Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš C - Heimili/Fasteignir 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2   C   ÞRIÐJUDAGUR1.ÁGÚST2000
MORGUNBLAÐIÐ
h
Franskir gluggar
og drauma-
hjónaherbergi
HJÁ Fasteignasölunni Höfða er til
sölu glæsilegt einbýlishús við
Hvassaberg 14 í Hafnarfirði. Húsið
er á einni hæð, alls 217 fm, með tvö-
földum bflskúr, sem er 47 fm. Húsið
teiknaði Kjartan Sveinsson. Það var
byggtl985.
Samkvæmt upplýsingum frá
Maríu Haraldsdóttur, sölustjóra hjá
Höfða, er húsið allt mjög opið og
bjart. Forstofan er flísalögð með hita
í gólfinu og bogadregna hurð. Inn af
forstofunni er gestasnyrting. Ur for-
stofunni er gengið inn í glæsilegt hol,
þaðan niður fjórar tröppur í stóra
stofu.
Inn af stofunni er arinstofa með
náttúruhita í gólfi og þaðan er gengt
út í garðinn. A stofunum er gegnheilt
parket. Eldhúsið er mjög rúmgott
með vandaðri innréttingu úr kirsu-
berjaviði og keramik-helluborði og
inn af því eru stórt þvottaherbergi
oggeymsla.
I húsinu eru fjögur svefnherbergi.
Eitt þeirra segir María vera
„draumahjónaherbergi". Það sé
rúmgott með sér fataherbergi og sér
baðherbergi sem bæði eru inn af
hjónaherberginu. Frá svefnherberg-
isgangi er gengið út í garð þar sem
gert er ráð fyrir heitum potti.
Baðherbergið er mjög fallegt. Það
er flísalagt í hólf og gólf og hefur
bæði baðkar og sturtuklefa. „I hús-
inu eru gullfallegir franskir gluggar,
sumir bogadregnir," segir María.
Lóðin er ekki fullfrágengin, en
landslagsarkitektinn Stanislas Bohic
hefur teiknað einkar skemmtilega
útfærslu á henni. Bflskúrinn er
tvöfaldur, einangraður með raf-
magni, hita og hurðaopnara. Óskað
er eftir tilboðum í húsið.
Hvassaberg 14 í Hafharfirði er á einni hæð, alls 217 fm, með tvöföldum
bflskúr, sem er 47 fm. Óskað er eftir tilboðum, en húsið er til sölu hjá
Höfða.
Neðstaberg 18 er hús á tveimur hæðum. Ásett verð er 28 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Þingholti.
Fallegt hús á tveimur
hæðum í Víðidal
VIÐ Neðstaberg 18 í Víðidal er
gullfallegt hús á tveimur hæðum til
sölu. Húsið stendur innst í botn-
langa við Elliðaárdalinn, byggt
1983 og teiknað af Valdísi Bjarna-
dóttur. Húsið er í sölu hjá Fast-
eignasölunni Þingholti. Asett verð
er 28 millj. kr.
Aðkoman að húsinu er hellulögð
og upphituð. í forstofu eru granít-
flísar á gólfi og þaðan er gengið inn
í hol með flísum og góðum fataskáp-
um. Á jarðhæðinni er þvottaher-
bergi með glugga og innréttingum.
Þar er líka eldhúsið, með Alno-inn-
réttingum úr gegnheilli ljósri eik,
flísum á gólfi og borðkrók.
Frá opnu rými milli eldhúss og
stofu eru dyr út á hellulagða yerönd
sem er undirstaða sólskála. í þessu
rými er gert ráð fyrir nuddpotti
sem er niðurfelldur í gólfið.
Stofur eru stórar og bjartar,
tvær með teppi og ljósu eikarpark-
eti, auk þess sem stórt herbergi er
á jarðhæðinni, sem tengja má stofu.
Samkvæmt upplýsingum frá fast-
eignasalanum eru loftin á efri hæð-
inni öll panelklædd úr gegnheilli
eik. Þar er rúmgott miðrými með
parketi, fjögur góð svefnherbergi
með parketi og skápum, fallegt bað-
herbergi með flísum í hólf og gólf
og góðum innréttingum, halogen
lýsingu, bæði baðkari og sturtu-
klefa - og stórum glugga.
Inn af forstofunni er herbergi
með sérsnyrtingu og dyrum út á
verönd. Þar er einnig steypt niður
fellt baðkar í gólfi.
Skuldajöfnun
vaxtabóta
Markaðurinn
Skuldajöfnun vaxtabóta á móti gjaldföllnum
afborgunum af lánum íbúðalánasjóðs var
fyrst framkvæmd á síðasta ári. Hallur
Magnússon, yfírmaður gæða- og mark-
aðsmála Ibúðalánasjóðs, fjallar hér um
skuldajöfnunina og segir, að hún eigi ekki
að koma á óvart við álagningu opinberra
¦_______gjalda á þessu ári._________
VAXTABÆTUR eru áberandi í
umræðunni í kjölfar þess að
álagningaseðlar vegna opinberra
gjalda berast í byrjun ágústmánaðar
ár hvert. Á síðasta ári var tekið upp
það nýmæli með reglugerð að vaxta-
bótum er ekki einungis skuldajafnað
á móti ógreiddum opinberum gjöld-
um eins og tíðkast hafði um langt
árabil, heldur er þeim einnig skulda-
jafnað á móti gjaldföllnum afborgun-
um og vöxtum af lánum íbúðalána-
sjóðs.
Er íbúðalánasjóður í 14. sæti á
eftir ýmsum opinberum gjöldum
sem ganga fyrir við skuldajófnun
vaxtabóta.
Skuldajöfnun vaxtabóta á móti
gjaldföllnum afborgunum af lánum
Ibúðalánasjóðs var fyrst fram-
kvæmd á síðasta ári og kom ýmsum
því miður í opna skjöldu. Hins vegar
ætti skuldajöfnunin ekki að koma á
óvart við álagningu opinberra gjalda
á þessu ári.
Hjá hverjum verður
skuldajafnað?
Vegna þess tíma sem það tekur að
ganga frá álagningaseðlum verður
Ibúðalánasjóður að senda Ríkisbók-
haldi upplýsingar um ógreiddar
gjaldfallnar  afborganir  af lánum
með nokkrum fyrirvara. Við skulda-
jöfnunina er miðað við gjaldfallnar
afborganir með gjalddaga 15. júní og
eldri sem ekki höfðu verið greiddar
5.júlí.
Því mun verða skuldajafnað hjá
þeim hópi sem greitt hefur gjald-
fallnar afborganir eftir 5. júlí, en þeir
munu fá skuldajöfnunina endur-
greidda fyrstu daga ágústmánaðar.
Þó mun ekki vera skuldajafnað
hjá þeim sem eru með samning við
íbúðalánasjóð um greiðslu vanskila.
Fjöldi lántaka sem ekki höfðu
staðið í skilum 5. júlí er 10.302 og
fjárhæð sú sem skuldajafnað verður
er rúmur einn milljarður. Til saman-
burðar má geta þess að heildarfjár-
hæð útistandandi lána íbúðalána-
sjóðs er um 300 milljarðar.
Hvað eru vaxtabætur?
Þar sem verið er að fjalla um
skuldajöfnun vaxtabóta er ekki úr
vegi að gera grein fyrir ýmsu er
snertir vaxtabætur.
Vaxtabætur eru opinber stuðning-
ur við þá sem skulda vegna húsnæð-
iskaupa. Réttur til vaxtabóta stofn-
ast á því ári þegar íbúð eða
eignarhluti er keyptur eða bygging
er hafin. Vaxtabætur ákvarðast sam-
kvæmt upplýsingum á skattframtali
og til að fá vaxtabætur þarf að gera
sundurliðaða grein fyrir lánum og
vaxtagjöldum vegna íbúðakaupa.
Þeir sem eru heimilisfastir hér á
landi og kaupa eða byggja húsnæði
til eigin nota, eiga rétt á vaxtabótum
vegna vaxtagjalda af þeim lánum
sem íbúðaröfluninni tengjast. Sama
á við um þá sem kaupa búseturétt
með almennu láni.
Þá falla vaxtagjöld lána íbúða-
lánasjóðs vegna verulegra endur-
bóta á íbúðarhúsnæði og lána vegna
greiðsluerfiðleika, þ.e. lán sem sann-
anlega eru tekin til greiðslu á lánum
sem notuð voru til öflunar íbúðar-
húsnæðis, undir vaxtagjöld sem tek-
ið er tillit til við ákvörðun vaxtabóta.
Vaxtagjöld vegna lána til skemmri
tíma en tveggja ára mynda stofn til
vaxtabóta en einungis á næstu fjór-
um árum (tekjuárum) talið frá og
með kaupári og er þá miðað við
dagsetningu kaupsamnings, eða á
næstu sjö árum talið frá og með því
ári þegar bygging er hafin eða til og
með því ári sem húsnæðið er tekið til
íbúðar ef það er síðar.
Vaxtagjöld vegna fasteignaveð-
skulda og skulda með sjálfskuldar-
ábyrgð við lánastofnanir sem upp-
haflega voru til tveggja ára eða
lengri tíma eru ekki háð þessum
tímamörkum.
Vaxtagjöld teljast gjaldfallnir
vextir og gjaldfallnar verðbætur á
afborganir og vexti. Einnig afföll af
verðbréfum, vixlum og öðrum
skuldaviðurkenningum. Afföllin
reiknast hlutfallslega miðað við af-
borganir á lánstíma. Afföll vegna
sölu húsbréfa teljast eingöngu til
vaxtagjalda þegar seljandi þeirra er
jafnframt  skuldari  fasteignaveð-
bréfs. Þá telst lántökukostnaður til
vaxtagjalda.
Utreikningur vaxtabóta
Vaxtagjöldin mynda stofn til út-
reiknings vaxtabóta eftir ákveðnum
reglum sem eru að finna í leiðbein-
ingum með skattframtali ár hvert.
Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta
er sú fjárhæð sem lægst er af eftir-
töldum þremur liðum:
a) Vaxtagjöld vegna íbúðakaupa
samkvæmt skattframtali
b)  7% af eftirstöðvum skulda
vegna íbúðakaupa á skattframtali.
c) Hámark vaxtagjalda. Hámark
hjá einhleypingi er 432.026 kr., hjá
einstæðu foreldri 567.159 kr. og hjá
hjónum, sambúðarfólki eða pari í
staðfestri samvist 702.290 kr.
Frá vaxtagjöldum samkvæmt
framansögðu dragast 6% af tekju
stofni (hjá hjónum, sambúðarfólki
eða pari í staðfestri samvist er miðað
við samanlagðan tekjustofn beggja).
Mismunur er vaxtabætur sem
skerðast hlutfallslega fari eignir að
frádregnum skuldum fram úr ákveð
inni fjárhæð. Sú fjárhæð er kr.
3.249.517 hjá einhleypingi eða ein
stæðu foreldri. Vaxtabæturnar
skerðast uns þær falla niður við 60%
hærri eignamörk eða kr. 5.199.227.
Hjá hjónum, sambúðarfólki eða
pari í staðfestri samvist taka vaxta-
bæturnar að skerðast við eignamörk
að fjárhæð kr. 5.386.635 uns þær
falla niður við 60% hærri mörk eða
kr. 8.618.616.
Hámark vaxtabóta fyrir einhleyp-
ing er kr. 148.036, fyrir einstætt for
eldri kr. 190.386 og fyrir hjón, sam-
búðarfólk eða par í staðfestri
samvist kr. 244.811.
Bflskúr er með öllum lögnum til
að setja þar upp litla íbúð að sögn
seljenda. Við húsið eru stórar sól-
ríkar verandir móti suðri og falleg-
ur garður í rækt sem tengir eignina
við útivistarsvæði Víðidalsins.
	Fasteignasölur í blaðinu í dag		
	xAgnar Gústafsson	bls.	20
	xÁs	bls.	7
	xÁsbyrgi	bls.	10
			
	xBerg	bls.	24
			
	xBifröst	bls.	26
	xBorgir	bls.	13
			
	xBrynjólfur Jónsson	bls.	10
			
	xEign.is	bls.	19
			
	xEignamiölun	bls.	5
	xFasteign.is	bls.	31
			
	xFasteignamarkaðurinn	bls.	11
			
	xFasteignamiöstöðin	bls.	24
	xFasteignasala íslands	bls.	22
	xFasteignasala Mosfellsb	. bls.	9
			
	xFasteignastofan	bls.	29
			
	xFell	bls.	20
			
	xFjárfesting	bls.	28
	xFold	bls.	15
	xFoss	bls.	30
	xFrón	bls.	25
			
	xGarður	bls.	9
			
	xHíbýli	bls.	30
	xHolt	bls.	27
.	xHóll	bls.	32
	xHraunhamar	bls.	8
,			
	xHreiðrið	bls.	6
í			
	xHúsakaup	bls.	12
			
	xHúsið	bls.	23
			
.	xHúsvangur	bls.	21
	xHöföi	bls.	3
í	xKjöreign	bls.	25
			
	xLundur	bls.	14
			
	xMiðborg	bls.	4
			
í	xSéreign	bls.	9
i,	xSkeifan	bls.	22
	xSmárinn	bls.	30
			
	xStakfell	bls.	6
t	. ¦ _ _ -		
	xValhús	bls.	17
			
	xValhöll	ws. 16-17	
			
	xÞingholt	bls.	6
			

					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32