Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Jtgefandl: AlþýSuflokkuriim. Ritstjórar: Benedikt Gröndai, Gísli 3. Ást-
þórsson og Helgi Sæmundsson (áb). Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmars-
son. Fréttastjóri: Björgvin Guömundsson. Auglýsingastjóri Pétur Péturs-
ion. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. Afgreiðslu-
Hmi: 14900. ASseíurr AlþýSuhúsið. PrentsmiSja AlþýSubl. Hverfisg. S-10
SmáflÆmr ®g, kjördœmi ¦ ' ¦
KJÖRDÆMÁMÁLIÐ er nú á lokastigi. Þar
með hefur þjóðin stigið veigamikið skref í áttina
til aukins réttlætis milli borgaranna og skapað
grundvöll fyrir heilbrigðari stjórnmálum í framtíð
iani. Alþýðuflokkurinn fagnar þessum atburðum
og trúir því, að þeir muni verða þjóðinni til mikill-
ar blessunar.
Fá mál hafa verið meira rædd í meðferð al-
þingis, og haf a andstæðingar þess tínt til ærið marg
víslegar mótbárur, ánþess að koma fram með nokkr
ar svo veigamiklar röksemdir, að breytt hafi gangi
málsins. Hitt mun sönnu nær, að Framsóknar-
jnönnum hafi Jþótt minnka byr í seglum sínum, þeg
<ar þjóðin fé'kk að sjá frumvarpið fullgert og heyra
röksemdir þeirra þriggja fiokka, sem að því
síanda.
Því er haldið mjög fram, að þetía sé aðeins
skref á lengri leið og sé ætlunin að gera landið
síðar að einu kjördæmL Enginn skyldi spá fyrir
um það í dag, hvaða breytingar þarí að gera í
framtíðinni yegna fjölgunar þjóðarinnar og hugs
anlegra breytinga á byggð landsins. Hitt er ó-
hætt að fullyrða, að engin áform eru uppi í dag
um að gera landið að einu kjördæmi og það er
mjög ólíklegt að þróunin stefni í þá átt í fram-
tíðinni.
Alþýðuflokkurinn hefur algerlega sagt skilið
við hugmyndina um eitt kjördæmi, og tekið upp
hina gömlu varatillögu Jöns Baldvinssonar og.ann
arra forystumanna flokksins, sem nú er verið að
lögleiða á alþingi, Fyrir þessu eru gildar ástæður.
Það er ekkert launungarmál, að flokkarnir þrír,
eem undirbjuggu kjördæmamálið og flytja það,
rannsökuðu ítarlega þá hættu, sem kann að vera á
é.eðlilegri  fjölgun  smáflokka.  Þeir  ræddu  en
iiurfu frá að hafa um þetta sérstök akvæði, eiras og
tíðkast í Þýzkalandi, enda felst í hinni.nýju kjörr-
dæmaskipun  okkar. mikil  takmörkun  á  smá-
fílokkum. Nýr flokkur verður að fá 15-—20% at-
Itvæða. Þetta er í 'sjálfu sér mjög mikil-takmörkun.
*|(æri landiðhins vegar eitt kjördæmi, þyrfti sem
B.æst sextugasta hluta kjósenda, eða samtals um
150.0 atkvæði á-öllu landinu til að koma manni á
jþing. Það er allt annað mál og skapar meiri freist-
iagu til framboða f lokksbrota.
Þetta er ein af mörgUm ástæðum til þess, að nií
•er enginn áhugi á að gera landið eitt kjördæmi. Hin
xiýj-u, stóru kjördæmi mundu reynast lyftistöng
hvert fyrir sinn landshluta, fólkið mun sjálft velja
tiingmannsefnin og það mun skapast.heilbrigður
œetnaður milli kjördæmanna. Hér er fundin far-
•sæl lausn, sem ætti í aðalatriðum að duga þjóðinni
lengi og vel.
Kirkjuþáttur
Uppstigning Krists
og mannkynssagan
GUÐSPJÖLLIN skýra svo
frá, a8 um fjörutíu daga tíma-
bil hafi hinn upprisni Drott-
inn haft samneyti við læri-
syeina sína. Þá er það eitt
sinn, að hann hverfur þeim í
skýi, Postulasagan kemst
þannig að orði, að hánn hafi:
verið uppnuminn til himins
að þeim ásjáandi. Að vísu má
ekki skilja þetta^svo, að Jesús
hafi hvorki viljað né getað.
birzt mönnum síðan hann „sté
upp til himna", því að hann
birtist t.d. postulanum Páli
utan við hlið Damaskusborgr
ar. Á öllum öldum hafa verið
til menn, sem trúðu því, að
Kristur hefði vitrazt þeim í
sýn. En uppstigningardagur-
urinn markar samt tímamót,
því að fram að þeim degi virð-
ist Kristur hafa dvalið með
Iærisveinum sínum eða komið
til -þeirra dag eftir dag, ekki
aðeins sýnilegur, heldur einn-
ig áþreifanlegur;
Hinir fjörutíu dagar eftir
upprisuna eru. eins konar á-
framhald af jarðvist Jesú í,
holdinu, en eftir upprisuna
hefur hann tekið það sæti,
sem hann hefur til daganna
enda. Pétur postúli orðar
þetta þannig: „TJþpstiginh til
himna situr hann Guði á
hægri hönd, en englar, völd
og kraftar eru undir hann
lagðir." (I.Pét.3.22.)
í jarðvist sinni er Jesús háð
ur margs konar takmörkun-
um. Mannleg tilvera hans er
niðurlægingartímabil, sem
endar á auðmýkingu krossfest
ingarinnar. Eftir upprisu og
uppstigningu er hann hafinn
upp til sinnar sönnu tignar.
Honum er gefið allt vald á
himni og jörðu. Hann starfar
ekki lengur í sérstöku landi
eða meðal sérstakrar þjóðar
á jörðunni, heldur er hann
alls staðar nærri í guðdóms-
va-ldi sínu, og óllum ofar, bæði
mönnum og englum.
Trúin á Krist sem upprisinn
og uppstiginn Drottin hefur
áhrif á skoðanir kristinna
manna á baráttu kristninnar
á jörðunni, og skoðanir þeirra
á mannkvnssögunni yfirleitt.
Guðsríkið á jörðunni er ekki
undir stjórn manna, heldur
Dro*tins. Sieur guðsríkisins
oe s'euT fagnaðarerindisins er
ekki háður veiku mannlegu
valdi. heldur guðdómsvaldi,
sem hlýtur að sigra að lokum.
Hinn sanni foringi kristinnar
kirkiu er hvorki náfi né bisk-
upar né konungar á iörðunni,
heldur hinn himneski Drott-
inn. Marsar hreyfingar og
flokkar hafa komið fram í
sögunni, og er minning stofn-
endanna höfð í heiðri, en siálf
ir eru beir horfnir og liðnir
uhdir lok. En stofnandi kristn
irtnar er ekki dáinn maður,
heldur lifandi Drottinn, sem
ávallt heldur áfram að starfa.
Heimsnekingar og sagnfræð
ingar skýra gang mannkyns-
sögunnar með ýmsu móti.
Sumir +elia, áð barátta stétta
og hagkerfa sé mestu ráðandi
um framvindu sögunnar. Aðr-
ir segia, að mannkynssagan
verði bezt skvrð með efnisleg-
um náttúrulögmálum. Enn
aðrir skýra mannkynssöguna
sem bardagasögu milli ein-
stakra  þjóðhöfðingja  o.s.frv.
Kristinn maður trúir því, a3
mannkynssagan sé fyrst og
fremst barátta guðsríkis til
sigurs gegn hinu illa, og sag-
an muni enda á sigri Krists.
Heimurinn sé þess vegna
þrátt fyrir allt á framfaraleið,
— ekki af tilviljun eða fyrir
vélgenga þróun, — heldur fyr
ir kraft Krists.
En hvernig á þá að skýra
það, að hið illa er enn svo-
mikils ráðandi. Glæpir eru
framdir í öllum löndum, jafn-
vel styrjaldir eiga sé stað, háð1
ar með svikum, undirferli og
grimmd. Meira að segja með-
al kristinna níanna sjálfra, og
hið innra með sérhverjum
jmanni eru vondar hugs-
anir og vondar hvatir áber-
andi. Hvernig er þá hægt að
trúa því, að Jsús Kristur sé
sigurvegari?.
Merkur guðfræðingur hef-
ur svarað þessari spurningu
með samlíkingu, sern er á
þessa leið:
Hugsið yður land, sem er
hernumið af óvinaþjóð. Fjand
mennirnir virðast hafa öll ráð
í hendi sér. Þá tekst vinveitt-
um her að komast inn í land-
ið, til þess að frelsa þjóðina
úr ánauðinni. Orustur eru
háðar, og úrslitabardaginn
endar með því, að hið vin-
veitta lið hefur be+ur. Foringi
þess er þegar orðinn sigur-
vegari. Óvinaherinn fer ha],l-
oka, en á undanhaldinu reynir
hann enn að berjast, þótt ekki
sé nema með skæruhernaði.
Bardagar, upph.laup og blóðs-
Úthellingar eiga sér enn stað
í landinu. En einhvern tíma
fyrr eða síðar kemur það í
liós, að óvinirnir eru búnir a'ð
tapa og frelsari bióðarinnar
er sisurvegari að fullu ogöllu.
— Kristur er slíkur sigurveg-
ári. Mannkynssagan sýnir, að
bará^tan milli góðs og ills er
enn ekki á enda, en þeir sem
trúa á Krist og treysta hon-
um, eru ekki í vafa um, að
við endi heims muni það koma
íijós, að hann er sigurvegar-
inn.
Framhald á 10. síðu.
annes
á horni
IXj kyusláðir amerískrar myíidlistar;
YfirlitssýMÍng- á amerískri myndlist í Listasafni rík,
_ isins viÖ Hringbraut.
Opin firá kl. 10—10.
Aðgangpr ókeypis.
~k- Ef stíflan er rxjfin steyp^
ist f laumurinn yfir okk-
ur.
^r Réttlæta ekki kaup-
streitupólitík.
~k Hvað er að marka fregn
irnar?
* Traustj sem farið er veg
allrar veraldar.
SÚ STÉTT, sem nú réðist í
kaupstreitupólitík, væri að gera
tilraun til að brjóta niður stíflu,
svp að flaumurinn flæddi yfir
byggðina og færði allt í kaf. ¦—
Ef slík tilraun tækist yrði dýr-
tíðarflóðinu skellt'yfir okkur og
þá yrði það algerlega \ óstöðv-
andi. JÞetta er augsýnileg stað-
reynd hverjum einasta manni,
sem hefur augun opin — og
menn verða að viðurkenna hana
hvort sem þeim líkar betur. eða
verr.
TVÆR    VÖRUTEGUNDIE
hafa hækkað í verði: benzín og
egg. Hvorutveggja eru þessar
neyzluvörur nauðsynlegar, en
hvorug er þó svo nauðsynleg að
hækkanir.á þeim eigi að raska
þeim grundvelli, sem lagður hef
ur verið. — Ég tel ekki hækkan-
ir á brennivíni og tóbaki, því að
hvorttveggja geta menn sparað
sér að^ skaðlausu, að minnsta
kostí því sem hækkuninni nem-
ur.
AÐBAR VÖRUR hafa ekki
hækkað, og hœkkanirnar, sem
orðið.hafa á benzíninu, sem var
okkur sjálfum algerlega óviðráð
anlegt, hvað svo sem segja .má
um eggin, sem ég álít að hefði
heldur átt að hætta að framleiða
en að leyfa hækkun á, því að
annað gildir ekki í þeirri næst-
um því örvæntingarfullu bar-
áttu, sem háð er við dýrtíðar-
flóðið, — þessar hækkanir rétt-
læta ekki uppsögn kjarasamh-
inga eða endurnýjaða kaup-
streitu.
í FYRSTA SINNI beitir stór-
veldi okkur ekki aðeins ofbeldí,
heldur áróðurslygum. Það er
slæmt, en um leið er það lær-
dómsríikt. Af fregnum: brezka út-
varpsins u mviðskipti Breta við
okkur hér við strendur landsins
getum við séð hvað mikið er að
marka opinberar frásagnir Breta
úr löndum þar sem þeir hafa ráð
ið eða ráða nokkru. Við gerum
að sjálfsöggu ráð fyrir, að Bret-
ar beiti nákvæmlega sömu ósann
indum gagnvart okkur og þeir1
beita þegar þeir segja fréttir frá
Kýpur, Nyasalandi, frá Mau
Mau og þar fram eftir götunum.
UM LEIÐ opnast augu
okkar fyrir því, hvað háfi verið"
satt og hvað logið í fregnum
þessarar yfirdrottnunarþjóðar a£
viðskiptum hennar við Indverja
svo aðnokkuð sénéfnt fráþeirri
tíð. — Éger aðeins aðvekja.-at-
hygli á staðreynd. Þetta er rot?
högg á það traust, sem íslend-
ingar hatfa um langan aldur bprr
ið til Breta. Og ég veit, að hvað
svo.sem skeður í fiskveiðadeil-
unni, þá mun aldrei hægt að
vekja traustið að nýju, einfald-
lega vegna þess, að brezk stjórn
arvöld hafa sjálf gengið af því
dauðu.
ANNARS ER. ÞA© bersýni-
! legt, að Bretar eru að egna okk-
ur til' óhappaverka. Það er sama
aðferðin og þeir hafa beitt gagn-
Ivart öllum þeim smáþjóðum,
sem þeir hafa verið að eltast við
undanfarna áratugi — og allar
hafa sigrað þá að lokum eins og
dæmin sanna. Það er líka ekki
annað sjáanlegt en að þeir með
lygum sínum séu að undirbúa
fólskuverk. Þetta verður okkur
að yera Ijóst, en halda samt vöku
okkar, gera aðeins það, sem okk
ur þykir skynsamlegast, án til-
i lits til nokkurs lygaáróðurs eða
tjlrauna til þess að framkailla
voðaverk.
Hannes á horninu.
10.  maí  1959 — Alþýðublaðið
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12