Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10  B   SUNNUDAGUR29.OKTÓBER2000
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðja bindi ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson
sagnfræðing er að koma út hjá Iðunni um þessar mundir. Hér fara á eftir
kaflar úr bókinni, og er fyrst borið niður í upphafskafla hennar.
Einar
Benediktsson
Hin fræga mynd af Einari
Benediktssyni sem tekin var á
Ijósmyndastofu Elfeldts, kon-
unglegs hirðljósmyndara, í
Kaupmannahöfn er skáldið var
í sinni síðustu utanför.
LESTIN brunar norður
Svíaríki. Hann situr
þögull við lestarglugg-
ann en trén þjóta til-
breytingarlaust hjá. Við
og við birtast vötn og akrar og stöku
bóndabýli eða kirkjuturni bregður
fyrir. Degi er tekið að halla. Síðan
Éinar fór að jafna sig á heilsuhælinu í
Skodsborg seint í sumar hefur hann
haft nægilegan tíma til að hugsa um
Iíf sitt og tilveru. Hann er að reyna að
orða hugsun sína í kvæði sem enn er
þó ekki nema sundurlausar hending-
ar og hann er stöðugt að breyta. Og
nú tekur hann upp stílabók og btýant
þar sem hann situr í lestinni. Oðru
hverju opnar hann stflabókina og
hripar eitthvað niður eða strikar yfir.
Valgerður segir ekki orð. Aðrir far-
þegar í klefanum eru ýmist sofandi,
stara tómlegum augum út í loftið eða
lesa. Stundum kemur hlykkur á lest-
ina svo að þeir sem sofa rumska sem
snöggvast en óðar fellur værð á þá á
nýjan leik. Einar lítur sem snöggvast
til konu sinnar og móður barna sinna
og um hann fer heit tilfinning. Ann
hún honum? Einari finnst hann varla
verðskulda konu sem leggur svo mik-
ið á sig fyrir hann og er honum svo
góð. Honum hefur ekki alltaf verið
sjálfrátt í hjónabandinu. Hugurinn
hvarflar til orða Péturs Gauts þar
sem hann hittir Sólveigu í lok leikrits
Ibsens: „Hrópa mín brot! Hvernig
hef ég breytt!" Óbifanleg ást Sólveig-
ar frelsaði Pétur Gaut samt að lok-
um. Mun ást Valgerðar frelsa hann?
Þau stíga af lestinni á 0stbane-
stationen árla dags, hóa í vagn á
Járnbrautartorginu og halda að Hot-
el Continental. Starfsfólk hótelsins
man Einar Benediktsson mætavel,
man hvernig hann var á sig kominn í
sumar, þegar hann reyndi sem mest
á þolrifin í því, en þekMr líka stór-
kostlega höfðingslund hans. Burðar-
maðurinn hefur orð á því hvað hann
líti vel út núna og þrýstir hönd hans
hjartanlega um leið og hann horfír
forvitnislega á Valgerði sem hann
hefur ekki séð áður í för með skáld-
inu. Svo að þetta er þá konan hans.
Fyrsta verk Einars er að setjast
við síma á hótelinu og hringja í Oluf
Aall, Halfdan Schjelderup, Gotfred
*Æ    jjj^K    ¦     M^Hk		jáðfiífc	'T \ ' \
	iði		
		HL         ' "^V   vr' /-_ W* ..fl	**®WMgg$si
Sætersmoen og aðra forkólfa Titan-
félagsins. Þeir fagna því að heyra í
honum á nýjan leik og óska honum til
hamingju með að hafa náð heilsu
sinni. Starfsmenn og stjórnarmenn
Titanfélagsins hafa ekki látið deigan
síga að undanförnu en verið önnum
kafnir við undirbúning stórvirkjana í
Þjórsá og hlakka til að sýna honum
hvernig verkinu miðar. Þeir eru
sannfærðir um að nú sé þess skammt
að bíða að hafist verði handa um stór-
framkvæmdir á íslandi. Nógir pen-
ingar eru til reiðu í Noregi og Svíþjóð
og bíða beinlínis eftirað vera varið til
þessara framkvæmda.
Valgerður leggur sig á hótelher-
berginu til að ná úrsér ferðaþreyt-
unni en Einari halda engin bönd.
Hann vindur sér út á gðtu og leggur á
brattann upp í borgina. Þó að ekki sé
langt liðið á haust er napurt úti og
hann sveipar sig dýrindis loðfeldi.
Feldurinn fer sérstaklega vel við ný-
legan flókahatt sem hann keypti í
hattaverksmiðjunni í Skodsborg í
haust. Vegfarendur snúa sér við og
horfa á eftir þessum hávaxna og
glæsibúna herramanni sem gengur
upp Stortingsgaten eins og hann eigi
heiminn. Helst dettur þeim í hug að
hann sé enskur lávarður eða amer-
ískur milljónamæringur. Göngutúr-
inn er ekki langur því ferð Einars er
heitið á verkfræðistofu Gotfreds
Sætersmoens á Drammensveien 2,
beint á móti Slottsparken.
Sætersmoen og starfsfólk hans er
nú að vinna að lokaundirbúningi að
bók sem á að koma út með vorinu
með niðurstöðum mælinga við
Þjórsá, fjárhagsáætlunum og verk-
áætlunum ásamt teikningum af
virkjunum á sex stöðum á Þjórsár-
svæðinu. Sætersmoen sest niður með
Einari og kynnir honum alla þætti
málsins lið fyrir lið. Það hýrnar yfir
skáldinu þegar hann sér hversu mik-
ill kraftur er í Sætersmoen. Þó að
Einar sitji ekki sjálfur í stjórn Titan-
félagsins telur hann það hugarfóstur
sitt, hann átti mestan þátt í að koma
því á fót og afla því vatnsréttinda á
Þjórsársvæðinu. Sjálfur er hann ekki
skráður fyrir hlutabréfum en á tilkall
til þriggja fimmtu hluta þeirra hluta-
bréfa sem Sturla Jónsson kaupmað-
ur á í félaginu samkvæmt gömlu
skriflegu samkomulagi milli þeirra.
Sturla er einn af stærstu hluthöfun-
um og situr í stjórn félagsins. Mest
gleðst Einar þó yfir því að nú eygir
hann loksins áþreifanlegan og veru-
legan árangur af öllu starfi sínu í út-
löndum undanfarin tíu ár.
Sætersmoen segir Einari frá ferð
þeirra Berners [til íslands] þar sem
þeir sitja saman í mestu makindum á
verkfræðistofunni við Drammens-
veg. Út um gluggann blasir Slotts-
parken við og skartar nú fegurstu
Hinn 13. aprfl 1918 festi Einar
kaup á 12 herbergja villu, Femte
Juni Plads 5, á Friðriksbergi og
kostaði hún 50 þúsund krónur.
Húsið er tvær hæðir, kjallari og
ris og ber þýskan eða svissneskan
svip. Þarna bjó fjölskyldan í hálft
þriðja ár og hafði mikið umleikis.
Myndin er tekin 1998.
Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn
1917 er Einar Benediktsson og
Valgerður settust að í borginni á
nýjan leik. Mikill skortur var þá á
öllum nauðsynjavörum vegna
stríðsins og ekki hægt að fá bens-
úi á bfla. Hestvagnar urðu því
allsráðandi enn á ný á götunum.
haustlitum. Einar, sem ekki hefur
komið til íslands á þessu ári, spyr
grannt eftir afstöðu einstakra ís-
lenskra þingmanna í fossamálinu og
segir Sætersmoen að Bjarni frá Vogi
hafi haft forystu fyrir þeim öflum
sem séu andvíg erlendu fjármagni á
Islandi og hann hafi síðan verið skip-
aður einn af fimm nefndarmönnum í
fossanefndinni.
„Helvítis fanturinn," segir Einar.
„En hverjir eru hinir?"
Það man Sætersmoen ekki en
hann er með nöfnin einhvers staðar.
Hann rótar í gögnum sínum uns hann
finnur möppu. Þar eru nöfn þeirra:
Guðmundur Björnson landlæknir,
Jón Þorláksson verkfræðingur, Guð-
mundur Eggerz sýslumaður og
Sveinn Ólafsson í Firði. Einar dæsir
og segir:
„Þetta er ekki björgulegt. Tómir
hlandaular! Jón Þorláksson ætti þó
að hafa einhvern skilning á málinu
sem verkfræðingur, hann getur
kannski haft áhrif á hina lúsables-
ana."
Einar bætir því við að þó að Guð-
mundur Eggerz sé sýslumaður Ár-
nesinga, sem ólmir vuja virkja, sé
hann bróðir grasasnans Sigurðar
Eggerz og örugglega grasasni sjálf-
ur. Og ekki hefur hann meiri trú á
Sveini þessum Ólafssyni sem hann
heldur að sé ekki annað en bónda-
ræfill austan af fjörðum sem ekki sjái
út fyrir túngarðinn hjá sér. Sæters-
moen brosir í kampinn. Honum er vel
kunnugt um hversu lítið álit Einar
hefur á íslenskum alþingismönnum.
Hann telur þá annaðhvort asna eða
illmenni. Auk þess á Einar það til að
vera afar umtalsillur en afsakar sig
stundum með því að hann hafi vanist
því á æskuheimili sínu. Þeir ræða
þetta nokkuð og Einar segist ætla að
hafa samband við Guðmund Björns-
son landlækni, en þeir séu gamlir vin-
ir, og reyna að hafa áhrif á hann.
Sætersmoen stingur upp á því að
þeir gangi yfir á arkitektastofu Bern-
ers & Berners í góða veðrinu og at-
hugi hvort ekki eru þar farnar að
mótast hugmyndir að stöðvarhúsum
Þjórsárvirkjana. Þeir rölta í róleg-
heitum upp Drammensveg og ræða
um ástand og horfur í virkjanamálum
á íslandi, hvenær stríðinu ljúki og út-
vegun fjár til stórframkvæmda. Sæt-
ersmoen trúir Einari fyrir því að
hann sé ástfanginn af íslenskri stúlku
í Reykjavík. Einar rekur upp stór
augu og spyr hver hún sé. „Hún heit-
ir Helga og er dóttir Jóns Jacobsonar
landsbókavarðar," segir Sæters-
moen. Þeir standa á horninu á Park-
veien og Einar tekur Sætersmoen í
fang sér, þrýstir honum að sér og
óskar honum hjartanlega til ham-
ingju. „Ekkert er stórkostlegra í
þessu lífi en ástin. Hún er það eina
sem skiptir máli þegar allt kemur til
alls,"segirhann.
n
Á velmektarárum
í Kaupmannahöfn
í villu sinni á Femte Juni Plads
hefur Einar Benediktsson mikil um-
svif og risnu meðan þessu fer fram.
Auk fjölskyldunnar eru þar þrjár
vinnukonur, einn vinnumaður og
dönsk skrifstofustúlka. Kristján Al-
bertsson, formaður íslenska stúd-
entafélagsins í Kaupmannahöfn,
leggur þangað leið sína í október
1918. Hann sagði síðar í viðtali:
„Ég fór á fund hans til að spyrja
hvort hann vildi koma og halda ræðu
til okkar stúdentanna í rússagilli eins
og þá tíðkaðist á haustin þegar nýir
stúdentar að heiman voru boðnir vel-
komnir. I þessum rússagillum var
vanalega drukkin púnsbolla og varð
oftast dálítið kenderí út úr því. Einar
tók mér ákaflega ljúfmannlega en
sagði:
„Nei, það get ég ómögulega gert,
það endar bara með því að ég drekk
mig fullan. Þá fer ég að þvaðra um
allan andskotann og svo er verið að
hafa þetta eftir manni út um allt."
Og þá segi ég:
„Nei, það er náttúrlega vissara að
komast ekki of vel að orði til þess að
forðast það að menn séu að hafa mik-
ið eftir þér."
„Já, var það ekki vissara," sagði
Einar og brosti.
Við sátum þarna nokkra stund og
ræddumst við og þá man ég að frú
Valgerður, kona Einars, kemur inn
og segir:
„Það eru hérna hjá okkur nokkrar
frúr, danskar konur, og við ætlum að
fara að drekka súkkulaði."
Þá segir Einar:
„Nei, góða Valgerður, það máttu
ómögulega biðja mig um. Eg get alls
ekki staðið í því að drekka súkkulaði
með einhverjum dönskum konum."
Svo fór frúin út og þá snýr Einar
sér að mér og segir:
„Þér megið ómögulega taka þetta
illa upp fyrir konunni minni, hún
meinar þetta afskaplega vel," segir
Einar, „ ... en mér leiðast þau svo
óskaplega þessi dönsku súkkulaði-
gilli. Við skulum heldur rölta út í
góða veðrið og fá okkur glas af víni."
Þetta var undir lok stríðsins, í
októbermánuði 1918, og ég man að
við keyptum blað á götunni og Einar
sagði:
„Það lítur nú út fyrir að þetta sé
byrjunin á endinum."
Þá var verið að tala um að Þjóð-
verjar væru að gefast upp og vænt-
anlega friðarsamninga. Við fórum
inn á vínstofu og fengum okkur að
drekka. Stuttu síðar kom Valur, son-
ur Einars, til okkar. Hann hafði
gengið þar fram hjá og séð til okkar.
Þá var farið að hýrna yfir Einari og
hann segir:
„Þykir þér leiðinlegt, Valur minn,
að sjá karl fóður þinn við skál?"
Svo brosti hann og bætti við:
„Jæja, ekki er þetta nú mikið á
móti því sem ég varð að horfa upp á
hjá karli föður mínum ...""
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36