Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.2000, Blaðsíða 1
wngpntilritoMfe STOFNAÐ 1913 178. TBL. 88. ARG. MIÐVIKUDAGUR 9. AGUST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Flugslys í Skerjafirði • Bílslys í Eyjafirði • Drukknun í Lóni Fimm látnir og þrír í lífshættu eftir slys helgarinnar ÞRÍR létust og þrennt liggur þungt haldið á sjúkrahúsi eft- ir að eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 210 Centaurion II hrapaði í sjóinn í Skerjafírði, rétt vestan við Nauthólsvík, kl. 20.36 á mánudagskvöld. Þá lést þýsk kona í umferðar- slysi skammt frá Þelamörk í Eyjafírði á sunnudag þegar rúta lenti í hörðum árekstri við bifreið sem kom úr gagn- stæðri átt. A sunnudag drukknaði sex ára drengur í tjörn í sumarbústaðalandi Hornfírðinga í Stafafellsfjöllum í Lóni. TF-GTI, flugvél Leiguflugs ísleifs Ottesen, var að koma írá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur með fimm far- þega innanborðs, auk flugmanns. Vélin var á lokastefnu yfír Tjörninni fyrir lendingu á braut 20 á Reykja- víkurflugvelli þegar flugmaður henn- ar fékk fyrirmæli um að hætta við lendingu og fara einn hring, þar sem önnur flugvél væri á flugbrautinni. Flugmaðurinn flaug því yfir brautina og hækkaði flugið og tók síðan hægri beygju er vélin kom að Skerjafirði. Þegar hún var komin yfir fjörðinn til- kynnti flugmaðurinn vélarbilun og örskömmu síðar, eða kl. 20.36, skall hún í sjóinn. Virðist sem vélin hafi skyndilega misst afl og hrapað við það í sjóinn. Björgunarsveitir voru þegar send- ar á vettvang og komu fyrstu björg- unarmenn að slysstað aðeins örfáum mínútum eftir að vélin fór í sjóinn. Greiðlega gekk að kafa niður að vél- inni og voru fimm af sex komnir í land kl. 21.05. Allt var fólkið, fjórir karl- menn og ein kona, án meðvitundar en einum tókst ekki að bjarga strax úr flaki vélarinnar. Báru lífgunar- tilraunir árangur á þremur, tveimur sautján ára drengjum og tvítugri stúlku, en hinir þrír voru úrskurðaðir látnir. Voru það allt karlmenn, fædd- ir 1965,1971 og 1977, og var flugmað- ur vélarinnar þeirra á meðal. Hinir slösuðu liggja á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi og við Hringbraut og eru taldir í lífshættu. A1 Gore velur Joseph Lieberman „Eftirlætis demókrat- inn okkar“ Nashville, Washington. Reuters, AFP. AL Gore, væntanlegur forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, tilkynnti form- lega í gær að hann hefði valið Joseph Lieberman öldungadeild- arþingmann til þess að verða varaforsetaefni flokksins. Gore og Lieberman komu fram á útifundi í Nashville í Tennessee-ríki síðdegis í gær. Lieberman er fyrsti gyðingur- inn sem er í forsetaframboði fyrir stóru flokkana tvo í Banda- ríkjunum. „Ég get ekki lýst með orðum því þakklæti sem ég fyllist fyrir að fá að verða fyrsti banda- ríski gyðingurinn sem er í fram- boði til varaforseta fyrir stóran flokk,“ sagði hann. Samkvæmt skoðanakönnunum sem gerðar voru eftir að óform- lega var tilkynnt um valið á mánudag hefur Gore saxað veru- lega á forskotið sem for- setaframbjóðandi Repúblikana- flokksins, George W. Bush, hafði í fyrri könnunum og segjast nú 45% ætla að kjósa Bush og 43% Gore. í síðustu viku var forskot Gore og Lieberman í Nashville. Bush um 17%. Bandarisk blöð Iýstu í gær ánægju sinni með val- ið á Lieberman og sagði Wall Street Journal að hann væri „eft- irlætis dcmókratinn okkar“. Gore minntist þess þegar John F. Kenn- edy var útnefndur forsetaefni demókrata en hann varð fyrsti kaþólski forseti Bandarfkjanna. Lieberman sagði í Nashville í gær að sumir myndu kannski lýsa útnefningunni sem „chutzpa" sem er jiddískt orð sem kannski mætti helst þýða á íslensku sem „aðdá- unarverð óskammfeilni". ■ Gore vill fjarlægjast/28 Þeim er haldið sofandi í öndunarvél. Engar upplýsingar fást frekar um líðan þeirra. Hjördís Thors, sem býr í Skild- inganesi, sá þegar flugvélin flaug út á hlið og lenti síðan í sjónum skammt undan ströndinni. „Ég sá út um gluggann að vélin kom í mjög ein- kennilegri stefnu yfir þveran endann á flugbrautinni þar sem verið er að gera við, yfir húsin hérna í Skildinga- nesi, og þegar ég sé hana er hún þannig að vinstri vængurinn snýr al- veg niður og sá hægri alveg upp í loft. Hún var sem sagt alveg á hliðinni. Síðan fer hún fram á nefið og þannig skall hún beint ofan í sjóinn." Flugmálastjórn vinnur nú að því að safna saman öllum þeim gögnum sem varpað gætu Ijósi á tildrög slyssins. Meðal gagnanna er skrá yfir það sem fór á milli flugtums og flugmanns vélarinnar fyrir slysið, ratsjárgögn og annað sem tengist flugi vélarinn- ar. Að þessari vinnu lokinni verða rannsóknarnefnd flugslysa afhent gögnin en nefndin fer nú með rann- sókn málsins. I yfirlýsingu hennar í gær kom fram að rannsókn á slysinu hafi þeg- ar hafist og muni standa yfir næstu daga. Niðurstöðu sé hins vegar ekki að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. ■ Missti/36 Morgunblaðið/Kristinn Flak vélarinnar híft upp FLAK flugvélarinnar TF-GTI híft af botni Skerjafjarðar, rétt vestan Nauthólsvíkur á tólfta tímanum á mánudagskvöld. Krani á köfunar- pramma var notaður til verksins og var prammanum síðan siglt til hafn- ar í Kópavogi þar sem flakið var af- hent rannsóknarnefnd flugslysa. Sjö manns fórust í sprengjutilræði í miðborg Moskvu Tsjetsjenskir upp- reisnarmenn grunaðir Moskvu. AP, Reuters. SJÖ manns fórust og 51 slasaðist er sprengja sprakk í undirgöngum við Púskhín-torg í miðborg Moskvu í gær. Lögregla telur að um hryðju- verk hafi verið að ræða. Grunur leik- ur á að tsjetsjenskir uppreisnar- menn hafi staðið að tilræðinu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, boðaði í gærkvöldi til neyðarfundar með yfirmönnum öryggismála í land- inu vegna atburðarins og sendi að- standendum fórnarlambanna sam- úðaróskir. Segja heimildamenn að Pútín muni sjálfur stjórna rannsókn málsins. Enginn hafði í gærkvöldi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Önnur sprengja fannst ósprungin skammt frá þeim stað þar sem sprengingin varð og var hún gerð ó- virk. Lögregla hafði gert sérstakar varúðarráðstafanir vegna ótta við að tsjetsjenskir skæruliðar létu til skar- ar skn'ða því 6. ágúst var ár liðið síð- an þeir hertóku Grosní, höfuðborg Tsjetsjníu. Sprengjan sprakk á einum fjöl- farnasta stað Moskvu á háannatíma og voru mörg hundruð manns á ferð um undirgöngin sem tengja tvær stórgötur og þrjár jarðlestastöðvar. Borgarstjóri Moskvu, Júrí Lúzhkov, sagði augljóst að um hermdarverk hefði verið að ræða og örugglega væri við Tsjetsjena að sakast. „Aðferðin sýnir það svo ekki verður um villst - sprengjan spring- ur á stað sem er troðfullur af fólki á háannatíma,“ sagði borgarstjórinn við fréttamenn á torginu. Sprengiefni gert upptækt Rússneskir fjölmiðlar greindu frá því að lögreglan leitaði að tveim mönnum frá Kákasushéruðunum og hafði fnterfax-fréttastofan eftir innanríkisráðherranum að lögreglan hefði lýsingu á mönnum sem giunað- ir væru um tilræðið. Ibúar Moskvu og annarra borga hafa haft varann á síðan fjöldi sprengjutilræða var framinn í fjölbýlishúsum síðastliðið haust og varð um 300 manns að bana. Rúss- nesk stjórnvöld kenndu tsjetsjensk- um skæruliðum um þau tilræði og sendu her inn í Tsjetsjníu skömmu síðar. Tsjetsjenar neita því að hafa verið ábyrgir. Fyrr í gær gerðu sérsveitarliðar sem berjast gegn skipulögðum glæp- um upptækt mikið magn sprengiefna í Moskvu og borginni Ryazan, að því er fréttastofan ITAR-Tass hafði eftir innanríkisráðuneytinu. Sérsveitar- liðarnir fengu upplýsingar um að sprengiefnið væri eign tsjetsjenskra uppreisnarmanna og ætlunin væri að nota það til hryðjuverka. MORGUNBLAÐH) 9. ÁGÚST 2000 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.