Þjóðólfur - 14.12.1894, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 14.12.1894, Blaðsíða 2
230 „Sjómannasamtök“. Undir þessari fyrirsögn skýrir ritstjóri „Fjalikonunnar" í 48. tölubl. blaðs síns svo frá: „Sjómenn, sem reka atvinnu á þilskipum og eiga heima í Reykjavík, hafa að sögn gert samtök sín á milli til að krefjast hærra kaupgjalds og annara vild- ari kosta af hálfu útgerðarmanna en.þeir hafa áður haft“ m. fl. Út af þessum ummælum „Fjallk.“ XI, 48. vildi eg leyfa mér að biðja yður, herra ritstjóri „Þjóðólfs", að taka í yðar heiðr- aða blað reglur þær, er rúmir 80 sjómenn hér í Reykjavík hafa samþykkt í síðast- liðnum nóvembermánuði og skuldbundið sig til að ráða sig ekki fyrir verri kjör um næstu ár, svo almenningur geti séð, hve sanngjarnar þessar kröfur eru. Af samningsatriðum þessum geta menn séð, að hásetar fara ekki fram á „aðjkrefj- ast hærra kaupgjalds af hálfu útgerðar- manna en þeir hafa áður haft“, eins og „Fjallkonan“ kemst að orði, en hásetar fara hér aptur fram á að fá meira af kaupi sínu í peningum en almennt hef- ur átt sér stað, og er það engin furða, þótt hásetar af þilskipum finni nú loks tij þess, hve útgerðarmenn almennt hafa borgað þeim illa kaup sitt, þ. e. látið þá (o: háseta taka vörur hjá sér, mjög dýrar, fyrir meiri hlutann af kaupi sínu, og stundum mun það hafa komið fyrir, að hásetar hafa ekki getað fengið þá vöru, sem þeir hafa þarfnazt fyrir, þótt þeir hafi átt „til góða“ hjá útgerðarmanni. Ef út- gerðarmönnum þilskipa þykir kaupið of hátt, eða ef þeir treysta sér til að fá ódýr- ari menn frá Færeyjum, eins og „Fjallk.“ bendir á, þá er það öldungis reiðilaust af hásetum þeim, er hafa skrifad undir samn- ingsatriði þessi. Þeir sjá sér ekki fært að stunda þennan atvinnuveg, ef þeir ekki geta fengið eitt af þessum kjörum, en amast ekkert við því, þótt „Fjallkonan" eða út- gerðarmennirnir sjálfir útvegi háseta frá Færeyjum eða annarsstaðar frá fyiir minna kaup, og meiri vöruborgun. * * * Samþykktarreglur þessara áður umgetnu 80 háseta eru þannig, að þeir ráða sig ekki með lægra kaupi en hér greinir: 1. Fyrir hlut, sem sé helmingur af öllum afla hans (a: hásetans). Borgar hann útgerðarmanni salt í hlut sinn og verk* un á honum með kr. 7,50 fyrir hvert skippund verkaðs flakjar, sem til kaup- markaðs gengur; en salt í sinn hluta trosfiskjar hefur hann ókeypis. Fisk- urinn borgist í peningum, ef útgerðar- maðurinn vill kaupa hann fyrir það verð, sem hann almennt er borgaður með í peningum. Annars skilar út- gerðarmaðurinn hásetanum sínum hlut af fiskinum, og getur þá hásetinn selt hann hvar sem hann vill. Hvort sem útgerðarmaður kaupir fiskinn eða eigi, skal hann_afhenda hásetanum sinn hlut af fiskinum, og á tala fiskjarins þá að koma heim við það, sem skipstjórinn taldi um borð. 2. Fyrir ákveðið gjald af hverjum drætti, nema trosfiski, keilu og upsa. Hið á- kveðna gjald er: a) 10 aurar af hverjum þorski 18 þuml. löngum eða lengri, og 4 aurar af 12 til 18 þuml. löngum fiski og allri ýsu, eða b) 8 aurar á vetrarvertíð, en 7 aurar vor og sumar af 12 þuml. fiski og lengri. — Af keilu og upsa hefur hann helming afla síns, en með tros- fisk fer eptir því, sem umsemur við útgerðarmanninn. 3. Fyrir mánaðarkaup, ekki minna en 35 kr. um mánuðinn og 3 aura af hverjum 12 þuml. fiski og lengri, nema trosfiski. Með tros fer eptir því, er umsemur við útgerðarmanninn. Sá, sem ráðinn er fyrir ákveðið gjald af hverjum drætti eða mánaðar- kaup, fær helming af kaupi sínu í pen- ingum, hinn helminginn í vörum. Gotu, sundmaga og lifur eru háset- ar skyldir að hirða, eptir fyrirmælum skipstjóra, og ber hálfdrættingum og þeim, sem ráðnir eru upp á ákveðið gjald af drættinum, helmingur þess af afia sínum. Hásetar fá allan kost ókeypis hjá útgerðarmanni, eins og hann er ákveð- inn í farmannalögunura. Koykjavík 10. desember 1894. í umboði félagsins J'on Jónsson. Rosmhvalanesi 1. des.: Þótt mjög hafi verið rigningasamt næstl. sumar þá skemmdist þó fiskur ekki neitt; en mjög var tíðin þreytandi, því opt varð að breiða og taka saman opt á dag. Grasvöxtur varð í góðu meðallagi, en töður skemmd- ust allmikið. Hér var fátt fólk heima í sumar, Hestir bæði karlar og konur, sem mögulega gátu farið að heiman, fóru í atvinnu, sumir austur á fjörðu, aðrir norður í land, nokkrir vestur og all- margir lentu á fiskiskútur. Þeir, sem austur fóru, fengu flestir nokkurt kaup, einstöku ágætt, all- margir þolanlegt, on sumir næsta lítið. Þoir sem fóru norður og vestur fengu bezt kaupið, en lang minnst báru þeir úr býtum, sem voru á fiskiskút- um, og mun það þó verða verra hér eptir. — Yerzlun hefur verið hér í sumar svipuð og að und- anförnu, nema hún hefur verið nokkuð dreifðari. Menn hafa verzlað við Keflavíkurkaupmenn, kaup félag Zöllner’s og Vídalíns, Þorbjörn Jónasson og bvo ýmsa kaupmenn úr Reykjavík. Nú er af sú tíð, þegar allir verzluðu í Keflavík og fóru ekkert annað. Kaupfélagið hefur aldrei haft jafnstóra verzlun sem í ár. Garðmenn, Leirumenn og Kefl- víkingar hafa mest verzlað í því, en Miðnesingar og Hafnamenn hafa mest verzlað við Keflavík og Þorbjörn Jónasson. — Lítið hefur verið hér um byggingar i sumar. í Leirunni hafa verið byggð tvö íveruhús úr timbri allgóð, á Miðnesi eitt, auk þess hefur verið byggður mesti fjöldi af fiskiskúr- um úr timbri. En hér hefur komið í sumar mesti fjöldi af eldavélum bæði til þurrabúðarmanna og bænda, svo menn eru óðum að segja skilið við hlóð- in og má það teljast mikil framför, sem þeir geta dæmt um, er hvorutveggju hafa kynnzt. — Good- templarafélögin i Keflavík, Leiru og Garði þrífast vel, það má heita, að drykkjuskapur sé alveg horf- inn úr þessum byggðum. Goodtemplarastúkan á Miðnesi mun eiga mjög erfitt uppdráttar. — Barna- skólarnir byrjuðu með október og urðu um 20 börn í Keflavíkurskólanum, 37 í skólanum á Útskálum. Á Miðnesinu er umgangskennsla á tveimur stöðum, sinn mánuðinn á hvorum stað, og munu vera 15 —16 börn á hvorum stað. Oss er eigi kunnugt um, hve mörg börn ganga í skóla i Höfnuuum né í Grindavík. — Heilbrigði hefur verið almenn hér síðan inflúenzan hætti í vor, og fáir hafa dáið. Af þeim, sem látizt hafa, má nefua Jón Matthías- son (Jónssonar prests Matthiassonar frá Arnarbæli), er fyr bjó lengi í Gröf í Mosfellssveit og var mörg- um að góðu kunnur; hann lézt á Útskálum í ágúst- mánuði úr langvinnum magasjúkdómi. Um sama leyti andaðist húsfrú Steinunn Sigurðardóttir frá Landakoti á Miðnesi, mesta merkiskona. — Það sem af er haustvertiðinni hefur verið mjög aflalitið alstaðar suður með. Samsöngur var haldinn hér í bænum 8. og 9. þ. m. af „söngfélaginu frá 14. jau. 1892“ undir forustu lierra söngkennara Steingríma Johnsen, er söng þar einradd- að nokkur lög. Geir Sæmundsson cand. theol. söng þar einnig einraddað, þar á meðal nýtt lag eptir Jón Laxdal verzlun- armann. Annað nýtt lag ísleuzkt eptir séra Bjarna Porsteinsson á Hvanneyri söng Stgr. Johnsen. Af margraddaða söngnum þótti „Brúðförin í Harðangri“ eptir H. Kjerulf einna fegursta og skemmtilegasta lagið. Hvers vegna íslenzki textinn „Þú bláfjallageimur“ o. s. frv. var ekki fremur sunginn en hinn sænski „Du gamla, du friska“ o. s. frv. sjáum vér ekki neina á- stæðu til. Sænsku vísurnar eru þó í engu fegri. Annars þótti samsöngur þessi fara mjög vel úr hendi. Beaver-línan, sem margir landar vorir hafa heyrt nefnda, kvað vera farin á höf- uðið, eptir því sem skrifað er frá Englandi 10. f. m. Voru öll gufuskip hennar seld í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.