Þjóðólfur - 28.05.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.05.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR 65. árgangnr. | Reykjavík, ‘28. raaí 1918. 10. tölnblað. ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4.00. Gjald- dagi fyrir lok júlimánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, sími 286. Þingið og þrefið. Þá er eg hefi komið ofan á alþingi undanfarna daga, get eg ekki að því gert, að mér hefir llogið í hug gömul og kunn saga, er lesendur nÞjóð- ólfs« kannast víst allir við. Pað er sögn Snorra af skemtun Ein- herja. Þessi mikli ritsnillingur kallar það »Zei/c« þeirra, að hvern dag, er þeir hafa klæðst, hervæðast þeu, ganga út i garð og berjast »ok fellir hverr ann- an«. Um dögurðarmál ríða þeir heim til Valhallar og setjast sáttir að drykkju, sem ekkert hefði í slcorizt. Löggjafar vorir fara svipað að. Þeir koma í þingsal hvern virkan dag, vega þar hver að öðrum af miklum móð og fella hver annan. Munurinn er að eins sá, að þingmenn berjast ekki með bitrum bröndum, heldur með »gómasverðum« (a:tungum), og fara ekki í or- ustulok til mjaðardrykkju, held- ur til kaffidrykkju. Og eg veit ekki, hvort háttvirtir löggjafar- fulltrúar hafa skap til þess að »sitja meirr of sáttir saman«, sem Einherjar gerðu. En stjórn- málamenn sýnast gleyma manna fljótast fornum fjandskap og heiftaryrðum. Og áheyrendur fá stundum ekki varizt þeirri hugsun, að sókn og vörn séu leikur, sem í Valhöll forðum, til skemtunar pöllum og þing- heimi og köppunum til frægð- ar. Sjá má og einatt þær þing- heljur, er hvassast hafa höggv- izt,ganga ívinsamlegum viðræð- um í fundarlok út úr salnum og brosa sem elskendur hvern framan í annan. En það er eftirtektarvert um stríð Einherja, að þess er ekki getið, að það hafi verið háð til sigurs nokkru máli, eða nokkrar framfarir hafi af því komið, sem eðlilegt er. Það var »skemtun Einherja«, þá er þeir drukku eigi. Og mig ugg- ir, að árangur margrar þing- snerru verði ekki ólikur. Stjórnarandstæðingar á þingi fara undarlega að ráði sínu. Við því mátti búast, eftir hljóðinu í blöðum þeirra, að þeir gerðu öflgar tilraunir til að steypa stjórn vorri úr valda- stóli. Þess mátti vænta, að þeir gerðu pað, þegar er þing væri hafið. En nú getur verið, að þeim hafi þótt viðurhlutamik- ið að hefja slika atrennu í þingbyrjun, þar sem samning- ar við Dani vofðu yfir. Var og meira en líklegt, að af stjórn- arskiftum á öndverðu þingi leiddi sundrung og tvístring, er fánamálinu gat staðið háski af. Það fór og bezt á því, að sú stjórn, er flutti málið fyrir kon- ungi, hefði forustu i þvi, þar til einhver úrslit sæust. Hefði þá verið eðlilegast, að þingið hefði rannsakað gerðir stjórn- arinnar, birt skýrslur um þær og tekið sér síðan eldhúsdag nær þinglausnum, og þá rætt og rýnt alla frammistöðu »hæst- virtra« ráðherra. Þá gátu stjórn- arféndur helt úr skálum reiði sinnar yfir stjórnina og borið upp vantraustsyfirlýsing, sem var og er skylda þeirra, ef þeir telja stjórnarfar vort eins rotið og ætla má af blöðum þeirra og þingræðum. Skylda þeirra er söm fyrir því, þótt þeir viti slíkri yfirlýsing bráðan bana búinn, sökum skjaldborgar þeirrar, er þingiðslær um stjórn- ina, eins og sira Sigurður Stef- ánsson komst að orði í ræðu fyrir slcömmu. Þá kom — eða kæmi — og ótvirætt i ljós, hver- ir væru stuðningsmenn stjórn- arinnar, bæri ábyrgð á henni og öllu hennar athæfi. Þá gæti þhiðin betur greint sauði frá hofrum við næstu kosningar, er verður, ef til vill, ekki langt að bíða. Nú er mér ekki kunnugt um fyrirætlanir Langsummanna og stjórnarandstæðinga. Ætla má, að þeir hafi ráðið aðför að stjórninni í þinglok og fh’tji þá tillögu um, að alþingi lýsi vantrausti á stjórninni. En ef slíkt er fyrirhugað, virðist lítil hagsýni í, hvernig varið er dyTr- mætum tíma alþingis á dögum vandræða og voða. Nú rek- ur hver fyrirspurnin aðra. Og allar verða þa§r vafalaust til- efni til árása á stjórnina. Um Tjörneskola-afrek sljórnarinn- ar var rifizt á þremur fundum. Ef vantrauststillaga verður bor- in upp eftir samninga við Dani, er eg illa svikinn, ef alt staglið um skakkaföll stjórnarinnar verður ekki endurtekið. Eg trúi því trauðla, að háttvirtum fiutningsmönnum slíkrar tillögu nægi að vísa til þess, er þeir hafa áður sagt. Líkur til, að stjórnarsinnar segðu þá, að þeir hefðu aldrei sannað eða rök- stutt neitt,er vantraustssök væri. Og þá mundu málrófsgjarnir og mjög talandi flutningsmenn tillöguunnar byrja á nýjan leik. En gerum ráð fyrir þvi, sem er þó varla ráð fyrir gerandi, eftir alt sem á undan er farið, að stjórnarandstæðingar ætli ekki að flytja tillögu til van- traustsyfirlýsingar. Það hefði samt verið haldl^væmara að ræða allar gerðir stjórnarinnar i einu lagi. Með því móti hefði miklu minni tími, þingskriftir, blek og rúm í þingtíðindum far- ið í gagnslausar skammir og hnútuköst. Þá var árásum á stjórnina einhvern tima lokið. Með þessari bardaga-aðferð er þeim aldrei lokið, þær eru endurteknar hvað eftir annað, sístagast á sama. Það hlýtur að sjást á þingtíðindunum, ef ræð- um verður þvi ekki meira breytt og umsteypt. Sumir óttast, að þetta þing- rifrildi hafi ill álirif á sam- komulag og eindrægni þing- rnanna, er samið verður við Dani. Um það verður hér eng- um hrakspám spáð. En það kemur »Þjóðólfi« ekki á óvart með öllu, sem sjá má i síðasta blaði, þó að klofni fylkingar, áður en lýkur samningagerð. Honum er ekki úr minni liðið, hvernig fór, er uppkastið fræga var á ferðinni, fyrir nákvæm- lega 10 árum. Annars myndi viturlegt, áð stjórn og forsetar gæfu þing- mönnum leyfi svo sem viku- tíma eða lengur, áður en þeir ganga á ráðstefnu með fulltrú- um Dana, þ. e. a. s. ef áreið- anleg vitneskja kemur um, að vér megum vænta þeirra. Þing- mönnum veitir ekki af að »létta sér upp« eftir alt stritið, rykið og rifrildið í þinghúsinu. Að lyktum má minna á, að dómur yfir þingi þessu og stjórn og afstöðu þingsins til hennar hlýtur að fara mjög eftir því, hversu fer um fánamálið, hvort þjóð vor hefir af því gagn og sóma, eða ógagn og vansæmd. Um það hefir birzt eftirfarandi nefndarálit frá allsherjarnefnd í e. d. Nefndin hefir athugað frumvarp þetta og haft tal af Birni banka- stjóra Kristjánssyni um málið. Lýsti hann yfir því, að frumvarp það, sem hér liggur fyrir, væri borið fram eftir ósk sinni, og að það væri ósk sín og vilji, að fara úr bankastjórninni sem fyrst, helzt 1. júlí næstkomandi. Liggja atvik svo að, að heilsa hans er í veði, ef hann neyðist til að vera lengur við bankann. Sjálfur er hann nú efnalaus, því þegar hann fór að bankanum, fékk hann syni sínum í hendur verzlun þá, er hann rak áður, og hefir engin önnur atvinnustörf haft með hönd- um, síðan hann fór í bankastjórn- ina. Nefndin verður að telja alla j sanngirni mæla með því, að þeg- [ ar maður lætur af jafnþýðingar- J mikilli trúnaðarstöðu i almennings- i þarfir eins og hér er um að ræða, 1 verði að veita honum hæfijegan lífeyri eða eftirlaun af almanna fé. Getur meiri hluti nefndarinn- ar eftir öllum atvikum fallist á, j að upphæð sú, er frv. hljóðar um, | sé ekki of há, þegar tekið er til- lit til hins mikla verðfalls, sem orðið hefir á peningum. Rétt þyk- ir og nefndinni að binda eftirlauna- réttinn við ákveðið tímatakmark og vill setja 1. júlí næstkomandi, eftir ósk bankastjórans. Fyrirsögn frv. getur nefndin með engu móti fallist á, þykir hún löng og þunglamaleg. Nefndin leyfir sér því að ráða hæstv. deild til þess að samþykkja fyrirliggjandi frv. með þessum breytingum: 1. Frumvarpsgreinin orðist þann- ig: Frá 1. júlí 1918 greiðir Lands* banki íslands Birni Kristjánssyni bankastjóra 4000 krónur í árleg eftirlaun. 2. Fyrirsögn frumvarpsins orð- ist þannig: Frumvarp til laga um eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni. Alþingi, 25. maí 1918. Guðjón Guðlaugsson, form. Með fyrirvara. Jóh. Jóhanness,, fundaskr. og ritari. Magnús Torfason. Verzluri Kristínar 5iÉurðardóttur, um„eg20A. snsn. lielii* fengið miltlar birgðir aí brod©rÍHgU IU •

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.