Þjóðólfur - 28.01.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.01.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Verö árg. 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir lö.jaii. ÞJÖÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramöt, ögild nema komi til útgef. fyrir 1. október. XXXIX. árg. Reykjavík, íostutlaginn 28. janúar 1887. Nr. 4. Ferðakostnaður þingmanna. —:o:— í Þjóðólfi nr. 1 þ. á. er tekið fram, hversu ferðakostn. til alþ. er misjafn hjá þingmönnum, sem fara jafnlanga leið, og stundum jafnvel minni hjá þeim, er hefir lengri leið til þings, enn hjá hin- um, sem á skemmri leið, og jafnframt gefið i skyn, að þeir sem hafa gjört i meiri kostnað, ættu að geta liagað ferð sinni jafnsparlega eins og hinir er lægra reikna. En þess er að gæta, að með þvi að um þennan kostnað eru eigi settar neinar reglur, þá er eðlilegt, að hver kosti til þessara ferða eins og til annara ferða sinna, en þar af flýtur, að sumir hafa fylgdarmann, sumir eigi; sumir hafa að eins 2—3 hesta, aðrir 5—6, og munu þessi atriði einkum valda mismunihum, auk þess að sumir eru svo gerðir, að þeir hvorki spara kostnað, nje vilja missa neins í af því, sem þeir kosta til, en aðrir vilja vera sem sparsamastir bæði fyrir sig og aðra. Ef nú ætti að ákveða með lögum, hvað hver þingmaður skuli liafa til ferðakostnaðar úr hverju kjördæmi iands- his, mundi það eigi eiga við, að fara í Því tilliti að mannvirðingum, úr því öllnm þingmönnum er ætlað jafnt til viðurværis, og kemur þá tíl álita, hvort þingmenn skuli hafa mann sjer til fylgd- ar eða eigi. Og virðist það varla liæfa að skylda þá til að iiafa meðreiðarmann á þingferðum, ef þeir kosta því eigi til k öðrum ferðum sínum. En auk þess, að það væri óviðkunnanlegt að ákveða að eins svo nefndum heldri mönnum meöreiðarmann, mundi það verða örð- að ákveða föst takmörk milli þeirra, er hiaettu hafa fylgdarmann, og hinna, er heíðu eigi þann rjett, en hins veg- ar mætti ákveða ferðakostnaðinn svo víflega, að líkindi væri til, að þeir þing- menn, er samferða gætu orðið, hefðu svo aflögu, að þeir gætu tekið sjer einn meðreiðarmann saman eða keypt sjer hjálp á leiðinni. Jeg held nú, að það mætti miða ferðakostnað þingmanna við fcrðadaga landpóstanna frá Reykjavík til póststöðva eða annars staðarnálægt miðbiki hvers kjördæmis, og hef jeg til að sýna jöfnuðinn milli kjördæmanna samið eptirfylgjandi áætlun, og sett hestaleigu og annan kostnað á ferðinni fyrir hvern dag jafnt viðurværinu, 6 krónur, og þar að auki fyrir vontun hestanna frá heimilinu og hirðingu þeirra um hinn vanalega þingtíma (8 vikur), 60 kr., nema að því er snertir 5 hinar næstu sýslur; þar virðist hægt að senda hestana heim og ná þeim aptur í þing- lok fyrir hina sömu upphæð, sem ferða- kostnaðurinn gjörir. Verði eitthvert þing haldið skemur enn 8 vikur, skal að eins reikna 1 kr. fyrir hvern dag um þingtímann fyrir liesta, nema þing- mannanna úr 5 næstu sýslunum. Komi einhver þingmaður seinna enn næsta dag eptir að þing er sett, ber honum fyrir hestana að eins 1 kr. um daginn þann tíma, er setið er áþingi. Eigi þingmaður heirna í öðru kjör- dæmi enn þvi, sem hann er kosinn fyrir, flýtur það af sjálfu sjer, að ferðakostnaður hans reiknast frá því kjördæmi, sem hann býr í eða kemur frá. Þingmaðurinn frá Vestmannaeyjum fer vanalega með póstskipinu, en til þess að láta það kjördæmi eigi vanta í áætlunina, er að öðru leyti tekur ein- ungis tillit til landferða, hef jeg talið ferðakostnaðinh þaðan, eins og fráRang- árvallasýslu, 72 kr. að viðbættum 48 kr. fyrir sjóferðina þangað og aptur út í eyjarnar, samtals 120 kr. og skipt þeim svo í dáikana eins og sömu upp- hæð fyrir Vestur-Skaptafellssýslu. Ferðad. 1 Hestal. „ , T> m. m á frá Rvík j ferðinni atraleiðjbáðar 1. Hestal. m.m.um þingtím ann. Sam- tals. Rjósar- og Gullbr.- sýsla 1 12 12 24 Borgarfjarðar sýsla 2 24 24 48 Mýrasýsla. . . . 3 36 36 72 Snæfellsnesssýsla . 5 60 60 120 Dalasýsla .... 5 60 60 120 Barðastrandarsýslu. 6 72 60 132 ísafjarðarsýsla . . 8 96 60 156 Strandasýsla . . . 5 60 60 120 Hfmavatnssýsla . . 5 60 60 120 Skagafjarðarsýsla . 6 72 60 132 Eyjafjarðarsýsla 8 96 60 156 Suðurpingeyjarsýsla 10 120 60 180 Norðurpingeyjarsýsl. 11 132 60 192 Norðurmúiasýsla 13 156 60 216 Árnessýsla . . . 2 24 24 48 Rangárvallasýsla . 3 36 36 72 V estmannaeyj asýsla 5 60 60 120 Vestur-Skaptafellss. 5 60 60 120 Austur-Skaptafellss- 10 120 60 180 Suðurmúlasýsla . . 13 156 60 216 Ef þingmenn ferðuðust með strand- ferðaskipinu, yrði ferðakostnaður þeirra minni. Hef jeg liugsað mjer, að þá mætti sleppa þriðja dálkinum í áætl- uninni með yfirskriptinni: „Hestaleiga m. m. um þingtímann“, svo að þá yrði ferðakostnaðurinn, eins og liann var settur í öðrum dálki áætlunarinnar. Mun sú upphæð láta nærri allvíðast, eða að minnsta kosti eigi verða oflág. Ef t. a. m. þingmaður úr Suðurmúla- sýslu ferðaðist með strandferðaskipi frá Djúpavogi og þangað aptur, þá kostar farið á 1. káetu báðar leiðir 90 kr., en eptir áætluninni eru honum ætlað- ar 156 kr., svo að hann hefði 66 kr. til að komast heiman að til skips og frá skipi lieim aptur o. s. frv. Ef ferðakostnaður þingmanna hefði síðastliðið sumar verið reiknaður eptir þessari áætlun, og þess er gætt, hverj- ir fóru sjóveg, og að þingið stóð að eins 30 daga, þá hefði ferðakostnaður þeirra orðið að eins 2562 kr. í stað 3602 kr. 15. aura; en ef síðasta þing hefði staðið í 8 vikur, hefði ferðakostn- aðurinn orðið eptir áætluninni 2892 kr. 52.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.