Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						159 —
gerði að skilyrði fyrir því, að hún færi héðan til
Hafnar og á konúngsfund.
H u g v e kj u r út af J»íisnndára landnámi
Slíg-Ólfs og fyrstn byggingu íslands.
(Aíisont.  Sbr. 16. ár hjóíxjlfs, bls. 1—2).
I.
I 1.—2. númeri af þessum árgángi »f>jóð-
ólfs« hefir skólakennari Halldór Friðriksson íReykja-
vík stúngið upp á því, að Islendíngar með ein-
hverju hátíðlegu móti árið 1874 mintist þess við-
burðar, þegar landið hefir bygt verið í þúsund ár,
þar sem sá viðburðr se hinn fyrsti og því einna
merkaslr í sögu vorri, og eins og gæti nefnzt af-
mælisdagr fóstrjarðar vorrar, og í því efni þótt
bezt við eiga, að halda þessum merka viðburði á
lopti með þvi, að reist væri hús i Reykjavík með
fjársamskotum Islendínga, er hæfilegt væri til
geymslu allskonar gripa og fornmenja, er oss á
einhvern háttkynni að áskotnast. f>ar nú málefni
þetta, sem hann þannig hefir hafið máls á, hefir
vakið eptirtekt mína, þá hefi eg, sem af fúsum
vilja vildi styðja að því, að minníng viðburðar þessa
á heiðarlegan hátt fyrir vort kæra fóstrland yrði á
lopti haldið, einnig hugsað mér að láta mitt álit í
Ijósi í þessu efni, og skal eg þá geta þess, að
enda þótt eg reyndar eigi geti neitað því, að mer
virðist, að nauðsyn gæti borið til þess, einkum
þegar að fleiri fornmenjar samansafnast, að hús
væri bygt til geymslu handa þeim, þá verð eg þó
á hinn bóginn að álíta, að slík húsbyggíng eigi
standi í því sambandi við hina fyrstu byggíngu
íslands, að íslendíngar á þenna hátt, eins og skóla-
kennarinn hvetr landsmenn vora til, ætti aðminn-
ast þessa viðburðar í sögu íslands; heldr hefir
mér þarámóti komið til hugar, að fremr ætti við,
svo að viðburðr þessi yrði því ljósari og hátíðlegri
í augum landa minna og þeirra, er úröðrum lönd-
iim koma lil Reykjavíkr, á miðjum Austrvelli sem
hinu helzta torgi bæarins, að reisa gamla fngólfi
Arnarsyni sem vorum fyrsta Iandnámsmanni, og
Þeim, er fyrstrbygði Reykjavík, heiðarlegan minn-
'svarða, þannig,»að mynd hans í yfirnáttúrlegri
stærð væri gjörð og steypt úr málmi og sett upp
á háan steinstöpul á miðju þessu torgi, og það
letr á rist, »að minnisvarða þenna hefðu íslend-
íngar reist íslands fyrsta landnámsmanni íngólfi
Arnarsyni árið 1874 í minníngu þess, að landið
nu hefði bygt verið í þúsund ár«; því bæði væri
slikr minnisvarði mjög fögr endrminníng þessa
viðburðar, og gæti þaraðauki í margar aldir staðið
landi voru og Reykjavíkrbæ til sóma og prýðis,
betr en nokkuð forngripahús, þó vel væri vandað,
eins og líka slíkt líkneski eigi þyrfti að kosta svo
fjarska mikið, þó mér reyndar eigi sé fullkunnugt,
hve slík íþróttasmíði yrði dýr, sem eigi vist er
hægt að gjöra nokkra áreiðanlega áætlun um.
Líkneski þetta ætti síðan við almenna hátíð í
Reykjavík, er þar bæri að halda í þessu efni á
hentugum tíma sumarið 1874, að afhjúpa (afslöre),
eins og venja er til erlendis, og mundi þá við
það tækifæri ræður snjallar haldnar verða, veizlur
og gleðisamkomur, eins og bezt væri faung á.
Ef Islendíngar, eins og eg vona, eru einhuga í
því að halda þessum merka viðburði á lopti með
einhverju hátiðlegu móti, þá væri að mínu áliti í
öllu falli hentugast sem fyrst að taka til að safna
fé til þess um landið, og ættu hinir helztu menn
og málinu velviljuðustu að standa fyrirþví oggjör-
ast þess oddvitar í sýslu hverri, og mætti þá á
síðan, þegar töluverðu fé væri safnað, setja nefnd
manna til þess að ákvarða, á hvern hátt íslend-
íngar sem bezt og hátíðlegast skyldu minnast þess
viðburðar. f>areð þér, herra ritstjóri! sem sá, er
í blaði yðar, eins og skyldan býðr, vekið máls á
mörgum almennum og þjóðlegum málefnum vor-
um, eigi enn hafið sagt álit yðar í þessu efni,
leyfi eg mér að vona, að þér í tilefni af þessari
grein minni gjörið það, og með yðar röggsemi
styðið að því, að íslendíngar minnist þessa áðr-
greinda merka viðburðar á sínum tíma með ein-
hverju hátíðlegu móti.           B.....
II.
tít réí> íngóMfr leita
ógnreifr meb Hjórleifl.
(Sn. E. Kauph. 1852, bls. 134).
'iHvað bíðr sinnar stundar», sagði forðum
Gunnar á Hlíðarenda.
Hér er um þjóðmálefni að ræða, sem heíir
þegar beðið helzt til lengi, en þóað fyrir laungu
hefði verið öll ástæða til að hreifa við því, þá er
nú ef til vill tíminn þó allra rettastr, til að gjöra
eitthvað við það. Hver sá, sem virðir og þekkír
réttilega landnám og byggíng íslands, mun varla
þurfa að spyrja að því, hvert þetta þjóðmálefni er,
en það er 1000 ára »Jubilæum« eða þjóðhátíð í
minníng íslands byggíngar og íngólfs Arnarsonar,
er var hinn fyrsti frumkvöðull þess, að þetta land
bygðist, og sem fyrstr tók sér fastan bústað hér
á landi og síðan allir aðrir landnámsmenn »að
hans dæmi«.  J>essa þjóðhátíð á að halda að 10
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 157
Blašsķša 157
Blašsķša 158
Blašsķša 158
Blašsķša 159
Blašsķša 159
Blašsķša 160
Blašsķša 160
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164