Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						ÞJÓÐÓLFUR
I
58. árg.
Reykjavík, föstudaginn 16. nóvember 1906.
Jú 50.
Allskonar Lampar og Amplar.
Glæsilegasta úrval
/ leirvöru~ og Járnvó'ruóeiíóinni í Cóinðorg.
Margbreyttustu og beztu búshlutir úr járni og leir. Blikk- og pjátur-
VÖrur af öllum tegundum. Allskonar hluti úr járni, blikki, leir og tré
til þæginda, gagns og prýði í eldhúsi og búri, segja allar húsmæður að sjálf-
sagt sé að kaupa í
Édinborg.
Ávarp til íslendinga.
Vegna þess hvernig stjórnmál tsíands nú horfir við, höfum vér und-
irritaðir sljórncndar íslenzkra blaða komið oss saman um, að veila fglgi
vort og stgðja að því, að ákveðm verði staða ísíands gagnvart Dan-
merkurríki svo sem hér segir:
ísland skal vera frjálst sambandsland við Danmörku, og skal með
ftambandslögum, er ísland tekur óháðan þátt í, kveðið á um það, hver
málefni íslands hljóta eptir ástæðiuti landsins að vera sameiginleg mál
þess og ríkisins. í öllum öðrum málum skulu íslendingar vera ein-
ráðir með konungi um löggjöf sína og stjórn, og verða þan mál ekki
borin upp fyrir konung í ríkisráði Dana.
A þessum grundve.lli viljum vér ganga að ngjum lögum um réllar-
stöðu Islands, vœntanlega með ráði fyrirhugaðrar millilandanefndar.
En eins og vér álítum hrýna nauðsyn þess, að blöð landsins láti nú
almenning hér á landi vila það, að vér viljum allir vinna saman að þvi.
að búið verði með lögum um þannig lagaða réttarstöðu Islands, eins er
það og sannfœring vor, að þeim málstað verði greiðlegar sigurs duðið,
þess eindregnar og almennar, sem þjóð vor lætur i Ijósi samhuga fglgi
sitt við þessa meginste/nu, Iwar sem kemur lil hennar kusia.
Vér e.rum á þeim timamótum, að eining vor úi á við í þessu máli
er skilyrði velferðar vorrar og þjóðarsóma; og fyrir því viljum vér
.skora á landsmenn að halda nú fasi fram og án ágreinings þessum
uudirstöðuatriðum hinna vœntanlegu nýju sambandslaga,
Löggiafarfulltrúar landsins hafa koniið fram sem einn maður er-
lendis í þessu máli. Blöð íslands og oþinberar ráddir almennings þnrfa
og eiga cð koma fram á sama hátt, og vér treystum því, að þjóðin muni
öll láta á sér finna, að hún oilji taka i sama síreny með hverjum þeim
hætli, er henni veiiisl /æri á að lýsa yfir skoðun sinni.
Reykjavik, Bessastöðum og Akureyri 12. nóv. 1906.
Benedikt Sveinsson,   Björn Jónsson,   Einar Hjorleifsson,
ritstjóri Ingólfs.           ritstjóri ísafoldar.       ritstjóri Pjallkonunnar.
Hannes Porsteinsson, Sigwrður Hjörleifsson, Skúli Thoroddsen.
ritstjóri Þjóðólfs.          ritstjóri Norðurlands.      ritstjóri Þjódviljans.
Ritnefnd „Lögréttu" er samþykk ofanrituðu ávarpi, með þeirri at-
hugasemd, að henni virðisi ekki ástæða til þess, »að gera nú þegar sam-
tök um að halda að þjóðinni einni ákveðinni bregtingu á stjórnarskránni,
svo sem er afnám ríkisráðsákvæðisins«, en »vonar að geta sýnt i verki
samvinnufúsleik sinn einnig þá er kemur til breytinga á stjórnarskránni«.
— Rilnefnd »Norðra« þessu sammála.
Eining út á við.
Mikilsverð ummæli hægri manna.
Sjaldgæft tækifæri.
Yurðar mest til allra orða,
undirstaðan rétt sé fundin.
Þetta eru sannindi, sem ekki verður
móti mæit, því að þau hafa almennt gildi
{ smáu sem stóru.
Vér Islendingar verðum að finna trygga,
örugga og ósvikula undirstöðu, til að
byggja kröfur vorar á í væntanlegum samn-
ingum vorum við Dani. Og það er ekki
nóg, að þesti undirstaða, þessi samkomu-
lagsgrundvöllur sé settur að vilja mikils
hluta þjóðarinnar, en allmikill hluti henn-
ar sé honum fráhverfur og vilji byggja
kröfurnar á allt öðrum grundvelli. Öll
þjóðin verður að vera sammála og halda
aðalkröfunum fram með einurð, festu, og
fullkominni eindrægni. Því að eins er
sigurs að vænta, því hvernig getur
nokkur ætlazt til þess, að Danir taki
nokkurt tillit til krafa vorra, efhverhönd-
in hjá oss er upp á móti annari, og einn
rífur það niður og níðir á allar lundir,
sem annar telur mikilsvert og hið eina
rétta. Þá geta Danir sagt með fullum
rétti: Þegar svona eru skiptar skoðanir
ykkar Islendinga um það, hvað ykkur sé
fyrir beztu, þá getum vér að svo stöddu
ekki samið við ykkur. Þér verðið fyrst
að koma ykkur saman um, hvers þér krefj-
ist af oss, svo að vér vitum, hvað það er,
sem þér leggið áherzlu á einhuga og
ótvírætt.
Avarp það til íslendinga, sem birt er
hér að ofan, er sprottið af þeirri töstu
sannfæringu þeirra blaðamanna, er undir
það hafa ritað eða tjáð sig því samþykka,
að útá við, gagnvart Dönum,
verðum vér að vera sammála
um meginatriðin í kröfum vor-
u m. Það veitir þeim þann styrk og þá
festu, er þær ella mundu ekki hafa.
Hyggjum vér, að þjóðin skilji það rétt,
að hér er ekki um neina samvinnu
hinna núverandi flokka að ræða t öðrum
deiiumálum — þau eru nógu mörg eptir
— heldur um samkomulags-til-
raun í þeim atriðum, sem mestu
skiptir fyrir þjóðina, að engin
s u n d r u n g g e t i k o m i z t a ð. Og
vér efumst ekki um, að þjóðin yfirleitt
muni taka tilraun þessari með fögnuði og
styðja að því, að hún geti borið æskileg-
an árangur, enda stendur hún t beinu
sambandi við utanför þingmanna í sumar
og framkomu þeirra þar gagnvart Dönum.
Hugsum oss t. d. að alþingismennirnir
heíðu í utanförinni látið flokkarlginn sitja
1 fyrirrúmi f^'rir öllu öðru, bæði í samtali
við danska þingmenn og á viðtalsfund-
inum 30. júlí, að flokkarnir hefðu hnakk-
rifizt framan í Dönum, og sagt, hver um
sig, að þessa náunga — hina flokkana —
væri ekkert að marka. Mundi árangurinn
af því viðtali hafa orðið mikill: Vitan-
lega enginn annar en sá, að engum
dönskum þingmanni hefðí komið til hug-
ar að taka nokkurt mark á nokkru, er
er  sagt  hefði  verið,  eða  taka nokkrar
kröfur vorar til greina, ekki einu
sinni líta við þeim. Þetta var og al-
þingismönnum full-Ijóst, að ætti förin að
verða landinu til gagns og gengis, þá
yrðu allir að koma fram einhuga með
sömu kröfurnar á hendur Dönum. Og það
var einmitt þessi eining þingmanna, sem
vakti virðingu Dana fyrir hinum pólitiska
þroska íslenzku fulltrúanna, og veitti
kröfum þeirra margfalt meira gildi en ella.
Þetta hefur einnig verið almennt viður-
kennt hér á landi, að árangur þingmanna-
fararinnar sé mest fólginn í þessu atriði,
að gagnvart Dönum hafi alþingismenn
komið fram sem einn maður, þrátt fyrir
alla innbyrðis óvild og harðsnúinn flokka-
ríg-
En þessari samkomulagsundírstöðu, sem
nú er lögð af fulltrúum þjóðarinnar, henni
m á þjóðin ekki spilla, því að annars má
búast við, að til lítils hafi unnið verið.
En þessari undirstöðu er gerspillt, ef kröf-
urnar verða jafnmargar og mismunandi,
eins og stjórnmálaflokkarnir eru margir í
landinu. Menn verða að koma sér sam-
an um einhver aðalatriði, einhverjar aðal-
kröfur, er allir halda fram. Velferð
landsins á að s tand a og hlýtur
að standa ofar öllum flokkaríg
og persónulegu hatri.
Og menn verða vel að gæta þess, að
nú er einmitt í vændum jafn þýðingar-
mikill atburður, sem heimsókn konungs
vors að sumri. Það er enginn efi á, að
sú heimsókn myndar nýtt tímabil í hinni
pólitisku sögu vorri, ef vér sjálfir kunnum
að hegða oss réttilega og berum gæfu til
að hagnýta þetta fágæta tækifæri landi
voru og þjóð til hags og heilla. Vér vit-
um það, að Friðrik konungi 8. eralvara
að gera oss íslendinga ánægða. Og vér
vitum það einnig, að fulltrúar hinnar
dönsku þjóðar eru konungi sínum sam-
mála um þetta, ekki að eins hinir frjáls-
lyndustu þeirra á meðal, heldur einnig
hinir Ihaldssömustu — hægri mennirnir.
Því til sönnunar getum vér ekki stilltoss
um að birta hér ummæli N. Andersens
etazráðs, foringja og formæl-
anda hægrimannaí fólksþinginu.
Hann segir svo eptir að konungur hafði
lýst því yfir í hásætisræðu sinni, að hann
ætlaði sér að verða við óskum Islendinga
um  endurskoðun  á  stöðulögunum:
»Eg hygg ekki, að vér getum verið
þekktir fyrir að hanga í sérkreddum,
sem nánasthafa »teóretiska« þýðingu fyrir
afstöðu vora gagnvart íslendingum. Eg
hygg að það sé hið snjallasta fyrir oss,
að segja fljótt og skýrt já og amen við
óskum Islendinga, ef að eins sambandinu
við land vort er haldið áfram. Verði sam-
bandinu milli Islands og Danmerkur ekki
slitið, hygg eg að réttast sé fyrir oss að
ganga töluvert langt (»ret vidt«) í því
að veita Islendingum sjáifstjórn, er þeir
fyrst og fremst óska, eins og eðlilegt er,
því að það hagar allt öðruvísi.til hjá
þeim, en hjá oss. Eg hygg, að stjórn
vor geri rétt í því, að verða við
óskum Islendinga ( sem allra
fyllstum mæli(»ividest muligt
Maal«), þaðeraðsegja með þeirri
takmörkun,  að  sambandiðvið
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194