Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						Tombólu
heldur »hið íslenzka kvennfélag« fyrir
sjúkrasjóðinn laugard. og sunnud. I.
og 2. október. Nánara á götuaug-
auglýsingum.
SaMKVÆMT ákvæðum síðasta að.
alfundar » Þilskipaábyrgðarfélagsins
við Faxaflba* á fram að fara í haust
aðalskoðun og virðing á þeim skipum
öllum við Faxaflóa, sem eigendur vilja
að félagið vatryggi næstkomandi  ár.
Er því hér með skorað á skipaeig-
endur og skipstjbra, að láta virðinga-
menn félagsins vita, þegar þeir leggja
skip sín á land í haust til hreinsunar,
svo virðingamenn geti skoðað kj'ól og
botn skipanna.
Næstkomandi  ár  vátryggir  félagið
ekkert það þilskip, sem virðingamenn
þess hafa eigi skoðað hátt og lágt.
Tryggvi Gunnarsson
formaður  félagsins.
Hús til sölu
i miðjum bænum. Húsið nr. 6 í Lækjar-
götu með tilheyrandi lóð og útihúsum er
til sölu.  Menn snúi sér til
Cuðm. Sveinbjörnsson
cand. juris.
Proclama.
Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861
sbr. skiptalög 12. april 1878 er hér
með skorað á alla þá, er til skulda
telja í dánarbúi Ingibjargar sál. Torfa-
dóttur frá Ólafsdal, er lézt hér á Akur-
eyri h. 6. febr. þ. á. — en í búi þessu
hafa erfingjar eigi tekið að sér ábyrgð
skulda — að gefa sig fram og sanna
skuldakröfur sínar fyrir undirrituðum
skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síð-
ustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar.
Skiptaráðandinn á Akureyri,
26. ág.  1904,
Páll Vídalin Bjarnason
settur.
164
Brauns verzlun jHamburg'
selur ekki annað en vandaðar vörur.  Meðal aonars:
Alklæði 3,00—3,50.  Kjólaefni frá 0,75.  Svuntuefni frá 1,00
í svuntum.  Tvistefni í  yfirsængurver  frá  0,34,  í svuntur frá 0,45 (0,68 í
svuntuna). Dagtreyjuefni frá 0,27. Flonel frá 0,26. Nátttreyjur.
Náttkjólar frá 2,75. Kvennskyrtur frá 1,40. Kvenn-normalskyrt-
ur. Sokkar. Rumábreiður frá 2,20. Hörlérept tvíbr. frá 0,60.
Gardinuefni frá 0,30 (hvít og gul). Sængurdúkur tvíbreiður 1,00.
Borðdúkar hvítir, frá 1,60, dökkir frá 3,50. Servíettur 0,45. Handklæði
frá 0,35. Milliskyrtuefni 0,34. Milliskyrtur frá 1,40. Hálslln.
Buxnaefni, röndótt frá 0,40. Buxur frá 2,90. Molskinn frá 0,60.
Hattar 2,75. Enskar húfur 0,60.  Skófatnaður á karla, konur og börn.
Brauns vindlar eru annálaðir.
Með s/s „Vesta" von á miklu af vörum.
M 10=
*M 10=
¦M 10
REYNID
WATSON'S
10 WHISKY
og þér munuð eigi vilja aðra tegund.  Selt hjá 'óllum helztu víns'ólum
á íslandi og um allan heim.
M 10              M 10              M 10
Steinolíu-mótora
geta menn fengið hjá undirskrifuðum, sem eru mjög hentugir í fiskibáta, með
óvanalega lágu verði, og vil eg sérstaklega benda mönnum á mótora með 4
hesta afli, sem að eins vigta með öllu tilheyrandi 750 pd., og kosta c. 1150
kr. auk flutningskostnaðar fráj Kaupm.höfn upp til íslands. Mótorar þessir
taka mjög lítið rúm í bátunum, og vil eg benda mönnum sérstaklega á, að
þessi mótorategund er hentug, þar sem opt þarf að setja báta upp á land.
Jafnframt læt eg þess getið, að hjá mér geta menn fengið vandaða báta, sem
hæfilegir eru fyrir hverja mótortegund, miðað við hestaöfl mótoranna.
Reykjavík, 1. september 1904.
Bjarni Þorkelsson (skipasmiður).
Sjómannaskólastíg nr.  1.
2 hestar
týndust frá Stokkseyri nóttina 16. þ.
m. Annar er brúnn á lit mark: gat á
öðru eyra, hinn rauðstjörnóttur og
sokkóttur á öðrum apturfæti, báðir eru
þeir vakrir reiðhestar, heldur magrir
og gamlir.
Gerið svo vel að skila hestunum
sem fyrst í
Thomsens magasín.
Iðnskólinn í Reykjavík.
Þeir sem ætla að sækja hann í vetur
(kvöldskóla eða dagskóla) snúi sér til Jóns
Þorlákssonar, Lækjargötu 12, eigi siðar
en 25. þ. mán.  Skólinn byrjar 1. okt.
TIL NEYTENDA
KÍNA-LIFS-ELIXÍRS.
Vegna þess að hinar miklu birgðir
af hinum alþekkta og viðurkennda
Kína-lifs-elixír mínum, sem til voru
áður en tollhækkunin komst á, eru
þrotnar, þá hefur hann verið búinn til
að nýju, en vegna tollhækkunarinnar
kostar nú hvert glas 2 krónur. En
Elixírinn verður nú enn þá kröftugri,
sökum þess að í honum verður enn
þá sterkari lögur af læknandi jurtum,
svo verðhækkunirt verður í raun og
veru engin fyrir neytendurna.
Neytendur áminnast rækilega um,
að gefa því gætur sjálfs síns vegna,
að þeir fái hinn ekta Kína-lífs-elixír
með merkjunum á miðanum: Kínverja
með glas í hendi og firmanafninu Valde-
mar Petersen, Frederikshavn, og -p'
í grænu lakki ofan á stútnum. Fáist
elixirinn ekki hjá þeim kaupmanni,
sem þér verzlið við, eða verði krafizt
hærra verðs fyrir hann en 2 kr., eruð
þér beðnir að skrifa mér um það á
skrifstofu mína á Nyvej 16, Köben-
havn.
Yaldemar Petersen.
Prederikshavn.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Hannes Þorsteinsson, cand. theol.
Prentsmiðja Þjóðólfs.
18
að eg hefði farið að hlæja, ef hræðslan hefði ekki legið eins og farg á hjarta
mínu.
„Við eru á landkönnunarferð". sagði Jim.
„A landkönnunarferð ? Svo — eg held að hvorugur ykkar sé svo duglegur,
að hann geti verið eins og Cook kapteinn. Eg hef aldrei séð aðrar eins veim-
iltítur . . .  Við hvað ertu hræddur, Jim?"
„Eg er ekki hræddur, frændi. Eg hef aldrei verið hræddur, en vofu hef eg
aldrei séð áður.
„Vofu?"
„Við fórum inn í höllina, og við höfum séð vofu".
Harrison blistraði.
„Nú, svo að skilja", sagði hann.  „Talaðir þú við hana?"
„Hún livarf aptur".
Harrison blístraði á ný.
„Eg hef raunar heyrt eitthvað því um líkt þar upp frá", sagði hann, „en eg
vil ráðleggja ykkur til þess, að vera ekkert að forvitnast um það. Maður getur
haft nóg að rugia við þá, sem eru hérna í veróldinni, Jim, og þá er bezt að
vera laus við þá, sem komnir eru inn 1 eiiífðina. Ef hún móðir hans unga hr.
Rodny Stones sæi hversu bleiknefjaður hann er, þá grunar mig, að hún mundi
eigi leyfa honum að koma optar í smiðjuna. Farið þið nú á stað og gangið
hægt, eg næ ykkur, og skal svo fylgja ykkur til Munkaeikúr".
Við vorum víst búnir að ganga eina hálfa mílu, þegar hnefleikamaðurinn
náði okkur. Eg veitti því athygli, að böggullinn, sem hann hafði haft undir
hendinni, var horfinn.
Við vorum næsturh því komnir að smiðjunni, þegar Jim spurði hann að
því, er eg hafði iengi verið að velta fyrir mér.
„En hvað varst þú að gera til hallarinnar, frændi ?"
„Sérðu", sagði hnefleikamaðurinn, „þegar maður er orðinn gamall, hefur
maður ýmsar skyldur að rækja, sem jafnaldrar þínir fá ekki skilið. Þú munt ef
til vill fá að sanna orð mín, ef þú verður 40 ára gamall".
Þetta var allt, sem við fengum að vita. En þótt eg væri ungur að aldri,
hafði eg heyrt getið um tollsvik þar á ströndinni, og að varningskassar væru
fluttir á afskekkta staði á næturnar. Eptir þetta var eg ekki rólegur, þegar eg
heyrði að tollstjórnin hefði veitt vel, fyr en eg sá hið kumpánlega andlit hnef-
Jeikakongsins 1 smiðjudyrunum.
19
III.
Leikmærin á gatnamótnnum hjá Anstey.
Eg hef skýrt frá Munkaeik, og því, hvernig okkur leið þar. Nú, er eg minn-
ist daga minna þar, vil eg dvelja ofurlítið lengur við þá, því sérhver atþurður
hafði aðra í för með sér.
Þegar eg byrjaði á bók þessari, vissi eg ógerla, hvort eg hafði nóg efni í
hana, en nú veit eg að eg gæti skrifað heila bók, einungis um Munkaeik og
menn þá, er eg þekkti þar á æskuárum mínum. Auðvitað er það, að nokkrir
þeirra voru ósiðaðir og hrottalegir, en þegar eg virði þá fyrir mér í gegnum
hinn gyllta vef tímans, standa þeir mér fyrir hugskotssjónum, eins og þeir væru
blíðir og ástúðlegir. Hinn góði prestur vor, hr. Jefferson, elskaði alla,-nema
skíraraprestinn í Clayton, hinn vingjarnlega hr. Slack, er var bróðir allra, nema
séra Jeffersons í Munkaeik. Svo var það Monsieur1) Rudin, er bjó á Panghams-
veginum. Hann var franskur konungssinni, og gladdist í hvert sinn, er sigur-
frétt kom yfir þvi, að vér hefðum unnið Bonaparte, en var jafnframt bálvondur
yfir því, að vér hefðum barið Frakka. Eptir bardagann við Níl, grét hann þann-
ig í heilan dag af gleði, en náði þó ekki upp í nefið á sér fyrir gremju. Ymist
klappaði hann saman höndunum, eða stappaði með fótunum. Eg man mætavel
eptir honum, hann var grannur og magur, og sveiflaði yndislega stafnum sínum.
Kuldi og hungur gat ekki 'ynrbugað hann, en við vissum, að hann þjáðist af því
hvorutveggju. Hann var drambsamur og látprúður. Enginn i þorpinu þorði að
bjóða honum máltíð eða að lána honum úlpu.
Eg man eptir, þegar slátrarinn gaf honum einu sinni rifbeinasteik. Það
kom roði fram á hin framstandandi kinnbein hans. Hann gat ekki staðizt freist-
inguna, en tók á móti henni, en þegar hann tór, leit hann mikillátlega á slátr-
arann og sagði: „Herra, eg á hund". En það var monsieur Rudin, en ekki
hundurinn hans, er leit betur út næstu viku.
Eg man líka eptir honum hr. Paterson leiguliða. Hann var það sem nú er
kallað „framsóknarflokksmaður", þótt það þá væri vanalega sagt Priestley-ingar
eða Foxsinnar2), en þó optast landráðamaður. Það virtist mér vera sérlega ein-
kennilegt, að nokkur skyldi geta verið ánægður, þegar sigurfrétt kom.
1) framb. monsjör, franskur titill, þýðir herra.  Þýð.
2) Priestley-ingar ent kenndir við enskan efnafræðing Priestley (f. 1733, d. 1804) cr var mikill stjórnmála-
maður, og mjög meðmæltur frönsku byltingunni, og fór því til Ameríku 1794, Priestley var og guðfræðingur
og ritaði mörg trudeilurit, taldi hann kirkjuna mótstöðumann sannleikans.
Foxsinnar eru kenndir við enskan stjórnmálamann, Fox (f. 1749, d. 1806). Fox var þrisvar ráðhena, hann var
stakur mælskumaður og meðmæltur frönsku byltingunni, og reyndi að hindra bardaga Engla við Frakkn. Fox
var frjálslyndur mjög, barðist t. d. ötullega fyrir afnámi þrælasölunnar.  Þ f ð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164