Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						30
ÞJOÐOLFUR
Fræðslumál.
Erindi eftir messu í Hrepphólum
I. april 1918.
Framh.
En nú halda sumir því íram,
að hentugra mundi og notadrýgra
að færa til skólaskyldualdurinn.
Sleppa henni fram yfir fermíngu,
en gera svo öllum unglingum að
skyldu, að ganga í unglingaskóla
á aldrinum 15—20 ára, og færa
það einkum til, að þá læri menn
meira á styttri tíma. Jafnvel al-
þingi hefir varpað fram þeirri spurn-
ingu, hvort þetta muni ekki rétt
vera. Eg hygg, að það væri verra
en það, sem er; vil með engu
móti missa þá litlu fræðslu-skóla-
skyldu, sem við höfum fyrir inn-
an tekt. Það er erfitt að dæma
um þetta til hlítar eða með fullri
vissu, því að slíkt fyrirkomulag
hefir mér vitanlega hvergi verið
reynt í heiminum. Ef það hefði
yfirburði yfir hitt, sem allar þjóð-
ir hafa tekið upp, þá væri undar-
legt, að engum þeirra mörgu ágæt-
ismanna, er þokað hafa skólamál-
um þjóðanna fram á við sí og æ
í þetta horf, sem nú eru þau kom-
in í, hefði dottið það í hug; því
að sumstaðar hagar þó til líkt og
hér, í mörgum héruðum a. m. k.
Og þetta eitt mundi gera mig hyk-
andi við breytinguna. En þar við
bætist, að eg held, að enginn mai-
ur, sem vill menta börn sin, fresti
því fram yfir 14 ára aldur. Það
er ekki heldur von. Á þeim árum,
6—14, er líkami barna og sál í
óða vexti, og þau þarfnast bæði
líkamlegra og andlegra viðfangs-
efna, ef þeim á að fara fram eðli-
lega. Og á þeim árunum er mönn-
um líka vitanlega ósárara urfí tím-
ann, því að þá eru b'ömin fær um
minni vinnu til gagnsmuna, og
hann færi þá oftast hjá lítt not-
aður eða ekki,. og kemur aldrei
aftur. Það væri sóun á tíma, sem
menn standa sig ekki við. Æfin
er ekki svo löng. — Þá er eg
enn fremur hræddur um, að mjög
erfitt yrði, að framfylgja skóla-
skyldunni, ef þessi breytirig væri
gerð. Eg held, að enginn kunn-
ugur maður láti sér í hug. koma,
að afnema skólaskyldu þá, sem
er í þorpum og kaupstöðum, og
láta þar allan barnasæginn ganga
sjálfala fram að 14 ára aldri. Það
kæmi aldrei til mála. Ef landið
léti það afskiftalaust, yrðu þó bæ-
irnir  sjálfir  að hafa einhver ráð.
En hvernig yrði í framkvæmdinni
að" lifa í þessu efni undir tvenn-
um lögum, öðrum í kaupstöðum,
hinum í sveitum? Mundi ekki
mörgum sveitaforeldrum þykja
freistandi að flytja sig í kaupstaðina,
til þess að f á þar ókeypis kenslu han da
börnum sinum? Og mundu ekki
margir sveitaunglingar, sem sleppa
vildu hjá skólagöngunni þar, leita
til kaupstaðanna, þar sem ekki
væri slik skylda? Eg vil að hvor-
ugu styðja. Eða halda menn, að
öllum foreldrum yrði ljúft og létt
um, að fara að kosta börnin sín í
skóla, einmitt þá, þegar þau Sru
vön að fara að geta unnið fyrir
sér? Eða öll ungmenni verði þá
orðin námfús, ef ekkert hefir þang -
að til verið gert til að kveikja
námíýsi í þeim? Ekki get eg von-
ast til svo góðs. Miklu heldur býst
eg við, að mörg börnin, sem í
mestri vanhirðu hefðu vaxið upp,
mundu skjótast undan eða verða
skotið undan, sjálfum sér og þjóð-
félaginu til skaða. — Og er það
nú svo víst, að unglingurinn eftir
14 ár yrði svo miklu fljótari að
nema, en barnið fyrir 14 ár? Ekki
mega menn láta það blekkja sig,
þó að sami maðurinn sé fljótari
að læra á unglingsaldri en hann
var á barnsaldri. Það kemur a. m.
k. meðfram af því, að því meira
sem maður veit, því meiri þekk-
ingu sem maður heflr til undir-
búnings, því hægara veitir manni
að læra og skilja meira í viðbót.
Hitt er vafasamt, hvort maður
með sömu undirbúningsþekkingu
er að nokkrum mun fljótari að
læra t. d. á 16. ári en á því 12.
Það er víst. að 10—14 ára ald-
urinn er einkar vel fallinn til náms
að ýmsu leyti. Líklega engin önn-
ur ár hentugri að nema þær listir,
er leikni þarf til, svo sem lestur,
skrift og a. n. 1. reikning. Ef nú
skólaskyldan væri færð aftur fyrir
14 ára aldur, og heimilunum á
herðar lagt að kenna börnunum
fram að þeim tíma það sama,
sem þeim er nú falið að kenna
þeim, áður en þau verða 10 ára,
halda menn, að börnin yrðu þá
ekki, mörg hver a. m. k., líkt
stödd að lærdómi 14 ára, eins og
þau eru nú 10 ára? Skyldi það
auka mikið áhugann, þó að frest-
urinn yrði lengdur? Stundnm dreg-
ur það úr honum. Það er sagt,
að mörg heimili vanræki nú skyldu
sína að kenna börnum lestur og
skrift fyrir 10 ára aldur, og kasti
allri sinni áhyggju í því efni upp
á þessar fáu vikur, sem barnið á
von á að vera hjá kennara. Ætli
þeim hinum sömu þætti þá ekki
eins glæsilegt, að eiga unglinga-
skólann tilvonandi að bakhjarli?
Menn kannast við, að komið get-
ur kýtingur í börn líkamlega af
litlu viðurværi og léJegum viður-
gerningi, svo að þau búa lengi að,
stundum æfilangt. Það getur líka
komið í börn kýtingur andlega,
af samsvarandi orsökum. Eg er
hræddur um þess konar kýting,
ef börn eiga til 14 ára aldurs að
búa eingöngu að þeim andlega
viðurgerningi, sem sum heimili
hafa að bjóða, eins og eg drap á
hérna áðan.
Það er öðru nær, en að eg geri
mér glæsilegar vonir um almenna
námsskyldu á unglingaskólum, ef
undirbúningurinn er vanræktur eða
um hann látið fara sem verkast
vill. Hann yrði áreiðanlega harla
misjafn. Ekki yrði það fyrir miðl-
ungskennara að taka á móti tug-
um unglinga, piltum og stúlkum,
15—16 ára, á gjálífasta reki, sum-
um námfúsum en sumum líka frá-
bitnum öliu námi, sumum bein-
iínis sjálfsagt nauðugum, sumum
vel  að  sér,  en sumum vafalaust
lítt læsum og skrifandi, eiga að
stjórna þeim í heimavistarskóla og
láta þá alla fá kenslu, sem væri við
þeirra hæfi. Eg óttast, að þeir,
sem mest hefðu verið vanhirtir
áður og því hefðu mesta þörfina,
yrðu út undan um gagn af skóla-
vistinni. Það er hvorki gaman né
holt, að vera samvistum við marga
jafDaldra sína og finna að maður
er eftirbátur, og ekki er það hvað
bezt á þeim aldrinum. Það getur
dregið margs konar dilka á eftir sér,
eftir því hvernig skaplyndið er.
Eg hirði ekki að fara út í það.
En eg vorkenni þeim, sem svo
yrðu staddir. Loks skal eg játa,
að mér er ekki ljóst, hver á að
kosta þá unglinga í skólann, sem
ekkert eiga til. Ef fresturinn væri
settur til 18 ára aldurs, er hætt
við að skólagangan dragist hjá
sumum í lengstu lög, en hæpið
að þeir ættu þá þó efni til að
kosta sig sjálfir. Eg hefi heyrt það
talið til gildis þessu fyrirkomulagi,
að þá mundi síður bresta á heim-
ilunum menn til að kenna börn-
unum yngri. Eg geri mér alls
ekki svo miklar vonir um þá ment-
un, er þetta skyldunám veitti, að
eg treysti yfirleitt unglingum eítir
það til að kenna börnum, en svo
hygg eg, að það, sem nú bagar
mest í að kenna börnum lestur
og skrift, sé mannfæðin, tímaleys-
ið og áhugaleysið. Og úr engu
þessu get eg hugsað að unglinga-
skólaskyldan bætti, heldur þvert
á móti. Náttúrlega dettur mér ekki
í hug að örvænta um öll not að
unglingaskólaskyldu með þessu fyr-
irkomulagi, en hitt segi eg nú
orðið hyklaust, að eg vil ekki kaupa
þau not fyrir notin, sení nú eru
að fræðsluskyldunni sem er, hversu
lítil sem þau kunna að vera sum-
staðar.
Eg verð að drepa á eitt enn:
Hvernig færi um kristindóms-
fræðslu barna, ef henni væri varp-
að upp á heimilin ein og prest-
ana? Hvernig eiga þau heimili að
kenna hann, þar sem enginn krist-
indómur er til? og eg er hræddur
um að þau séu mörg á landi hér.
Og það þaif ekki að taka þau til.
Þau munu vera teljandi heimilin,
sem treysta sér til að hjálpa börn-
um svo nokkru nemi til kristin-
dómsnáms undir fermingu — sem
von er. Og hvað gera prestarnir?
Hvernig á Skarðspresturinn til-
vonandi að knésetja öll börn á
Skeiðum, Gnúpverjahreppi og Hóla-
sókn? Eða Tungnapresturinn öll
börn í sínum 5 kirkjusóknum?
Og eru þó mörg prestaköll á land-
inu verri viðfangs en þessi. Það
er sýnilegt, að við fengjum aftur
gamla lagið, þululærdóminn skiln-
ingslausan i algleymingi — eða
það sem liklega væri þó skárra —
alls ekki neitt. Þetta eitt, þó að
ekkert væri annað, nægði til þess
að gera mig skólaskyldufræðslunni
algerlega mótfallinn. Því að eg tel
kristihdómsfræðsluna vera hjarta
og afltaug barnafræðslunnar.
Sumir hafa haft það á móti
skólaskyldu barna, eða barna-
fræðslu yfir höfuð, að hún mundi
gera þau svo hneigb til bóka,  að
hugurinn yrði frábitinn allri líkam-
legri vinnu. Aftur óttast aðrir
þvert á móti, að barnakenslan
gerði börnin leið á öllum bókum
og námi, svo að þau yrðu á eftir
frábitin öllum bókum og fræðslu.
Um þessar gagnstæðu mótbárur
finst mér, að þær eigi við alla
skólaskyldu og nám, hvort sem
er fyrir eða eftir 14 ára aldur.
Þessi hræðsla við alla bóklega
mentun, að hún geri menn lata
og frásneidda vinnu, hygg eg eft-
ir minni reynslu og þekkingu, að
sé alveg ástæðulaus. Ef námsfólk
verður letinni að bráð, hugsa eg
að á því sannist hið fornkveðna:
„án er ilt gengi nema heiman
hafi". Eg 'er hræddur um, að það
hafi þá átt letina í fórum sínum,
og hún hefði komið í ljós fyrir
því, þó að það hefði ekki við nám
fengist. Aftur þekki eg skýr dæmi
þess, að menn, sem höfðu mikla
löngun til náms, litu út fyrir að
fá verulega óbeit á líkamlegri vinnu,
meðan þeir höfðu enga von um
að geta svalað námfýsi sinni, en
urðu mestu dugnaðarmenn undir
eins og þeir gátu fengið löngun
sinni íramgengt. Annars getið þið
nú hvert fyrir sig skygnst um
meðal þeirra, sem þið þekkið, og
athugað, hvort það eru fremur
þeir, sem eitthvað hafa numið og
í einhvern skóla gengið, sem eru
eftirbátar í dugnaði og manndáð,
sérstaklega meðal hinna yngri
manna, síðan skólar urðu tíðir og
alþýðumentun almennari. Eg held,
að þessi margumtalaða fyrirlitning
fyrir líkamlegri vinnu eigi sér
langhelst stað hjá mentunarlausu
fólki, sem hvorki hefir lært að
meta líkamlega vinnu né andlega,
og ímyndar sér, að andlega vinn-
an sé hægari og fínni, og að þeir,
sem hana stunda, líti niður á
líkamlegu vinnuna. Þeir sjálfir líta
niður á stöðu sína og störf af
mentunarskorti, en engi mentaður
maður er svo fávís. Eg held, að
það megi segja um alla sanna og
holla alþýðumentun, sem Jónas
kvað um vísindin, að „hún efli
alla dáð, orkuna styrki, viljann'
hvessi, vonina glæði, hugann hressi,'-
farsældum vefji ]ýð og láð". Egj
er ekki að dæma um eða mælal
með neinu uppskafnings mentun*.
arprjáli til skarts utan á eða for-
dildar, „þar sem anda c^ hjarta
alt er sneitt og ekkert hærra mið",
eins og Steingr. komst að orði.
En þá kém eg líka að hinni
mótbárunni, að skólanámið skapi
óbeit á öllum lærdómi. Eg skal
ekki fortaka, að svo get orðið,
jafnvel þó að vel sé kent, hjá ein-
stöku barni, en þá af því, að barn-
ið er námi frábitið að upplagi; en
hafi kenslan alment þau áhrif á
börnin, þá er það af því, að henni
er illa hagað, eða kennarinn illa
vaxinn starfi sínu. Vitanlega mundi
engum koma til hugar að halda
því fram, að mikill meiri hluti
barna ætti að gjalda þess, þó að
fáein yrðu frábitin bókum, og
synja þeim um fræðslu vegna þess.
En það væri ekki heldur viturlega
ráðið, að láta sjálf frábitnu börn-
in  gjalda  ólystar  sinnav,  því
nð'
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32