Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						123
£essar 1842 kr. á hann nú að vinna upp, ef kann á að verða
skaðlaus. Eg gjöri ráð fyrir, að 4 fyrstu árin hafi hann eng-
an arð, er teljandi sé, af endurbótunum, 4 næstu árin aðmeð-
altali 40 kr. = 120kr., 4 síðustu árin að meðaltali 100kr.=
400. Hefir hann þá fengið 520 kr. upp í kostnað sinn, þegar
skuldin er borguð, þá á hann ófengið 1312 kr. Til þess að
verða búinn að fá sína peninga aptur eptir 15 ár, ætti arður-
inn af jarðabótunum að vera 330 kr. 50 a. árlega, en það mun
naumast vera hugsandi, nema ef vera kynni af æðarvarpi, ef
dúnn héldist í því háa verði, sem hann hefir verið í undan-
farin ár. Líkindi eru meiri til, að arðurinn yrði varla meiri
en 100 kr. á ári, og þá ætti sá, sem lánið tók, að geta búið
að minnsta kosti í 25 ár að endurbótum sínum á brauðinu,
til þess hann gæri orðið skaðlítill. En fyrir svo löngum tíma
mun sjaldan þurfa ráð að gjöra. En eins og eg hefi áður sagt:
prestakallið ber mennjar þessara endurbóta um langan aldur,
og það er kær skylda fyrir hvern þann, sem ann ættjörðu sinni,
að leggja fje og krapta sína fram í hennar þjónustu, en í
þessu falli hlýtur að koma fram hinn mesti ójófnuður, því sú
mun optast verða hér raunin á, að sá, sem niðursáír, sá, sem
mestan kostnaðinn ber, fær enga nppskeruna. En sá, sem
allra ávaxtanna nýtur, o: landssjóðnrinn, hefir reyndar alls
engu niður sáð.           (Niðurlag í næsta bl.).
Bókasafn Vesturamtsins í Stykkishóimi.
Fyrir rúmum 30 árum síðan var stofhað bókasafn
í Vesturamtinu af þáverandi amtmanni í nefndu amti,
Bjarna sál. Thorsteinson konferentsráði, og þáverandi
prófasti í Snæfellsnessýslu, núverandi biskupi yfir íslandi,
Pjetri Pjeturssyni. Yíir safn þetta var prentuð bóka-
skrá árið 1847, og má af henni sjá, að safnið átti þá
ekki allfáar góðar bækur. Eptir það auðgaðist safnið
ekkert um liin næstu 20 ár, enda mun pað þá og hafa
verið lítið sem ekkert notað, en á hinum síðustu 12
árum hafa því bætst nokkrar nýtar bækur og má þar
til einkum telja tvö ný fræðirit, mánaðarritið „Fra alle
Lande", allt frá upphafi (29 bindi), og „Historisk Arkiv"
(11 bíndi), og nokkrar aðrar fróðlegar bækur. Lands-
höfðinginn veitti safnúiu árið 1878 200 kr. styrk úr
landssjóði, sem hefir verið varið til bókakaupa og til
¦ýmsra nauðsynja þess, og nú hefir því í fjárlögunum
fyrir árin 1880 og 1881 verið veittur 200 kr. styrkur
hvort árið, svo að það getur átt vön á að auðgast all-
mikið af nýtum bókum.
Eptir tilmælum amtsráðsins í Vesturamtinu hafa þeir
prófastur söra Eiríkur Kuld og herra Daníel Thorlacius
í Stykkishólmi tekið að sér umsjón safnsins og útlán
bókanna, en amtsráðið hefir gjört þá ákvörðun, að fyrst
um sinn skuli eigi þurfa að greiða hærra tillag en 1
krónu á ári til að geta fengið bækur lánaðar úr safn-
inu, eitt bindi eða fieiri í senn eptir nákvæmara sam-
komulagi við umsjónarmennina.
Jeg leyfi mér að leiða athygli allra fróðleiksvina
í Vesturamtinu að þessu bókasafni, og skora á þá að
nota 'það sem bezt þeir geta, og þannig jafnframt styrkja
það til að aukast og efiast. Jeg treysti því fyllilega, að
þeir gjóra sitt til þess, að styrkur sá, sem safninu hefir
verið veittur úr landssjóði, verði að tilætluðum notum.
Reykjavík, 20. dag nóvembermán. 1879.
Bergur Thorberg.
Fornleifafélag.
5. dag þ. m. áttu nálægt 40 Reykvíkingar fund með sér,
eptir áskorun nokkurra manna. Mættu þar auk annara, allir
helztu embæltismenn bæjarins. Árni Thorsteinson iandfógeti
setti fundinu og skýrði frá því, að nokkrir menn ásamt hon-
um hefðu áður samið og samþykkt sln í millum lög til félags,
er ntífna skyldi fo rnleifafélag. Síðan las hann lög þau upp,
og bauð slðan fundarmönnum að samþykkja þau og slðan
stofna félagið til fulls.  Og eptir litlar umræður um lögin varð
sá endir á, að allir þeir sem viðstaddir voru samþykktu lögin
og gengu í félagið. Sfðan voru embættismenn kosnir handa
því samkvæmt hinum samþykktu lögum. Forseti varð Árni
Thorsteinson, skrifari Indriði Einarsson, féhirðir Magnús
Stephensen, en varaforseti Sigurður Vigfússon, varaskrifari
H. E. Helgesen, og varaféhirðir Sigurður Melsteð. Auk þessa
voru samkvæmt lögunum þessir 6 menn kosnir fulltrúar félag-
sins; Sigurður Vigfússon, Jón þorkelsson, Magnús Stephensen,
Jón Árnason, Bergur Thorberg,  og Björn M. Ólsen.
Tilgangur félagsins er, «að vernda fornmenjar vorar, leiða
þær í Ijós, og auka þekking á sögu og siðum feðra vorra».
Eitt af aðalmarkmiðum þess skal vera rannsókn þingvallar við
Öxará, einkum hins rétta lögbergs, afstöðu fornbúða o. fl. þar
næst rannsókn hauga og dysja, búðarrústa, hoftópta, þingstöðva
ög annara sögulegra hluta, hvar sem eru eða finnast kynnu á
landinu. Félagið ábirgizt, eins og því er unt, að fornhlutir
skemmizt ekki nje glatizt, hvorki þegar þeirra er leitað (grafið)
né siðan, hvar sem varðveittir erti. Félagið stendur í sam-
vinnu við og styður forngripasafnið. það eflir þekkingu og
áhuga alþýðu, eins og unt er, enda gefur það út tímarit forn-
fræðislegs efnis, svo og lætur það halda þess kyns fyrirlestra
þegar færi gefst.
Hver sem vill gjörast félagi, karl eða kona, segir forseta
til, og borgar árlega 2 kr. eða 25. kr. eitt skipti fyrir öll.
Félagar fá rit félagsins ókeypis svo og aðgang að fyrirlestr-
um þess. t>eir eiga og atkvæðisrétt á fundum. Að öðru leyti
stjórnar formaður framkvæmdum félagsins ásamt hinum 6 full-
trúum. Arsfundur félagsins er 2. ágúst ár hvert, en aðalárs-
fundur þess er annaðhvort sumar, sem sé alþingisárið. Á
þeim fundi skulu embættismenn kosnir, ræddar nýjar tillögur
um störf og framkvæmdir félagsins, o. s. fr.v.
þetta yfirlit ællum vér nægilegt til þess að menn slti/ji stefnu
og augnamið félagsins og laga þess. Lögin fær hver sá sem
í  félagið gengur, og boðsbréf verða höfð á boðstólum.
Fyrsta undirrót þessa félags mun hafa verið sú, að þá er
prófessor Fiske var staddur í sumar á þingvelli, hitti hann þar
Sigurð fornfræðing Vigfússon.  Töluðu  þeir þar meðal annars
um hinn nýja og mjög svo leiða vafa,  sem leikur á því, hvar
hinn helgasti blettur alls alþingisstaðarins, Lögbergi, hafiforð-
um verið, hvort f þeim stað, er svo kallast nú, eða þar sem þeir
dr. Guðbrandur og dr. Kálund ætla, uppi á lægri gjábarminum sjálf-
um rétt yfir þingbrekkunni og búðunum, norður og upp frá Snorra-
búð.   Töldu þeir báðir mestu nauðsyn til bera, að rannsaka
staðinn, sem enn má heita harla lítt kunnur, helzt með vísindaleg-
um greptri og nákvæmri skoðua, og samanburði grundvallarins.
En þá vaknaði aptur hið  forna spursmál:  «Hver á að kosta?»
«Hvaðan skal fjárstyrk  fá?» stóð svo um hríð.  Sira Matthías
Jochumsson lagði það til, að reynt væri þegar að stofna félag
og bauð hús  sitt til fundarhalds.  þannig kom hinn 1. fund-
ur saman af þremur uns félagið varð fullrætt og stofnað. þarf
og ekki að orðlengja það, að til þess sem komið er, hafa menn
veitt máli þessu bæði góðan og fljótan gaum.  En það er líka
f sannleika þess vert, og í sannleika er tíminn löngu kominn
til þess, að ekki vér, heldur jafnvel allir, sem (slenzkt mæla mál,
gengi í félag og fóstbræðralag, til þess að frelsa, ef unt væri,
frá algjörðri glötun, hinar sárlitlu leifar, sem en kynnu að fást
og finnast af fornmenjum og helgum dómum vorrar stuttu en
fögru fornaldar.
Vér getur ekki annað en glatt oss í þeirri öruggu von,
að félagið sé ekki stofnað í ótíma, að minnsta kosli til þess,
að almenningur vilji styrkja það með ráði og dáð, og veita
því marga félaga.
Á S K 0 R U N.
Ýmsir vorra heiðruðu útsölumanna, einkum úr Húna-
vatnssjslu og Skagafirði, hafa kvartað undan megnum óskil-
um á þjóðólfi í sumar; þannig barst ekki blaðið hvorki að
Höskuldsstöðum, Hjaltabakka nó Skarðsá tvær póstferðir í
rennu, og eins hefir verið sár-kvartað yfir, hve blöðin væru
seinfara yfir Héraðsvötnin, þótt að þeim væru komin. Nú
með því að þessi óskil eru ritstjóra blaðsins alls ekkf að
kenna,  þar eð bögglar hverrar s^slu fyrir sig eru nákvæmlega
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124