Þjóðólfur - 06.01.1899, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.01.1899, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR. 51, árg. Reykjavík, föstudaginn 6. janúar 1899. Nr. 1. Gleðilegt nýár, landar góðir! Enn einusinni hefur Þjóðólfur göngu sína meðal yðar og óskar yður góðs gengis °g alls fagnaðar á hinu nýbyrjaða ári. Hann þarf ekki að lýsa stefnu sinni eða telja upp, hvað hann ætli að flytja. Hann er gamall kunningi. Og þótt hann sé nú af barnsaldri kominn er hann eigi svo þreyttur á löng- um erli, að hann geti ekki enn fylgzt með hinum yngri félögum sínum. Væntir hann uú sem fyr, að hann verði kærkominn gest- ur hjá yður, landar góðir, og vonar, að þér sýnið honum sömu velvild og hugulsemi sem hingað til, bæði í orði og verki, greiðið götu hans á allan hátt, og útvegið honum rnarga góða og áreiðanlega viðskiptamenn. Það er auðvitað ekkert sældarbrauð að gefa ót stór blöð hér á landi á þessum tímum, og lítt ánægjulegt starf, ef menn sjá engan 3vöxt erfiðismuna sinna, enga upphvatningu Tir neinni átt, eða neina almenna hlutdeild í málum þeim, er menn berjast fyrir. Verði menn ekki varir við annað en hugsunarleysi •deyfð og doða, hvernig sem ýtt er við fólk- inu, þá er engin furða, þótt menn þreytist á slíku Sisyfoserfiði, Þjóðin sjálf verður að vera vakandi, kunna að gera greinarmun á réttu og röngu og láta ekki allt sem vind um eyrun þjóta. Hún verður að hafa virð- ingu fyrir sjálfri sér, og kunna að meta rétt, hvað henni miðar til heilla eða óheilla, ann- nrs dagar hún að lokum uppi sem nátttröll, 'tilfinningarlaus fyrir öllu, sem að henni er rétt, jafnt illu sem góðu. Þjóðólfur hefur ávarpað yður á 50 ára nfmæli sínu fyrir 2 mánuðum, og þarf því ekki að gera það frekar nú. Hann fylgir sömu meginreglu sem fyr og hún er þessi: Áreiðanlegir kaupendur — óháð rit- stjórn. Þjóðólfur er enn sem komið er hvorki styrktur af almannafé, af stjórninni, né með samskotum einstakra manna. Hann vill helzt Vera laus við slíka hjálp, svo lengi sem unnt er> því að hann hatar öll tjóðurbönd, hverju nafni sem þau nefnast. Að svo miklu leyti sem rúm leyfir mun ^jóðólfur flytja enn sem fyrr innlendan sagna- íróðieik, og eruþví fróðir mennbeðnir um að Benda blaðinu stutta söguþætti um kunna Illenn, sagnir o. fl., sem til fróðleiks heyrir. Nýir kaupendur að þessum 51. árg. eru ^eðnir að gæta þess, að þeir fá ókeypis ^renn sógusöfn blaðsins i8pp, 1896 og 1897 e- yfir joo bls., án þess borgað sé yrirfram og par að auki 50 ára afmœlisblað Jóðólfs með 2 fylgiblöðum, ef þeir borga arganginn um leið og þeir panta hann. Og ^Cndi sami maður borgun frá 3—4 nýjum auPendum, fær hver þeirra skrautprentað nyndablað með 6 myndum af ritstjórum Þjóðólfs, og verður það að líkindum sent út um land með pósti seint í febrúar, eptir því sem síðar verður auglýst. SjÉf* Borga má blaðið með innskript- um til kauþmanna í Reykjavík. Nýir kaupendur gefi sig fram sem allrafyrst. Frá Noregi og Danmörku, Ferðasöguágrip Eptir MATTH. JOCHUMSSON, VI. »Já« — hugsar lesarinn — »svo marg- ir skreppa nú til Hafnar, að ekki þykir í frásögur færandi«. Það er nú svo. En eru ekki sömu pistlar og guðspjöll notað ár út og ár inn, og getur farið vel — ef klerkur- inn er ekki því meiri hærupoki? í mínum augum er láð og lögur lögmál og evangelí- um, himin og jörð heilög ritning, en eyjar og andnes, byggðir og bæir, jafnmargir pistl- ar og guðspjöll, já, og heila ferðalagið ein- tómir óþrjótandi textar—lifandi textar! Þeg- ar „Arendal" sveif með mig frá Björgvin 2. sept. og stefndi suður sund, hina fornu »inn- leið“ í björtu og blíðu veðri — þá var „Gyðu konu minni" skemmt, sem sé minni norrænu sál. Og er við færðumst út sundin á Sunn- hörðalandi þurfti eg að neyta augnanna, áð- ur dimmdi, enda voru sundin víða þröng og útsýni misjafnt. Fórum við um kveldið og til næsta kvelds, því víða varð við að koma, sömu leið og nefnd er (sem dægur siglingr) í vísu Þórðar Sjárekssonar, er svo hljóðar: „Sveggja lét fyrir Siggju sólborðs goti norðan; gustur skaut gylfa rastar glaumi suðr fyr’ Aurnar.; en slóð-goti síðan Sæðings fyrir skut bæði. Hestr óð lauks fyrir Lista. lagði Körmt og Agðir“. Þ. e. nálægt 40 mílna sigling suður með landi frá Sunnhörðalandi til Líðandis- ness. Eyjan Aumar þekkist enn, svo og stóreyjan K'órmt fyrir Haugasundi, og eyj- arnar Storð, Mostur og margar fleiri, alkunn- ar af sögunum. (Eg nefndi í fyrri grein minni Askeyna fyrir framan Björgvin rangt. Hún hét Fenhring í fornöld, en bærinn á Aski. Skammt þaðan er og eyjan Herðla, sbr. Egilss.) Lítið sést til fjalla, er farin er innleið, en víða er þó heldur hálent, gráberg og fura, fura og gráberg, hryggir og dældir fagrar á milli, og ey við ey, sigling svo þröng, að víða má kasta steini í land á hvert borð er vill. Svo er t. d. Karmtarsund; var eg á flakki þegar lagt var að í Haugasundi, sem er töluverður bær. Var mér bent á í dimm- unni, hvar gnæfði bautasteinninn nýi, eða varðinn á leiði Haralds hárfagra. Sá eg þaj fátt annað, sem eg gat greint, nema bryggj- ur og varningsbúr við höfnina. Ekkert var tungl, en stjörnubjartur himinn, sá er frá mörgu kunni að segja yfir höfði „Jóni“— Haraldi gamla lúfu. „Og den saga-nat som sænker drömme paa vor jord“, segir Björnstjerne, og kom mér þá það og fl. í hug. Þetta er á hinu forna Rogalandi, sem nú nær yfir Stafanguramt, eða meir. Þar áttu þeir Hálfsrekkar og Heljarskinn forðum ríki. Var hér fyrrnm mjög herskatt. Við Bókn féll Erlingur Skjálgsson: „Öll lá Erlings fallin—ungr fyrir norðan Tungur— skeið vann skjöldungr auða — skipsókn við þröm Bóknar", kvað Sighvatur skáld. Þegar lýsti, varkom- ið opið haf á stjórnborða. Hét það fyrrum Bóknarfjörður. Gengur þá inn Stafangurs- íjörður. Var allljóst, er við lögðum inn til bæjarins, en fátt fólk risið úr rekkju. Þar er verzlun mikil og yfir 30,000 íbúar, en fátt um stórhýsi að sjá eða stofnanir, en dóm- kirkja er þar forn og fræg. Var þaðan far- ið jafnharðan. Er þar af firðinum víðsýni mikið, ekki ósvipað og inn Breiðafjörð; mynd- ar Rogaland þar fagran og víðan fjallahring, svo sem augun eygja í landssuður, austurog norður, Enn komu nokkur sund, en því næst opið haf; liggur þá leiðin fyrirjaðarog og svo Lista. Þar (fyrir sunnan Jaðar) end- aði Rogaland, en þá tóku við Agðir og náðu suður til Líðandisness, Veður var hið feg- ursta. Við Jaðar og Lista er fátt um hafnir; þótti þar og ekki háskalaust að sigla lang- skipum, þegar styrma tók og styttast dagar. En nú er ekki að slíku farið, og skiptast 6 stór og fríð gufuskip um að flytja menn og farangur á viku hverri milli Kristíaníu og Björgvinar. Ströndin er hér klettótt og brimótt, land að mestu skóglaust og nokkuð magurt, langt til fjalla. Mér var sýndur Sóli, bær Erlings; stóð bærinn hátt, og víða blöstu við kirkjur, garðar og akrar en engir kaupstaðir. Þar er vík ein, er fyrr- um hét Hafursfjörður, sem orustan er við- kennd. Við komum í Eikundasund (Eke- sund). Það er örmjór, langur og krókóttur fjörður milli lands og eyjar (Eikreyjar), og verður þar hver maður áttaviltur inni; má sama segja um Flekkufjörð þar suður af. Ognar hverjum, sem nú fer þessar leiðir og nýtur hinna ótölulegu vita og uppdrátta, að hugsa um ferðir fyrri manna gegnum þá ref- ilsstigu. Um nóttina náðum við fyrir Líð- andisnes og lögðum inn í hina inndælu höfn við Kristianssand. Og þegar er við vorum lagstir, flutti eg um borð í póstskipið, „Ny- land“, er daglega gengur þar í milli og Frið- rikshafnar á Jótlandi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.