Þjóðólfur - 11.09.1880, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.09.1880, Blaðsíða 2
94 Jarðarför {>órðar háyfírdómara framfór3.þ.m. Mætti líkfylgdin fyrst, að venju, í húsi hins sálaða til að hlýða húskveðju. Á leiðinni til dómkirkjunnar og eins við gröfina voru sorgarlög blásin á horn, en kirkjan prýdd með sorgar- viðhöfn á sama hátt og hér tíðkast við útfarir helztu manna. Auk húskveðjunnar heima, voru 2 snotrar ræður fluttar í kirkjunni, önnur af séra Hallgrími dómkirkjupresti en hin af prestaskólakennara séra H. Hálfdánarsyni. Út úr kirkjunni báru kistuna: jústitíaríus og assessórar yfirréttarins og þrír kennarar hins lærða skóla. í líkfylgdinni voru nál. allir em- bættismenn og helztu borgarar bæjarins, nokkrir foringjar frönsku herskipanna, dr. G. Thomsen, o. s. frv. jþórður háyfirdómari var fæddur 26. febr. 1800 aö Nesi í Aðalreykjadal; voru foreldrar hans Jónas prestur Jónsson, Jónssonar frá Höfða, og kona hans fórdís Jónsdóttir, prest3 Sigurðssonar í Garði1. Árið 1803 fluttist séra Jónas að Höfða á Höfðaströnd og ólst sonur hans J>órður þar upp uns hann var 16 vetra, þá fór hann suður til skólans á Bessa- stöðum; þaðan útskrifaðist hann 1820, sigldi fám árum síðar til Khafnarháskóla, tók þar hið 1. próf 1824, ári síðar 2. próf, en embættispróf sitt í lögfræði tók hann 1830. í öllum sín- um námsprófum hlaut hann bezta vitnisburð. Eptir það dvaldi hann enn nokkur ár í Khöfn og framaði sig við störf á stjórnarskrifstofum. Hans fasta embættisbraut hófst 24. febr. 1835, er konungur veitti honum Eyjafjarðarsýslu, kom hann þá út um vorið, en næsta ár, 15. sept. 1836, var honum veitt fyrsta meðdómaraembættið við landsyfirréttinn. Sama ár gekk hann að eiga sína góðfrægu konu, er eptir hann lifir: Sofíu Dórótheu, dóttur kaupmanns R. Lynge. Árin 1849 og 50 var hann settur amtmaður yfir norður og austuramtinu. Háyfir- dómari varð hann 31. marz 1856 og hélt því embætti þang- að til 24. maí 1877, er hann þáði lausn fyrir aldurs sakir en með fullum launum. Meðan Trampe greifi fór utan 1859 var hann í stiptamtmanns stað, og er greifinn fór héðan alfari 1860, setti konungur hann fyrir embættið og hélt hann því til komu Hilmars Finsens 1865. Öll hin sömu ár var hann jafnframt konungsfulltrúi (á þingunum 1861, 63 og 65), en sem konungkjörinn sat hann ávallt endrarnær á þingi frá byrjun þingsins 1845 og þangað til 1875; einnig sat hann á þjóðfundinum 1851. Af orðum hlaut hann: riddarakross dannebrogsorðunnar 1856 en stærri yfirforingjakross sömu orðu 1865 og riddari hinnar frönsku Heiöursfylkingar varð hann 1863. Sem gamall styrktarmaður hins ísl. bókmenta- félags, varð hann þess heiðursfélagi 1851. f>órð sál. Jónasson mátti með réttu kalla bæði auðnu- mikinn og merkan embættismann; ber þess og ljósan vott hans langi og hái embættisvogur og hið stöðuga álit hans bæði hjá stjórninni og hæstarétti. J>eir sem þektu hann og skyn bera á, munu allir telja hann í tðlu vitrustu og mild- ustu dómsmanna íslands á þessari öld. En ekki slapp hann heldur en aðrir hjá ýmsum aðfinningum og dagdómum, eink- um eptir að hann einn átti að gegna, og það á efra aldri, öllum æztu stjórnar- og dómarastörfum landsins; var þá og agasamt á landi hér, og þjónum stjórnarinnar alls eigi ó- vandlifað, er bæði stóð sem hæst stjórnardeila vor við Dani og fjársýkisstríðið, en hvort það mál fyrir sig skipti þjóð vorri í tvo andvíga flokka. En hvernig sem sagan á sínum tíma — enn liggur slíkt of nærri — dæmir hann og hans aðgjörðir, mun enginn með réttu varna honum verðugs lofs fyrir vits- mvni, vavfœrni og mannúð, því þessir kostir virtust vera hans aðaleinkunnir ávallt og t öllu. Af ritstörfum hans viljum vér geta þessara: Skýrnis, er hann samdi árin 1828—1829 og 1831 til 1835; TíÖinda frá nefndar- fundinum í Rvík 1839. Árið 1847 kom út hið alkunna rit hans Vm sœttamál á Islandi (endurbætt handrit af því er til eptir hann). J>á var hann og einn helzti maður þeirra, er gáfu út Reykjaríkurpóstinn, og gaf einn út 3. árg. hans, 1849. I heimilislífi sínu og viðkynningu var þ>órður etatsráð á- vallt hið sama, alkunna ljúfmenni. Börn hans, sem lifa, eru: |>órður prófastur í Reykholti, langelztur; Theódór bæjarfógeti, Jónas læknir, Sigurður cand. phil., frú María kona Finsens póstmeistara og fröken Sigríður, öll í Reykjavík. Á grafskript þeirri, er útbýtt var við jarðarförina, stóð þetta erindi: Hélzt þar í hendur hógværð og upphefð, metorð og inildi, menning og gæfa, Varúð og vandi, vit og ábirgð lag og stilling, við stjórn og dóma. Brúa-máliö. Eitt af lögum þeim, frá síðasta þingi voru, sem ekki náðu staðfestingu konungs fyrir þá sök að ráðherrann treystist ekkí til að veita þeim meðmæli sitt, eru lögin um brúargjörð á þjórsá og Ölfusá. Af því vér höfum áður í þjóðólfl látið þá hugmynd í ljósi, að hafa mundi mega ferjur (dragferjur) á stórám þessum í stað brúa — ferjur, sem kostuðu lítið en dugað gætu eins og brýr, þann tíma ársins, sem vötn eru auð og íslaus, enda mest yfirferð yfir þær — þá sotjum vér hér fylgjandi grein séra Jóns Bjarnasonar, eptir Isafold: "Herra ritstjóri! Frá því fyrst að farið var opinberlega að hreyfa nauð- syninni á því, að brúa ýmsar af stóránum hér á íslandi, hefir mör sýnzt mjög vafasamt, hvort þau fyrirtæki myndi nokkurn tíma getað borgað sig. Og með tilliti til brúargjörðarinnar fyrirhuguðu á þ>jórsá og Ölfusá, sýnist mér þetta nú orðið meira en vafasamt. Eg get ekki með nokkru móti skilið, að landið, eða fólkið í þeim héruðum, sem yfir þessar ár á að sækja, geti haft svo mikil not af brúnum yfir þær, sem svari hinum stórmikia kostnaði við smíði þeirra. En hvort sem mér nú sýnist rétt í þessu eða ekki, þá leyfi eg mér að benda á, hvernig greiða mætti með mjög litlum kostnaði úr örðug- leik þeim, sem á því er að komast yfir ár þær, er þegar voru nefndar, og þá líka margar aðrar hér á landi. f>að er með því að hafa á þeim dragferjur. En dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timburfleki eða fljótandi bryggja, sem dreg- in er landa á milli á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. Á strengnum er hert og slakað eptir því sem þarf með vindu, sem niður er sett við annau enda hans. Streng- urinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp í móti straumi, og aptrar þvi þannig, að fcrjuna hreki ofan eptir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eptir strengn- um. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim stað. En þar sem umferð er nokkuð mikil, þó ekki sé nema lítinn hluta sumarsins, eins og yfir þ>jórsá og Ölfusá, þar þarf ferjan að vera svo stór, að hún í einu geti tekið allt að því tíu klyfjaða hesta. Og ef vel væri bú- ið um landtökuna beggja megin árinnar, eins og þyrfti að vora, þá mætti ferja heila lest í einu yfir um, án þess klyfj- arnar væri teknar af hestunum, og gæti lestamenn þannig komizt yfir um ána nálega án allrar tafar. Auðvitað er, að einhver viss ferjumaður verður að vera við hvorja ferju, og þarf hann náttúrlega að hafa húskofa yfir sig, annaðhvort á ferjunni sjálfri eða þá á öðrumhvorum árbakkanum. Slíkar dragferjur á stóránum1) hér á landi myndi um sumartímann gjöra alveg sama gagn eins og brýr, og í raun réttri miklu meira gagn, því ferjurnar, sem kosta svo lítið, mætti hæglega setja alstaðar þar á árnar, þar sem nokkur veruleg yfirferð þyrfti að vera; og enginn hugsar víst hærra, þó að brúargjörða-tillögunni væri fram fylgt, en að fá eina brú á hverja stórá. Um vetrartimann yrði íerjum náttúrlega ekki komið við, en vörufiutningar og ferðalög manna á vetrar- dag yfir árnar hér á landi hlyti líka ávallt að verða minni en svo, að gjöranda væri að brúa árnar þeirra vegna. 1) Sjá Tímarit Jóns Pétursaonar, 4. bindi. Söra Jónas andaðlst að Reykholtl 1861, 88 ára gamall og jiíbllprestur. 1) Flestar árnar í Skaptafellssýslu eru svo lagaðar, að pær verða hvorki briiaðar, né heldur verður þar komið við dragferjum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.