Þjóðólfur - 22.11.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.11.1889, Blaðsíða 3
215 gengið hjer um langan tíma optast á út- sunnan, stundum á sunnan og stundum á austan; hrekst fje eigi alllitið i slíku tíðarfari og á sjó gefur sjaldan. En nú virðist vera komin stilling á tíðina. Magnetic, fj árflutningaskip Coghills, kom liingað 19. þ. m.; hitt skipið Pene- lope, sem kom hingað 12. þ. m. hef- ur legið hjer á höfninni. af því, að veðrið hefur eigi leyft útskipun á fjenu, þangað til i gær. Það er nú farið og Magnetic fer svo íljótt, sem hún getur, með fje það, sem Coghill á eptirhjerog á Akranesi. 48 sveitakennarar hafa fengið styrk úr landssjóði þetta ár, þar af ekki nema 2 kvennmenn, báðar i Borgarfjarðarsýslu, Guðný Jónsdóttir á Ytrahólmi og Val- gerður Bjarnadóttir í Hraunsasi. Kvenn- fólkið ætti að leggja fyrir sig kennslu- störf meira en það gerir; til þeirra er það sj álfsagt eins vel lagað og karlmenn, ef ekki miklu betur. Eyrarbakka, 15. nóv. „Umhleypingatíð og lang- varandi gæftaleysi hefur hamlað mönnum að stunda sjó; hæstir hlutir munu vera á Stokkseyri um 500, á Eyrarbakka talsvert minna, og ef ekki bætist til muna við, má vertíðin hjer eystra heita mjög rýr“. Eyrarhakkakirkja. Um hina fyrirkuguðu kirkju á Eyrarbakka er oss skrifað þaðan 14. þ. m.: „Hið mikla áhugamál vort Eyrbekkinga, kirkjumálið, er nft komið það áleiðis, að fyrir skömmu er byrjað að hlaða grunninn undir kirkjuna, mest fyrir ötula framgöngu merkisprestsins, sjera Jóns Björnssonar á Eyrarbakka, sem með því, að lofa sjálfur mest allra og með þvi að gangast fyrir samskotum í söfnuðinum, mun á vikutíma hafa fengið lof- orð fyrir 1600 kr., mest á sjálfum Eyrarbakka og bjer í grennd; mun þó enn vera von á nokkrum samskotum, sem ótalin eru; mun því nft að með- töldu því, sem áður hefur verið safnað með ágóða af Tombólum og samsöngvum — vera komið hátt á 3. þúsund kr., og þó það, eins og nærri má geta, sje ekki meir en tæpur helmingur af því, er ráð er fyrir gjört, að kirkjan muni kosta, er samt fast- ráðið, að fá pantað efni i kirkjnna svo snemma, að smiðinu utanhftss verði lokið á komandi sumri. Það er fagurt að vera fyrirliði i þessu máli, og þeir, sem gjöra slíkt að kappsmáli sinu, eiga sann- ariega heiður og þakklæti skilið; í hvaða máli sem er, hefur fyrirliðinn mikið að þýða, og i þessu máli hefur ötul og lipurleg framkoma prestsins beinlinis stutt að riflegum samskotum og yfir höfuð beint máliau áfram i það ákjósanlega horf, sem það er i komið'1. 1. Þegar hjft heldur áfram að vera hjá húshónda sinum eptir vinnuhjftaskildaga, án þess að hann hafi endrnýjað vistarráðin eða hjúið farið fram á að fá að vera framvegis, með öðrum orðum, hjftið er alveg óumtalað eptir vinnuhjúaskildaga, getur það þá skoðast sem vistarráð, þannig að hftsbónd- inn hafi sömu skyldur við það sem hjú? — Svar: Nei, það verður ekki álitið. 2. Er það leyfilegt, að hreppsnefnd skyldi hfts- mann að ganga á afrétt, þótt húsm. eigi enga kind á henni og þegar hann hefur ekki heimili á jörð, sem afrétt heyrir til? — Svar: Nei. 3. Hefur hreppsnefnd eða prestur vald til að gipta mann sem hefur átt barn, uppalinn á hrepp af þeim ástæðum, að fje það er barnauppeldið kost- aði hreppinn (ef til vill svo hundruðum króna skipt- ir), sje ekki neinstaðar fært bonum til skuldar í sveitarbókunum ? — Svar: Spurningin er ekki vel ljós. Getur verið, að börnin hafi verið óskilgetin, og þvi styrkurinn veittur móðurinni. Sje svo, má gipta manninn. En hafi honum verið veittur styrk- urinu og hann sje óendurgoldinn, má eigi gefa hann í hjónabaud, nema sveitarstjórnin þar sem hann er hrepplægur, hafi ekkert á móti því. Nítján ára gamall sveinn nálægt Manchester á Englandi rjeð sjer bana í sumar, af því að for- eldrar hans vildu ekki leyfa honum að ganga að eiga ekkju, sem var helmingi eldri en hann og átti 8 börn á lifi. Elsti sonur hennar var jafnaldri hins unga ástfangna manns. Köttur á selveiðum. í Svíþjóð á einum stað við sjávarsíðuna, sáu menn einu sinni i sumar kóp liggja uppi á landi og baða sig í sólskininu. Þar nálægt sást og köttur, sem ekki hafði augun af selnum. Kisa vindur sjer við á allar hliðar, til þess að laga sig til, og þegar hún eptir margar tilraunir hafði sett fæturna i þær stellingar, sem henni likaði, stekkur hún á selinn; og i sama vit- fangi eru bæði, kisa og kópur, kornin á kolsvarta kaf í sjó ftti; segir ekki af viðskiptum þeirra þar neðansjávar, en eptir stutta stund koma bæði upp aptur, kisa lifandi, en kópurinu dauður og með ftt- rifin augu. 180 liennar, að hún hvarf heim að skemmu Galdra-Leifa; en liann Ijet sem hann sæi það ekki, og skildu þeir Leiíi svo sem ekkert væri um að vera. Einhverju sinni var Galdra-Leifi mjög bjargarlítill; fór hann þá til Ara bónda, og bað hann að liafa ein- hver ráð með að hjálpa sjer um kú, hvort sem hann yrði nokkurn tíma sá maður, að geta launað lionum hana eða ekki; haun nefndi og til þá kú, er honum ljek einkum hugur á, Ari bóndi tók þessu allfjarri og bað Leifa aldrei inælast til slíks; varð Leiíi að íara heim við svo búið. Daginn eptir var kýrin, sem Leifi hafði beðið uin, orðin dauðsjúk, og batnaði henni eigi, liverra bragða sem í var leitað; var þá sent eptir Galdra-Leifa, til þess að hann með kunnáttu siimi og ákvæðum reyndi, ef kýrin mætti verða laus við sjúkleika sinn; en hvern- ig sein Leifi þuldi yflr henni, kom það fyrir ekki, kúnni þyngdi stöðugt og loks sást ekkert lífsmark með henni; hugðu þá allir að hún værl dauð. Sagði þá Ari bóndi, að Leifi mætti eiga skrokkinn, — það gæti orðið nokkr- ir málsverðir fyrir hann og Iiyski hans. Eptir að Ari hafði sagt þetta, stendur kýrin upp og er þá sem albata, en Leifi mýlir hana og leiðir liana heim að Garðsstöð- um. Ekki ræddi Ari bóndi um þetta, en allir þóttust skilja, að sjúkleiki kýrinnar og hinn snöggi apturbati hennar væri af völdum Galdra-Leifa. 177 pínu lians og dauða o. fi. í kvæði þessu segir Þor- leifur, að Adam og Eva liafi verið svo fullkomin að öllum mannkostum, fegurð og allri atgjörvi, að aldrei liafi nokkur duuðlegur maður komist til jafns við þau. Af því allir erfa hæfilegleika sína frá Adam og Evu, þá áttu sjer stað hjá þeim allir mannlegir hæfilegleikar, og öfl mannleg atgjörvi í fyllingu sinni; en svo sem menn stöðugt íjarlægjast Adam og Evu að skyldleika, svo veitir og hæfilegleikunum einatt tregara og tregara að ganga í erfðir, og fyrir því er mannkyninu stöðugt að fara aptur. Þorleifur segir, að menn liafi fundið leiði Adams og eptir lengd þess að dæma liafi Adam verið 60 álna hár, en vöxtur mannanna hafi stöðugt f'arið minnkandi, og haldi náttúrlega stöðugt áfram að minnka, svo sem aðrir hæfllegleikar og atgjörvi mann- anna*. Frá uppha.fi huldufólksins segir Þorleifur svo, að þau Adam og Eva liafl tekið mjög mikla iðrun fyrir óhlýðni sína við guð, og hafi þau þá lagt á sig ýmis konar *) JÞessi skoðuu Galdra-Leifa kemur injög velheim við hugmyudir manna hjer á landi á þeim tíma, að öllu væri að fara aptur; — „það hefði verið munur í sínu ungdæmi“ o. s. frv. í öðru lagi er þetta samkvæmt liinum almennu hugmyndum manna fyr á tímum, að fornaldarmenn hefðu verið mjög stórvaxnir, — að frumbyggjar jarðarinnar hefðu verið jötnar að vexti og fremri seinni tíðar mönn- um að allri atgjörvi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.