Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.2000, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA c 2000 MIÐVIKUDAGUR1. NOVEMBER BLAÐ Fylkismenn til Spánar KNATTSPYRNULIÐ Fylkis fer í tvær æfinga- ferðir í vetur, báðar til spænska bæjarins Can- ela, sem er á Iandamærum Spánar og Portú- gals, um klukkutima akstur frá hinum vinsæla dvalarstað Algarve í Portúgal. Fylkismenn fara þangað í kringum 10. febrúar og aftur í apríl. „Við viljum búa okkur sem best undir íslandsmótið og þátttöku okkar í UEFA- bikamum næsta sumar. Þetta er liður í enn betri undirbúningi en áður, við fáum leiki gegn sterkum liðum í þessum ferðum og þetta verður því ákveðin reynsla fyrir Evrópuleikina, auk þess sem tvær svona ferðir bijóta betur en áður upp erfiðan og leiðinlegan tíma í undirbúning- num hér heima á vetuma,“ sagði Bjami Jó- hannsson, þjálfari Fylkis, við Morgunblaðið. Blikar tilLa Manga? KVENNALIÐ Breiðabliks í hefur fengið boð um að taka þátt í Norðurlandamóti meist- araliða kvenna í knattspyrnu sem haldið verður á La Manga á Spáni síðar í vetur, eða í lok mars. Mót þetta hefur verið end- urvakið en Breiðablik tók þrisvar þátt í því á árunum 1995-1997, síðast hér á landi. Félagslið á Norðurlöndum eru meðal þeirra bestu í Evrópu þannig að Islands- og bikarmeistararnir frá því í sumar eiga þarna kost á góðu verkefni í undirbúningi sínum fyrir Islandsmótið. HÉR má sjá íshokkímenn Skautafé- lags Akureyrar í fullum herklæð- um. Þeir urðu að sætta sig við ósig- ur í viðureign við leikmenn Bjarnarins, sem fögnuðu sínum fyrsta sigri á SA á Islandsmóti um sl. helgi, 13:8. Nánar á C4. Morgunblaðið/Jim Smart Pétur er hættur með Val/Fjölni ÍR-mótið eflir HM í Portúgal Ríkharður ábekkn- um í kvöld RÍKHARÐUR Daðason, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður á varamannabekk Stoke City í kvöld þegar liðið mætir Barnsley í 2. umferð ensku deildarbikarkeppninnar. Ríkharður kom til Stoke í gær frá Noregi en sem kunnugt er lék hann sinn síðasta leik með Viking Stavanger þegar liðið tapaði fyrir Odd Grenland í úr- slitaleik norsku bikarkeppn- innar á sunnudaginn. Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnustjóri Stoke, hyggst tefla fram sama liði og sigraði Bournemouth á laugardaginn, sem þýðir að Bjarni Guðjóns- son, Brynjar B. Gunnarsson og Stefán Þórðarson byrja allir inná. Barnsley, sem Stoke mætir í kvöld er í 12. sæti 1. deildarinnar. STJÓRN körfuknattleiksdeildar Vals/Fjölnis hefur leyst Pétur Guðmundsson. Torfi Magnús- son, fyrrverandi landsliðsþjálf- ari og leikmaður með Val, tekur við úrvalsdeildarliðinu. W Itilkynningu frá stjórninni segir að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar þess að liðið hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem til þess voru gerðar fyrir tímabilið. Torfi tekur við þjálfun liðsins og stýrir því annað kvöld þegar það mætir Haukum í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Valur/Fjölnir hefur leikið fimm leiki í deildinni, tapað fjórum, fyrir Grindavík, Tindastóli og ÍR á úti- velli og Skallagrími á heimavelli og þar lagði liðið KFÍ og er það eini sigur þess. Þegar Pétur var ráðinn var gerð- ur við hann þriggja ára samningur og talað um að hann ætti að byggja upp liðið á þeim tíma. Eftir fimm leiki er honum stíðan sagt upp, kom það honum ekki á óvart? „Jú, ég er vonsvikinn að þetta skuli hafa gerst á svo stuttum tíma og svo hratt en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta,“ sagði Pétur. ÁRLEGT stórmót ÍR í frjálsíþrótt- um innanhúss fer fram sunnudag- inn 4. mars á næsta ári. Mótið var einnig haldið í mars á þessu ári, en tvö fyrstu árin sem það var haldið fór það fram í lok janúar. Að sögn Þráins Hafsteinssonar, hjá frjáls- íþróttadeild IR, þá var ákvcðið í samráði við nokkra af fremstu frjáisíþróttamönnum landsins að halda mótið annað árið í röð í mars. „Eina dagurinn sem kom til álita i janúar var hinn tuttugasti og fyrsti en að vandlega athuguðu máli þá þótti fyrsti sunnudagur í mars vera betri,“ sagði Þráinn. Þráinn sagði ennfremur að það fylgdu þvi bæði kostir og gallar að halda mótið helgina fyrir heims- meistaramótið innanhúss sem fram fer í Lissabon í Portúgal 9.- 11. mars og er endapunktur á inn- anhússtímabili frjálsiþróttamanna. „Kosturinn við halda mótið á þess- um tíma er óncitanlega sá að við ættum að fá íþróttamennina í toppæfingu og þarna verða þeir að taka þátt í sínu siðasta móti fyrir HM. Það á að auka enn líkurnar á góðum árangri," sagði Þráinn ennfremur. Strax í byrjun þessa mánaðar verður farið á fulla ferð við að skipuleggja mótið og fá keppend- ur til þess. Mótið verður að öllum likindum hið fyrsta sem Vala Flosadóttir stangarstökkvari tek- ur þátt í hér á landi eftir að hún vann til bronsverðlauna á Ólymp- iuleikunum í Sydney í haust. SVÍINN SVEN GÖRAN ERIKSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI ENGLANDS / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.