverm-
erí". Helgi Hjörvar mun hafa tekið
þessa mynd, sem er svokölluð
spegilmynd.
Reykjavík var að ýmsu leyti
grænn bær. Trjágarðarnir og
blómareitir  sem  sáð  var  til  af
Bréfsem
aldrei birtist
FYRIR tæpum tíu árum varð grein-
arhöfundi lítið eitt misboðið í sam-
skiptum sínum við Morgunblaðið,
settist niður og ritaði ritstjórum
blaðsins svolítið kvörtunarbréf. Eft-
ir nokkra fhugun lagði hann það til
hliðar og þar til nú að hann dustar af
því rykið, eins og hann skýrir nánar í
niðurlagi þessarar greinar.
Kæru ritstjórar Morgunblaðsins.
Um leið og ég þakka vinsamlegar
undirtektir ritstjórnarinnar þegar
e'g hefi leitað til blaðsins um birtingu
greina, langar mig til þess að vekja
athygli á háskalegri stefnu, sem
virðist stundum ráða birtingu dag-
skrárkynninga, þegar auglýstar eru
dagskrár útvarps og sjónvarps. Ég
leyfi mér að nefna nýlegt dæmi:
í fylgiriti blaðsins sl. föstudag er
vakin athygli á dagskrárþætti Ríkis-
sjónvarpsins með rammagrein um
bandaríska bíómynd um feðga, sem
lenda í lífsháska. Er farið um þessa
erlendu mynd fögrum orðum. Þá er
bandarísku feðgunum sleppir fagnar
umsjónarmaður fjölmiðlakynningar
þegar í stað bandarískum mæðgum,
sem heiðra Stöð 2 með nærveru
sinni í kvikmyndinni „Mæðgur í
morgunþætti". Sem sagt: Dagurinn
er innrammaður með bandarískum
mæðgum og feðgum, en ekkert pláss
fyrir fbúa landsins sjálfs í kynning-
arblaði dagskrár á þessum fyrsta
laugardegi aprílmánaðar.
Eg sendi Morgunblaðinu Ijós-
mynd, sem ég taldi að ritstjórninni
þætti nokkur fengur að fá til birting-
ar. Ætlaði með þeim hætti að vekja
athygli á útvarpsþætti, sem ég hafði
unnið og flytja átti á Aðalstöðinni
laugardaginn 4. apríl 1991 kl. 13-15.
I þessum þætti fjallaði ég um reyk-
Thoroddsenbræður á yngri árum - Pjetur læknir,
Þorvaldur, Emil og Jón.
vískt menningarheimili, sem lengi
stóð við Túngötu. Þar var æsku-
heimili Emils Thoroddsens. Þar
var gullregnið, eitt fegursta tré
Reykjavíkur á sinni tíð. Til þess að
kynna þáttinn, sem er framhald út-
varpsþátta um hús og heimili, sem
sett hafa svip sinn á menningu
Reykjavíkur, sendi ég Ijósmynd af
fjórum sonum Þórðar Thoroddsens
læknis og alþingismanns og konu
hans, Önnu Pétursdóttur Guðjohn-
sen, þeim Pétri lækni, Emil tón-
skáldi, Jóni verktaka í Ameríku og
Þorvaldi forstjóra, en hann er einn á
lífi af börnum þeirra hjóna. Mér til
mikillar furðu kom ekki stafur um
þáttinn. Hinsvegar kom ljósmyndin
endursend. Hún var í brúnu um-
slagi merktu Morgunblaðinu og var
fest við hana snoturt spjald með
prentaðri hlýlegri kveðju frá Morg-
unblaðinu. Þá veit maður það:
Morgunblaðinu þykir betur við hæfi
að vekja athygli á ameríska ernin-
um og feðgunum, sem láta dátt við
hann, svo ekki sé gleymt bandarísk-
um mæðgum og morgunþætti
þeirra, heldur en að minnast á eitt
það heimili, sem lagði hvað drýgst-
an skerf til menningarmála. Lfklega
hefði ég látið hér við sitja og sett
greinarstúf þennan í glatkistuna
gaflalausu ef ekki hefði komið í
hendur mér viðtal við ungan tónlist-
armann af kunnum ættum þjóð-
skálda og hljómlistarmanna. Þar
kom fram eindregin afstaða með
engilsaxneskum söngvum íslenskra
hljómsveita.
Ath. Ég fann þetta bréfkorn í
gömlum blaða- og bréfabúnka. Síð-
an þessi orð voru skráð hefir enn
sigið á ógæfuhlið og þáttur fjölmiðla
í flestum tilvikum færst nær Botn-
leðju og Skítamóral hvað varðar
dagskrárgerð og umræðuefni í blöð-
+
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16