Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 29

Skírnir - 01.01.1891, Blaðsíða 29
England. Portúg-iilsslagrurinn. Stanley. Verkmenn. Kosningar. lnnan- og ut- anríkis-pólitík. Gladstone. írland. Parnell. Bandaríkin. Skurður. Brú. í byrjun ársins 1890 leit ófriðlega út milli Bnglendinga og Portúgals- manna. Prétzt hafði, að Portúgalsmenn hefðu átt orustur við Makololo- þjóðina við Shiré-fljótið og tekið af þeim enskan fána og svivirt haun. Englendingar þóttust eiga þetta land, og var nú lagt svo fast að Salis- bury, að hann lét sendiherra sinn í Lissabon heimta, að Portúgalsmenn kölluðu burt alla embættismenn sína og hermenn frá Shiréfljótinu, Mas- jónalandi og svæði því, sem Englendingar þóttust eiga. Ef ekki kæmi svar að dægri, liðnu mundi hann fara burt. Enskur floti lá við Gíbraltar og léttiskúta aðmírálsins var á vakki nálægt Lissabon, með innsigluð boð frá Lundúnum, og átti að flytja sendiherrann. Portúgalsstjórn lét undan og kvaðst mundi víkja, en áskildi sér rétt sinn. Varð uppþot mikið í Lissabon, brotnir gluggar, og rifið niður flagg Englendinga á húsi sendi- herrans. Ráðaneytið sagði af sér og Serpa Pimentel tók við. Þótti mönnum nafnið góðs viti, því Serpa Pinto hét sá, sem gerði Englending- um óskunda við Shiré. Likneski Camoens var klætt svörtum sorgarbún- ing, sveitir af sjálfboðaliðum voru stofnaðar, stúdentar brenndu hinn enska fána og gengu um strætin æpandi: „Lifl Serpa Pinto, lifi Portúgal, nið- ur með England". í róstum þessurn voru 70 manus settir i varðhald. Verzlunarmenn hættu að kaupa enskar vörur, þeir brenndu þær á torgi úti og félag, „Velvakandi", var stofnað í Lissabon, sem lét koma á prent nöfn þeirra, er brúkuðu eða tóku við enskum vörum, þeim til háðungar. Enginn vildi eiga samneyti við Englendinga, brúka enskt gull í viðskipt- um eða ferðast á enskum skipum. Hertogi einn sendi til Englands heið- ursmerki þau, er hann hafði fengið þaðan, og enskt fífl. sem var að leika í Lissabon, varð að hafa sig burt. Portúgalsmenn sefuðust þegar þeir sáu, að enginn vildi hjálpa þeim móti Englendingum. Frönsk blöð tóku reyndar í strenginn með þeim, en það dugði lítið. í ágústmánuði gerðu þeir þó samning við Englendinga um landamæri í Afriku. En þá tók ekki betra við. Umræðurnar á þingi voru svo harðar, að í áflognm lenti, en lögreglulið og herlið varð að ryðja göturnar, og voru margir særðir og liandteknir. Ráðaneytið sagði af sér og enginn vildi vera ráðgjafi. Þjóðveldismenn óðu uppi í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.