Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Žjóšólfur

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Žjóšólfur

						48
ÞJOÐOLFUR
að er nú samvinnu þings og
stjórnar. Það er lítil skynsemd
i, að þing feli ráðuneyti völd
og felli svo allar tillögur þess
og frumvörp. Hvernig færi, ef
skipstjóri yrði æ að bera und-
ir skipshöfn, hvert stýra skyldi,
og hún svaraði látlaust: »Nei,
nei. Þetta er sjóðandi vitlausk?
Hvað yrði úr siglingu með
slíku lagi? Eg skil satt að segja
ekki, að hr. Jón Magnússon
láti þingið bjóða sér slíkt til
lengdar. Þau flokksbrot, er
styðja ætla stjórn, verða að
ganga í einn flokk og eiga við
hana samvinnu, styrkja hana í
athöfn og atkvæðum.
Ekki ber þó að ámæla þingi
néstjórnfyrir, að þau hafa þolað
slíkt samvinnuleysi. Þvi veldur
fánamálið. Sökum þess mátti
stjórnin ekki segja aí sér, er
því var ólokið, og þingið ekki
steypa stjórninni.
Forsætisráðherra     kveður
stjórnina tregari til bjargráða,
er frumvörp hennar fái svo
óblíðar viðtökur á alþingi. En
hvaðan eiga þá »frumkvæðin«
að koma? Ekki bólar á þeim
frá þinginu. Og þeirra er naum-
ast von þaðan. En samt hefir
aldrei verið meiri þörf á frum-
kvæðum en nú, er sigrast verð-
ur á alnýjum örðugleikum,
stórkostlegum  og hættulegum.
Stefna stjórnarinnar í innan-
landsmálum er góð í aðalat-
riðum. En hún sigrar ekki,
nema vér eignumst stjórnar-
völd, þing og ráðuneyti, sem
eru betur samtaka og starfa
með meiri ötulleik en þau
gera nú.
Auglýsið í Þ/óðólfi
'
Hann fer á hvert heimili í Ar-
nes- og Rangárvallasgslu og
:,:  mjög víða um alt land.  :,:
Upplag 2500.
Auglýsingum  sé komið til af-
greiðslu-  og  innhnimtumanns
blaðsins,  Björns  Björnssonar
bókbindara, Laugaveg 18.
Laun leekna.
27 læknar reiðubúnir að segja af gér.
Eftir nýár í vetur stofnuðu
læknar landsins félag með sér og
eru nú allir Igeknar vorir, að kalla,
gengnir í það. Er markmiðið að
efla hag og sóma stéttarinnar,
samvinnu meðal þeirra í heilbrigð-
ismálum. Stjórnendur félagsins eru
þrír prófessorar: Guðmundur
Hannesson, Guðmundur Magnús-
son og Sæmundur Bjarnhéðinsson.
Fulltrúar eru: í Vestfirðingafjórð-
ungi: Halldór Steinsson, héraðs-
iæknir og alþm. í Ólafsvík. í Norð-
lendingafjórðungi:     Steingrimur
Matthíasson. 1 Austfirðingafjórð-
ungi:GeorgGeorgsson, héraðslækn-
ir á Fáskrúðsfírði.
Læknafélagið sneri sér til al-
þingis og íór fram á hækkun á
launum lækna. Það varð til þess, að
íjárveitinganefnd neðri deildar flutti
frv. um breyting á gjaldskrá lækna.
Aðalefni þess frv. var, að hækka
mætti um 100°/» gjaldskrána, svo
að þelr fengi 2 kr. fyrir rannsókn
á sjúklingi og 60 aura fyiir hverja
kl.st. á ferðalögum.
Þetta frv. var felt við 3. um-
ræðu með nokkrum atkvæðamun.
Greiddu atkvæði gegn því sumir
vel launaðir starfsmenn landsins.
En með því að verið^ getur, að
þeir hafi viljað haga kauphækkun-
inni öðru vísi en frv. ákvað, verð-
ur ekki- hér beint máli að nein-
um þeirra að sinni. Þá er þetta^
varð hljóðbært, símaði stjórn
læknafélagsins til lækna út um
land og leitaði álita þeirra. Hefir
árangur af því orðið sá, að 27
læknar hafa gefið henni umboð
til að segja af sér fyrir sína hönd,
ef þingið verður ekki ríflega við
málaleitun þeirra um launahækk-
un. TJpp úr því hefir hafst það,
að nú hafa nokkrir þingmenn flutt
frv. um hækkun á föstum launum
lækna upp í 2500 kr. og þóknun
til aukalækna upp í 1500 kr.
Til fróðleiks er hér prentað er-
indi stjórnar læknafélagsins um
nefnda launahækkun.
„Rvík, 9. apríl 1918.
Stjórn Læknafélags íslands leyfir
sér hér með virðingarfylst að fara
þess á leit við stjórnarráð íslands,
að það leggi íyrir komandi alþingi
lagafrumvarp um bráðabirgðahækk-
un á borgun fyrir læknisverk hér-
aðslækna, sem svari til þess, sem
nauðsynjavörur hafa hækkað í
verði síðan styrjöldin hófst, og þá
væntanlega  eigi minni en 100%.
Ástæður vorar f yrir þessari mála-
leitun eru þessar:
1). Þótt læknum, sem öðrum
embættismönnum, hafi verið veitt
dýrtiðaruppbót á föstu laununum,
þá nær hún aðeins til nokkurs
hluta af tekjum þeirra. Hinn af-
arlági taxti á öllum verkum lækna
hefir haldist óbreyttur, en öll sann-
girni mælir með því, að uppbót
fengist á lionum, engu síður en
föstu laununum. Aukatekjur lækna
hafa því rýrnað stórkostlega, jafn-
framt því sem peningar féllu í
veiði.
2). 03s er kunnugt um það, að
hagur héraðsiækna gerist nú mjög
þröngur, er bæði voru tekjur þeirra
ílestra mjög rýrar, áður en ófrið-
urinn skall yfir, og dýrtíð hefir
aukist fram úr hófi með hverju
ári síðan, án þess að séð verði
fyrir enda á henni.
3). Að vér höfum ekki miðað
uppbót á borgun fyrir læknisverk
við sama hlutfali og dýrtíðarupp-
bót þá, sem alþingi veitti embætt-
ismönnum, stafar bæði af því, hve
lág hún er og sérstaklega af því,
að borgun sú, sem ákveðin er
með lögum 16. nóv. 1907 og
gjaldskrá fyrir héraðslækna, dag-
settri 14. febr. 1908, er svo afar-
lág.
Hvað borgun fyrir læknisferðir
sneitir, þá er nú læknum goldið
mikið minna en óbrotnum fylgd-
armanni, o: 30 aurar um klukku-
stund að degi, en 50 au. að nóttu.
Til samanburðar má nefna ferða-
taxta norsku læknanna frá 1909:
s
C
td
a>
H. <*>
i2!
v
Þ*
to
00
k "3

9?
3
c.
<
c
OX
3

Q
œ'
C  OO  ^l  Oí  Cn  *-
3  Ö  Ö  Ö  Ö  Ö
i   O  O  O  O  O
íslenzkir læknar fá því 30 aura
fyrir sömu vegalengd, sem norskir
læknar fá 7—8 kr. fyrir, og er
þó í ráði að hækka norska taxt-
ann að miklum mun. Og þó eru
hin föstu laun norsku læknanna
miklu hærri en íslenzku launin.
Föstu launin voru frá 3000 kr.
(klasse I b) til 1200 kr., en 3
launahækkanir fylgdu, 200 kr. í
hvert sinn, en nú er ráðgert að
hækka þau, svo að þau verði
5000—2000 kr. (byrjunarlaun).
TJm gjaldskrá héraðslækna er
svipað að segja. Hvað allra rífleg-
ust er borgunin fyrir skoðun sjúk-
linga 5 fyrstu sinnin, o: 1 kr. í
Noregi er hún borguð með 2—3
kr., og á nú að hækka upp í 3—
5 kr. (fyrsta skoðun).
Að sjálfsögðu ber brýna nauð-
syn til að endurskoða þessi ákvæði
öll og breyta þeim. En vór ger-
um ráð fjrjr, að stjórn og alþingi
séu ef til vill ófús á það, meðan
launamálið er ekki tekið fyrir í
heild. Auk þess teljum vér sjálf-
sagt, að læknastéttinni gefist kost-
ur á að láta álit sitt í Ijós á
þessu máli á almennum lækna-
fundi, sem væntanlega verður
haldinn sumarið 1919. Vér höfum
því eigi treyst oss til að fara fram
á annað en bráðabirgðauppbót á
gildandi töxtum, meðan sú dýr-
tíð heizt, sem nú stendur yrir.
Virðingarfylst.
Guðm. Hannesson.  G. Magnússon.
Sæm. Bjarnhéðinsson.
Til Stjórnarráðs íslands.
Söðlasmíðabúðin
Laugavegi 18 B.    Sínii 646.
Reiðtygi, aktygi (þrjár tegundir),
allskonar ólar og annað tilheyr-
andi. Þverbakstöskur, hnakk-
töskur, baktöskur. Tjöld. Beisl-
isstengur, munnjárn o. m. fl.
Landsins stærsta og fullkomnasta
vinnustofa í þessum greinum.
Fljót og áreiðanleg afgreiðsla.
Viðskifti víðsvegar um land alt.
Söðlasmíðabúðin, Laugav. 18 B.
Sími 646.
E, Kristjánsson.
„Á ferð og flugi".
„Morgunblaðið" segir þau tíð-
indi, að „Bandaiag kvenna" ætli
að koma á stofn alþýðu-mötuneyti
hér í bæ.
Hví á ab kalla slíkt alþýðu-
mötuneyti eða alþýðu-eldhús? Mega
ekki aðrk snæða þar en alþýðu-
menn? Hvernig á að skilja úr
alþýðumenn frá öðrum? Hví er
ekki reynt að gera eldaskála mik-
inn, þar er matbúið væri handa
mönnum og fjölskyldum allra
stétta, og verðir væri því mis-
dýrir? Það ætti, að minsta kosti,
að mega ræða þá hugmynd.
Gífurleg eyðsla mannsafls, fjár,
tíma og hita virðist það að elda
mat í hverri íbúð í þessum smá-
bæ, er vér búum í. í mörgu litlu
húsi er matur eldaður á fjórum
stöðum, ef til vill ekki nema 4
mannverur, er matreitt er fyrir á
hverjum stað. Lítil hagsýni virð-
ist í slíku lagi. En því veldur
einræningslund vor íslendinga, að
tæpast myndi takast, að fjórar
fjölskyldur hefðu sama eldhús eða
sameiginlegt mötuneyti. Aftur er
torvelt að sjá, hví hjón geta ekki
gengið í stórt og þokkalegt mat-
söluhús og borðað þar, eins og
einhleypt fólk getur slíkt og gerir.
En búast má við því, að eldgam-
all vani, sá herjans kari, geri
mönnum og konum sjónhverfing-
ar, svo að þeim sýnist og finnist,
som alt heimilislíf fari út um þúf-
ur, ef matur er ekki soðinn eða
steiktur í næsta herbergi við svefn-
hús þeirra eða borðstofu.
En misskilnings kennir í slíku.
Suða eða neyzla miðdagsverðar í
matreiðslu- og matsöluskálum ætti
ekki að hafa verri áhrif á góða
sambúð og híbýlaprýði en brauð-
bökun og brauðsala í brauðgerð-
arhúsum. Sýnist og auðvelt að
neyta matar heima, þó að tilbú-
inn sé hann í matsöluhúsi í bæ
úti, ef hjón kjósa slíkt. Hví má
ekki láta sækja eða senda sór mið-
dagsverð, eins og brauð og kökur
eru sótt í brauðgerðahús eða bak-
arabúðir?
Annars virðist, að minsta kosti
í fljótu bragði, svo auðsær hagur
að slíkri tilhögUn matreiðslu, að
eg held, að hagsýnni framtíð en
vor skammsýna og ógæfuþrungna
nútíð hljóti að koma slíku skipu-
lagi á borðhöld og matargerð,
enda var nokkuð rætt um þetta
mál erlendis fyrir ófriðinn. Georg
Brandes ritaði einhvern tíma smá-
grein um þetta efni í „Politiken",
að mig minnir, og taldi sameig-
inlegum eldhúsum það til gildis,.
að sparað gætu þau vinnukonur,
er væri einatt sem gestir á heim-
ilinu, því að þær tyldu illa í vist.
Það minkar og í bæjum og borg-
um, er unnið er á heimilum.
Lærðir iðnaðarmenn eða iðnkonur
þar gera nú margt, er áður var
eingöngu gert á heimilum, t. d.
baka brauð, sauma föt, sterta háls-
og handlín o. s. frv. Á sameigin-
legri matreiðslu græðist líka meira
og dýrra en fé, eldsneyti, vinnu-
kraftur,  húsrúm,  timi  og  fleín
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50