Þjóðólfur - 15.05.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.05.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR 65. árgangur. Reykjavík, 15. raaí 1918. 8. tölublað. ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, sími 286. Þiiigírestun. Það má víst kalla áreiðanlegt, að komið hafi til orða og umræðu meðal þingmanna að fresta alþingi um hríð og þangað til fram á mitt sumar eða lengur. Heflr verið minst á mál þetta í blöðum. Er mælt, að þingmenn sumir þykist lítið hafa að starfa, vilji bregða sér heim til búa sinna og barna, og skreppa svo suður aftur, er meira er að gera. Þetta virðist nú sanna skoðun Þjóðólfs, er látin var í ljós í 1. tbl. hans þ. á., að of snemma mundi hafa verið kvatt til þings þessa. Og sú er enn skoðun vor. Alt fyrir það er vafamál, hvort rétt sé það gert af löggjöfum vor- um, úr því sem komið er, að þjóta nú heim til sín, er ekki er meira afrekað en nú er raun á. Eftir því sem Þjóðólfl hefir skil- ist, af blaði fjármálaráðherrans, Fróni, og viðtali við menn, er hér mega gerzt um vita, hafa þrjár verið ástæður þess, að þingmenn voru kvaddir til þingfarar í apríl: 1. brezku samningarnir, er stjórn- in vildi leita álita og samþykkis fulltrúa þjóðarinnar um, áður en frá þeira væri gengið að fullu og öllu; 2. fánamálið, er stjórninni hefir þótt liggja svo mikið á, að ekki þyldi það bið, og 3. dýrtíð- arráðstafanir, er vinda varð að bráðan bug að dómi ráðuneytis. Heflr þingið lokið þessum erind- •! um? I Brezku samningarnir eru víst ^bráðum fullgerðir. Af þeim sökum ^geta þingmenn víst haldið heim- leiðis, Um síðustu ástæðuna, dýrtíðar- ráðstafauir, er þingið varð að gera eða samþykkja, er þess að geta, að Þjóðólfi skildist á mikils metn- um og gömlum þingmanni, að lög um almenna dýrtíðarhjálp yrðu afgreidd, áður en þingi yrði frest- að. Má þá telja, að lokið sé þvf verki. Hitt er annað mál, hve vel því erindi verður lokið. Við af- greiðslu þingsins á dýrtíðarmálinu una menn vísast misjafnlega. En fánamálið er óútkljáð enn. Engin tillaga hefir komið fram um það. Ekkert hefir verið hafst að opinberlega í því máli. En samt rjuka þingmenn, ef til vill, heim til sín. Og það hefir ekki heyrst annað, en stjórnin láti sér það lynda, eða að hún neiti að gegna stjórnarstöríum framvegis sökum þess. Nú er það „opinbert leyndar- mál“, að þingfrestun stafar einmitt af fánamálinu, ef úr henni verður — að þingmenn þykjast ekki hafa neitt að gera, fyrr en þeir geta tekið það til meðferðar. En það sé ekki hægt fyrr en í júlí. Það virðist nú raunar undar- legt, að þingmenn hafi ekkert að starfa, þar sem ekki allfáir þeirra hafa sannanlega kvartað yfir úrræða- og aðgerðarleysi stjórnarinnar. Hver á að gera það, sem stjórnin gerir ekki, en gera þarf, ef þingið verður ekki til þess? Verða þing- menn betur fallnir til að gera það í sumar? Orðnir úrræðasnjallari í júlí en maí sama árið? Hvað segja stjórnarandstæðingar um þetta tiltæki? Um áramót kröfð- ust þeir þíngs til þess að losa landið við stjórnina. Og Þjóðólfur hygg- ur, að hann fari ekki rangt með það, að þeir þingmnnn, er kallast vilja stjórnarandstæðingarx), t. d. langsum-þingmennirnir, hafi æskt aukaþings sem fyrst. Geta þeir varið það fyrir samvizku sinni og þjóð að stökkva heim og gera enga t.ilraun til að útvega landinu betri stjórn? Ætli það veitti af, að þeir sætu hér þenna mánub, þar til þeir geta tekið til óspiltra málanna, og hefðu eftirlit með stjórninni, rannsökuðu ráðsmensku hennar og sýndu alþjóð manna i snjöllum og rökstuddum álitsskjöl- um, hve geróhæf stjórnin er til þeirra mikilvægu starfa, er hún á að gegna? Segðu sig skýrt úr bandalagi við hana og bæru upp vantraustsyfirlýsing til hennar? En víkjum aftur að fánamálinu. Þjóðólfur hefir ekki átt tal við þá þingmenn, er fresta vilja þingi nú og veit því ekki gerla allar ástæð- ur þeirra. Mun blaðið því tala var- lega. í bráðina verður hér bent á tvent: Umtal hefir nú orðið nokkurt um málið í dönskum blöðum. Danir virðast ætla, að í oss sé nú mikill sjálfstæðishugur. Ætli þeir breyti ekki skoðun sinní, ef þeir heyra nú, að þingmenn séu farnir ') Þjóðólfur hefir annars ekki orð- ið var verulegs andófs gegn stjórninni. Því að ekki er gerandi mikið úr því and- ófi, þó að síra Sigurður i Vigur haldi þungorða sparnaðarrseðu og ávíti fjár- málastjórn landsins, er hann eftir sem áður skipar flokk forsætisráðherra, er ber mesta ábyrgð á stjórn landsins og altaf getur tekið í taumana, ef eitt- hvað lendir í ólagi eða vanrækslu hjá hinum ráðherrunum, Og líkt má segja um Isafoldarmenn á þingi, sem eru í kosningasambandi við Heimastjórnar- menn, enda hafa þeir virzt vægir í sókn á hendur stjórninni, enn sem komið er. Og annars er ekki að vænta eftir af- stöðu þeirra við forsætisráðherra. Þing- ið virðist alt komið í flækju, þar sem allir þingmenn eru reyrðir saman tueð leyniþráðum. Væri óskandi, að greitt yrði úr bendunni, er fánamálið er til lykta leitt. heim, virðingin fyrir vilja vorum og kröfum minki ekki? Og þingmenn mega vara sig á að skjóta málinu of mjög á frest eða láta Dani draga málið á lang- inn fyrir sér. Allir þingmenn hafa krafizt fánans, og forsætisráðherr- ann hefir bundið okkur svo með orðum sínum í ríkisráði, að við getum ekki hneisulaust aftur snú- ið. Ef dugur ‘og dáð væri í þjóð- inni, myndi hún og segja vib þing- menn: „Þið hafið byrjað fánamál- ið, og berið allir ábyrgð á, hversu nú er komið. Þið verðið nú að koma mér vanvirðulaust frá því, en leggja ella niður þingmensku. Þið megið að minsta kosti ekki oftar fresta þingi þess vegna"! „Aftans bíðr óframs sök“, sagði Guðrún Ósvífrsdóttir, er hún eggj- aði Þórð Ingunnarson á að fresta ekki skilnaði við konu sína. Þjóð- ólfi þykir ekki illa við eiga að minna háttvirta löggjafa vora á þessi orð, er höfð eru eftir einni hinni frægustu fornkvenna vorra. Og með þeim vill hann þó ekki eggja þá á að rasa fyrir ráð fram, enda er víst ekki hætta á slíku. Bjargráð og ráðleysi. Alþingi situr enn á rökstólum, og heyrist fátt af bjargráðaviðleitni þess, nema ef vera skyldi eftir- launasamþykt neðri deildar til Björns Kristjánssonar. Jú, alveg rett. Stórfé verja allar þjóðir til að kaupa af höndum sér tæringu og krabbamein, og það vita ís- lenzkir alþingismenn. Vitanlegt er það, að eitt af því, sem amar ab landsmönnum nú, er skortur á haldgóðum klæðnaði. Verð allrar vefnaðarvöru er orðið afskaplega hátt, og mun þar um að kenna, að engu eftirliti frá hálfu hins opinbera er Þar til að dreifa. Það hlýtur að vera einhver meinloka í þeirri verzlunaraðferð íslendinga, að kaupa útlenda vefn- aðarvöru fyrir alt að 50 kr. hvern meter eða rúml. 150 kr. í hvern karl- mannsklæðnað, en selja á sama tíma mislita ull út úr landinu fyrir 2 kr. pr. kg., eða sem næst 10 kr. fyrir efni til karlmanns al- klæðnaðar. Vinnulaunin ein gætu orðið nálægt 140 kr., og að ógleymdu því, að úr íslenzku ull- inni fengist ósvikinn og haldgóður klæðnaður, handa erfiðisfólki. Ekkert sýnist nú eðlilegra, en að landstjórnin taki að sér rekst- ur þeirra tóvinnuvéla, sem eru til í landinu. Ef kolalevsi er kent um að bær starfi ekki allar, þá rnætti bæta úr því með því að flytja lðunnarvélarnar að Álafossi, því að þar mun nógur vatnskraftur. Hús- Sveitamennl Takið eítir! TorfiJ. Tómass., SkólaTörðast.31 Rvík, útvegar yður prirna vvaterproof-bápur karla og kvenna í öllum litum. Verð frá kr. 18.00—120.00, Pantanir utan af landi verða af- greiddar gegn póstkröfu fljótt og greiðlega. rúm er þar mikið, og Landsjóði væri innan handar að slá upp bráðabirgðaskýli yfir eitthvað af vélunum. Sama er að segja um rekstur Gefjunar-verksmiðjunnar á Akureyri. Hún ætti sömuleiðis að vera rekin fyrir fé hins opinbera, og síðan séð um, að dúkar frá „Stofnununum“ yrðu seldir við sanngjörnu verði um land alt. Annars er næstum óskiljanleg þolinmæði landsmanna gagnvart okri því, sem er viðhaft með sölu á flestum varningi hér. Það er leyft að flytja til landsins hvera þremilinn, sem ágjörnum „agent- um“ og auðtrúa smásölum dettur í hug að hafa á boðstólum, og engin höft á pví, í staðinn fyrir það, að hingað ætti ekki að leyfa innflutning nema á hinu allra nauðsynlegasta, því að hér hlýtur að fara fyrir mörgum eins og fjölskyldumanninum, sem fyrir rúmu ári keypti glymskrattann, en varð að seija hann á uppboði eftir stuttan tíma og um leið segja sig til sveitar. Hér eru allar búð- ir meira og minna fullar af allskyns óþarfa, bæði ætum og óætum. Kaupmenn auglýsa jafnvel frosnar kartöflur fyrir 32 aura pr. kg., sem þeir kváðu selja við- stöðulaust, samtímis því að brjóst- sykur og konfekt er selt í tonna- tali, þó sennilega handa alt ann- ari tegund fólks en þeirri, sem kaupir og borðar frosnar kartöflur. Eins og erfiðleikar og vandræði fólks og landslýðs eru óteljandi, eru bjargráðin lika mörg, ef þing- menn vildu koma auga á þau og hefðu samheldni til að leiða þau farsællega til lykta. Eitt af þeim væri að koma ullariðnaðinum í betra horf én hann nú er, og er vonandi að þinginu takist það. Gestur Einarsson. Alla afgreiðslu Þjóðólfs annast Björn Björnsson bókbind- arl, Laugaveg 18, Sími 286. — Hann tekur við öllum auglýs- ingum og hefir á hendi öll reikn- ingsskil blaðsins. Ef vanskil verða á því, eru menn beðnir að snúa sér til hans.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.