Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.07.2000, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 SKOÐUN MINNINGAR svæðavísu hafa einstakar svæðis- stjórnir stjórnstöðvar til að stjórna aðgerðum á sínu svæði. Og að sjálf- sögðu gegna lögreglustöðvar um _ , land allt slíku hlutverki. A landsvísu gegnir neyðarlínan 112 einnig mikilvægu hlutverki við að kalla út neyðarþjónustu/björg- unareiningar. Almennt er ekki gert ráð fyrir landssamhæfingarstjórnstöð, nema ef skipulag almannavai'na er virkj- að. Það er þá gert með virkjun stjórnstöðvar Almannavarna ríkis- ins sem staðsett er í kjallara lög- reglustöðvarinnar við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar eiga sæti aðilar frá hinum ýmsu aðilum sem sinna neyðan/ið- brögðum hér á landi, en stjórnstöð þessi er mjög sjaldan virkjuð sem betur fer. Þegar þörf er á samræm- ingu á landsvísu utan skipulags al- mannavarna er ekki um að ræða raunverulega samhæfingu. Við Is- lendingar erum hinsvegar mjög duglegir að „redda okkur“, og tekst það oft vel. Á sjó Á sjó gilda aðrar reglur. Þar er í gildi reglugerð upprunalega nr. 207 frá 16. maí 1990. Þar er kveðið á um yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu sem í eiga sæti fulltrúar Landhelgisgæslu íslands, Póst- og símamálastofnunar og Slysavarna- félagsins Landsbjargar. Yfirstjórn þessari ber að koma saman og sam- ræma umfangsmiklar aðgerðir, en bæði Landhelgisgæslan og Slysa- varnafélagið Landsbjörg skulu reka hvort um sig sjóbjörgunar- stjórnstöð. Síðan er einnig kveðið á í 5. gr. að stjórnstöð Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar sjái um aðgerðastjórn meðfram ströndum landsins og stjórnstöð Landhelgis- gæslu um aðgerðastjórn á hafinu þar fyrir utan. Þarna eru tvær stjórnstöðvar sem hafa það hlutverk að skipu- leggja leit á sjó! í lofti Leit að loftförum er síðan á ábyrgð Flugmálastjórnar sem not- ar sér til aðstoðar aðila sem koma að leit og björgun á sjó eða landi eftir því sem við á. Ef flugvél týnist yfir landi er það lögreglan og stjórnkerfi björgunarsveita og á sjó eru það tvær stjórnstöðvar sjó- björgunaraðgerða sem sinna þeim þætti. Ef tilfellið er stórt og um- fangsmikið er skipulag almanna- varna virkjað. Um leið og flugvél finnst og þörf er á rannsókn tekur Rannsóknarnefnd flugslysa við ábyrgð á rannsókn málsins. Flugmálastjórn rekur ekki eigin stjórnstöð en sendir sína aðila til yfirstjórnar þar sem við á. Hvernig gera menn þetta í útlöndum? Hvernig fara aðrar þjóðir að þessu? Að sjálfsögðu er það mjög ólíkt eftir lögum og hefðum í hverju landi fyrir sig. Almennt er þessum málum skipt í tvennt, þ.e leit og björgun á sjó og leit og björgun á landi. í landi eins og Bretalandi er leit og björgun á landi á ábyrgð lögreglu sem stýrir því úr sínum stjórnstöðvum. Leit og björgun á hafinu þar er í hönd- um stjómstöðvar strandgæslunnar ' og leit og björgun að loftförum er í höndum flughersins. Margar þjóð- ir, eins og Kanadamenn, skipta þessu í tvennt, flugher og strand- gæsla stjórna á sjó og leitum að flugvélum sem týnast yfir sjó og lögregla sér um leit og björgun á landi. Þar er aðkoma sjálfboðaliða að báðum kerfum mikil eins og hér á landi. Minna má á reynslu þeirra í þessum málaflokki þegar flugvél azuvs 11 ■■ mmrvxmw tu- K ’i Siórliöfda 21, viú (iullinbrú, s. S'íS SSOO. www.llis.is • nclfang: llis('' llis.is frá Swiss Air fórst fyrir ströndum Nova Scotia árið 1998. Skýi-ar vinnureglur kváðu á um hver bar ábyrgð á stjórnun björgunarað- gerða á hverju stigi. En ljóst var frá upphafi að samræmingarstöð kanadíska flughersins og strand- gæslunnar í Halifax bar ábyrgð á leitinni þar til möguleikar á að finna lifandi fórnarlömb höfðu verið útilokaðir og unnt var að flytja ábyrgðina yfir á rannsóknaraðila. Sú þjóð sem hefur hvað líkasta löggjöf og hefðir eins og við eru Norðmenn. Þangað ættum við íslendingar að horfa. Norska kerfíð Á landsvísu eru tvær samræm- ingarstöðvar fyrir leit og björgun. Það er óháð hvort um er að ræða aðgerð á landi, sjó eða í lofti. Önn- ur sér um þessi mál í norðurhluta landsins og er í Bodö, en hin er í Stavanger og sér um suðurhluta Noregs. Aðgerðastjórn í heimahéraði er svo hjá viðkomandi lögregluemb- ættum en upplýsingar um allar björgunaraðgerðir eru samhæfðar í samræmingarstjórnstöðvum í Bodö og Stavanger. Ástæða þess að tvær stjórnstöðvar eru í Noregi eru fyrst fremst landfræðilegar og einnig sú staðreynd að í Noregi er ekki til ríkislögreglustjóraembætti á landsvísu, heldur er ábyrgð á heildarsamræmingu dreift á tvo lögreglustjóra, í Bodö og Stavang- er. Stjórnvaldsleg ábyrgð er svo í höndum eins ráðuneytis, þ.e dóms- málaráðuneytis. Stjórnstöðvar þessar eru mann- aðar allan sólarhringinn og unnt er að kalla inn meira starfslið frá þeim aðilum sem koma að einstök- um aðgerðum. Hægt er að stækka og minnka stöðvar þessar eftir um- fangi og atburðum. Þetta þýðir að kallaðir eru inn þeir viðbragsaðilar sem þurfa að koma að einstökum tilfellum eftir atburðarás hverju sinni. í raun er hið daglega viðbragðs- kerfi stækkað við meiriháttar vá, en ekki búið til nýtt kerfi eins og við íslendingar viljum gera þegar skipulag almannavarna fer að starfa hér á landi við meiriháttar harmfarir. í tengslum við stærri lögregluembætti eru svo reknar að- gerðastjórnir og á vettvangi skipar lögreglustjóri vettvangsstjóra til að stýra aðgerðum í sínu umboði. Þetta er mjög í átt við það sem stefnt er að með okkar samræmda vettvangsstjórnarkerfí. Næstu skref Nauðsynlegt er að tryggt sé að samráð allra þeirra aðila er koma að þessum málum hér á landi sé haft við vinnu við samræmingu þessara mála. I dag rekur Landhelgisgæslan stjómstöð sem mönnuð er allan sól- arhringinn. í tengslum við tilkynn- ingaskyldu íslenskra skipa rekur Slysavarnafélagið Landsbjörg björgunarmiðstöð allan sólarhring- inn. Hjá landsstjórn björgunar- sveita og Almannavörnum ríkisins er bakvaktarmaður til taks allan sólarhringinn til að tryggja sam- hæfingu einstakra aðgerða. Á sama hátt eru starfsmenn Flugmála- stjómar til taks ef þörf er á þeirra aðkomu. En vandamálið er að stað- setning þessarar stjórnstöðvar fer eftir því hvað er að gerast. í stað þess að tryggja sameiginlegt um- hverfi til að vinna við em stjórn- stöðvar víða um borgina. Einnig eru samskiptaleiðir milli þessara stjómstöðva, ef margar era virkj- aðar út af stórri aðgerð, óljósar. Is- lenska aðferðin „við reddum þessu“ er notuð og venjulega bjargast þetta, en væri ekki skynsamlegra að reka eina samræmda stjórnstöð björgunaraðgerða hér á landi. Við erum lítil þjóð í stóra landi og í raun era þetta ekki margir ein- staklingar sem koma að þessum málum. Er ekki kominn tími til að þeir sitji við sama borð? Höfundur er skólastjóri Björgunar- skóla Slysavamafélagsins Lands- bjargar og fulltrúi i UNDAC stjórn- unarliöi Sameinuðu þjóðanna. + Ingimundur Ingi- mundarson fædd- ist á Svanshóli í Bjarnarfirði í Strandasýslu 30. mars 1911. Hann lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík 22. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólöf Ingi- mundardóttir hús- freyja f. 28.4.1877, d. 11.2.1952 og Ingi- mundur Jónsson, bóndi á Svanshóli, f. 15.7.1868, d. 21.3.1924. Sex syst- kini Ingimundar dóu á barnsaldri, en þau sem komust til fullorðins- ára voru: 1) Fríða, f. 22.11.1908, d. 1.6.1983, 2) Sína Vilhelmína Svanborg, f. 19.7.1913, d. 12.12.1948, 3) Guðjón, f. 12.1.1915, 4) Sigríður, f. 8.12.1917, d. 25.1.1986, 5) Arn- grímur Jóhann, f. 25.7.1920, d. 8.3.1985, 6) Sína Karolína, f. 29.8.1923, d. 24.4.1977. Ingimundur kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Ingibjörgu Sig- valdadóttur, f. 20.10.1912, hinn 29.4.1942. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Einarsdóttir og Sig- valdi Guðmundsson á Sandnesi. Böm Ingimundar og Ingibjargar eru: 1) Stúlka, f. 15.10.1942, d. 3.12.1942, 2) Sigvaldi, íþrótta- kennari í Reykjavík, f. 29.1.1944, kvæntur Sigurrósu G. Gunnars- dóttur, f. 28.4.1945. Eiga þau þrjú börn og tvö barnaböm. Sigvaldi á eina dóttur. 3) Ingimundur, for- stöðumaður í Borgamesi, f. 29.1.1944, kvæntur Ragnheiði E. Jónsdóttur, f. 13.8.1947. Eiga þau tvö börn. 4) Pétur, sölumaður í Tæknival, f. 2.5.1946, kvæntur Margréti H. Ingadóttur, f. 9.9.1948. Eiga þau tvo syni. 5) Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. (Þórunn Sig.) Laugardaginn 22. júlí sl. lést Ingimundur á Hóli á sjúkrahúsinu á Hólmavík. í kveðjuorðum sem Ingimundur skrifaði um föður minn, er hann lést haustið 1989, minntist hann á tilviljanirnar í lífinu. Víst er að þær eru margar og oft skrítnar. Það finnst mér einmitt um þá til- viljun að ég skyldi vera stödd á Ströndunum þegar Ingimundur kvaddi þetta líf, en þangað hefur ferðum mínum fækkað verulega nú allra síðustu árin. Ég er ákaflega þakklát forsjón- inni fyrir að leiða mig þangað ein- mitt þennan dag, þannig að ég hafði tækifæri til að koma að rúmi gamla mannsins áður en hann dó. Það era orðin yfir 30 ár síðan ég kynntist Ingimundi og Ingu á Svanshóli. Þau tóku mér einstak- lega vel frá upphafi og hef ég ekki einungis átt samleið með þeim sem tengdaforeldrum mínum lengst af, heldur einnig sem góðum og traustum vinum. Alltaf tóku þau okkur opnum örmum, hvort heldur var meðan þau bjuggu á Svanshóli eða eftir að þau fluttu á Hól, þar sem þau áttu hlýtt og notalegt heimili síðustu árin. Jafn gott var að fá þau í heimsókn, svo samheld- in sem þau voru og samband þeirra gott. Ríkur þáttur í fari Ingimundar var hversu hann var einstaklega heimakær. Ég held að ég hafi varla kynnst manni sem hafði eins mikla ást á jörð sinni og sveit og hann hafði, enda vildi hann helst hvergi annars staðar vera. Mátti alltaf glögglega sjá hversu mikla virðingu hann bar fyrir allri umhirðu og umgengni á Svanshóli, hvort heldur var um að ræða búfénað, húsakost eða jörð- ina sjálfa og bar Svanshóll þess ætíð merki. Svanur, málari í Reykjavík, f. 7.7.1948, sambýlis- kona Anna Inga Grímsdóttir, f. 6.12.1955. Ilann á tvö börn og tvö barnabörn. 6) Ólaf- ur, smiður í Hólma- vík, f. 3.12.1951, kvæntur Hallfríði F. Sigurðardóttur. Eiga þau þijú börn og eitt barnabarn. Einnig ólu þau upp Guðrúnu Ólafsdótt- ur, f. 27.10.1941, gift Björgvin Skúlasyni bónda á Ljót- unnarstöðum, f. 11.1.1940. Eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Ingimundur var nemandi í Iþróttaskólanum í Haukadal 1930-1931. Búfræðingur frá Hvanneyri árið 1938. Bóndi á Svanshóli 1942-1983. Hann byggði timburhús á Svanshólstúni árið 1983 sem þau hjónin kölluðu Hól. Hann var sundkennari á ann- an áratug, stofnfélagi sundfélags- ins Grettis og í sljórn þess í 40 ár. Hann var stofnfélagi Héraðssam- bands Strandamanna árið 1944 og formaður um skeið. Hann vann ötullega í ýmsum félögum í heimabyggð sinni og var í hrepps- nefnd árin 1942-1974, oddviti í tuttugu ár og sýslunefndarmaður árin 1974-1986. Hann sat í stjóm Búnaðarsambands Strandamanna árin 1946-1985 og Kaupfélags Steingrímsfjarðar 1971-1985. Ingimundur var heiðursfélagi í Búnaðarsambandi Strandamanna og Sundfélaginu Gretti. Hann var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf árið 1987. Utför Ingimundar fer fram frá Hóbnavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Ingimundur var sívinnandi, ann- aðhvort á heimilinu eða fyrir sveit- ina og sýsluna í heild. Áhugi hans á uppbyggingu og viðhaldi byggð- arinnar var óþrjótandi. Einnig studdi hann og styrkti íþrótta- starfið eins og honum var mögu- legt, enda íþróttaáhuginn mikill. Ekki hefði honum þó verið mögu- legt að sinna öllum þeim verkefn- um sem hann vann utan heimilis, ef Inga hefði ekki sinnt heimilis; haldinu eins vel og hún gerði. í blaðaviðtali fyrir mörgum árum lét Ingimundur þess einmitt getið, hversu mikils hann mat þann stóra þátt sem Inga hefði alla tíð átt, bæði í rekstri og umsjón mann- margs og gestkvæms heimilis á Svanshóli. Ingimundur var ekki margmáll maður og tjáði hug sinn ekki mik- ið, en falleg bréf og vísurnar hans segja meira en mörg orð um hann sjálfan og hug hans til fjölskyld- unnar. Eflaust hefði hann fest margt á blað, bæði bundið og óbundið, eftir að hann hætti bú- skap ef forlögin hefðu ekki gripið í taumana og gert honum það ómögulegt. Hef ég trú á að æðru- leysi hans og andlegur styrkur hafi þó gert honum auðveldara að taka því áfalli en mörgum öðrum hefði tekist. Andlát Ingimundar kom kannski ekki á óvart, við erum samt aldrei tilbúin að missa þá sem okkur þyk- ir vænt um. Ég kann ekki að full- þakka þeim Ingimundi og Ingu vináttu þeirra og væntumþykju, þau hafa ætíð reynst mér eins og bestu foreldrar. Ég bið Ingu Guðs blessunar og sendi henni og öðrum í fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur mínar. Steinunn Guðjónsdóttir. Oft sit ég og hugsa hversu hepp- inn ég var í æsku. Mér var gefin ein sú besta reynsla sem reyndist mér afar þroskandi, ég fékk að vera sveita- barn í fylgd með þér. Margar æskuminningar mínar tengjast þér afi minn. Það virðist sem ég hafi verið daglegur skuggi þinn á gönguferðum upp föll og fyrnindi, sem og heima á Svanshóli. Þú kendir mér að bera virðingu fyrir öllu smáum verum sem og stórum náttúralegum fyrirbrigðum. Sum- ar, vetur, vor og haust, alltaf hafð- ir þú nægan tíma til að hlusta á masið í mér og hafðir alltaf svör við þeim óútreiknanlegum spurn- ingum sem spruttu upp í kollinum á mér. Þú varst sem brannur af visku og reyndist mér mikil fyrir- mynd. Aldrei hef ég kynnst eins mikilli þolinmæði og umburðar- lyndi, sem mér er enn óskiljanleg. Ég er afsaklega stolt af því að vera afkomandi þinn afi minn og ég kem til með að varðveita minninguna að þér í hjarta mínu að eilífu. Eg kveð þig hér nú og veit að þú verður í góðum höndum Guðs. Þín Viktoría Rán. Elsku afi minn. Þú hefur nú yfir- gefið þetta tilverustig og ert áreið- anlega kominn með dagbók og penna í hönd og farinn að skrifa niður, eins og þú gerðir markvisst allt þitt líf meðan þróttur entist. Þú skrifar allt niður sem fyrir augu ber og festir spaugileg atvik í bundið mál eins og áður. Þú býður áreiðanlega óþreyjufullur eftir næsta verkefni, og verður aldrei iðjulaus og sífellt að, líkt og meðan þú varst meðal okkar í fullu fjöri. Ég veit það, afi minn, að þú varst hvíldinni feginn og áttir hana sann- arlega skilið. Ég þakka allar ljúfu stundirnar með þér og ömmu, og allar fallegu vísurnar sem þú ortir til mín. Sérstaklega vil ég þakka að þú skyldir leggja það á þig að koma í útskriftarveisluna mína, þótt þú værir þrotinn að kröftum. Þann dag barst þú fálkaorðuna þína sérstaklega mér til heiðurs. Ég bið Guð og englana að vaka yfir þér, ömmu, öllum afkomendum, frænd- og venslafólki. Ég vil kveðja þig með sama ljóði eftir þjóðskáldið og ég kvaddi ömmu mína úr Sandgerði með í febrúar. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo bijóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Ástarkveðjur. Þín Guðbjörg Harpa. Ég fékk þær fréttir til Holste- bro í Danmörku að þú værir dáinn, elsku afi minn. Ég sem ætlaði að koma heim í september og hitta ykkur ömmu. En ég sá ykkur síð- ast á ættarmótinu í Eyjafirði fyrir þremur áram. Þegar ég hugsa til þín kemur alltaf upp í hugann „bóndi er bústólpi". Ég kom fyrst í sveitina til ykkar sex ára gamall. Fyrsta sumarið svaf snáðinn inni hjá afa og ömmu og verkefnin vora að sjá um að gefa heimalningunum. En þau juk- ust jafnt og þétt með árunum. Þú kenndir mér margt. Meðal annars að umgangast dýr. Mér fannst það í fyrstu hálf undarlegt að sjá kind- urnar og hestana koma til þín þeg- ar þú áttir leið hjá. Þú varst sannur dýravinur og dýrin hændust að þér. Pabbi sagði mér eftirfarandi frásögn sem er næsta ótrúleg, en sannar hve dýr- unum þótti vænt um þig. Þið voruð í smalamennsku frammi á Hóls- fjöllum. Eitt sinn er þið komuð yfir hæð genguð þið fram á tvævetlu með lamb. Hún fnæsti að ykkur og tók á rás, en stoppaði og sneri sér við. Þá baðst þú pabba að bíða og INGIMUNDUR INGIMUNDARSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.