Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						>in  '       Kostar 3kr. (erlendis 4kr.), ef
o&- 0,1 •       borgast fyrir lok ágústmán.
Reykjavik, 18. júdí 1880.
Sé borgaðað haustinu kostar árg.   gy  hlnft
3kr. 25a., en 4kr. eptir árslok.   »•• "'<*"•
Styrktarsjóðnr handa vioniistnlkiim.
Einhver hin síðustu neyðarúrræði í munni og meðvitund
kvenna sem karla er hið gamla: «að fara á hreppinn», »aö
komast á sveitina». Orsakir þess kvíðboga og hryllings, seirj
þau forlög fylla menn, eru sumpart innrættar frá eldri tímum,
þegar kjör «sveitarlima» voru venjulega miklu verri en þau
nú eru, en sumpart og mest kvíða menn þessu hlutskipti
sökum sjálfs- og sómatilfinningarinnar. Engum manni með
fullri rænu er Ijúft að leggja árar í bát, gefast upp og ofur-
selja öðrum framtíð sína og forsorgun, og flestir finna á sér
eða skilja ósjálfrátt, að það er satt, sem gamli Hómer sagði
fyrir 30 öldum : «Sá sem einu sinni er orðinn þý eða þræll,
verður aldrei hálfur maður upp frá því». |>etta sannar sig
sjálft enn í dag. Mun betur er nú að vísu farið með þurfa-
menn en á þeirri «góðu gömlu tíð», þótt miklu sé enn í
sannleika ábótavant, og það er viðvíkjandi kjörura munaðar-
leysingja hér á landi, sem sérstaklega væri þörf að rita margt
og mikið í blöð vor, alþýðu og sveitarstjórum til upplýsingar.
J>ótt víða sé nú vel farið með þess konar fdlk, einkum börn,
þá lifir andinn enn hinn sami; í hugsunarhætti manna mun
of víða enn töluvert eptir af mnlshættinum gamla: «flest er
fátœkum fullgott». Hitt er máske síður að lá, þótt dugnað-
arfólki og sveitarstjórum sé enn sem fyrri kalt í geði til full-
orðinna sveitarlima, einkum þeirra, sem virðast geta eða mátt
hafa getað neytt betur krapta sinna og kappsmuna sjálfum
sér til uppeldis. £>að hefir opt verið tekið fram, að óvíða
erlendis, ef nokkursstaðar, séu sveitaþyngsli að tiltölu jafn-
mikil sem víðast hvar hér á landi, og því miður mun það
satt vera. Hverjar eru nú orsakir þess? Menn svara þessu
margvíslega, en að voru áliti meira og minna í þoku: Menn
segja: pessu veldur fátæktin, þessu veldur stjórnleysi sveitar-
manna, þessu veldur misskilin mildi og miskunnsemi, þessu
veldur lagaleysi, offrelsi, óhóf, leti, svall, hirðuleysi, þessu veld-
ur það, að menn reka ekki í tíma af höndum sér tortryggi-
legt fólk, heldur ala það í sveitunum þangað til það er orðið
sveitarinnar handbendi, menn Ieyfa öreigum að giptast, að
taka jarðir, að niða þær niður, liggja upp á öðrum, venja sig
og sína á ómennsku, o. s. frv. Aðalorsökin — segja enn
nokkrir — er sú, að menn hafa ekki í hverju kristnu félagi
«hlöðugarða» eða vinnu-betrunarhús, sem keyra mætti í allt
það fölk, sem getur eitthvað unnið en liggur á liði sínu.
pessi svör öll og fleiri munu ílestum alkunn; en vér segjum,
að þetta sé að svara í þoku. Vér eigum harðla margt ólært
viðvíkjandi þurfamannamálum, þau eru og eitthvert hið raesta
vandaefni mannfélagsins, og það er segin saga, að fátt eða
ekkert sýnir betur, hve langt eða skamt ein þjóð sé komin á
framfaraleið sannrar mentunar og mannfrelsis — og kristin-
ddms, en meðferð hennar á aumingjum sínum. Nú á dögum
er það ekki nóg kristileg kærleiksskylda, að hjálpa þeim, sem
hefír hrasað, heldur hitt að varðveita menn frá að geta hras-
að meðal ræningjanna; uú á dögum heimtar bæði þekking,
mannúð og hinir auknu félagskraptar að menn leyti orsak-
anna; að ósi skal á sterama, ekki þar sem ár renna saman
eða falla í sjó" fram, heldur við upptök þeirra. Hvað veldur
því, að hér á landi eru svo mikil sveitaþyngsli ? Óneitanlega
valda því meira og minna sumar af áðurnefridum orsökum.
En það má æra óstöðugan að sanna eða hrekja þær allar.
í>ar sem t. a. m. menn tala um offrelsi fátæklinga, má alveg
eins tala um ófrelsi þeirra; þeir eru opt og einatt reknir frá
betra bjargræðisplássi í lakara, og rétti þeirra hallað af sér-
drægni  eða skammsýni  sveitarstjóra;  aðrir fara á hreppinn
sökum félagsleysis sveitunga þeirra, o. s. frv.  f>að sem gjörir
að fleiri fátæklingar fara á hreppinn hjá oss  en víðast ann-
arstaðar í velmentuðum löndum, er að vorri hyggju alls ekki
það,  að vér hófum fátækralög og fátækrastjórn  að því skapi
ófullkomnari en aðrar þjóðir,  ekki mun það heldur svo mjög
að kenna of mikilli mildi,  mannúð og miskunnsemi  (af þess
konar dygðum  stendur enginn stórháski),  né  heldur veldur
því yfir höfuð  að tala svall og eyðslusemi;  þessum mismun
veldur að vorri hyggju mest vor mikla vöntun þeirra hjálpar-
meðala,  sem í öðrum löndum  fyrirbyggja  félagsþyngsli fá-
tækra  manna.   Oss vantar alla  mögulega styrktarsjóði.   I
óðrum löndum  eru verkalaun  og kaupgjald  vinnufólks  víða
engu hærra,  og sumstaðar lægra en hér,  en fullyrða má, að
einhleypir menn, að minnsta kosti, eiga þar miklu hægra með
að græða fé en hér, ef fólk er sparneytið;  þar eru hvervetna
til sparisjóðir og stofnanir, sem varðveita og ávaxta hvern eyri,
sem menn eiga afgangs.  Með því móti margfaldast öll efni,
sem ekki er sóað, þannig t. a. m., að setji ungur maður hálf
árslaun eins verkamanns á rentu,  verður úr þeim töluvert fe
í elli hans, ef ekki er af því tekið fyrri.   pá eru og erlendis
hvervetna  lífrentusjóðir og ábirgðarsjóðir, sem hverjum manni
fullvinnandi  er innan  handar að tryggja elli sína með  eða
framfæri ef heilsan bilar, einkum ef menn eru ókvongaðir. J»á
eru og til aðrar stofnanir, framfærsluhús (asyl, stípendíöt) þar
sem uppgefið fólk einatt fær vist  eða styrk af,  stundum ó-
keypis,  stundum með léttum kjörum, eptir því  sem slíkum
stofnunum er varið.  Á Englandi og í Ameriku eiga verka-
menn og hinar fátækari stéttir enn fremur ýms önnur styrkt-
aríélög, sem öll miða til þess, að frelsa menn frá fullkominni
örbirgð eða því,  að falla almenningi  til þyngsla,  og  mörg
atvinna er til eilendis,  sem bæði ungir og gamlir aumingjar
nota  og hjálpast við meira  og minna.   Fyrir þessi og rleiri
hjálparmeðul fyrirbyggja menn sveitarþyngsli erlendis,  en alít
þess konar vantar hjá oss, og þessi vöntun er það, sem mest
fjölgar ómöguni hér á landi og eykur sveitarþyngsli.  Vaxandi
eyðsla  og  nautn  kallar hástöfum  eptir  slíkum  stofnunum:
þjóðfélagið í heild sinni  kallar eptir þjóðbanka,  hvert  amt,
sýsla og hreppur  eptir sínum sjóði,  hvert félag eptir síuum
sparisjóði,  já,  hver einasti maður  kallar  eptir sjóði,  eptir
tryggingu fyrir sig og sína;  keppni vex og með henni óvissa
fjárins og atvinnunnar  og fyrir því ríður meir og meir á, að
hver læri  að ábirgjast sjálfan  sig í tíma  og sitt  og sinna
framfæri.   Ærlegum  mönnum fellur  ætíð þungt  að  verða
öðrum til birði og félaginu er að sama skapi lítið um þurfa-
menn,  og það er æfinlega raunaleg sjón,  að sjá gamalt fólk
atvinnulaust og án allrar hjálpar nema sveitarinnar,  einkum
þó þegar  það hefir langa  æfi  unnið  baki brotnu  í  annara
þjónustu.   Flestir öreigar af einhleypu fólki hér á landi eru
nú kvennmenn eða vinnukonur.   J>egar menn t. a. m. koma
hingað til höfuðstaðarins til þess að líta hér yfir mannfélagið
með  mannvinaraugum,  þá mun eitt  með hinn fyrsta,  sem
slíkir menn taka eptir vera  kvennfölk vort á  eijrinni  oy
vatnsburdar-kvennpjóð vor.   Hvaða kynslóð — spyrja þeir
— er nú þetta folk? Vér svörum: Kvennfólkið, sem þið sjáið
þarna á eyrinni með kolin,  saltfiskinn og sykurkassana,  það
er kvennfólk bænda og tómthúsmanna, áburðarkvennfolk kaup-
staðarins — allra þarfasta þjóð,  sem aldrei gjörir «skrúfur»
og ekki upplýkur sínum munni, þdtt það vinni eins og karlar
en taki að eins hálf laun við þá —• allra þarfasta fólk, meðan
kaupmenn  sjá ekki sinn hag við  að létta fermingu skipa
sinna með  meiri kostnaði í fyrstu en til ómetanda hagræðis
65
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68