Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 2. NÓYEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Helgi Þorláksson fæddist í Miíla- koti á Síðu 31. októ- ber 1915. Hann lést á Droplaugarstöðum 18. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Langholts- kirkju 30. október. Helgi Þorláksson fyrrverandi skólastjóri lést á Droplaugarstöð- •ám 18. október sl., tveimur vikum fyrir afmælið sitt en hann hefði orðið 85 ára 31. október sl. Lífshlaup hans spannaði stóran hluta aldarinnar sem nýlega lauk og þegar litið er um öxl og rýnt í söguna virðist hann á margan hátt í lífi sínu hafa endurspeglað þau gildi og viðhorf sem einkenndu öldina. Helgi var fæddur og upp- alinn í sveit, sonur bóndans og barnakennarans Þorláks Vigfús- sonar og Helgu Bjarnadóttur en þau bjuggu í Múlakoti á Síðu. Helgi fór til Reykjavíkur til náms í Menntaskólanum í Reykjavík og bjó þá hjá móðurbróður sínum, El- íasi Bjarnasyni kennara í Austur- bæjarskóla, og konu hans, Pálínu. Faðir Helga var kennari og vistin hjá Elíasi hefur vafalaust styrkt þá ákvörðun hans sjálfs að verða kenn- ari og lauk hann kennaraprófi og söngkennaraprófi samhliða stú- dentsprófinu árið 1935. Helgi varð snemma þátttakandi í ungmennafé- lagshreyfingunni eins og margir samtímamenn hans, einkum á landsbyggðinni, og urðu þau gildi sem þar réðu honum veganesti, t.d. bindindi. Var hann stakur reglumaður bæði á áfengi og tóbak alla tíð. Eftir að Helgi fór til Reykjavíkur hreifst hann af kenningum sósíalisma og fylgdi þeim flokkum að mál- um sem héldu merkj- um stefnunnar á lofti, fyrst Sósílistaflokkn- um og síðan Alþýðu- bandalaginu. Það urðu honum vonbrigði eins og fleirum þegar þessi heimsmynd brast. Helgi var ákaflega áhugasamur um pólitík og okkur sem vorum með honum í fjölskyldu eru minnisstæð- ir kosningadagar og tíminn fyrir og eftir en þá fyllist Helgi ætíð eld- móði og spunnust oft fjörugar um- ræður. Þetta gilti að vissu leyti einnig aðra daga ársins því hann hafði brennandi áhuga á pólitík og dægurmálum og fylgdist ákaflega vel með. Þessum arfi hefur hann skilað áfram til sona sinna og sumra barnabarnanna. Helgi var mikill trúmaður og virkur í safnaðarstarfi Langholts- kirkju og starfaði einnig lengi sem organisti þar. Með þessu og sósílis- manura tókst honum eins og fleiri samtímamönnum sínum hér á landi að sameina á einhvern undarlegan hátt tvö hugmyndakerfi sem ýms- um virtust ósamræmanleg. Eg var tæplega tvítug þegar ég kom fyrst inn á heimili þeirra Helga og Gunnþóru í fylgd Þor- steins sonar þeirra sem seinna varð eiginmaður minn. Tóku þau mér vel og upplifði ég mig alltaf velkomna þar síðan. Ég er fædd og uppalin í Vestúr-Skafta- fellssýslu eins og Helgi og fundum við samhljóm í aðdáun okkar á stór- brotinni náttúru heimahaganna. Þau bjuggu á þessum árum ásamt stórum barnahópi og foreldrum Gunnþóru í Nökkvavogi 21. Fljót- lega urðum við tengdadæturnar jafnmargar bræðrunum eða fimm talsins og var því oft margt um manninn í annáluðum fjölskyldu- matarboðum þeirra hjóna. Smám saman bættust svo barnabörnin í þennan hóp. Lengi vel hittist stór- fjölskyldan hjá þeim á jóladag. Var þá á borðum m.a. heimareykt hang- ikjöt frá Múlakoti. Helgi spilaði jólasálmana á píanóið og við sung- um með. Eftir að heilsunni hrakaði og þau fluttust í minna húsnæði hafa Þorkell, elsti sonurinn, og kona hans Helga tekið við því mikil- væga hlutverki að halda fjölskyldu- jólaboðið og Helga séð um undir- leik fyrir fjölskyldukórinn. Þegar ég kynntist Helga var hann skólastjóri í Vogaskóla sem þá var stærsti grunnskóli í Reykja- vík. Var þetta erilsamt starf og mikið ónæði sem fylgdi bæði á kvöldin og um helgar. Sinnti Helgi starfinu af alúð og brennandi áhuga og heyrði ég hann aldrei kvarta. Hann var auðvitað mikið fjarver- andi og upptekinn þótt hann væri heima. Þegar litið er til baka þá eru bestu minningarnar oft tengdar einhverjum stöðum fjarri skólaann- ríkinu. Ógleymanlegar eru í minningu fjölskyldu minnar heimsóknir hans til okkar í Gautaborg þar sem við bjuggum í tæp sjö ár, sérstaklega þegar þau Gunnþóra dvöldu hjá okkur yfir jól ásamt Þóru, yngsta barninu. Einnig þegar við dvöldum aftur í Svíþjóð, í Lundi í þetta sinn, vetrarlangt fyrir fjórum árum. Þá komu þau hjón í stutta heimsókn og var það síðasta utanlandsferð Helga. Var hann þá farinn að heilsu og kröftum. Man ég eftir honum þar sem hann sat í sólskininu á bekk í garði við gamalt klaustur. Allt yfirbragð og tal bar vott um sátt og auðmýkt fyrir lífinu. Virtist mér þá að hann væri tilbúinn að kveðja þessa jarðnesku tilvist. Önn- ur nýleg minnig er frá síðustu dvöl hans á æskustöðvunum á Síðu og í Fljótshverfi. Þá fór hann með okk- ur Þorsteini og dóttur okkar Sig- rúnu í bílferð og var að sýna okkur ýmsa þá staði sem honum voru kærir. Ferðin endaði hjá nánu frændfólki hans á bænum Selja- landi í Fljótshverfi en þar ríkir ótrúleg náttúrufegurð. Þar var okk- ur tekið af mikilli gestrisni með til- heyrandi kaffiborði. Eftir kaffið voru gömul myndaalbúm dregin fram og var gaman að heyra Helga og frænku hans minnast samferða- fólks í sveitinni og atburða þeim tengdum. Helgi var alla tíð mjög tengdur Múlakoti og sveitunum í kring. Hann byggði sér snemma lítinn sumarbústað í túnfætinum í Múla- koti þar sem hann dvaldi langdvöl- um með fjölskyldu sinni. Var fjöl- skylda Bjarna bróður hans honum mjög kær og sýndu Baldur bróður- sonur hans og Helga kona hans, sem nú eru bændur í Múlakoti, þeim Helga og Gunnþóru ætíð ein- staka ræktarsemi og gerðu þeim kleift að vera í bústaðnum þótt heilsan væri farin að svíkja. Eftir að Helgi hætti störfum sem skólastjóri starfaði hann við að að- stoða víetnamskar fjölskyldur sem hingað komu sem flóttafólk. Tengd- ust þau Helgi og Gunnþóra þessum fjölskyldum sterkum böndum. Varð Helgi fyrir sum börnin í þessum fjölskyldum eins konar afi. Hefur allt þetta fólk sýnt þeim Gunnþóru fádæma tryggð og ræktarsemi gegnum tíðina, t.d. var lítill dreng- ur skírður í höfuðið á Helga. Kunn- um við í fjölskyldunni þeim kærar þakkir fyrir. A sunnudegi núna snemma í október hitti ég Helga á heimili dóttur hans og tengdasonar, þeirra Þóru og Einars. Hélt hann þá lengi í hönd mína þéttingsfast og var það síðasta kveðja hans því ég sá hann ekki með meðvitund eftir það. Hann fékk hægt andlát í faðmi fjöl- skyldunnar, saddur lífdaga, sáttur við allt og alla. Megi hann hvíla í friði. Ég þakka honum samfylgdina. Guðlaug Magnúsdóttir. Afi Helgi er dáinn. í tvo sólar- hringa vöktum við ættingjarnir yfir honum. Þegar ég kvaddi afa í síðasta sinn blikkaði hann augunum eins og til að kveðja. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Alltaf þegar við frænkurnar gist- um heima hjá afa og ömmu, hvort sem það var í Akurgerði, Brekku- koti eða á Sléttuvegi, vakti afi okk- ur með því að koma með bakka með seríosdiskum og sykurkari. Öfugt við það sem tíðkaðist heima hjá okkur máttum við ráða því hvað við notuðum mikinn sykur. Þetta er einhvern veginn fast í minningunni. Þegar ég bjó í Danmörku fékk ég reglulega sendan þykkan pakka frá afa, fullan af barnablaði Morgun- blaðsins. Þessu safnaði hann sam- viskusamlega svo ég hefði nóg af ís- lensku lesefni. Þegar afi var fluttur á Droplaug- arstaði var hann orðinn mjög veik- burða. Þegar maður kom í heim- sókn var nóg að brosa til hans og halda í höndina á honum. Meira þurfti ekki til að við skildum hvort annað. Sigrún. HELGI ÞORLÁKSSON Starfsmenn í byggingavinnu Við leitum eftir starfsmönnum til starfa nú þegar. Mikit vinna og góð starfsaðstaða er í boði. Verkamenn í byggingavinnu. Verkstaðir: Lyngháts, upplýsingar gefur Gunnar í síma: 696 8562 Barðastaðir, upplýsingar gefur Þorkell i síma: 861 2966 Naustabryggja, upplýsingar gefur Ómar í síma: 696 8565 Skógarhlið, upptýsingar gefur Árni 5 síma: 696 8563 Ársalir, upplýsingar gefur Kristján í síma: 892 1148 Upplýsingar gefur Konráð á skrifstofutíma í sima 562 2991 BYGGINGAFÉLAG GYLFA 0G GUNNARS EHF. Borgartúni 31 • S: 562 2991 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. var stofnað árið 1984. BYGG hefur reist þúsundir fermetra af húsnæði á höfuóborgarsvæðinu og er nú eitt öftugasta byggingafétag landsins. 50% starf Tollskýrslugerð — Birgðaumsjón . Starfsmann vantar í innflutningsfyrirtæki í Reykjavíktil að sjá um umsjón birgðakerfis í Navision Financials tölvukerfi, ásamt toll- skýrslugerð, bókhaldi og öðrum almennum skrifstofustörfum. Um er að ræða framtíðar- starf og viðkomandi þarf að geta byrjað strax. Áhugasamir sendi upplýsingartil augl.deildar _*Mbl. merkt: „ísól — Tollur" fyrir 7.11.2000. Bifreiðastjóra vantar Við óskum eftir að ráða bifreiðastjóra með meirapróf til aksturs á strætis- vögnum. Hagvagnar sjá um akstur 25 strætis- vagna á höfuðborgarsvæðinu og eru með um 60 manns í vinnu. Starf bifreiðastjóra er bæði líflegt og skemmtilegt með áhugaverðu samferða- fólki. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir rekstrarstjóri Hagvagna, Hrafn Antons- son, í síma 565 4566. ... Rafvírkjar Byggingafétag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að ráða rafvirkja í vinnu. Mikil mælingavinna er fram- undan. Upptýsingar gefur Magnús í síma 892 5586 eóa á skrifstofutíma í síma 562 2991. BYGGINGAFÉLAG GYLFA 0G GUNNARS EHF. Borgartúni 31 * S: 562 2991 Byggingafétag Gytfa og Gunnars ehf. var stofnaó árió 1984. BYGG hefur reist þúsundir fermetra af húsnæði á höfuóborgarsvæðinu og er nú eitt öflugasta byggingafélag tandsins. JHorðtmblnMb Blaðbera vantar • I Þrastarlund. I Kópavog á Marbakkabraut og Kársnesbraut. Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu Aðstoð í mötuneyti Óska eftir aðstoð í mötuneyti. Fólk á besta aldri er sérstaklega boðið velkomið. Dagvinnutími og góð vinnuaðstaða. Svör sendist til auglýs- ingadeildar Mbl., merkt: „Mötuneyti — 10275". Elli- og hjúkrunarheimilið Grund Starfsfólk óskast Óskum eftirtraustu og ábyggilegu fólki til starfa við umönnun aldraðra. Um er að ræða morgun-, kvöld- og næturvaktir. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 552 6222 alla virka daga frá kl. 9.30-13.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.