Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ * fíjargtangaviti Hyj4HÍtiB«rnr umd ■Slattur 69 .40' i i4i • y.,^ I Jiisc/itki'mii ,4 rt (4 „ck. l-jónhu‘6 60 iii. ViíiihftK {, i„. Ljósmynd/Leifur Sveinsson Halldóra Árnadóttir, kona greinarhöfundar, á Látrabjargi. Skiltið á Bjargtangavita. Ljósmynd/Leifur Sveinsson Hraðferð um Skipsbjallan af Graf Spee. I júlflok fór Leifur Sveinsson í ferð um sunnanverða Vestfírði þar sem hann m.a. heimsótti safnið á Hnjóti. Látrabjarg hafði lengi verið mér ofariega í huga. Þangað langaði mig mjög að koma, því oft hafði ég siglt þai’ framhjá á „Þríburunum“, hinum traustu skipum Eimskipafélags Is- lands hf. og hrifist mjög af mikilleik og fegurð bjargsins. í júlíbyrjun gerði ég fyrstu tilraunina til þess að komast á bjargið. Pantaði pláss fyrir bílinn með Baldri yfir Breiðafjörð með morgunferðinni frá Stykkishólmi til Brjánslækjar hinn 6. júlí og ætlaði mér að aka út á bjarg og til baka að Brjánslæk um kvöldið. Veður var ekki gott og þoku að sjá yfir bjarginu frá Stykkishólmi. Var því hætt við að sinni, en ekinn Snæfellsneshringur- inn í staðinn. Næsta tilraun var gerð 31. júlí frá Laugum í Sælingsdal, þar sem við hjónin dvöldum í Edduhótel- inu á staðnum. I dagbók minni er þannig lýst upphafi ferðar frá Laug- um: II Mánudagurinn 31. júlí 2000: Ökum af stað kl. 10.30 áleiðis yfir Gilsfjarð- arbrú fram hjá Bjarkalundi, skoðuð- * um minnisvarðann um Matthías Jochumsson (1835-1920), sem þar ólst upp til 11 ára aldurs. Lágmynd- ina gerði Helgi Gíslason, en bauta- steinninn er stuðlabergssúla úr Vaðalfjöllum. Á fótstallinum er kvæði Matthíasar um Skóga og Þorskafjörð: Ég man það betur en margt í gær, þá morgunsólin mig vakti skær og tvö við stóðum í túni þú bentir mér yfir byggðarhring þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Sr. Matthíasi þótti afar vænt um Skóga og segir m.a. í „Söguköflum af sjálfum mér“ á bls. 29: „Þessi byggð og bemskuhagar, þótt öðrum sýnist hrjóstrugir og tilkomulitlir, eru mér fegurri og fastari í minni en allir aðrir undraheimar, sem ég hef síðan séð. Allt er undir augunum komið, sem sjá. Náttúran, umhverfið, þar sem bamið fer fyrst að skynja, er manns- ins fyrsta stafrófskver. Þorskafjörður var mitt.“ Síðan höldum við áfram framhjá Múla í Þorskafirði yfir Hjallaháls að Djúpadal í Djúpafirði, en þaðan var Bjöm Jónsson ráðherra (1846-1912) faðir Sveins forseta. Þaðan liggur leiðin að Gufudal í Gufufirði um Ódijúgsháls. Séra Guðmundur Guð- ^ mundsson (1859-1935) var prestur í Gufúdal frá 1889-1905. Kona hans var Rebekka Jónsdóttir Sigurðssonar frá Gautlöndum (1865-1959). Þau eign- uðust m'u böm og er mikill ættbogi út af þeim kominn, en þekktastir þeirra bræðra vom Jón skrifstofustjóri, Steingrímur, prentsmiðjustjóri í Gut- enberg, og Haraldur ráðherra. Sr. Guðmundur fluttist til ísafjarðar árið 1905 og gegndi þar ýmsum störfum, ritstjóri Njarðar og Skutuls, svo og bæjarfulltrúi um langt skeið. Nú liggur leiðin út með Gufufirði að Melanesi um Skálaneshh'ð að Skálanesi, þaðan inn Kollafjörð fram- hjá Eyri og Múla að eyðibýlinu Kletti og þaðan yfir Klettsháls niður í Skálmardal. Síðan út fyrir Vattarnes og inn fyrir Vattarfjarðarbotn um Þingmannakleif. Vattarfjörður geng- ur inn úr Skálmarfirði, en syðst og vestast við hann er Skálmamesmúli. Þangað ökum við ekki. I Vattarfirði rifjast upp fyrir mér frásögn sr. Sig- urðar Einarssonar (1898-1967) frá 1926, er hann var prestur í Flateyjar- prestakalii árin 1926-1928. Auk prestakallsins Eyjahrepps fylgdi Skálmamesmúlasókn uppi á landi. Sr. Sigurður var allsókunnur á þess- um slóðum, var að húsvitja þama í fyrsta sinn. Skáleyingar höfðu skotið honum upp á land í Svínanesi eftir að hann hafði húsvitjað þar í eyjunum. Síðan hugðist hann ganga 40 km á einum degi og húsvitja á fjómm bæj- um, Selskerjum, Illugastöðum (báðir á Svínanesi), Skálmardal í botni Skálmarfjarðar og loks Vattarnesi úti á Vattamestánni. Síðan lá leið Sig- urðar fyrir botn Vattarfjarðar út með Kerlingarfirði að austan að bænum Firði, þar sem hann var búinn að semja um, að bátur sækti sig á tilsett- um tíma. Fylgd brást frá Vattamesi að Firði og hélt hann matarlaus frá Vattamesi í átt að Firði. Veður spillt- ist mjög er á daginn leið með blindbyl og loks þraut sr. Sigurð gönguna og hann lagðist fyrir í skafli og undur- samleg værð seig á hann. „Þá var allt í einu eins og talað sé til mín mynd- ugri, nærri hastri röddu: „Stattu upp“. í einhverju ósjálfráðu fáti brýst ég upp úr fönninni með miklum erfið- ismunum, stend aftur á bersvæði í myrkrinu og hríðinni. Þá sé ég ljós framundan mér. Skært ljós úti í ið- andi snjókófinu. Eg er kominn að Firði, hugsa ég eldsnöggt. Þetta er ljósið á bænum. Að Firði komst sr. Sigurður, skreið upp tröppumar og gat gert vart við sig á bænum. Þá var kl. 4 að nóttu og hafði hann verið á ferðinni í 21 klukkustund, þar af 14 tíma frá Vattamesi. Frásögn sr. Sig- urðar er í bókinni „Því gleymi ég aldrei“ og heitir „Ljósið í hríðinni". Lokasetning sr. Sigurðar í bókinni er þessi: „Hver skipaði þér að standa á fætur, og hver kveikti fyrir þig Ijósið í hríðinni?" Skýring mín á þessum fyr- irbærum í lífi sr. Sigurðar er einföld: „Það er yfir oss vakað.“ III Nú tekur við Kerlingarfjörður, sem er allbreiður. Gengur hann til norðausturs vestan Skálmamess. Norður úr honum er Mjóifjörður. Fyrir botni fjarðarins era allháir Ljósmynd/Hjálmar R. Bárðarson Horft af bjargbrún í vesturátt til vitans á Bjargtöngum. bakkar, vel grónir. Það er Eiðið og á því gott berjaland. Kotið Axlarsel var austast á Eiðinu, norðan undir fjalls- öxlinni. Næst liggur leiðin um Kjálka- fjörð og er fyrst farið framhjá Litla- nesi, síðan fyrir botn fjarðarins framhjá Auðshaugi og Fossá. Fer þá að sjást til Vatnsfjarðar, en þegar við höfum krækt fyrir botn hans, blasir við Hótel Flókalundur. Þar snæðum við hádegisverð og hugsum okkar ráð. „Eigum við að halda beint áfram tii ísafjarðar eða freista þess að kom- ast út á Látrabjarg og þaðan alla leið til ísafjarðar?" Látrabjarg verður of- an á: „Því annars komumst við þang- að aldrei," segi ég við Halldóra konu mína. KI. 14 er því haldið af stað áleiðis út á Látrabjarg. Barðaströnd nær frá Vatnsfirði að Siglunesi. Við höldum út með Vatnsfirði um Brjánslæk, Rauðsdali, um Hagavaðal, yfir Kleifa- heiði niður í Patreksfjörð, þaðan framhjá Sauðlauksdal að Flugminja- safninu á Hnjóti. Þá yfir Kóngshæð niður að Breiðuvík og áfram að Hval- látrum og síðan ekið upp að vitanum á Bjargtöngum. Þetta er vestasti tangi Islands og líka Evrópu, vitinn á 24 - 31-44 vestlægrar lengdar. Fyrsti vit- inn á Bjargtöngum var reistur þar 1913. Vitans var gætt frá Hvallátram af bóndanum þar, Erlendi Kristjáns- syni. Vitinn, sem nú stendur þar var reistur árið 1948. Látrabjarg er 14 km að lengd frá Bjargtöngum að Brimnesi vestan við Keflavík, mælt eftir strandlengjunni. Hæst er bjarg- ið við Heiðnakinnarhom, 441 m. IV Hinn 12. desember 1947 strandaði togarinn Dhoon frá Fleetwood undir Geldingsskorardal, miðdalnum í Látrabjargi. Sextán menn vora í áhöfn og fórast fjórir, en tólf tókst að bjarga og hafði Þórður Jónsson á Látram forystu fyrir björgunar- mönnum. Aldrei heyri ég svo minnst á þessa björgun að mér hlýni ekki um hjartaræturnar, því þá er ég hvað stoltastur af því að vera íslendingur, þegar allir bestu kostir landans sam- einast í einu afreki: Hugrekki, fóm- fysi, ráðsnilld og sálarstyrkur. Að gefast aldrei upp og spyrja ekki um daglaun að kveldi. Þannig fórast Arthur Spencer, sem var aðeins 18 ára, er Dhoon strandaði, orð um björgunina: „Þegar við sáum þver- hnípt bjargið alsett stóram klaka- drönglum framundan og brimið að baki, þá gerðum við okkur litla von um björgun. Næsta nótt var lengi að líða, en þegar birti kom einn okkar auga á ljós uppi á bjargbrúninni, en það hvarf. Við störðum áfram, og svo sáum við það allir. Það vora einhverj- ir að koma okkur til bjargar. Svo kom maður í Ijós á bjargbrúninni. Hann var gefinn á kaðli niður bjargvegginn. Það hlaut að þurfa sterkar taugar til að fara þetta. Þegar hann var kominn niður í fjöra, fylgdu fleiri menn á eft- ir.“ Björgunarafrek þetta er einstætt og vakti gífúrlega athygli um allan heim, sérstaklega eftir að Óskar Gíslason tók að sér að gera heimildar- mynd á vegum Slysavamafélags ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.