Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.12.1965, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 23. desember 1965 TÍMINN 5 SKRAFAD VID ÞRJÚ SKÁLD Býsna mikið rúm mundi það taka hér í blaðinu, ef birt væru viðtöl við hávaðann af höfundum þeirra bóka, sem út koma fyrir þessi jól. Þó þykir ekki annað hlýða en sýna lit á því að ræða við nokkra, og fer hér á eftir fyrri þáttur af tveim slfkum, og er þar rætt við fáein ung skáld. Fyrst og fremst eru það söguskáld því að nú bregður svo við, að út hafa komið með örstuttu millibili sögubækur, sem vitna, að skáld- sagan á fslandi virðist síður en svo vera í andarslitrunum, þótt sumir vilji halda því fram, að hún sé búin að lifa sitt fegursta. Ein fyrsta skáldsagan hinna yngri rithöfunda, sem kom á mark aðinn, var fyrsta bóksaga ungrar skáldkonu, sem áður var orðin þjóðkunn af ljóðum sínum, stutt- um sögum og ævintýrum, Jakob- ínu Sigurðardóttur, sem uppalin var á Homströndum. setti síðar saman bú með bónda sínum í Mývatnssveit, býr þar nú, en þang að fluttist hún eftir margra ára dvöl í Reykjavík, þar sem gerist þessi fyrsta skáldsaga hennar, Dægurvísa, er vakið hefur feikna athygli, því að langt er síðan kom ið hefur út jafnfágað skáldverk frá hendi íslenzkrar konu. Við ræð um fyrst við Jakobínu í sambandi við Dægurvísu. — Er þessi fyrsta skáldsaga yð ar alveg ný af nálinni? — Ég byrjaði að skrifa Dægur- vísu fyrir löngu, en lauk henni ekki fyrr en nýverið. Ég er frem- ur sein að koma því áleiðjs, sem ég byrja að festa á blað, því að ég hef nógum skyldustörfum öðr- um að sinna, börnunum og heim- ilisverkunum. — Þér hafið þó komið tals- verðu í verk auk þeirra á ekki löngum tíma, úr því komið hafa út eftir yður þrjár bækur á fimm ára bili. Og þér hafið reynt við flest skáldskaparform, ljóð. smá- sögur og skáldsögu, hvað -verður næst. saga, Ijóð eða máski leikrit? — Ég veit ekki, hvort nokkuð verður næst, geri engar áætlanir á þessu sviði og því hef ég engar fréttir að færa, hvað það snertir. — Sumir furða sig á þvi, að þér veljið yður sögusvið i Reykjavik en ekki í átthögum yðar eða nú- verandi heimasveit — Ég skil ekki, hvers vegna fólki finnst það skrítið, að sveita- kona skrifar sögu, sem gerist í borg, en þykir ekkert við það að athuga. að borgarbúar láti sögur sínar gerast í sveit. Bilið milli sveita og bæja hefur mjókkað, fjarlægðir horfið með bættum sam göngum. Það skiptir ekki ýkja miklu máli, hvar saga gerist. Og mænum við ekki öll til höfuðborg arinnar? Ég átti heima þar eðr ! srrennd í ein þrettán fjórtán ár Maður hefur það á tilfinn- ingu af lestri bóka yðar, að þér Safið lesið mikið af fagurbók- menntum. Eigið þér eftirlæt- Jakobína Sigurðardóttir isskáld í erlendum bókmenntum, skáldsagnahöfunda? — Ég hef ekki mikinn tíma eða aðstöðu til lestrar og ekki kunn- áttu til að lesa útlend skáld á frummáli nema takmarkað. En hvort ég hafi tekið ástfóstri við út lend skáld, þá er ég raunar ákaf- lega fjöllynd í þeim efnum, og aðallega hafa það verið erlend Ijóðskáld, sem ég hef haft mesta ánægju af að kynna mér, einkum sænsk, og þá sér í lagi Fröding. En helzt hef ég kynnzt erlendri Ijóðagerð með aðstoð þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar og Helga Hálfdánarsonar. Ég er ekki fær um að dæma, hve þær þýðingar í flestum tilfellum ná vel frum- Ijóðinu, en þó hef ég lesið mörg ljóð sænsk, sem Magnús hefur þýtt, og þar leynir sér ekki, að honum tekst oft afburða vel, t.d. hvernig hann þýðir Fröding, sem er ákafleg vandasamt að þýða á annað mál. — Heimsækið þér oft Reykja- vík? — Það geri ég eins oft og ég kem því við. Þar á ég flest mitt skyldfólk og venzlafólk, ég kom þangað á unga aldri og fór það- an ekki fyrr en fullorðin, svo engan þarf að undra, þótt hún eigi einhverjar taugar í mér. — Hafið þér þá ekki valið yður neinar fyrirmyndir úr átthögun- um á Hornströndum? — Mín bernskusveit er öll í eyði, þar sem ég hefði átt að eiga rætur. Þar af leiðandi er ég eins og kötturinn, sem fer sinna eigin ferða, eru allir staðir jafnkærir. — Saknið þér ekki mikið. að bernskusveit yðar er komin úr byggð? — Það er hlutur, sem ekki þýð- ir að tala um. Jökull Jakobsson varð allra ungra íslenzkra leikritahöfunda vinsælastur þegar eftir að Hart í bak var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavík í tðnó 11 nóvember 1962 og hefur varla nokkurt ís- lenzkt leikrit verið sýnt oftar í beinu framhaldi. á annað hundr- að sýningar. Annað leikrit hans fleirþætt síðan, Sjóleiðin til Bag- dad, var frumsýnt 26. október á sama stað, og er eftir að vita, hvort það nær líkum vinsældum og hið fyrra, virðist þá ekkert lát á aðsókn enn. Nú hafa þessi tvö leikrit verið gefin út saman í bók, með mörgum myndum úr báðum leiksýningunum, og ritar Sveinn Einarsson leikhússtjóri formála bókarinnar. Þegar ég átti stutt samtal við leikskáldið um bókina, spurði ég hann fyrst um breyting amar, sem hann gerði á leikrit- um sínum eftir að æfingar höf- ust. — Já, það var leikritið Hart í bak. Á því urðu firna miklar breyt ingar eftir að ég fór að vinna með Gísla Halldórssyni leikstjóra og leikendum. En þær breytingar urðu mestan part i síðasta þætt- inum, ég skrifaði einar fjórar gerð ir af honum áður en lauk og var að hrófia við honum alveg fram á síðustu stundu. — En gerðirðu eins mikið rask á Sjóleiðinni til Bagdad eftir að farið var að æfa hana? Jökull Jakobsson — Það urðu ekki líkt því eins miklar. Það leikrit var líka miklu lengur í smíðum, líklega full þrjú ár frá þvi ég byrjaði á því. — Telurðu, að þú breyttir því svo lítið, hafa hlotizt nokkuð af þeirri samvinnu, sem þú hafðir við leikstjróra og leikendur með- an Hart í bak var æft? — Alveg tvimælalaust hefur það verið bein afleiðing af þeirri reynslu eða lærdómi, sem ég fékk af æfingum á hinu. — En svo hefurður sótt mikið leikhús á ferðum þínum ytra. — Já, vissulega geri ég það og hef mikið af lært. — Ekki hrifizt af absúrdu leik- ritagerðinni? — Mér er ómögulegt að lýsa ást minni á nokkurri sérstakri stefnu. hvort sem það er absúr- dismi eða eitthvað annað. Hitt er annað mál með einstök verk, ejn,s eftir absúrdu leikritahöfundana og aðra. Og þessi tegund leikritagerð ar getur verið nauðsynleg þar sem tradisjónirnar eru að kæfa höfundana, eins og í London og París, en hér finnst mér þetta snúa allt öðru vjsi við. Leikritun er miklu fremur landnám hér hjá okkur og engin þörf á að setja sig í annarlegar stellingar. Þess ar nýju stefnur í leikritagerð eru auðvitað til komnar sem uppreisn gegn yfirþyrmandi hefðum. Öðru máli gegnir hér með nýjar stefn- ur t.d. í ljóðagerð eða sögum þar sem draugar hefðarinnar vor farnir að tröllríða húsum. — Sumum finnst svipa allmik- ið saman Hart í bak og Sjóleið- innj til Bagdad. Hugsar þú ein- hver tengsl þeirra á milli? — Það hafði ég alls ekki í huga, þegar ég skrifaði þau. Að vísu er minnzt á sömu persónur. En það eru aðeins ytra borðs tengsl. En ég sé nú ekkert sam- eiginlegt með leikritunumsjálfum. Segja má, að það sé sama sýnin í þeim báðum, og það finnst mér frekar vera kostur heldur en hitt. Menn hafa ruglað þessu saman. Efnið er annað og persónurnar aðrar, þótt sjálfsagt megi finna einhvern skyldleika. En mér finnst menn ekki hafa fundið rétt tengsl milli leikritanna. Það er að vísu sama eða svipuð heildarsýn í þeim. — Fæstu einungis við leikrita- gerð, grípurðu ekkert í sögur í seinni tíð? — Ég hef ekki átt neitt við annað s.l. fimm ár og hef ekki áhuga á öðru í bili. Björn Bjarman er nýr rtthöf- undur, lögfræðingur að menntun, kennari aS starfi, nú sendir hani) frá sér fyrstu bókina, sáfn níu smásagna, er hann^nfrfftir í heið- inni, og það yekur f&rou margra, að þær gerast allar í grennd við eða hafa að baksviði herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Þvi spyr ég hann fyrst, hvernig á þessu standi. — Ég vann suður á Velli, var í starfi, þar sem ég hafði að- stöðu til að iylgjast vel með því, sem þar gerðist. Þetta var 1952 þegar flestir árekstrarnir urðu þar. En þá hafði mér ekki hug- kvæmzt að skrifa sögur. Þegar ég hætti þessu starfi, breytti ég unr fór út á land, tók að mér skóla- kennslu. Mér féll vel það starf, fannst ég hafa nógan tíma, og í frítímum fór ég að klúðra þessu saman. Þetta áttu í fyrstunni að vera tilraunir, kannski til að skrifa sig frá þessu ástandi suður á Velli, því mér var það ekki að skapi. Og þegar til kastanna kom hafði ég gaman að þvi að setja þetta saman, án þess að hafa nokkra tilburði sýnt í þessa átt, síðan ég fékk 3.2 i íslenzku á gagn fræðaprófi, sem kom þannig til að við fengum 17. júní að ritgerðar- efni, og ég skrifaði um Jón Sig- urðsson í staðinn fyrir 17. júní- hátíðarhöldin. eins og til var ætl- azt. — Jæja, eru sögurnar sprottn- ar af þörf til að losa þig við ástandsáhrifin? — Já, annars eru þáttaskil í bókinni, við söguna í þræla- kistunni. Þá langaði mig, ef ein- hver fengist til að gefa þetta út, að skrifa svo sem eina sögu í við- bót sem áhorfandi utan frá. Og svo vill til, að sú saga, Árekstrar, hefur orðið kveikjan f því, sem ég er að vinna nú. — Og hvað er það? Skáldsaga? — Já. Og í rauninni þorði ég ekki að láta þetta frá mér fyrr en ég væri byrjaður á nýju verki, máske til að halda lífinu sjálfur, ef ég mætti orða það svo. Líka það. að ég hef haldið áfram að kenna og umgengst svo góða gagn rýnendur, unglingana, sem ég er Björn Bjarman að kenna. Það eru krítikerar, scm svíkja mann ekki. Þeir eru góðir hlustendur. En hvað um þessa bók, í heiðinni, áhrærir, þá mætti líta á fyrstu átta sögurnar sem eins konar stílæfingar, gerðar af persónulegum ástæðum, en ní- undu söguna sem eins konar líf- akkeri upp á framtíðina. En áfram haldandi söguefni er nóg fyrir hendi og allt fer eftir því, hvað maður er duglegur að vinna úr þvi. Og þetta er allt miklu léttara. þegar maður er búinn að finna sér einhvern ákveðinn stíl. — Þú hefur sem sé látið hend- ur standa fram úr ermum eftir að hafa komið handriti þessar ar bókar frá þér? — Já, þegar það fór í prentun. þá var ég búinn að hugsa mér grindina í næstu sögu, skáldsögu og rauk í það í haust að gera upp- kast að henni, gaf henni meira að segja nafn þá, Trölli. — Ertu fljótur að gera upp kast sögu? — Já, það held ég megi segja. Þegar ég er búinn að gera mér hugmynd að sögu, finna aðalat riði hennar, hespa ég af að byrja hana og botna, hef aðalatriðið í miðjunni. byggi hana líkt og píra mída, eða eins og ég segi við sjálfan mig, eins og Keili. Þegar ég var f ástandinu þarna suður frá. fannst mér Völlurinn byyja við Keil! oð ísland end#1 þar. Þannig orkaði það á mig. — Er of snemmt að spyrja um hvað skáldsagan fjalli í stórum dráttum? — Ég skrifa kafla hennar að nokkru leyti eins og smásögu, nota „backflash" við hana, læt hana gerast í þessu sama umhverfi og sögurnar í heiðinni, það er borgarleg fjölskylda á kreppuár- unum. þaðan kemur aðalsögumað urinn. Hann hefur fengið gott upp eldi. honum er ekki spillt með of miklu meðlæti, en svo reyni ég að sýna, hvaða áhrif Völlurinn hef ur á hann, þegar þar kemur sögu. Sagan snýst, í stórum dráttum, um fjóra punkta, Keflavíkurflug- völl, Alþingishúsið, Stjórnarráðs- húsið og loks á skipi úti á sjó. Nafn sögunnar er dregið af skipi, sem ég var einu sinni á, þegar ég var til sjós, Steingrími trölla. Síðasti partur sögunnar lýsir síld- veiðum og lífinu um borð. Á sjón um fékk ég minn bezta skóla utan foreldrahúsanna. G.B.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.