Þjóðólfur - 01.10.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.10.1909, Blaðsíða 3
l>JOÐOLFUR. ið, að til frekari tíðinda dragi á Grikk- landi, áður en langt um líður. Persakeisarinn afsetti, Múhamed Ali, lagði af stað úr landi sínu til Evrópu 9. f. m. rneð drottn- ingu sinni, 4 yngstu börnum sínum og nokkrum vinum. Áður hann fór komust á samningar um greiðslu skulda hans. Svo fær hann um 300,000 kr. í lffeyri árlega, en verði hann sannur að sök um nokkra samsæris-viðleitni, á hann á hættu, að eptirlaun þessi verði af honum tekin. Hann kvað eiga að setjast að í höll á Krimskaganum. í Mexikó hafa vatnavextir gert afarmikið tjón, og menn orðið húsnæðislausir þúsundum saman. Fólk hefur flúið upp á hæðir og hafst þar við. Sagt er að meira en io,coo manns hafi beðið bana í vatns- flóði þessu. Halastjarna sú, er kennd er við Halley og síðast sást 1835, er nú að koma fram á sjónarsvið- ið aptur. Þóttu það tfðindi a.lmikil, er hinn nafnkunni stjörnufræðingur, Max Wolf í Heidelberg símaði, að hann hefði uppgötvað stjörnuna sunnuöagsmorguninn 12. f. m. frá stjörnuturni sínum á Kön- igsstuhl 1 Heidelberg. Næstu 2—3 mán- uði sést hún að eins með Ijósmyndun af himinhvolfinu, sem Wolf er einmitt fræg- astur fyrir, því að hann hefur uppgötvað fleiri smástirni (Asteroides) en nokkur annar. Um nýár á hún að sjást í stærstu sjónaukum og í janúarlok í venjulegum sjónaukum. I apríllok sést hún með ber- um augum sem morgunstjarna og mánuði síðar sem kvöldstjarna, og er þá mjög nærri jörðinni, en sést befur á suðurhelm- ingi jarðar en í Evrópu. "V iöauki. Cook og Peary. Með »Laura< 1 fyrra kveld fengum vér sfðustu vikuútgáfu af »Times<, að eins 5 daga gamla (frá 24. sept.). Þar er all- mikið sagt frá þeim norðurförunum. Kom Peary til bæjarins Sidney á Nýja- Skotlandi þriðjudaginn 21. f. m., ogflutti bæjarstjórnin honum heillaóskaávarp. En eins og getið hefur verið um í símskeyti hér í blaðinu, neitar Peary að taka á móti nokkrum opinberum heiðursviður- kenningum, og kveðst ekki ætla að mót- mæla fullyrðingum Cooks, að hann hafi komist til heimskautsins. Er svo að sjá, sem hann hafi orðið mjög móðgaður yfir því, að Ameríkumenn trúðu sögu Cooks °g bjuggu sig undir að fagna honum, þar á meðal norðurfarafélag það í New- York, sem Peary er meðlimur í. Hafði það boðið þeim báðum til veizlu í New- York, en Peary neitaði boðinu, úr því að Cook ætti að vera með. Ætlar Peary alls ekki að koma til New-York, heldur setj- ast að í sumarbústað sínum, Arnarey í Maine. Var hann spurður að því í sím- skeyti, hvort hann ætlaði í leiðangur til suðurheimskautsins, en hann svaraði apt- ur: sHeimskautsferðum mínum er lokið, bæði norður og suður<. Hann kveðst nú sjá eptir þvf, að hann hefði ekki haft Bartlett skipstjóra með sér til pólsins, en það hefði verið fyrirfram ákveðið, að Bartlett skyldi snúa aptur, er komið væri norður yfir 88. mælistig. Svertinginn, sem var með Peary, hefur lýst því yfir, að hann hafi hjálpað honum til að draga upp Bandaríkjafánann á heimskautinu, en aðrir hafa það eptir Eskimóunum, sem með honum voru, að Peary hafi aleinn haldið til pólsins síðustu tvo dagana. En þótt það sé líklega ekki rétt, þá er hitt víst, að Peary vildi ekki unna nokkrum öðrum hvítum manni þess heiðurs, að komast með honum til heimskautsins. Og sér hann það nú um seinan, að sú hégómagirni var óhyggileg, því að annars hefði honum veitt auðveldara að sanna sögu sína. Að vísu efast fáir um, að Peary hafi komist alla leið, en það, sem honum þykir sárast, er, að Cook er trúað að hafa einnig komist þangað, og á undan honum. Það er meira en Peary geti þolað, og þessvegna er hann svo af- undinn og styggur. Einmitt sama daginn og Peary kom til Sidney (21. sept.), sté Cook á land í New- York og var tekið þar með afarmiklum fagnaðarlátum. Hafa blaðamenn þyrpzt að honum hvaðanæfa og spurt hann spjörunum úr fram og aptur allóþyrmi- lega, en hann hefur staðið sig ágætlega við þá yfirheyrslu, og settust þó að hon- um í einu 40 fréttasnatar. Mælt er, að borgarráðið í New-York hafi ákveðið að taka opinberlega á móti Cook og gera hann að heiðursborgara bæjarins. Á- kvörðun þessi viðurkennir formlega dr. Cook sem finnanda norðurheimskautsins. Hann er nú að gefa út skýrslu sína í blaðinu »New-York Herald«, og kvað ætla innan skamms að senda öll helztu skjöl sín og plögg til Kanpmannahafnar til rannsóknar þar, eins og hann hafði lofað. Marokkó. Mulai Hafid enti svo vel loforð þau, er hann hafði gefið konsúlum stórveldanna 11. f. m., sem áður er getið, að hann lét morguninn eptir taka af lífi Bu Ham- ara, er gerði kröfu til ríkisstjórnar í Mar- okkó, og verið hafði foringi uppreisnar- manna. Hafði soldán orðið svo gramur yfir afskiptasemi stórveldanna út af pynt- ingum við fangana, að jafnskjótt sem hann kom af þeirri ráðstefnu, skipaði hann að skjóta Bu Hamara, og var það gert í hallargarðinum, í návist kvenna soldáns. Aðrir segja, að hann hafi fyrst verið pfndur hroðalega og að síðustu , varpað hálfdauðum fyrir villidýr. Þá er símskeyti barst um þetta til Parísar vakti það afarmikla gremju gegn soldáni, eink- um sakir þess, að hann hafði látið fremja verk þetta morguninn eptir að hann veitti konsúlunum áheyrn. Þykir það bera vott um frámunalega fyrirlitningu og gerræði, og ætti soldáni að verða dýrkeypt slík móðgun gegn stórveldunum. En þar er illt við að eiga, og verst, að stórveldin eru í sjálfu sér hvert öðru sundurþykk. Frá Danmörku hafa borizt þær fréttir í símskeyti 25. f. m. að hervarnarlögin hafa verið samþykkt í ríkisþinginu (líklega 23. f. m.). Aðalá- kvæðið í lögum þessum er að leggja skuli niður landvirkin 1922, nema þingið taki aðra ákvörðun um málið þangað til. Það er niðurlagning landvirkjanna, sem mestri deilu hefir valdið, því að hægrmönnum er afarilla við það ákvæði, en vinstrimenn vildu hinsvegar leggja öll landvirkin niður þegar í stað. Það er því einmitt J. C. Christensens miðlunin, sem orðið hefur ofan á, svo að hann hefur unnið sigur, þótt hann sjái sér ekki annað fært en fara trá vesma æsinga þeirra, er gegn honum hafa verið vaktar. Aukaþinginu danska var slitið 25. f. m. og hafði þá staðið 3*/» mánuð. En hið reglulega ríkisþing mun koma saman 4. þ. m., svo að þinghléð verður ekki langt. Sjálandsbiskup Thomas Skat Rör- dam er dauður, á 78. aldursári (f. 1832), hefur verið biskup síðan 1895. Hann var einhver hinn merkasti kennimaður Dana og í miklu áliti. Höfuðrit hans er þýðing á nýjatestamentinu með inngangi og skýr- ingum í 2 bindum, er þykir ágæt bók, og varð höf. heiðursdoktor 1 guðfræði fyrir hana. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kaupm.höfn 1. okl, kl. 1 f. h. Cook og Peary. Cooks plögg hafa orðið eptir nyrðra (á Grœnlandi hjá Whitney). Cook þó öruggur og segist eiga samrit eða samhljóða eptirrit af þeim. Peary hefur samið ákœru gegn Cook í 74 liðnm. Frá Bretum. Lávarðarnir (i efri málstofunni) orðnir linari í að sgnja fjárlögun- um, en þingrof samt liugsanlegt. * Samkvæmt þessum skeytum er Peary ekki alveg at baki dottinn með ásakanir sínar gegn Cook. og ætlar eflaust að halda máli þessu til streitu. Brauðauppbót. Bráðabirgðaruppbót úr landsjóði hafa fengið 21. f. m. þessi prestaköll: Hólmar í Reyðarfirði 450 kr., Kálfafellsstaður 400, 161 Ólafsvellir 400, Torfastaðir 350, Bægisá 250, Lundur 250, Presthólar 250, Svalbarð í Þistilfirði 250, Kálfatjörn 225, Bjarna- nes 200, Hjarðarholt 200, Hvammur í Norðurárdal 200, Vellir í Svarfaðardal 200, Dýrafjarðarþing 150, Hestþing 150, Miklholt 130, Sandar í Dýrafirði 150, Staður í Grindavík 150, Suðurdalaþing 150, Mosfell í Mosfellssveit 100. „Laura" kom hingað frá útlöndum í fyrra kveld með nokkra farþega, þar á meðal voru Jón Kristjánsson cand. jur., Karl Bartels og Jón Halldórsson snikkari af Árósasýn- ingunni, ennfremur læknaskólakandidat- arnir Guðmundur Guðfinnsson, Gunn- laugur Þorsteinsson og Sigvaldi Stefánsson. Nýir læknar. Rangárvallalæknishéraði er Guðmundur Guðfinnsson læknaskólakandidat settur til að þjóna í fjarveru héraðslæknis Jóns H. Sigurðssonar, sem dvelur ytra. Stranda- læknishéraði er Sigvaldi Stefánsson lækna- skólakand. settur til að þjóna, og Þing- eyrarlæknishéraði Gunnlaugur Þorsteins- son læknaskólakand. í fjarveru hérað*;- læknisip,s þar, Andrésar Féldsted, er hef: ur siglt til útlanda til að fullkomna sig í sérstökum greinum læknisfræðinnar. Skáldsagan ,,Halla“ eptir Jón Trausta (Guðmund Magnús- son) er samkvæmt því sem »Politiken« segir, að koma út á Hagerupsforlagi í Kaupmannahöfn í danskri þýðingu eftir frú Helgu Gad (dóttur J. Havsteens amt- manns). Lagaskólinn. Aukakennari við þann skóla var skip- aður 27. f. m. cand. jur. Jón Kristjánsson (háyfirdómara). Vatnsveitan. er nú fullger eða því sem næst, og verð- ur vatninu hleypt inn í bæinn á morgun alla leið úr Gvendarbrunnum, en síðari hluta sumarsins hefur bærinn haft vatn (til þvotta) úr Elliðaánum. 149 inn minn, neyðst til þess að ryðja úr vegi síðustu efasemdunum um sök mína. Og samt — þrátt fyrir allt það, sem þú hefur séð, Charles, er eg jafnsaklaus af öllu þessu, eins og þú«. »Eg þakka guði fyrir, að eg skuli heyra þig segja þetta«. »En þér er það samt ekki nóg, Charles. Eg get lesið það út úr andlitinu á þér. Þú munt vilja fá að vita, hvers vegna saklaus maður hefur þurft að fela sig í öll þessi ár ? »Eg reiði mig alveg á orð þín, Ned, en heimurinn vill fá hinni spurning- unni svarað líka«. »Það var til þess að bjarga sæmd ættarinnar, Charles. Þú veizt hversu annt mér var um hana. Eg gat ekki hreinsað sjálfan mig nema með því að sanna, að bróðir minn hefði gert sig sekan í þeim svívirðilegasta glæp, sem hent getur nokkurn heldri mann. I átján ár hef eg verndað minningu hans og lagt þar fyrir 1 sölurnar allt það, sem nokkrum manni er frekast unnt. Eg hef verið grafinn niður lifandi, svo að eg er nú orðinn gamall maður og hrum- ur á fertugasta árinu. En þegar eg nú verð að velja annanhvorn kostinn, að segja sannleikann tim bróður minn eða gera syni mínum rangt til, þá getur ekki verið efamál, hvorn þeirra eg eigi að taka, einkum þar sem eg hef ástæðu til að vona, að unnt sé að finna ráð til þess, að halda því, sem eg nú ætla að segja þér, leyndu fyrir almenningi«. Hann stóð nú upp af stólnum og staulaðist með hjálp beggja förunauta sinna út að rykuga borðinu. Á því miðju lágu óhreinu, mygluðu spilin, alveg eins og við Jim höfðum séð þau fyrir mörgum árum síðan. Avon lávarður sneri þeim við með skjálfandi fingrum, tók hálfa tylft af þeim og fékk frænda mínum. »Þuklaðu með þumal- og vísifingrinum í neðra hornið vinstra megin á þessu spili, Charles«, sagði hann. »Láttu þá renna ofurlétt fram og aptur yfir spilið, og segðu mér, hvort þú verður var við nokkuð«. »Það hefur verið stungið 1 gegn með nál«. »Einmitt. Hvaða spil er það«. Frændi minn sneri þvf við. »Það er laufkongur«. »Gættu að horninu á þessu«. »Það er alveg slétt«. »Og hvaða spil er það?« »Spaðaþristur«. »Og þetta?« »Það er stungið. Það er hjartaás«.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.