Þjóðólfur - 18.09.1879, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.09.1879, Blaðsíða 2
98 gengið hallæristíð af hrakviðrum og kulda, og grasbrestur svo mikill, að víða byrjaði eigi túnasláttur fyr en í ágústmánuði. Verður þar því nauð mikil í haust, er almenningnr hlýtur annaðhvort að farga fjölda af skepnum sínum eða koma þeim í fóður, en — hvert ? Að vísu varð veðráttan að mun skárri óðara en upp í Héraðið kom, en heyskapur verður þar hver- vetna mjög rýr, en með veðráttufari batnar hann úr því ept- ir því sem vestar dregur, og víðast annarsstaðar um landið mun heyskapurinn mega teljast góður sökum hinnar ágætu nýtingar. J>ó brunnu tún víða (mest og háskalegast kring um ísafjarðardjúp) í sumar, svo á íjölda jörðum brást töðu- fall til stórskaða. Yfir höfuð hefir grasvöxturinn orðið fjarska- lega misjafn, en víðast miklu betri á votengjum en þurri jörð, og sumstaðar afbragðsgóður, t. a. m. í Kangárvalla- og Ár- ness sýslum (mestur að sögn á Skúmstöðum í Landeyjum og Arnarbæli í Ölfusi). — Fiskiafli lítill (eins og optast) á opnum skipum, en þorskafii á þilskipum góður, nema sumstaðar á aust- fjörðum. faðan eru fiskiskútur þeirra Zoega nýkomnar með ein 14—15000 eptir 2 mánaða tíma, enda hamlaði þar ótíð- in meðfram. Hákarlaaflinn mun allvíðast hafa heppnast sem í meðalári, en lýsi er nú í svo lágu verði, að hálfu meira þarf nú að afla fyrir kostnaði en fyrir nokkrum árum þurfti. (Fyrir 20—30 árum þóttu 80 tunnur lýsis vel borga kostnað, en nú gjöra það vart 180 t.!) Út af verzluninni heyrist sami kurinn um allt larid, enda ætla menn að haustverzlunin verði dauf og óhagkvæm að sama skapi; veldur þessu verzlunar- og atvinnudeyfðin ytra. — Vöruskiptingin — svo nytsöm og sjálfsögð sem hún er í sjálfu sér — kom hart niður á al- menningi í ár, þar sem aðalvörur landsins borguðust með lægsta verði sem á þeim hefir verið síðan 1850 — að undan- teknum saltfiskirium á Isafirði, sem fyrir drengskap og áræði eins verzlunarhúss komst upp í 60 krónur — bezti fiskur — (hér 40 kr.H) Er oss skrifað frá ísafjarðardjúpi 5. sept.: «í 3. sinni hafa þeir félagar: Magnús Jochumsson og J. M. Falck bætt verðið á saltfiskinum hér á Tanganum, svo að mörgum tugum þúsunda nemur; verðið var orðið 50 kr., en þeir settu það upp í 60 fyrir bezta fisk. Væri nú óskandi, að þetta manndómsbragð þeirra yrði þeim til minni baga, en sumir stéttarbræður þeirra munu spá». «Bezt hafa aflað skútur Torfa á Flateyri, mest á 1 skip nál. 400 tunn.». «Svo voru brennd og graslaus tún hér við-djúp, að sum standa að mestu óslegin; einn maður á Tanganum pantaði töðu af suð- urlandi og fékk flutta með Díönu, og mun það eins dæmi». — Díana kom aptur 11. þ. m. hlaðin af fólki, skólapiltum og kaupafólki, en sárlitla vöruflutninga hefir hún enn haft milli hafna. Hún fer héðan alfari til austurlandsins hinn 20. þ. m. Fjöldi útlendra manna, flest Englendingar, hafa heimsótt land vort í sumar, enda notið í fullum mæli hins óvenjulega blíð- viðris; fjöldi þeirra sigldi aptur með «Camoens», 4. þ. m.; meðal þeirra Jón A. Hjaltalín með frú sinni, frú Magnússon frá Cambridge; enn fremur þeir þrír ítöhltu stúdentar, Paolo Boggio, Arturo Ceriano Og Ludovico Ceriano, sem ferðast höfðu hér þvert yfir land. jþeir lofuðu mjög loptslag og lita- skipti lands vors og kváðu mjög svipað því, sem menn dáðst svo mjög að á þeirra fagra landi. Með «Camoens» sigldu líka þær Miss Oswald og Hon. Miss Cathcart, sem enn hafa ferðast hér í sumar, Mr. og Krs. Rae, o. s. frv. Af hrossa- kaupum Slimons er það í fljótu máli að segja, að hann hefir alls keypt 1051 hross í sumar; af þeim 130 á norðurlandi, en 921 á suðurlandi; meðalverð á hrossum mun nú aðeins hafa orðið 54 kr. Mjög þurfa hreppsnefndir (að sögn) að bæta framvegis úr óreglu þeirri, sem í sumar hefir átt sér stað á hestamörkuðunum; hefir þar stundum öll salan orðið í fáti, sem ollað hefir ójöfnuði og skaða. Ber hina mestu nauðsyn til, að bændur séu vel viðbúnir á þeim stað og tíma, sem markaðinn á að halda, hafi kosið nefnd manna til að selja eptir tiltölu og einhverri settri, sanngjarnri og svikalausri reglu, að hrossum sé skipt eptir1 aldri og gæðum, o. s. frv. J>egar markaðurinn er eins óviss, arðlítill og stopull, eins og hann reyndist í sumar, þá er því fremur áríðanda, að eitt- hvert lag sé á sölu þessari, en allt fari ekki á ringulreið og verði landinu bæði til tjóns og óvirðingar. — Prófessor Fislee er nú á ferð til Geysis ásamt vinum sínum, herra Beeves og herra Karpenter (ungur ameríkanskur fræðimaður). Kitstjóra fjóðólfs, sem svo opt minnist á út- lenda ferðamenn, þótti mjög leiðinlegt á dögunum, er hann brá sér austur til Geysis, að sjá, hve illa haldið er við veg- inum yfir Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði — þeim vegum, sem flestir, og allir hinir helztu gestir vorir fara. Vegir þessir eru að náttúrunni til hinir beztu, þegar þurviðri ganga, ef menn einungis hefðu hirðu á, að ryðja árlega lausagrjótinu úr göt- unum. |>ótt verið sé að leggja aðalvegina, má með engu móti vanrækja að viðhalda öllum vegum jafnframt með hin- um eldri bráðabirgðar ruðningum. — ÐómSiárkjaffí. 14. sd. eptir trinit. vígði biskup lands vors dómkirkjuna, eptir endaða viðgjörð hennar í sum- ar. Úttekt hennar fram fór 6. þ. ra. Úttektarmenn voru þeir Einar Jónsson húsasmiður og Björn múrsmiður Guðmunds- son, og afhenti landshöfðinginn síðan kirkjuna amtmanninum yfir suðuramtinu (sem stiptsyfirvaldi), og umsjónarmanui kirkjunnar M. Smith konsúl. Til hliðsjónar við úttektargjörð- ina var hafður samningur landshöfðingjans frá 16. nóv. f. á. við yfirsmiðinn, herra Jakob Sveinsson. Álit úttektarmanna hljóðaði á þá leið, að aðgjörðin vœri að öllu leyti gjörð rneð mikilUi vandvirkni, bœði að pví er snerti verk og efni, enda hefðu þeir opt daglega tekið eptir hvernig aðgjörðinni hefði verið hagað meðan á verkirtu stóð. «Kirkjan — segja úttektarmennirnir í vottorði sínu — er nú eins fagurt og prýðilegt guðshús, eins og þegar hún var ný». jþess má geta, að íslenzkir menn einir hafa að aðgjörðinni unnið, að fráteknum einum dönskum múrara, er kom að smíð- inni með júlípóstferðinni í sumar, svo og einum dönskum málara, er hér dvaldi í sumar. «Peim verður ekki vibhjálpað, sem hafna góðum ráðitmn. (Mðurlag frá bls. 96) J>egar |)á litið er til jjess sem hér að framan er áminnst um skaðsemi ofdrykkj- unnnar, bæði í andlegum og líkamlegum efnum, hver rnundi þá geta látið vera að óska jjess að burt væri numið, og j)ví fyrr, hið mikla j)jóðarhneyksli og átumein líkamlegrar og andlegrar velferðar, ofdrykkjan. Vín- guðinn hefur nú í margar aldir beytt sínu ógurlega valdi, ekki síður við oss íslendinga, en aðrar jijóðir- hann hefur lagst á eitt með hallærum, eldgosum, drep- sóttum, verzlunareinokun og óhagkvæmri stjórn að eyða vorum beztu kröptum og sporna við öllum verulegum framförum; liann hefur gjört marga efnilega menn að sínum ótrauðustu dýrkendum, og launað jjeim peirra pjónustu með skömm og smán, og annara launa geta j)eir aldrei vænt af honum; liann hefur komið joví opt til leiðar, að beztu vonir foreldra um gleði af efnileg- um sonum sínum hafa til skammar orðið; já hverju illu hefur hann ekki til leiðar komið? Mundi pá ekki mál til kornið að vér íslendingar fyrir alvöru segjum stríð á hendur pessum volduga óvini, sem segja má um að gangi um kring eins og djöfullmn, svo sem öskrandi ljón, leitandi að peim, er hann geti gleypt. Vér fögn- um pví, að nú sé upprunnin yfir oss ný frelsis öld, að nú sé loks fengið, pað er vér svo lengi höfum eptir práð og barizt fyrir, en hvað gagnar oss frelsi vort í stjórnarefnum, ef vér ekki höfum neina hugsun eða við- leitni á að stjórna sjálfum oss? Ilvar mun sjást nokkur verulegur staður pess gagns, er vör ætlum að vinna fósturjörð vorri, meðan vér látum Bakkus halda sínu forna einveldi? lívar er vor frelsisást ef vér ekki svo mikið sem andæfum móti honum með einu orði, og (

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.