Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.09.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ í>0 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR + Bryndís Zoega, fv. forstöðukona Drafnarborgar í Reykjavík, fæddist 7. júlí 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 2. september síðast- liðinn og fór útfór hennar fram frá Neskirkju 12. sept- ember. Bryndís Zoega kom fyrst til starfa hjá B arnavinafélaginu Sumargjöf, sem for- stöðukona við dagheimilið Vestur- borg sumarið 1939. Þá var hún nýkomin frá námi við Fröbel Höjskole í Kaupmannahöfn. Og eins og stendur í ritinu Sumargjöf 25 ára, útg. 1949, „var hún fyrsta kona hér á landi, sem hlotið hafði sérstaka menntun með prófi til að starfa við barnaheimili og veita þeim forstöðu". Á árunuml941 til 1950 starfaði hún á ýmsum sumardvalarheimil- um og leikskólum í Reykjavík, en haustið 1950 réðst hún til forstöðu við nýjan leikskóla, Drafnarborg, sem tók til starfa 13. október það ár. í Drafnarborg starfaði hún samfellt til ársloka 1991 er hún hætti störfum fyrir aldurs sakir og hafði þá starfað með og fyrir börn í Reykjavík í meira en hálfa öld. Bryndísar verður ávallt minnst fyrir störfin í Drafnarborg þar sem hún starfaði í rúmlega 41 ár. Hún var ávallt trú sannfæringu sinni og þeim uppeldiskenningum í anda Fröbels sem hún aðhylltist. Hún elti ekki tískusveiflur og hafði ékki trú á að leikskóla ætti að fylla með innfluttum leikföngum, sem örvuðu að hennar mati á engan hátt sköpunargáfur barna. Leiksvæði Drafnarborgar var sérstakt. Bryndís vildi t.d. hafa sjávarmöl, gamlan bát og alvöru bíl fyrir börn að leika í. Þetta var ekki alltaf létt. Sjávar- mölin hættuleg, því það var svo gott að kasta henni, bátar fúnuðu og bílar skemmdust og urðu hættulegir. Ég minnist þess þegar Finnur heitinn Árnason garðyrkjumeistari kom eitt sinn á skrif- stofuna. Hann hafði haft öll ósköp fyrir því að skaffa ágætan bílskrokk í Vöku og setja á lóð Drafnar- borgar að beiðni Bryndísar. Hann end- ist nú ekkert, sagði Finnur, ég er að koma frá Drafnarborg og það var hópur af krökkum að hoppa á húddinu á bílnum. Nú, sagði ég, hvar var Bryndís? Hún hopp- aði hæst, sagði Finn- ur og stundi. í Drafnarborg voru albúm með gömlum myndum af börnunum sem Bryndís dró fram þegar hún fékk heimsókn. Öll þekkti hún og vissi oftar en ekki hvað hafði orðið af þeim þegar þau uxu úr grasi og iðulega fylgdu þeim skemmtilegar sögur. Ég þakka góð persónuleg kynni og skemmtileg samskipti við hana og leikskólar Reykjavíkur minnast Bryndísar og lífsstarfs hennar með þakklæti og virðingu. Guð blessi minningu Bryndísar Zoéga. Bergur Felixson. Hún Bryndís hefur kvatt jarð- lífið. Það var henni ekki þrauta- laust svo að við samgleðjumst henni núna. Sárt var að horfa upp á hvernig hún missti smám saman tengslin við umhverfið. Tengslin við mennina, stóra og smáa - sem hún hafði svo mikla unun af að um- gangast. Fóstran og forstöðukonan Bryn- dís Zoéga var fyrsta konan á Isl- andi sem ég kynntist og umgekkst daglega. Tæpra 5 ára komin til landsins og mælandi á erlenda tungu. Leikskóli Bryndísar við Amtmannsstíg 2b í Reykjavík varð skóli minn til að læra íslensku. Minningarnar frá vetrinum í leik- skólanum eru margar og þær eru mér einkar kærar. Ekki aðeins lærði ég þar talmálið heldur var Bryndís ötull myndlistarkennari. Fyrstu tilraunir mínar til að gera klippimyndir gerði ég undir hand- leiðslu hennar. Hún dreifði mislit- um pappír á borð barnanna og við klipptum og límdum. Myndlistar- fræjum var sáð og er ég Bryndísi ævinlega þakklát fyrir þessa kennslu. Foreldrar mínir þekktu Bryndísi frá Kaupmannahafnarárum sínum og þau kynni styrktust mjög á bernskuárum okkar systranna þriggja sem fengum að njóta vin- áttu og umhyggju fóstrunnar rögg- sömu. Svo stórt hlutverk hlaut hún á heimili okkar að það var hún sem stóð vaktina og sinnti okkur systr- um meðan á fæðingu tvíburasystk- ina okkar stóð í risinu í Búnaðarfé- lagshúsinu við Lækjargötu. Ég man enn hve hún gladdist með okkur þegar faðir okkar kom fram í eldhús þar sem Bryndís var að hátta yngstu systurina og tilkynnti að fæddur væri strákur. Og enn sé ég fyrir mér undrun hennar og efasemdir þegar hann kom fram 15 mínútum síðar og sagði: Og stelpa líka! Enginn hafði búist við tveim- ur börnum. Bryndís fylgdist af áhuga með þroska okkar allra og var alla tíð nánasta vinkona móður okkar. Henni var mjög brugðið þegar þær gátu ekki lengur spjall- að eins og áður vegna sjúkdóma sem síðar urðu mömmu að fjör- tjóni. Minningarnar eru ótal margar og góðar, svo sem frá því þegar Bryndís tók mig með sér á mót í Vatnaskógi og við sváfum þar í kojum í Skógarsal. Frá samkomum í húsi KFUM og K við Amtmann- sstíg - því sama húsi sem hún rak leikskóla sinn í áður. Þær urðu margar samkomurnar sem ég fór með henni á frá 11-12 ára aldurs. Þegar ég var send í sveit á svipuð- um aldri kom Bryndís í heimsókn til þess að kanna hvernig mér liði hjá vandalausum. Mamma átti sjálf ekki heimangengt og treysti henni til þess að dæma um líðan mína. Og Bryndís útvegaði mér sumarstarf í Vindáshlíð í Kjós 15 ára gamalli með vinkonu hennar Helgu Magnúsdóttur. Þangað kom hún í heimsókn við og við næstu árin, því ég ílengdist í sumarbúða- starfinu. Þegar ég gifti mig kom hún með silfurostahníf sem hún af- henti með orðunum: „Guð gefi að þið eigið alltaf nógan ost!“ A heim- ili okkar hjóna var hún oft gestur - eða öllu heldur hún tilheyrði fjöl- skyldunni. Umhyggja hennar og ræktarsemi var einstök. Og við vissum að við vorum ekki eina fólkið sem hún heimsótti. Hún átti stóra fjölskyldu, mörg systkini og systkinabörn og börn þeirra. Allt fólk sem hún talaði um, sinnti og þótti vænt um. Og margir fleiri. Hún lagði rækt við okkur systkinin öll, og við kunnum henni okkar bestu þakkir fyrir. Bryndís var mjög greind, hugs- andi og sérstæð kona. Hún var ákveðin og dugleg, keypti fjölmargar bækur og las mikið, dönsku og ensku jafnt sem ís- lensku. Engan hef ég þekkt sem gat lesið bækur jafnhratt og hún. Hún fór ekki á hraðlestrarnám- skeið, það var óþarfi. Hún eignað- ist bíl og tók ökupróf þegar hún var orðin sjötug. Engin börn eign- aðist hún sjálf, en hún átti þau í hundraðatali. Börnin í leikskóla hennar og börnin í Drafnarborg voru hennar börn. Hún vissi af og fylgdist með fjölmörgum þeirra árum saman og gat þulið upp nám þeirra og störf. Jafnvel gat hún á stundum sagt fyrir um framtíðarstörf barna sinna. Og börnin hennar - og for- eldrar þeirra - muna eftir henni. Vina- og kunningjahópurinn var stór. Bryndís átti trú á Guð og leið vel í hópi trúsystkina sinna í KFUM og K. Þar átti hún sinn sess á meðan heilsa og kraftar ent- ust. Einnig í Neskirkju, sóknar- kirkju sinni. Nú hefur Bryndís kvatt jarðlífið og haldið til himna. Við eigum minningarnar og hugs- um til hennar með þakklæti. Rúna Gísladóttir. Það virðist svo örstutt síðan, að Bryndís gætti barnanna minna, drengjanna þriggja og telpunnar. „Við verslum við Bryndísi Zoéga,“ sagði maðurinn minn ákveðinn, er fyrsta barnið komst á leikskólaald- ur, „það hefur öll mín fjölskylda gert“. Og þar með var það ákveðið. Fóru þau síðan eitt af öðru í leik- skólanum hennar Bryndísar Zoéga, Drafnarborg, og með því hófst góð vinátta okkar Bryndísar, sem enst hefur fram á þennan dag, en viðskiptin við Bryndísi náðu yf- ir nokkuð mörg ár. Bryndís var litrík kona er skar sig úr, fylgdist vel með þjóðmálum og hafði skemmtilegar skoðanir. Oft gekk Bryndís í gegnum húsið hjá mér eins og hún kallaði það, fékk kaffi, leit í blaðið og ræddi málin. Sagði okkur skemmtilegar og skondnar sögur sem krakkarnir hlustuðu undrandi á því hún sagði þær öðruvísi, Bryndís var einhvern veginn alltaf með augu barnsins hún skildi þeirra heim. Var hún glögg að sjá hvernig litli einstakl- ingurinn á leikskólanum kæmi til með að spjara sig í lífinu, og rædd- um við það oft hversu fljótt ein- staklingseðlið kæmi fram. Eitt sinn var Bryndís að koma úr brúðkaupi, það var piltur sem hafði verið á Drafnarborg sem var að gifta sig. „Hvað starfar hann?“ spyi- ég, „nú hann spilar á tromm- ur, ég sá það strax, hann lamdi á allt sem kom hljóð úr. Hann er í hljómsveit," sagði Bryndís ánægð. Síðan nefndi hún mörg dæmi um einstaklinga í þjóðfélaginu er höfðu strax sýnt viss einkenni um hvað verða vildi. Bryndís fylgdist vel með þessum litlu vinum sínum allt fram á ful- lorðinsár, var oft boðin heim til þeirra, bæði í fermingar- og brúðkaupsveislur. Oft sást til Bryndísar með hjólið sitt á tali við fólk á öllum aldri í miðbænum og ekki síst í vesturbænum, því þar þekkti hún svo marga, þar sem hún bjó í Sörlaskjóli. Eitt sinni spurði ég Bryndísi: „Þekkir þú þennan?" þá svaraði Bryndís: „Þekki og þekki, við erum sam- ferða, erum við ekki öll samferða?“ Það er gott að líta þannig á lífið, verður það ekki auðveldara þann- ig? Að við erum öll samferða. Bryndís mín, við höfum átt margar skemmtilegar stundir, bæði í Reykjavík og ekki síst á Eyrarbakka. Þakka þér, Bryndís mín, sam- fylgdina. Þín Jónína H. Jónsdóttir. Kveðja frá stjórn Félags íslenskra leikskólakennara Bryndís Zoéga, fyrrverandi leik- skólastjóri í Drafnarborg, er látin. Með Bryndísi er fallinn einn af brautryðjendum í stétt leikskóla- kennara, en hún var einn af þrem- ur frumkvöðlum sem menntuðu sig erlendis áður en Uppeldisskóli Sumargjafar var stofnaður. Bryn- dís lauk prófi frá Fröbel Höjskole í Kaupmannahöfn 1939. Hún var lengst af leikskólastjóri í Drafnar- borg eða frá 1950 til 1992, er hún lét af störfum vegna aldurs. Bryn- BRYNDÍS ZOÉGA GZJÐNIÞÓRARINN GUÐMUNDSSON + Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmanna- eyjum 6. október 1948. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 13. ágúst síð- astliðinn og fór útfór hans fram frá Bú- staðakirkju 22. ágúst. Á laugardags- morgni, daginn fyrir andlát sitt, hringdi Guðni tii mín. Ég var þá kominn á Breiða- bólsstað á Fellsströnd. Hann var þá að leita eftir nafni á aðila sem hafði beðið hann um negrasálma en þar sem illa hafði staðið á fannst honum hann ekki hafa sýnt næga lipurð og nú skyldi það bætt. Það var eins og um líf og dauða væri að tefla. Þetta var hans síðasti morgunn, því þá tók nóttin dimma við sem aðeins minn- Jpgarnar góðu ná að lýsa upp og það gera þær svó sannarlega, minning- arnar um góðan dreng, hæfileika- ríkan og hjálpsaman. í kringum Guðna var ótrúlega mikið líf og hið innra næmar tilfinn- ingar. Lífinu fylgdi mikill hraði, gnótt áhugamála og uppátækja. Hann renndi í hlaðið og var þá Aannski kominn á mótorhjól í leður- "galla og sýndi okkur stoltur þennan nýja reiðskjóta sinn. Svo var sest við píanó- ið og lagfærðir ein- hverjir hljómar í út- setningum sem stöðugt var verið að breyta og laga. Nýjar hugmyndir virtust ætíð hrannast upp. Guðni hafði nýverið gengið frá undirspili fyrir mig við lag eftir Þórarin Guð- mundsson. Við sátum hlið við hlið við hljóð- færið og aldrei þessu vant var engu breytt. Þess í stað sagði hann mér frá lagi sem hann sagðist vera búinn að vinna mikið að og væri dá- lítið ánægður með. Hann bauð mér að fá þetta lag í bók sem við vorum að leggja síðustu hönd á: „Sól og vor ég syng um“. Bókin var að koma út og í snarheitum var lagið tölvusett. Síðan gengu föxin á milli Bústaða- kirkju og mín, síðan út í Vestmanna- eyjar og loks birtist Guðni sjálfur á föstudegi og setti inn í lagið hljóma sem hann sagðist ekki hafa náð að handsama fyrr en þetta, en hefðu ætíð svifið yfir honum. Þetta lag var: „Ég minnist þín“ við texta eftir Ásmund Jónsson frá Skúfstöðum, en þar koma fyrir þessar ljóðlínur: Og þegar húmið hylur allt, sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Merkur tónlistarmaður, íslensk- ur, sem hefur til að bera meiri dýpt en flestir listamenn sem ég þekki, fór eitt sinn að tala við mig um lagið „Tea for two“. Næst þegar Guðni kom á skrifstofu okkar sagði ég við Guðna: Hvemig er aftur lagið „Tea for two“? Hann gekk undir eins að hljóðfærinu og spilaði það eins og ekkert væri. Þetta var sá hæfileiki sem gerði honum kleift að uppfylla alls kyns óskir sem honum bárust í sambandi við brúðkaup og brúðkaupsveislur, jarðarfarir og hljóðfæraleik við ýmis tækifæri. Það var ætíð líf í kringum Guðna, eins og ég gat um áðan, og þessu lífi fylgdu ýmsar skemmtilegar upp- ákomur. Á þrjú hundruð ára afmæli J.S. Bachs skiptum við fimmtíu org- anistar með okkur að spila öll orgel- verk hans. Þetta voru fjórtán tón- leikar og löngu seinna spurði ég Guðna hver hefði eiginlega spilað d- moll toccötu og fúgu Bachs. „Það var ég“ svaraði hann þá og bætti síðan við eins og í gamni: „Og það verður ekki betur gert.“ I kór hans var ætíð mikið af upp- rennandi söngvurum sem hann reyndi eftir megni að gefa tækifæri til þess að koma fram, því það er, eins og allir vita, einn af mikilvæg- ustu þáttum námsins. Ég fann að hann hafði stöðugar áhyggjur af því að geta ekki fundið næg verkefni fyrir hina áhugasömu söngvara sína. Samt tókst honum að ráða fram úr því verkefni sem og öðrum. Á þeim árum, sem hann var for- maður Félags íslenskra organleik- ara, hélt hann fund með organistum á námskeiði okkar í Skálholti. Þar voru, meðal annarra, saman komnir margir organistar af landsbyggðinni og í sambandi við að reyna að leið- rétta launakjör þeirra yfirheyrði hann hvern einstakan um hvað hann hefði í kaup. „Og hvað hefur þú í kaup, vina mín?“ spurði Guðni. „Ég hef ekkert kaup,“ var svarið. „Ég skal sko tala við prestinn," svaraði Guðni og setti í brýrnar. Seinna kom svo í ljós að það var prestsfrúin sem hann var að tala við. Maður fann að margar fíngerðar tilfinningar bærðust með honum, ekki síst gagnvart drengjunum hans tveimur og fjölskyldunni. Ella tengdi þá alla saman í eitt og sagðist eiga þrjá drengi. Segir það okkur margt um hana og tilfinningar hennar, þeirrar frábæru konu. Þegar Guðni fékk nýja orgelið í kirkjuna þá lét hann skrifa (með leynd) nafnið Ottó á einn registur- takkann, en þar var átt við frábær- an vin hans, Ottó heitinn Michelsen, en hann og kona hans voru meðal þess fólks sem sýndu þessum góða vini sínum mestan skilning. Þessi rödd í orgelinu heitir Vox humana eða „rödd mannsins". í seinni tíð fann maður að Guðni var farinn að reyna að hægja á ferð- inni og fór þá gjaman á heilsuhælið í Hveragerði. Eitt sinn þurfti ég að heyra í honum þegar hann var staddur þar og í miðju samtali heyrði ég að einhver bankaði á dymar og ég heyrði hann þá kalla: „Já, bíddu Rúnar minn, ég er alveg að koma.“ Rúnar var einn af skjól- stæðingum hans og mér varð einu sinni að orði, að dyr himnaríkis myndu örugglega opnast honum fyrir það hvað hann hefði gert fyrir hann Rúnar. Þakklæti allra kórfélaga hans var líka augljóst við útför hans, einnig nemenda hans og ótal margra ann- arra, ekki síst eldri borgara. Við út- för hans töluðu báðir prestar hans, þeir „Ólafur minn“ og „Pálmi minn“, eins og hann nefndi þá ætíð. Já, Guðna þótti vænt um fólk og sýndi það í verki. Organistastarfið er, ekki síður en starf prestsins, mikið áreynslustarf. I því eru oft erfiðar athafnir sem útheimta mikla orku og þar að auki mikla ögun og fæmi. Margur sá sem orðið hefur undir í lífinu, er ekki síður virðingar verður í tali og tónum en aðrir og í því hlutverki getur organistinn átt stóran hlut. Mikið magn af skrifuðum nótum og útsetningum blasir við augum á bak við orgelið í Bústaðakirkju. Það væri verkefni stórhuga manna að láta það nýtast okkur. Þó ekki yrði valið nema það allra besta úr því mikla magni yrði það þykk bók, sem gagnast myndi mörgum, bæði í gleði og sorg. Hvar finnast fúsar hendur? Ellu, hinni trygglyndu eiginkonu, og sonunum tveimur, ásamt öðmm ættingjum, óska ég birtu og yls sem ástvinurinn sem kvaddi átti í svo ríkum mæli. Einar Benediktsson segir í sálmi: Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér, mót öllum oss faðminn breiðir. Megi för þín, vinur, verða þannig. Haukur Guðlaugsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.