Þjóðólfur - 18.02.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.02.1910, Blaðsíða 2
26 ÞJOÐOLFUR, Fyrir fólkið. Eitt er það hús hér í bæ, sem mér er kært. Það er »Iðnó«. Þar ern meyar margar. Þar er kent að telja sykurmola með kaffibollum, svo aldrei skeiki. Þar er leikið. — Þar var nýlega sýnd »Smala- stúlkan frá Tungu«. Þar voru heima- sæturnar of fínar til að bera gesti vatn i glasi, og þar var veikbygðu fólki ekið í burðarstólum um hlaðvarpann. Mín besta skemtun er að horfa á sjónleiki, og fer eg jafnan í »Iðnó«. Það gladdi mig því meira en lítið, þegar eg frétti það, að leika ætti þar nýan leik þrjú kvöld i röð, og það ókeypis. Leikendurnir voru heldur engin smá- rnenni, því einn þeirra átti að vera sjálf- ur ráðherrann, er eitt sinn var »hágöf- ugurc, og alþingismenn bæarins áttu lika að leika þar »rollur« sínar. Galli var að vísu á þessum sjónleik, að eigi máttu þangað aðrir komu, en alþingiskjósendur. En það veit trúa mín, að það hefi eg aldrei verið. Eg lét mér það samt eigi fyrir brjósti brenna, heldur dubbaði mig upp 1 gamlan og slitinn ýfirfrakka og fór 1 vatnstlgvél, vafði mórauðan prjónatrefil um hálsinn og setti gráan, gamlan flóka- hatt á höíuðið. Síðan labbaði eg niður i »Iðnó«. Jú, það stóð heima. Aðgöngu- miðarnir voru látnir af hendi á sama stað og aðgöngumiðar eru seldir að venjuleg- um sjónleikum. Sá eini var munurinn, að pyngjurnar voru jafnþungar eftir sem áður. Eg gekk að dyragatinu, og sagði sið þann, sem inni var: »Eg ætla að fá aðgöngumiða. — »Hvað heitið þér? — »Jón«. — »Hvers son?« — »Jónsson« — »Hvar heima?« — »Á Bráðræðisholti*. — »Þessi fundur á aðeins ?ð vera fyrir Þá, er búa á Laugavegi og þar fyrir neðan. En — eruð þér stjórnarmað- ur?« — »Jú, það held eg nú«. — »Jæja, það er gott, þá getið þér verið bæði í kvöld, og eins annað kvöld, og hefðuð vel getað verið í gærkveldi líka«. — »Þetta gleður mig. Ráðherrann og þing- mennirnir okkar eiga það sannarlegaskilið, þó eg greiði þeim tvisvar atkvæði«, sagði eg glaðlega. Tók aðgöngumiðann, kvaddi og fór. Eg beið með óþreyu. Dagurinn ætlaði aldrei að líða. Eg var lengi inni á >letigarðinum«, sem Guðmundur Hannes- son kallar svo, en þar var fátt manna, nema Guðm. Hannesson, og drakk eg marga bolla af kaffi og át — eg veit ekki hvað margar — bollur, því þetta var einmitt á >bolludaginn«. — Loksins var klukkan orðin 8, og eg hljóp fremur en gekk niður í »Iðnó«. Eg tók aðgöngu- miðann úr vasa mfnum og fékk hann dyraverði og komst klakklaust inn í sal- inn. Þetta verður svei mér fyrirtaks »komedia«, hugsaði eg með mér, þegar eg rendi augunum yfir leikpallinn. Þar sat »raðgjafinn«, sem >ísafold« kallar. Þar voru þíngmenn Reykvlkinga. Þar var andatrúin, því þar var Guðmundur og þar var Indriði, en Einar var þar ekki, því hann var suður í Frakklandi að sækja guli, en fékk ekkert. Þar var ritstjóri ísafoldar, og þar var Sveinn. Þar var húsbóndinn á Kleppi, Og þar var rit- stjóri Fjallkonunnar. Þar var frlkirkju- presturinn og þar var Haraldur. Þar var ungur maður, hár og grannur, er eg þekti eigi, og spurði eg þá er næstir stóðu, hver það væri, og sögðu þeir mér, að það væri helsti trúnaðarmaður ráðherr- ans og nú nýlega orðinn yfir-bankastjóri. Þeir voru allir rauðir, nema einn. Það var ritstjóri Ixjgréttu. Hann var í hvítu vesti, er sýna átti pólitiskan lit hans. Þá leit eg yfir áhorfendurna. Þeir voru margir. Þar voru nýdubbaðir dannebrogsmenn og sveitarlimir; þar voru vinnumenn, þar voru gjaldþrotamenn og þar voru blá- fátækir einstæðingar. Þar voru sjómenn, þar voru daglaunamenn og þar voru menn, sem fyrirsjáanlega aldrei geta eignast neitt. Ráðgjafinn reis á fætur. — En sú þögn. Það er eg viss um, að heyrst hefði, ef læknirinn norski — sá er krabbameinið læknaði — hefði lagt leið sína f gegnum salinn, og er hann þó léttfættur. Ráð- gjafinn mælti langt erindi og snjalt. Ræðan var öll, eins og vænta mátti af slíku mikilmenni og þjóðarfrömuði, þrung- in eldmóði og andagift, er ekkert fékk fyrir staðist. Munu mér seint úr minni lfða þau kjarnyrði, er streymdu af vörum þessa óviðjafnanlega þjóðarleiðtoga, og get eg ekki stilt mig um að birta hér ræðuna, eftir minni mínu, þó mér dyljist eigi, að hún rnissi við það nokkuð af krafti þeim og mælsku, er hún var flutt með. Ráðgjafinn mælti hér um bil á þessa leið ' »Ekki leiðist þeim gott að gera, hús- bóndanum og hans hátryggu þjónum og innfjálgu átrúendum. Þeir, herrann og hans fyrrum þjónustubundnu embættis- undirtyllur og ánetjuðu alúðarvinir, voru ekki lengi á sér að síma dönsku mömmu, bræðraþjóðinni við Eyrarsund, að upp- reisnarmennirnir hér, á hala veraldar- innár, ætluðu að senda út konsúla, og taká af henni, — bræðraþjóðinni, botn- vörpusektirnar allar. Þeir vonuðu, heimastjórnarhöfðingjarnir borðalögðu og öborðalögðu, að hún mundi synja fjárlögunum staðfestingar, — danska mamma. Það hefði verið ljócasta leiðin að losna við ráðgjafann. Hugfró hefði þeim orðið það þó, í mörgum raun- um þeirra og hrakförum, í þessum inn- limunarþembingi þeirra öllum. En hraparlega tókst þeim dánumenskan sú, og fengu naumast afborið vonbrigðin. En ekki eru þeir af baki dottnir, minni- hluta höfðingjarnir, með látlausan róg og níð í hans garð, ráðgjafans, er forustu hefir fyrir allri sjálfstæðisfylkingu þessa lands. Gera sér lítið fyrir, og útvega sér heima- bakað sfmskeyti, er þeir segjast að hafa fengið frá dönsku mömmu. Hún á nú að taka af skarið, þessi ný- asta uppfundning þeirra, heimastjórnar- prúðmennanna snjöllu, sú, að hann, ráðgjafinn, hafi lofað Dönum að láta þá fá aftur botnvörpusektirnar, svo sem fyr höfðu þeir, og kalla heim viðskifta- ráðunautinn, þennan sem skipaður var í sumar. En alt eru þetta megnustu ósanninda- blekkingar og uppspuni, ekki óvanalegur þó úr þeirri átt, sannleiksvitnanna í hinum herbúðunum, í þeim tilgangi ein- um, að velta úr sessi þessari fyrstu sjálf- stæðisstjórn, sem landinu hefir hlotnast. Snaginn, sem þeir hengt hafa hattinn sinn k, Hafsteinsliðarnir vfðfrægu, er sú btilvæga atylla, að ráðgjafinn lofaði að sjálfsögðu henni, bræðraþjóðinni við Eyrarsund, að hún skyldi aftur fa botn- vörpusektirnar, með því að upp úr dúrnum korn vitneskjan sú, sem öllum var áður hulin, að heimastjórnargoðinn háloflegi, konungs staðgengillinn, hús- bóndinn úr þeirra liði, minnihlutans, hafði gert leynisamning við yfirráðgjafa móður- landsins, þar að lútandt. Meira en skilið á hún það reyndar, bræðraþjóðin. Henni er rnargt vel gefið, dönsku mömmu, og elskuleg er hún í umgengni. Hinn snaginn, þessum veikari þó og öllu ótraustari, er sá, að hann^lofaði eg, viðskiftaráðunautinn, svo sem sjálfsagt var, að kalla heim, ef hann skrifar eins og gert hefur hann eða þaðan af ver. Honum gleymdi eg alveg að senda er- indisbréf viðskiftaráðunautsins, yfirráðs- manninum á herragarðinum, átti hann þó, yfirráðsmaðurinn, fulla heimtingu á því. Bankarannsóknarnefndarþytinn verður að skoða í þvl ljósi, að þeir, heimastjórn- arhöfðingjarnir víðfrægu, séu að launa sjálfstæðisflokknum gríkkinn þann, að reka þá frá kjötkötlunum. Þeir vilja komast að þeim aftur, kjöt- kötlunum, svo þeir, herrann og hans óbil- ugir aftaníhnýtingar, gætu þá hampað framan í þjóðina á ný þessu selzemgulli þeirra, kviksyndinu botnlausa, innlimunar- frumvarpinu yndislega. Þeir gætu þá hornað landið í annað sinn herskildi mælskunnar og glæsimensk- unnar, og gylt þennan nýasta stjórnvisku- smíðisgrip þeirra, innlimunarvíravirkið, öðru nafni Uppkastið góða. Vér gerum það aldrei! Nei! Vér látum aldrei leggja á oss Gleipni hinn nýa. Það má aldrei verða, að islensk alþýða sýni það þýlyndi og þrælamót, að kyrkja þá stjórn, er þorir að hefja sjálfstæðis- merkið hátt, hvað sem hún, bræðraþjóðin við Eyrarsund segir. ÞaO má aldrei verflaT x. r Samtal við Milner slátrara, Milner slátrari, sem fengid hefur styrk frá ráðaneytinu danska til ransóknar á islenskum kjötútflutningi, hefur ferðast um ýms héruð landsins, sumpart til pess að reyna að koma á stofn minni sláturhúsum eftir nýjustu tísku, og sum- part til að reyna að auka útflutning á nýju kjöti til Danmerkur, sem mikla þýðingu getur haft bæði fyrir danska neytendur og íslendinga; þvi eins og kunnugt er, er saltkjötið oft orðið allt annað en lystilegur matur, þegar það hefur máske legið tímum saman í kjöt- búðunum. Það er þar að auki öllum ljóst, að fyrir nýtt kjöt fæst miklu hærra verð á markaðinum í Danmörku, og að það mundi verða mjög eftirspurð vara, einkum ef hægt væri að koma því svo fyrir, að slátrað yrði á ýmsum tímum á haustin, svo að kjötið yrði til dæmis sent með jöfnu millibili með 4—5 skip- um. Það er að vísu auðsætt að flutningur nýslátraðs kjöts, hefur í för með sér hækkun á flutningsgjaldi, þar sem að sjálfsögðu verður að hafa kælirúm í kjötflufningsskipunum, en þessi flutn- ingshækkun mun samt margfalt borga sig, þar sem verðið verður miklu hærra á kjötinu og eftirspurnin eftir þvi miklu meiri, að ógleymdu því áliti, sem það mun ávinna sér á markaðinum. Hr. Milner héfur sérstaklega ferðast um Vesturland, og lrefur meðal annars komið á bráðabyrgðarsláturhúsum i Skógarnesi og á Skipapolli, og tekið þátt í slátrun 1400 fjár og söltun á 1800 tunnum af kjöli í Stykkishólmi. Var honum alstaðar vel tekið vg látið vel af sérþekkingu hans. Hann býr nú sefn stendur hér í Rvík og er fús á að koma á stofn fleiri slát- urhúsum, þar sem eins og kunnugt er, kjötið er verkað af miklu meiri þekk- ingu en ella, og gefur þess vegna marg- faldan ágóða. Hr. Milner álýtur að slátrunin eigi að fara fram þrisvar á haustin með jöfnu millibili, þannig að kjöíið frá tveímur fyrstu slátrununum, sé sent nýtt niður til Danmerkur, en í seinasta skift- ið sé kjötið saltað áður en það sé sent út. Með þessu móti cr trygt, að mark- aðurinn yfirfyllist ekki, svo verðið lækk ekki, hcldur haldi sér jafnt. Viðvíkjandi slátrun fjár hér á lancli, hefur hr. Millner það að athuga, að féð er víða skorið á háls. . Þetta álítur lrann alveg ófært, bæði óheppilegt og ómannúðlegt í hæsta máta. Hann álít- ur að stinga eigi slátursféð með odd- mjóum hníf. Hann kveðst hafa sýnt mönnum þá aðferð víða á Vesturlandi, og hafi mönnnm alstaðar gefist vel að henni. Hann lætur þess að lokum getið, að hann sé reiðubúinn að gefa hverjum þeim sem óskar, upplýsingar um þetta efni, og hafði á orði að skrifa síðar nánar um starfsemi sina á Vesturlandi. Atvinnuleysið. Af hverju ætlar fólk hjeðan úr bænum svo tugum skiftir til Ameríku næstkom- andi vor? Er það ekki af þeim hag- fræðislega hugsunarhætti borgarstjórans og bæarstjórnarinnar, sem ríkt hefur og ríkir hér enn, að leyfa ekki mönnum að taka önotuð og ónumin lönd bæarins til ræktunar ? En 1 Ameríku er þakkað fyrir, og hver einn maður styrktur afstjórninni á allar lundir, sem tekur þar óbygð lönd til ræktunar, og eftir þrjú ár, hafi þeir unnið ákveðinn hluta af landi þessu, og þarf örlítinn hluta til þess, þá fá landtakendur löndin gefins, og eru þá orðnir jarðeigendur og til styrktar þjóð- félaginu úr þvf alla sína æfi, og niðjar þeirra eftir þeirra dag. Hversu óllkt er þetta þvf sem hér er? Þó menn hafi nú fengið erfðafestulönd bæarins áður, þá hefir það hangið því, að landtakandinn hefir fengið landið leigulaust aðeins í þrjú ár, meðan hann hefir átt að vinna að því sjer til afnota. En strax eftir þau ár, — hana nú! þá er lagt eftirgjald á það ár- lega eftir verðlagsskrá bæarins ár hvert. Það er svo sem ekki verið að reyna að hlynna að, eða hvetja til landtökunnar hér, heldur þvert á móti að flæma bestu og duglegustu menn úr borginni til ann- ara landa, þar sem þessi atvinna er bæði styrkt og virt af stjórnendunum þar. Það er hörmung, að hugsa sér frammistöðuna. hér með þessu háttarlagi þeirra, sem stjórsa eiga til hagsælda og heilla borgurum þessa bæar. Einhvern tíma birtir hér, eða bærinn fellur í aðra stjórnardeild, máske alútlenda, sem þá hugsar betur um hag borgaranna, en mér virðist, og er ómótmælanlegt að nú sé gert, þar sem fjöldinn, sem fyr er sagt, ætlar að flýa héðan undan þessari — Ifklega dæma- lausu — hagfræðisleysi þeirra, sem séttir eru að sjá um hag bæarius. Siðan eg skrifaði um atvinnuleysið f Reykjavlk í »Ingólf«, hef eg talað við tvo fatæka barnamenn, sem sögðust hafa beðið um óbygt land bæarins í haust til að búa sér til marjurtagarð, og tóku það fram, að ef bærinn þyrfti landsins með einhvern tíma — sem mun næsta ólíklegt á þeiro stað — þá skyldu þeir láta löndin aftur, án þess að taka neitt fyrir verk sín þar. En báðir fengu þvert nei við því, að fá landið í kálgarð handa sér! I Eg er gamall orðinn — ekki þó elli- ær —, en mig grunar, að innan io—20 ára verði bærinn gersnauður af vinnandi fólki, sem von er til, ef það fær ekki að vinna sér inn daglegt brauð ineð ærleg- * um handafla slnum. Skilyrðið er: Með erfiði skaltu þig af jörðinni næra alla þína lífdaga. Kannske núverandi stjórn sé svo vorkunsöm, að hún tfmi fkki að láta fólkið vinna, heldur mynda letingja þar í stað! L. Pálsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.