Þjóðólfur - 10.01.1863, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 10.01.1863, Blaðsíða 6
— 42 — sem liafa sagt, að skólaskýrslur þessar væri útlits, fljótt á að líta, -eins og að horfa uppí tannlausa keriíngu; og þegar þar bætist nú við, að einmitt danslcan á skýrslunum er ósamkvæm við ís- lenzka textann,— því menn skyldi þó ætla, að ís- lenzkan væri aðaltextinn, — bæði að ónákvæmni og villum, þá verðr gagnsemdin ekki öllu meiri en gamanið að þessari góðu dönsku; í síðustu skýrslunni er að vísu ekki annað sýnna á sumum klausunum, en að þær hafi verið samdará dönsku, og síðan lagðar út á íslenzku, eins og er t. d. mið- klausan á 6. og 7. bls. um herra yfirkennara Björn Gunnlögsson; þar er danskan með nokkurnveginn réttu máli, en íslenzkan svo rígbundin við dönsku bugsunina og niðurskipun orðanna, að þar verðr ekkert rétt mál úr, eigi svo mikið að það sé mál- villulaust, og fráleitt að það klastr geti íslenzka heitið. {>á er það einn danslci móðrinn sem inn- leiðztliefir meðþessum nýrri skólaskýrslum, að frá tekinni liinni fyrstu, 1851 —1852, að út gefa allar einkunnir skóiasveinanna í hverri vísindagrein »uppá hádönskiiK, eða með dönslcum skammstöfunum, sem engi íslenzkr maðr ólærðr getr lesið úr: „ug.“ „mg.“, „g.“, „tg.“, „mdl.“, „slet“, hver skilr þetta, og til hvers er það? eptir það skólaskýrsl- urnar höfðu um full 11 ár á undan innleitt fastar og auðskildar einkunnir á íslenzku, »ágæt!ega«, »dável«, o. s. frv. Enga sýslu landsins má nefna á dönsku blaðsíðunni sínu rétta nafni, er haldizt hefir um margar aldir, heldr er allt af verið að umsnúa þeim öllum »uppá gamla móðinn«, þessa eldri hádönsku, sem tíðkaðist hér í kaupmanna- bókunum fyrir aldamótin, þó að stjórnin í Dan- mörkn sé sjálf farin að leggja þessi skrípanöfn niðr fyrir laungu, en haldi nú öllum þessleiðis sýslu- og héraðanöfnum sem óbreyttustum í allri seinni ára löggjöf og opinberum ritum, sbr. fjárlög Danmerkrríkis, og »IIof- og Stats-Galender« um öll hin seinni ár. Hvorki stjórnin né aðrir ment- aðir danskir menn geta því að sér gjört að bafa slíkan danskan antbælisskap vorn að skopi, lýta oss fyrir það að maklegleikum, og telja oss til ó- virðíngar. Að öðru leyti er það svo víða sem bæði óná- kvæmni og mótsögn kemr fram í dönskunni, við það sem er í íslenzkunni í þessari skýrslu, og hefir það átt sér fyr stað í skýrslum þessum, en sjaldan eins freklega sem í þessari. Vér skulum fara fijótt yfir margar prentvillur, og að eins nefna eina þá slysalegustu og auðsénustu, það er á 27. bls., l.;2. að ofan: — «DomlcirlcepcEst«. En mót- sagnirnar og ónákvæmnin er verri. Hér skal að eins minnast á tvent, af mörgu fleiru af því tagi; hvort er réttari islenzlcan bls. 14, 18. og 19. 1. „Auk þessa jflrfer rektor meíl Cllum bekknnmBA í sam- eim'ngu: Titus, NeroogCæsar 1 — lðeptirSve- t o n i ii sft. eða danslcan bls. 15, 19. og 20. I. „Desuden gjennemgaaet af Bector med 3. Iílasse BA i Forening af Svetonius: Titns, Nero, og 15 K a p. af Cæ s a r‘\ Og hvort er nýsveinninn Bogi Pjetursson fæddr 1849, eins og segir í íslenzkunni bls. 30, eða 1848, eins og segir í dönskunni, bls. 31? En það er ótal margt fleira, bæði á íslenzku og dönsku í þessari skýrslu, er ber vott um ónákvæmni og hirðuleysis eða handahófs frágáng. Vér höfum að vísu eigi annað en sögusögn ná- kunnugra um, að það sé ekki satt sem segir bls. 12 í tölul. 3: »Að alts engin breyting sé gjörð á kenslubókum og lestrarbókum frá því í fyrra«, þ. e. á skólaárinu 1860—61; og eins er um það, sem segir bls. 20, stafi. C (neðstu línu), »aðbóka- safni lærisveinanna hafi engar bækr bætzt þetta árið«; þetta kvað heldr ekki vera rétt; og það er rángt, sem sagt er bls. 22, að Benid. líristjáns- son hafi notið '/2 ölmusu, þó að honurn væri að vísu »veitt« hún fyrir byrjun skólaársins, því annar helmíngrinn, 25 rd., var aptr af honum tekinn um Janúar lok 1862, eptir úrskurði yfirstjórnend- anna, og veitt nýsveininum þórði þórðarsyni Guð- mundsen. Lestrartaflan bls. 8 og 9 er að vísu með sömu niðrskipun, eins og verið hefir í næst undangengnum skýrslum, en er þó næsta ógreini- leg og einhver skekkja í henni, því kenslutíma- summan, samtals 36 í hvcrjum einstökum bekk, yrði (o: 36X5) alls..................180 tímar, en summa hinna saman lögðu kenslu- stunda í hverri vísindagrein er að eins 170 — og skakkar þetta um 10 kenslustundir um hverja viku, en á þó að koma alveg heim, eins og allir sjá. Ilöðin á skólasveinunum í 2. og 3. bekk A kvað og ekki vera rétt, eptir því sem hún varð eptir aðalprófið í Júní 1861. þetta sem nú var talið, má álíta nægilegt til þess að sýna óvandvirknina og ónákvæmnina á þessari skólaskýrslu, þó að vér látum ógetið marg- falt fleiri af hinum óverulegri villum, en alls munu þær vera um 60, eptir því sem mönnum liefir tal- izt. þetta er alls eigi fyrsta skólaskýrslan afhin- um ýngri, er hefir þessi óvandvirknis einkenni til brunns að bera, þó að þau iná ske sé hér öliu frekari og fleiri en að undanförnu; 0g oss hefir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.