Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12     B    SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
búast við löngu bréfi frá mér - for the
present. Ég er fremur lasin og má
það ekki. En það er skylda mín gagn-
vart Kern og ykkur ..., sem þykir
vænt um mig, að reyna að batna ef
Guð lofar. Ég er orðin svo leið á þess-
um veikindum. Samt mátt þú ekki
vera áhyggjufullur út úr mér, elsku
pabbi minn. Ég hef sálarró og ham-
ingju. Þakka þér af hjarta fyrir að
segja: „Ég mun ekkert gera infra
dign." En ég vissi þú mundir ekkert
gjöra sem mundi flekka stolt okkar af
þér. „But consider well your blood" -
eins og Shakespeare segir. Weigh
well and thoroughly the pros and
cons. 29 years is a long span of time.
May God bless your final decision..."
í þessum síðustu línum, þar sem
Svala svissar yfir á ensku, er hún að
tala um hjónaskilnaðinn. I bréfi fá-
einum dögum síðar kemur fram
hversu veik hún er orðin:
„Elsku pabbi minn. Aðeins fáein
orð í staldri því mér er bannað að
skrifa, lesa né má ég neitt annað að-
hafast. En ég sendi þér nú þessar lín-
ur samt - bara vona ég þær séu læsi-
legar og að mitt næsta bréf verði
myndarlegra. Ástæðan að ég skrifaði
ekki í tvo mánuði var sú að ég var al-
varlega veik. Svo skánaði mér um
stutta hríð en nú er ég aftur niðri
með hjúkrunarkonu og allt spilið
gangandi. - Ég hef ekki séð Émil
Walthers málara síðan ég var með
þér í New York. Ég hef enga nýja
vini eignast í langa tíð. Þú áttir ekki
að efast um tryggð mína, pabbi minn.
Skrifa bráðum aftur, í Guðs friði,
elsku pabbi minn. Svala."
• Einar er greinilega miður sín af
áhyggjum af Svölu dóttur sinni.
Hann leggur allt út á versta veg. Hún
hefur fengið nýtt heimilisfang og það
ruglar hann, tekur það nærri sér að
hún hafi ekki eignast neina nýja vini
og hann er enn að fárast yfir því að
hún skrifaði honum ekkert frá jólum
og fram í aprfl. Svala sendir honum
mynd af fjölskyldu manns síns, Kern
Moyse, og hann biður fyrir kveðju til
þeirra í næsta bréfi og uppástendur
að hann hafi hitt tengdaforeldra
hennar sem alls ekki getur staðist.
Engu er líkara en farið sé að slá út í
fyrir Einari enda skammar Svala
hann fyrir að halda slíku fram. Hann
eldist hratt um þessar mundir þó að
hann sé aðeins tæpra 65 ára.
IV
Ferðin til Herdísarvíkur
Ekki er liðinn nema tæpur hálfur
mánuður frá því að Hlín og Einar
koma til landsins er þau halda af stað
austur yfir fjall áleiðis til Herdísar-
vfkur. Það er 10. júlí. Góðviðris-
bólstrar eru yfir Reykjavík en skýja-
bakkar í austri yfir Hengli, Vífilfelli
og Bláfjöllum. Farkosturinn er
splunkunýr Nash frá Litlu bflastöð-
inni eða Litlabfl eins og hún er kölluð
í daglegu tali. Einar situr í framsæt-
inu við hliðina á bílstjóranum en aft-
ur í eru þau Hlín, Jón Eldon, sonur
hennar, 13 ára gamall, og Oscar
Clausen sem hefur dregist á að fara
með í þetta ferðalag að kröfu Einars.
Kvíði er í skáldinu og honum verður
rórra af að vita af Oscari, gömlum og
góðum kunningja, með í för.
Þetta er langt og strangt ferðalag,
vegurinn vondur og ekki farnir nema
30 kflómetrar á klukkustund í mesta
lagi. Áð er skamma stund á Kolviðar-
hóli áður en lagt er upp brattann í
Hveradali og áfram upp á Hellis-
heiði. Vegurinn niður Kamba liggur í
ótal hlykkjum og þar verður að fara
með ítrustu gát svo að bfllinn nái
beygjunum eða bruni ekM fram af.
Stundum verður að stoppa og bakka
til að ná beygjum. Nýlega hefur verið
lagður slarkfær bilvegur um Ölfus að
bænum Hraunum, sem stendur rétt
við hina víðáttumiklu ósa Ölfusár, en
lengra nær vegurinn ekki til vesturs.
Eftir þetta verður að aka hestagötur,
sem nýlega hafa verið breikkaðar til
að gera þær bflfærar, troðninga og
vegleysur ef komast á með bíl í Sel-
vog. Slfkt er einungis hægt í sæmi-
lega þurru veðri um hásumar eins og
núer.
Eftir að drukkið hefur verið kaffi á
Hraunum er lagt í hann í átt inn til
fjallsins áleiðis til Selvogsheiðar um
hraun og aurflög á víxl. Ekið er fram
hjá Hlíðarenda, sem er ysti bær í Ölf-
ushreppi, þá er farið um slæman
kafla með lausagrjóti, helluhrauni og
moldarflögum. A einum stað festist
bfllinn og þá verða allir að fara út og
ýta. Einar Benediktsson tekur ekki
Heyskaparfólk og smiðir í Herdísarvík haustið 1932. Einar Benediktsson er þriðji frá vinstri og sker sig nokk-
uð úr því hann er að venju í jakkafötum og með bindi um hálsinn. Hlín er sjötta frá hægri en við hlið hennar
stendur ,1 ón Eldon, sonur hennar.
Herdísarvík eins og hún leit út á dögum Einars og Hlínar. Til vinstri er
stórgrýti sem kallast Urðin. Þá eru útihiís sem HQín lét reisa að miklu
leyti, þar á meðal Ijós, hlaða og brugghús. Ennfremur hafði hún látið
flytja skarsúðarþekju gömlu baðstofunnar og leggja hana á nýjar tóttir
þar. Lengst til hægri er hús þeirra Einars og Hlínar og eru eldhúsdyrn-
ar opnar á litlu bfslagi vestan á húsinu.
Við greftrun Einars Benediktssonar í heiðursgrafreit á Þingvöllum 27.
janúar 1940. Yfir kistuna er sveipaður bláhvíti fáninn sem Einar sjálfur
skapaði og orti fánasöng sinn til. Lengst til vinstri er séra Ólafur Magn-
ússon í Arnarbæli, skólabróðir Einars og sdknarprestur hans f Herdís-
arvík, þá koma fimm söngmenn, þá séra Gfsli Skúlason, prófastur á
Stóra-Hrauni. Næst kistunni standa 111 ín Johnson og heldur undir hönd
Eggerts Claessens. Dökkklæddi maðurinn við hlið hans er Már, sonur
Einars. Næst honum stendur Sigurgeir Sigurðsson biskup, þá Oiafin-
Haukur Ólafsson, brdðursonur Einars, þá Gústaf Jönasson skrifstofu-
sl jói-i og séra Hálfdan Helgason á Mosfelli er kastaði rekunum. Ekki er
vitað hver maðurinn lengst til hægri er.
þátt í þeirri athöfn. Hann stendur hjá
og er eins og úti á þekju. Honum
kemur þetta ekki við. Brátt tekst að
ná bflnum upp og landið tekur að
hækka upp í heiðina. Vegurinn liggur
um móa og mýrlendi og enn festist
bflhnn. Bera þarf grjót í hjólförin til
að mjaka honum úr stað. Einar
stendur hjá sem fyrr og skyggnir
hönd fyrir augu. I miklum fjarska rís
Hekla í austri, Tindfjöll og Eyja-
'fjallajökull. Úti við hafflötinn mótar
fyrir Vestmannaeyjum. Skáldið
tuldrar eitthvað fyrir munni sér.
Loks er komið á háheiðina. Niður
frá blasir við meginbyggðin eða
þorpið í Selvogi. Mest ber á Selvogs-
vita austast og Strandarkirkju vest-
ast. Niður af heiðinni að vestanverðu
er ekið niður Pétursleiti vestan við
Hellisþúfu og á gamla alfaraveginn
vestan við Hásteinaflag. Þetta er að
mestu sjálfgerður bílvegur, jafn halli
með sléttum grundum og ferðin sæk-
ist greitt. Eftir því sem Selvogs-
hverfið nálgast fer að bera á foksandi
og uppblæstri í æ rfkara mæli. Bfll-
inn kemst þó ekki lengra en að
túngarðinum í Miðvogi. Þá er orðið
áliðið dags. Nokkra krakka drífur að
og Oscar Clausen spyr til vegar að
höfuðbólinu Nesi.
Guðmundur Jónsson í Nesi er tal-
inn fjárrfkasti bóndi landsins. Hann
heyrir til mannaferða og gengur til
dyra. í bæjarganginum hittir hann
fyrir ókunnuga konu sem heilsar og
segist heita Hlín Johnson. Hún hefur
engar vöflur á en biður um mat
handa fimm manns og gistingu
handa þremur. Guðmundur sagði síð-
ar um viðbrögð sín:
Hlín Johnson í dyrum Herdísar-
víkurhússins.
„Ég hafði orð um að ekki stæði vel
á með það því sláttur væri byrjaður
og verið að þvo og verka ull sem átti
að fara að flytja í kaupstað. Þá bætti
Hlín því við að það væri Einar Bene-
diktsson skáld sem þyrfti að fá gist-
ingu. Er ég heyrði það gufuðu upp öll
mín anna-vandræði. Þó ég hefði
aldrei séð Einar þekkti ég hann allvel
af kvæðum hans. Mundi ég að hann
komst Jjannig að orði í kvæðinu Dal-
býlið: I sveit er ei starfið leikur. Þótt-
ist ég því vita að hann myndi virða
allt á betri veg."
Guðmundur bóndi gengur út á
hlað og verður þar fyrir honum Oscar
Clausen og kynnir hann skáldið. Þá
segir Guðmundur:
„Mig hafði ekki dreymt um það að
mér hlotnaðist sá heiður að Einar
Benediktsson skáld gengi undir mitt
þak og verið þið velkomin."
Þá slær Einar á öxlina á Guðmundi
og segir:
„Þú ert ekki svo vitlaus, laggi!"
Þetta er eitt af orðatiltækjum
hans. Guðmundur býður þeim öllum
að ganga til bæjar og þiggja máltíð. Á
boðstólum er harðfiskur sem er malt-
ur eða byrjaður að rotna inn við bein-
ið. Þetta þykir skáldinu ógurlega
vænt um að fá, hann hefur ekki
smakkað maltan harðfisk síðan hann
var stráklingur. Hann og allt fóMð
er lengi að tína í sig harðfiskinn. Að
lokinni máltíð halda bílstjórinn og
Oscar Clausen aftur til Reykjavfkur.
Ekki er hægt að komast lengra á bfl
en þetta. Enn eru einir tíu kflómetrar
í Herdísarvfk.
Einar, Hlín og Jón Eldon gista í
Nesi um nóttina. Þegar Einar er
genginn til sængur sest Guðmundur
bóndi við rumið og þeir spjalla margt
lengi nætur. Bóndi rifjaði samtalið
upp síðar og sagði meðal annars:
.Aðallega var hann þá að segja
mér að hann hefði fyrir ekki löngu
verið að kynna sér galdra eins og
hann orðaði það. Hann sagði að aust-
ur í Kákasus væri skipulagður skóli
til að kenna mönnum að gera krafta-
verk. Þangað kom hann og sá, meðal
annarra undra, stúlku innan þykkra
múrveggja hverfa á augnabliki og
verða eins og að engu. En alveg
samstundis stóð hún alsköpuð í ann-
arri stofu, hinum megin við vegginn.
Um dyr gat hún ekki komist því þar
var röð af fólki. Þetta fyrirbrigði
skýrði hann svo að stúlkan hefði náð
tökum á alheimskraftinum þó hún
sjálf vissi ekM hvernig eða hvers
vegna. Á þennan hátt sagði hann að
öll kraftaverk gerðust. Mennirnir
hefðu ekki kraftinn á valdi sínu enn-
þá en af tilviljun yrðu þeir einstöku
sinnum fyrir honum og þá gerðust
undrin. Sá eini, sem hefði haft kraft-
inn á valdi sínu, var Kristur. Hann
gat tekið til hans hvenær sem viðeig-
andi var að gera kraftaverk. Hann
sagði að þessi kraftur væri umhverfis
okkur og mennirnir myndu ná hon-
um og taka hann í þjónustu lífsins
mjög bráðlega. Þá yrði gaman að
vera til því þá gæti maðurinn endur-
nýjað sig eftir vild með því að láta
kraftinn leysa sig upp í frumeindir og
skapa sig aftur að nýju. Þá væri
dauðinn sigraður. Þetta kallaði hann
„undrið mikla" og hreifst svo af þeirri
tilhugsun að hann lyftist upp í rúm-
inu."
Margt fleira spjalla þeir Guð-
mundur bóndi og skáldið allt fram í
birtingu. Einar tekur lítt undir það
að hann sé mikið skáld en segir þó að
kvæðin Utsær og Tínarsmiðjur séu
sæmilega ort. Aftur á móti segir
hann að sér hafi tekist vel að þýða
Pétur Gaut:
„Þegar ég spurði Einar hvernig
hann færi að því að finna alltaf bestu
orðin þó önnur væru til, sem táknuðu
sama hugtakið, svaraði hann:
„Orðin koma sjálf upp í fangið á
mér. Tungan er svo auðug. Það er
ekki vandi að yrkja á íslenska tungu
enda er hún það eina, sem við eigum
eða munum eignast, sem máli skiptir.
Og það megum við þakka - að málið
glataðist ekki - húsgangskörlunum
sem fóru milli bæja, lúsugir, hungr-
aðir og hálfnaktir, með rímur og þul-
ur sem þeir kváðu fyrir fólkið á bæj-
unum."
Þegar ég hafði haft yfir erindið „I
hallarglaum var mitt hjarta fátt",
Jiég:
„Því lifðir þú allt öðru vísi en þú
ortir?"
Þá svaraði Einar:
„Þegar ég orti var ég með viti en
þegar ég lifði var ég ekki með viti.""
Morguninn eftir er orðið rigning-
arlegt. Sóttir hafa verið hestar til að
flytja ferðafólkið til Herdísarvíkur og
ætlar Guðmundur bóndi sjálfur að
fylgja þeim. Annað tekur hann ekki í
mál þrátt fyrir miklar sumarannir.
Einar Benediktsson hefur ekki kom-
ið á hestbak árum saman og það er
beygur í honum. Enn situr í honum
slysið sem hann varð fyrir á hestbaki
forðum daga er hann var sýslumaður
Rangæinga. Það er ekki fyrr en eftir
miklar fortölur að hann fæst til að
fara á bak. Og svo er farið fetið vest-
ur allt hverfið og áleiðis að Vogsós-
um. Þar þarf að fara yfir vað á ósnum
sem Einari líst illa á. Guðmundur
bóndi verður að ríða fast við hlið hans
yfir vaðið og Hlín hinum megin. AUt
fer þó að óskum. Nú tekur Sandaveg-
urinn við um svokallaðan Víðisand og
fara hestarnir á létt brokk. Það er all-
hvasst og komin hellirigning. Fram
undan eru svartar fjallshlíðar með
mosavöxnum hraunstraumum fram
um skörð en Hlíðarvatn á hægri
hönd. Skyndilega stöðvar Einar
hestinn og rennir sér af baki. Hann
neitar að fara á bak aftur. Það er
sama hvaða fortölum er beitt. Ferðin
er ekki nema hálfnuð og sýnt að Ein-
ari mun verða erfitt að ganga þennan
spöl sem eftir er í rigningu og roki.
Þá segir Guðmundur:
„Ja, nú sé ég alveg hvernig þetta
ætlar að fara. Við verðum hér öll
saman útí; þú deyrð fyrstur, Einar, af
því að þú ert okkar minnst harðnað-
ur. Nú svo deyjum við Hlín auðvitað
lfka því að við skiljum aldrei við þig."
Við þessi orð lætur Einar segjast.
Hann fer þegjandi á bak og ferðinni
er haldið áfram.
Bókartitill: Einar Benediktsson -
Ævisaga III. Höfundur er Guðjón
Fríðriksson. Vtgefandi Iðunn. AIIs
um4S0 bls. með fjölda mynda.
~
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8
B 9
B 9
B 10
B 10
B 11
B 11
B 12
B 12
B 13
B 13
B 14
B 14
B 15
B 15
B 16
B 16
B 17
B 17
B 18
B 18
B 19
B 19
B 20
B 20
B 21
B 21
B 22
B 22
B 23
B 23
B 24
B 24
B 25
B 25
B 26
B 26
B 27
B 27
B 28
B 28
B 29
B 29
B 30
B 30
B 31
B 31
B 32
B 32
B 33
B 33
B 34
B 34
B 35
B 35
B 36
B 36