Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.11.2000, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 3. NÓVEMBER 2000 53 KIRKJUSTARF Krosskirkja í Austur-Landeyjum. þann tíma sem hún barðist við sjúk- dóminn kom hún oft til okkar og ræddi við okkur og bömin sem mörg vom mjög hænd að henni og var henni fagnað í hvert skipti sem hún kom. Um síðastliðin jól leysti Berg- lind af hér í skólanum og vann svo hjá okkur í sumar. Þann tíma var hún í stöðu deildarstjóra, það fórst henni vel úr hendi og hefði það starf beðið hennar hefði hún fengið að vera leng- ur á meðal okkar. Samstarfsmenn allir, börn og for- eldrar sem kynntust henni eru harmi slegnir nú þegar við kveðjum Berg- lindi hinstu kveðju. Við þökkum henni ógleymanlegan tíma og erum afar þakklát fyrir að hafa fengið að njóta hæfileika hennar. Við vottum foreldrum, systkinum, unnusta og öðrum nákomnum dýpstu samúð. F.h. samstarfsfólks, Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri. Hver má sigla þá blæs ei byr, búastíróðuránára, hver má svo skilja við kæran vin aðknúinnséeitiltára? Ég má sigla þá blæs ei byr, búastíróðuránára, en aldrei svo kveð ég minn kæra vin að knúinn sé ei til tára. (Þýð. Friðrik Guðni Þórleifsson.) Það var haustið 1998 að við kynnt- umst Berglindi, en þá hófum við sam- an nám við leikskólaskor KHI. Það fór ekki mikið fyrir Berglindi en við fundum strax að þar var á ferðinni traustur vinur. Eftir því sem á vetur- inn leið styrktust vinaböndin innan békkjarins og um vorið, þegar fyi-sta skólaárinu var lokið, héldum við hvert í sína áttina en þó var hugurinn oft hjá skólafélögunum. Þegar við komum aftur í skólann um haustið fréttum við að Berglind hefði greinst með krabbamein um sumarið. Þann vetur horfðum við á hetjulega bar- áttu hennar og það var ekki að ástæðulausu að við veittum henni tit- ihnn „hetja bekkjarins“. Berglind var samviskusamur nemandi og ætl- aði ekki að láta veikindin stöðva sig á menntabrautinni. Hún hélt því áfram að mæta í skólann, stundum var hún mjög veikburða en það stöðvaði hana ekki. í gegnum þögla og ótrúlega ki-aftmikla baráttu gaf hún okkur, sem með henni fylgdumst, nýja sýn á lífið og þá erfiðleika sem að okkur geta steðjað. Einnig hafði hún þau áhrif á okkur bekkjarsystkinin að við urðum sterkari sem heUd og það sameinaði okkur. Síðastliðið vor heyrðum við á Berglindi að hún var vongóð um að hún hefði unnið sigur á veikindum sínum og horfði björtum augum til framtíðarinnar. Þegai- við svo mættum í skólann nú í haust vakti það gleði okkar að sjá hvað Berglind leit vel út. Það voru því mik- il sorgartíðindi þegar í ljós kom að meinið hafði tekið sig upp aftm’. Fram undan var tími mikillar óvissu og Berglind vissi ekki hvort hún treysti sér til að halda áfram námi sínu. En eins og áður bar hún sig vel og það var ekki fyrr en við fengum þær fréttir að ekki varð ráðið við krabbameinið sem við gerðum okkur grein fyrir hversu alvarlegt þetta væri. Að kvöldi 25. október bárust okkur svo þau hörmulegu tíðindi að Berglind hefði látist þá um daginn. Við fáum ekki með orðuni lýst hversu sárt við söknum hennar og hversu mikið tómarúm hefur myndast í vina- hópnum við fráfall hennar. Þó getum við huggað okkur við þær góðu minn- ingar sem við eigum um Berglindi og þær stundm sem við áttum saman. Einnig munum við alla tíð búa að þeirri reynslu að hafa fylgst með henni í þessari miklu baráttu. Hún er hetjan okkar allra. Við vottum unnusta Berglindar, foreldrum, systkinum og öðrum að- standendum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð um að styrkja þau í þessari miklu sorg. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr.Pét) Bekkjarfélagar í leikskólaskor. Nemendur og starfsfólk í leik- skólaskor Kennaraháskóla íslands kveðja í dag Berglindi Eiríksdóttur. Hennar er minnst sem góðs félaga og nemanda sem setti svip sinn á hópinn sem hóf nám í leikskólaskor á haust- dögum 1998. Þau höfðu valið að gera kennslu í leikskólum að ævistarfí sínu. Veturinn leið og það mynduðust sterk vináttubönd í nemendahópn- um, en þegar tók að vora veiktist Berglind. Við fylgdumst með baráttu hennar, sigrum og sorgum og undr- uðumst styrk hennar og æðruleysi. Hin unga kona tókst á við erfiðleik- ana af síkum mætti og yfirvegun að það gat ekki annað en vakið virðingu. Berglind hafði rólegt yfirbragð, hlýtt bros og gekk fumlaus til verka. Fram á síðustu stundu hélt hún ótrauð áfram námi sínu og fór aldrei fram á sérstakar ívilnanh’ sér til handa þrátt fyrir erfið veikindi. Við dáðumst að hversu sterk hún var og hversu mik- ilvægt það var henni að standa við sitt og stunda námið af alúð. Berglind kom í skólann í haust full vonar og væntinga og hún og skóla- systkinin horfðu til vorsins og út- skriftar sem leikskólakennarar. En í þann mund sem vetur gekk í garð og naprir vindar gerðu vart við sig bár- ust slæmar fregnir og innan örfárra daga var Berglind öll. Bekkjarfélag- ar og kennarar eru harmi slegnir. Ekkert verður eins og það var. Hún kom og gaf okkur og hún fór en skildi svo ótalmargt eftir. Bekkjarsysturn- ar sem staðið hafa við hlið vinkonu sinnar, barist með henni, glaðst með henni og grátið með henni, eiga dýr- mætar minningar. I skólasamfélag- inu í leikskólaskor Kennaraháskóla íslands mun minningin um Berglindi Eiríksdóttur lifa. Hennar verður minnst sem nemanda sem tókst á við erfiðleikana á aðdáunarverðan hátt. Við vottum aðstandendum Berg- lindar okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Berglindar Eiríksdóttur. Starfsfólk leikskólaskorar Kcnnaraháskóla Islands. Meðanveðriðerstætt berðu höfuðið hátt og hræðstu eigi skugga á leið. Bakviðdimmastaél glitrar lævirkjans ljóð upp við ljóshvolfin björt og heið þó steypist í gegn þérstormurogregn og þó byrðin sé þung sem þú berð þá stattu fast og vit fyrir víst þú ert aldrei einn á ferð. (Rogers, Hammerstein /þýð. óþekktur.) Elsku Berglind mín. Eg kveð þig með söknuð og trega. Mér er samt ómögulegt annað en að brosa út í annað því minningarnar okkar eru svo margar. Við vorum saman upp á næstum hvern einasta dag frá því við vorum 8 ára kjánai’ með hvítar hárspangir. Manstu þegar við sungum svo vik- um skipti lagið með Michael Bolton „How am I supposed to live without you, now that I’ve been loving you so long.“ Við gerðum alla bilaða í kring- um okkur eins og svo oft. Þetta er sú spuning sem vakir fyrir mér núna, Berglind. Hvemig á ég að lifa án þín? Sú ást og vinátta sem þú gafst mér þennan tíma sem við fengum að eiga saman mun endast að eilífu. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert og að vegir okkar liggja saman aftur. Ég veit að ég er aldrei ein á ferð. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. Enandasemunnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson.) Kæra fjölskylda; Ásdís, Eiiíkur, Ingþór, Bryndís og Tommi. Megi Guð gefa ykkur styrk og megi minningin um Berglindi lýsa ykkur veginn í myrkrinu. Þú lifir í mér. Þín vinkona María. • Fleirí mmningargreinar um Berglindi Eiríksdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Safnaðarstarf 150 ára afmæli Krosskirkju SUNNUDAGINN 5. nóvember kl. 14 verður hátíðarguðþjónusta í Krosskirkju í Austur-Landeyjum í tilefni 150 ára afmælis hennar. Hún er ein af elstu timburkirkjum landsins með eina elstu altaristöflu í kirkju frá 1650. Söfnuður Krosssóknar hefur séð um endurbætur hennar að utan og fyrir tæpu ári var vígt safnaðar- heimili við kirkjuna, Systkinahús, um 60 fermetrar að stærð. Vígslubiskup, sr. Sigurður Sig- urðarson, prédikar við guðsþjón- ustuna. Að henni lokinni er öllum boðið í félagsheimilið að Gunnars- hólma, þar sem fer fram hátíðar- dagskrá. Þar mun Þórður Tómas- son safnvörður í Skógum segja sögu kirkjunnar. Allir velunnarar kirkjunnar nær og fjær eru boðnir velkomnir. Stóra-Núps- prestakall ALLRA heilagra messa er sunnu- daginn 5. nóvember. Þá verður guðsþjónusta í báðum kirkjum prestakallsins. Kl. 11:00 verður messað í Stóra-Núpskirkju og kl. 14:00 í Olafsvallakirkju á Skeiðum og á Blesastöðum þar á eftir. Allra heilagra messa er minn- ingardagur kirkjunnar um þá sem dánir eru og vitnisburður hennar um lífið í Kristi og lífið eftir dauð- ann. Sérstaklega verður þeiri'a minnst sem látist hafa í prestakall- inu síðastliðið ár og ennfremur lát- inna ástvina þeirra sem í sóknun- um búa. Við kveikjum á kertum við altarið og gerum þannig fyrir- bæn okkar að verki. Ég vil hvetja sóknarbörn til að koma til mín, þeim nöfnum sem óskað er eftir að nefnd séu sérstaklegan, bið ég þess að þau séu símuð til mín, sími 486 6057, eða komið á annan hátt. Börn sem aðrir eiga einnig erindi í þessar messur. Fræðslustund verður í Ólafs- vallakirkju kl. 13:00 í sambandi við fermingarundirbúning vetrarins. Allir eru velkomnir til fræðslunnar en farið verður í messu þá sem al- mennt er sungin í kirkjum lands- ins. Sóknarprestur. Nýr héraðsprestur 15. október sl. var skipaður nýr héraðsprestur í Reykjavíkurpró- fastsdæmi vestra, sr. María Agústsdóttir. Sr. María verður sett inn í embætti við messugjörð næstkomandi sunnudag, 5. nóvem- ber, af sr. Jóni Dalbú Hróbjarts- syni, prófasti í Hallgrímskirkju, kl. 11. Þar mun sr. María prédika og þjóna ásamt prófasti. Sr. María var vígð til Dóm- kirkjunnar í Reykjavík 3. janúar 1993 og gegndi þar prestsstörfum í fjögur ár. Síðustu þrjú árin hef- ur hún starfað við afleysingar í Reykjavík, fyrst í Háteigssöfnuði, þá sem héraðsprestur og loks sem sjúkrahúsprestur við Land- spítalann, Hringbraut. Ennfrem- ur hefur sr. María unnið að fræðslumálum og þýðingum. Héraðsprestur er samstarfsmað- ur prófasts að sameiginlegum málum prófastsdæmisins, s.s. námskeiðum, ráðstefnum og end- urmenntun. Þá sinnir héraðs- prestur helgihaldi í söfnuðum prófastsdæmisins, sem eru tíu talsins. Sr. Gylfi Jónsson, sem áð- ur gegndi starfi héraðsprests, hefur nú tekið við starfi fræðslu- fulltúa kirkjunnar á Norðurlandi eystra. Kirkiudagur kvenfélagsins Nönnu í Norð- fjarðarkirkju KIRKJUDAGUR kvenfélagsins Nönnu er nýjung sem bryddað er upp á í kirkjustarfinu. Samstarf kirkjunnar og kvenfélagsins hef- ur varað í marga áratugi. Fyrsti formaður kvenfélagsins var pró- fastsfrú Guðný Þorsteinsdóttir, kona sr. Jóns Guðmundssonar prófasts í Norðfirði. Kvenfélagið gaf útskorinn skírnarsá árið 1923, sem enn er í notkun. Kvenfélagið hefur einatt stutt dyggilega við starf kirkjunnar með ýmsum framlögum og stuðningi í öllum góðum málum til uppbyggingar safnaðarstarfinu. í tengslum við yfirstandandi þúsund ára minn- ingarár kristnitökunnar er við hæfi að þakka kvenfélaginu Nönnu fyrir giftudrjúgt samstarf í þágu kirkjunnar og tileinka fé- laginu þennan sunnudag í kirkjunni á allraheilagramessu. Barnakór kirkjunnar og Nesskóla mun syngja ásamt kirkjukór og kvenfélagskonur aðstoða í guðs- þjónustunni og bjóða til kirkju- kaffis eftir messuna. Sóknar- prestur. Jólabasar og hlutavelta HINN árlegi jólabasar og hluta- velta Kvenfélags Fríkii'kjunnar í Reykjavík verður haldin laugar- daginn 4. nóvember kl. 14 á Lauf- , ásvegi 13. Margir góðir og glæsi- legir munri á basarnum. Á hlutaveltunni eru veglegir vinning- ar. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarins- dóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Ungl- ingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima kl. 20 (9. og 10. bekk- ur). Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur ^ kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Barna- og unglingadeildir á laug- ardögum. Súpa og brauð eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og fyrirbænastundir í kirkjunni kl. 20-21. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Víkurskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. Sjöundadags aðventistar á ís- landi: Aðventkirkjan, Ingólfs- stræti: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Guðs- þjónusta helguð bænaviku (4.-11. nóv.). Bænasamkomur í Aðvent- kirkjunni á hverju kvöldi kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta helguð bænaviku (4.- 11. nóv.). Bænasamkomur verða sun. kl. 20, mið. kl. 20, föst. kl. 20 og hvíldardaginn 11. nóv. kl. 11 (einfaldur lukkupottur á eftir). Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla klj 10. Guðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta helguð bænaviku (4.-11. nóv.). Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta helguð bænaviku (4.-11. nóv.). Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Bibl- íufræðsla að guðsþjónustu lokinni. Guðsþjónusta helguð bænaviku (4.- 11. nóv.). Létt hlaðborð (lukku- pottur) að samkomu lokinni.*. Bænasamkomur verða á hverjú kvöldi kl. 20.30 5.-10. nóv. Messur Úlfljótskirkja: Messa sunnudag kl. 11. Þingvallakirkja: Messa sunnudag kl. 14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.