Þjóðólfur - 20.05.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.05.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 83 Halastjörnudagarnir. Loksins erum við búin að lifa þessa hættulegu daga og mun margur þakka Guði sínum, að vera lifandi og heill heilsu. Að minsta kosti ættu þeir Fjallkonu-Flóki og Ing- ólfs-Hrói að gangast fyrir því, að bænarsamkomur yrðu nú haldnar í þakklætisskyni. Annars voru menn 1 miklum vafa um, hvenær jörðin fseri í gegnum halastjórnuhal- ann, því blöðunum okkar og vísindamönnunum bar ekki alveg saman, frekar en vant er, og vil eg því, góðum mönnum til skemtunar, skýra frá nokkrum missögn- um þeim, er eg hefi rekið mig á í íslenskum blöðum: Fjallkonan 11. Mai. »19. þ. m. veður jörðin um halann um 11 kl.stundir. Þá ber stjarnan í sólinasvo endilangur halinn og stjarnan sjálferumilli jarðar og sólarc. Isafold 4. Maí. »H. 18. Mai kl. 3J/» um morguninn verður halastjarnan næst jöiðinnic. Fregnm. ísaf. 18. Maí. ijörðin er i hal anum i dag og verð ur i honum á morg un og á föstudaginn En sjálfur stjörnu kjarninn fer fram hjá sólunni í nótt milli kl i1/*—2*/» eftir vor um tímareikningi*. Lögrétta 16. Febr. »20. Apríl er hala- stjarnan næst jörðu, 18. Maí strýkst hal- inn rétt hjá okkur og 30. Maí hverfur hún sýnumc. k. Maí. »i8.þ.m.ájörðin að fara gegnum halann". 18. Maí. ».. . snertir jörðin fyrst halann 18. Maí kl. 10,37 e.m. og fer í gegnum hann áein- um kltíma og verð- kominn úr honum Reykjavik 7 Maí. »20. Maíer stjarn- an sjálf næst jörðu, en halann höfum við farið í gegnum dag- inn áðurc. aftur kl. n,37c. Ekki hafa menn orðið varir við nein áhrif af halastjörnunni, og sem betur fer hefir líklega lítið af blásýrugasinu, sem vera kvað 1 halanum, blandast saman við andrúmsloftið. Ekki hafa menn heldur orðið varir við hið undra-heilnæma stjörnu- efni, er dr. Helgi Péturss getur um 1 Isafold; er það illa farið, því ekki veitir mann- kyninu af því, þótt það yrði þröttmeira og greindara. — Ekki hefir Björn Jónsson sagt af sér ráðherraembættinu, og líklega er dr. Helgi Péturss ekki hættur að dæma um skáldskap, og ber það hvorttveggja vott um það, að ekki hefir halastjarnan haft nein áhrif á gáfur manna. hafði fengið mikinn undirbúning heima utan skóla. Nr. 17 í yngri deild var yngri deildar nemandi 1908—9, en gat eigi flutst upp 1 eldri deild í haust. Hvað er að frétta? Prestskosning í Grindavíkur- prestakalli fór fram 17. þ. m. og var Brynjólfur Ma gnú sson cand. theol. kosinn með nær öllum atkvæðum. Hinir, er i kjöri voru, Jón Jóhannessen prestur á Sandfelli og Sigurður Guðmundsson prestur á Þóroddsstað, fengu örfá atkv.. Einn umsækjandinn, séra Pálmi Þórodds- son í Hofsós baðst undan kosningu. Fisklskip vantar. Fiskiskipið »Gyða«, eign hlutafél. P. J. Thorsteins- son & Co. á Bíldudal, hefir ekki sést síð- an 22. f. m., og eru menn hræddir um, að það hafi farist. A því voru iomenn, flestir af Bíldudal og þar í grend, þar á meðal sonur sr. Jóns prests á Bíldudal, Páll að nafni, ungur maður og efnilegur. Veitt lœknisliéruO: Flateyrar- hérað er veitt Halldóri Stefánssyni sett- um lækni 1 Höfðahverfi. Strandahérað er veitt Magnúsi lækni Péturssyni. Nauteyrarhérað er veitt Sigvalda Stef- ánssyni settum lækni 1 Strandahéraði. Veitingar þessar eru dagsettar 27. f. m. og eru tvær hinar síðari frá 1. Júní, en hin tyrsta frá 1. Júlí að telja. \ Bæar-annáll. Afii botnvðrpuskipanna is- lensku á vetrarvertíðinni er þessi: Snorri Sturluson..................173 þús Freyr ......................... . 116 Valur............................ 40 — Mars..............................120 — íslendingur ...................... 98 — Jón forseti ......................187 — Við skýrslu þessa, er það að athuga, að sum þeirra hafa verið að veiðum síðan um nýár, en önnur byrjuðu fyrst i Mars og eitt (Valurinn) 1. Apríl. (Lögr.). Afli þilskipanna islensku á vetrarvertíðinni er þessi: Ása, eign Duus-verzlunar. . 43,600 Björgvin — _ . . 27,000 Haraldur — — . . 17,000 Keflavík — — . . 28,000 Milly — — . . 21,000 Svanur — — . . 27,000 Sigurfári — — . . 24,000 Sæborg — _ . . 34,000 Portland eign h/f. P. J. Th. & Co. 13,000 Grreta — — 13,000 Bagnheiður — 21,500 (ruðrún (frá Gufun.). — 23,000 Toiler — 13,000 Björn Ólafsson — 27,500 Langanes — 30,000 Skarphéðinn — 18,500 Sléttanes — 15,000 (feir eign h/f. Sjávarb. í Rvk. 31,000 Isabella — — 17,000 Fríða — — 20,000 (Juðrún Zoega — 20,000 Josefine eign — 19,000 Acorn — — 11,000 Morning Star eign s. fél. i Hafnarf. 26,000 Robert _ _ 14,500 Sjana — — 16,000 Himalaya — — 9,000 Margrjet eign Th. Thorsteins. kpm. 18,000 Sigríður — — 17,000 Haft'ari eign Sigurðar í Görðum 21,000 Ilaraldur frá ísafirði 24,000 Hafstein eign Jóns Ólafss. skipstj. 21,000 Scagull eign Odds Jónss.f. Ráðag.ofl. 29,000 Ester eign fiskiveiðafél. Stapinn 15,000 Á frönsku hefir nýlega verið gefið út kver hér 1 bænum. Eru í þvl ýmsar uPplýsingar, er Frökkum þeim, er hing- aö korna, er nauðsynlegt að vitá, svo sem um skipaferðir, hvenær söfnin, ritsíma- stöðin og pósthúsið er opið o. s. frv. Auk þess hafa margir augiýst í kverinu. Frágangur er góður að ytra útliti, en um prentvillur og þýðingarvillur verður ekki dæmt hér, en líklega er minna um það en í ritsímaeyðublöðunum forðum daga. — Skipaferðir: »Sterling« kom frá útlöndum 4. þ. m. með um 50 farþega. »Kong Helge« kom frá útlöndum s. d. »Vendsyssel«, aukaskip Sam. gufusk.fél., kom frá útlöndum í fyrra dag, og »Gambetta«, aukaskip frá Thorefél., kom frá útlöndum 1 gær. »Vestri tór í strandferð á hvítasunnu- dag með fjölda farþega. Islenzkar sagnir. Frá Hljóða-Bjarna. Eitt sinn fór Bjarni af Langanesi aust- ur í Fljótsdalshérað. Þá var hann orð- inn gamall. Vildi hann finna Pál sýslu- mann Melsteð, og fá hjálp hans að ná aftur konu sinni. A þeirri ferð var Bjarni nótt á Finnstöðum. Þar bjó Þórð- ur bóndi Glslason, búhöldur mikill og at- hafnamaður, skynugur vel, en nokkuð brellinn og meinlegur. Hann tók Bjarna vel, spurði margs og veitti ótæpt brenni- vín, svo karl varð ölvaður. VTísaði Þórður honum til rúms á skák á hápalli, og var ilt rúm á bálknum, en hátt niður á gólf, og var steinlagt. Bjarni lét illa í svefni og byltist mjög í ölæðinu, svo hann valt fram af niður á gólfið. Þá vaknaði Bjarni og hljóðaði ákaflega. Þórður heyrði og sagði: „Æ! meiddirðu þig, Bjarni minn“. „Hví spyr þú svo“, sagði Bjarni. „Heyrð- irðu það ekki? Eg rotaðist". „Ekki hefur þú rotast", segir Þórður, „þess vegna hljóðar þú". „Bölvaður gikkurinn", sagði Bjarni; „er það ekki annað, að rotast, og annað að dauðrotast". Aldrei náðiBjarni aftur samvistum við Sigríði konu sína. Ekkert barn átti hann við hvorugri konu sinni. Lengi var Bjarni á elliárum niður- setningur á Langanesi. Þar sem sveitar- óinögum var lýst 1 hreppsbók Langnes- inga, stóð vlða hjá nafni Bjarna: „gamall letingi", eða annað verra. Alla tíð var hann hvimleiður, og var settur niður á fleiri stöðum en einum hvert ár. Sfðajst átti hann að vera missiri á Sauðanesi. Þá ók eg, sem skrifa þetta, karli í vistina snemma vetrar, og var honum þar sam- tíða, þangað til hann dó seint á útmán- uðum1). Tók eg að honum gröf með öðr- um út við garð, suður frá sáluhliði. Þennan vetur var Bjarni mikið meinhægtir, hafði oft yfir sálma úr Hallgrímskveri, og virtist orðinn guðrækinn. Þó brá enn fyrir hjá honum strákskap í orðum, og oft var hann á nóttum frammi með ljós, að rusla í kistu sinni, en aldrei um daga. Menn ætluðu að hann ætti peninga, en ei fund- ust eftir hann nema 3 krónur. Enda hafði það ætíð verið siður hans, að geyma pen- inga í jörðu, í þúfum og holum. Því ætl- uðu menn, að hann mundi víða hafa fólgið fé í jörðu; og það vissu menn, að hann hafði oft mikla peninga og lét aldrei burtu. Hann var hjátrúarmaður; heitaðist við menn og var ei trútt um, að menn hræddust hann fyrir fjölkyngi. Bjarni Pétursson var orðheppinn og talaði oft í líkingum mjög einkennilega. Til vitnis um það, skal segja liér nokkuð um orðtök hans. Síðasta vetur, sem Bjarni lifði, rólaði hann ( stofu, þar sem maður þiljaði innan. Bjarni tók upp heflaða tjöl öðrum megin, en var svört hins vegar og ekki ásjáleg. „Hvert á þetta aðsnúa?" sagði Bjami og benti á svörtu hliðina. „Að veggnum", sagði smiðurinn. „Eg skil það kunningi", sagði Bjarni, „þvl hann hefur ekki augu". 1) Bjarni andaðist 20. Júlí 1826, og hefur því orðið 78 ára. lbilikiirú vsi j>. Við undirrituð get- um ekki með orðum útmálað þær þakkir, sem við vildum geta fært öllum þeim mönnum ungum og gömlum, sem á svo margvíslegan hátt sýndu okkur innilegan vináttu og virðingarvott, með nærveru sinni og annari örlætislegri og kærleiks- ríkri hluttöku í 80 ára afmælisfagnaði mín- um (Lofts Gíslasonar) og 52 ára búskap- arminning, sem þeir heiðruðu sveitarhöfð- ingjar Gunnl. hreppstjóri Þoisteinsson dbrm. á Kiðjabergi og Jóhannes hrepps- nefndarm. Einarsson í Eyvfk, stofnuðu til ásamt konum þeirra, sem voru þeim mjög samtaka í því sem öðru, að leysa þetta fyrirtæki af hendi með sérstaklegri alúð, rausn og heiðri. Þessi heiðurs-samkoma, sem haldin var á sumardaginn fyrsta í barnaskólahúsinu á Minniborg, veitti okk- ur þann fögnuð að við minnumst ekki að hafa lifað glaðari dag, enda var veðrið yndislega fagurt. Við viljum því þakka góðum guði fyrir alt það góða, sem fram við okkur hefur komið 1 þessu sem öðru, og biðjum hann að launa öllum þeim, er hér áttu hlut að máli, þær rausnarlegu gjafir, sem okkur voru afhentar til menja, og öll þau fögru orð, er okkur voru flutt við tækifærið bæði 1 bundnu og óbundnu máli. Með glaðri og þakklátri endurminningu um þennan ánægjulega sumardag, send- um við öllum hluttakendum kæra kveðju okkar. Vatnsnesi í Grímsnesi 29. Apríl 1910. Margrét Tómasdóttir. Loftur Gíslason. CgcjQrt Qlaessen 7firréttaraálifintnlni!Möiir. Pésthússtræti 17. Venjulega heima kL 10—11 og 4—5. Tals. 16. Sveitarnenn! þegar þið komið til bæarins, þurfið þið ekki að ómaka ykkur til að, fá ykkur vindla og allskonar tóbak búð úr búð, heldur farið beint í Tóbaksverslunina í Ansturstræti 4 því hvergi fást vindlar og allskonar tóbak betra og ódýrara en í Tóbaksverslun R. P. Leví, Austurstræti 4. Munið það! Jurtapottar ódýrastir í verslun Sturtu Jónssonar. Fimtudaginn 9. Júní næstkom- andi verður opinbert uppboð haldið og þá selt ýmiskonar tiinbur. svo sem plankar. bitatré, loftlistar o. fl. tilheyr- andi þrotabúi hlutafél. »Bakka- búð« hér í bænum. Uppboðið verður haldið í timb- urgeymsluskúr nefnds þrotabús við LindargÖtu og hefst kl. 11 árdegis. Bæarfógetinn í Beykjavik, 19. Mai 1910. Jón Magniisson. Allar brúkadar Íslenskar sögu og Ijódabœkur kaupi eg fyrir pen- inga einnig orðabœkur o. //. *3ófí. <3ófíannesson. Laugaveg 19.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.