Þjóðólfur - 11.06.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.06.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 49 þægindi. Slík stórmatreiðsla hlýtur að veita mæðrum barna vorra og niðja betri menningar- og þroska- skilyrði, en þeim eru nú veitt. Aum er æfin margra húsmæðra, og það þótt þær séu ekki í ör- eigastétt. Frá morgni til kvelds mega þær hafa hugann allan við mat, auk allrar umhyggju fyrir bónda og börnum. Myndi of djúpt tekið í árinni, þó að sagt sé, að langflestar mæður lands vors eigi við þau kjör að búa, að annars er vart að vænta, en höfuð þeirra verði kirna alls konar hégóma og hleypidóma? Hvaða tómstundir hafa flestar þeirra til lesturs og andlegra iðkana? Sjá víst flestir, hve holl slík mæðrakjör eru vax- andi kynslóð, er ber framtíð lands- ins í barmi sér. „í sálarþroska svanna bjr sigur kynslóðanna“, yrkir Matthías. Eftir hjartgróinni mentun og þroska móður fara draumar hennar og vonir um framtíð barna sinna. Vonum sín- um, draumum og hugsjónum blæs hún aftur, bæði vísvitandi og óaf- vitandi, börnum sínum í brjóst. Og „lengi býr að fyrstu gerð“. Þeim löngunum og óskum, er vér drukkum, að kalla, með móður- mjólkinni, mun oss veita erfiðast að koma úr oss. Það er alkunna, að spakleg hugsun og mentun fá einatt ekki upprætt úr oss ýmsan hégómaskap. Það veltur því ekki á litlu, hvort móðurhugur einblínir á það eitt, er glitrar og gljáir, og innrætir sonum og dætrum ást á glingri og utanskrauti, eða hug- skotssjónum þeirra er þegar á bernsku- og æsku-skeiði bent af alhuga á kjarna manngildis og verðmæta mannlegs lífs. Þjóðfé- lagið skiftir það ekki eins litlu og menn ætla, hvað börnum er sagt við saumaborð eða hlóðarstein. Vel sé þeim konum, sem bar- izt hafa fyrir sameiginlegu mötu- neyti. Þær hafa í kyrþei háð bar- áttu fyrir góðu máli. Sigur þess getur komið þjóð vorri og menn- ing drjúgum að gagni. í síðasta tölublaði Þjóðólfs vóru prentuð lög frá alþingi um bæj- arstjórn á Siglufirði, þar sem þetta •kauptún var tekið í kaupstaðatölu og búið til spánnýtt embætti, lög- reglustjóraembætti í kaupstaðnum nýja. Ef kauptúnum væri veitt slík réttindi eftir menning þeirra og makleikum, leikur efi á, að Siglu- firði hefði verið slíkur sómi sýnd- ur að þessu sinni, eftir sögu er sögð hefir verið þaðan og gerðist um líkt leyti og alþingi fjallaði um frumvarp um bæjarstjórn þar. Skilríkur maður hefir sagt svo frá, að skólanefnd þar hafi sagt upp öllum barnakennurum stöðu sinni. Séu þar þó óvenju-góðir kenslukraftar, eftir því sem völ sé á hér á landi. Einkum lauk sögu- maður vor miklu lofsorði á skóla- stýru þeirra Siglfirðinga, ungfrú .Guðrúnu Björnsdóttur frá Kornsá í Vatnsdal (dóttur Björns umboðs- manns Sigfússonar, fyrv. alþm.). Og fræðslumálastjóri leyfði ritstjóra þessa blaðs að hafa eftir sér, að hún væri í röð hinna allra beztu skólastjðra þessa lands, frábær að dugnaði og reglusemi, óvenju-sýnt um kenslu. Og henni mætti þakka, hve Siglufjarðar-skóli hefði dafnað vel. “-*Annar kaupstaður eldri, ísafjörð- ur, hefir farið svipað að, og sagt upp kennurum sínum, sumum, — en ekki öllum. Það væri synd að segja, að nýtum barnakennurum — ein- hverjum hinna þörfustu og léleg- ast. launuðu starfsmanna þjóðfé- lagsins — væri sýnd ofmikil rausn og þakklæti, er þeir eru hrestir á slíkum góðgerðum. Og er þessi ráðstöfun Siglfirðinga því merki- legri, er prestur og héraðslæknir hafa, að sögn, gert hana. Af slík- um mönnum ætti að mega búast við meiri víðsýni í mentamálum en birtist í þessu afreki. Það er ætið varhugavert, er dugandi starfsmönnum, á bezta aldri, er sagt upp starfi sínu, án þess að þeir hafi til slíks unnið á nokkurn hátt. Sökum þjóðfé- lagsins sjálfs verða þeir, er völd eru falin, að hugsa sig vel um, áður en slík ráð eru ráðin. Hygg- inn atvinnuveitándi vísar ekki úr vinnu góðum þjóni, nema hann viti, hvern hann hreppir í stað hans. En hér kemur annað til greina, er veldur því, að þjóðfé- lagi voru getur illa hefnzt fyrir að leika starfsmenn, sem þeir Sigl- firðiDgar fara með kennara sína. Slíkt getur komið þvi miklu al- varlegar í koll en einstökum at- vinnuveitendufn. Það stafar af því, að ríkið launar þjónum sínum stórum ver en þeir. Ef því á nú að bæta ofan á lúsablesaleg smán- arlaun að vísa þeim úr stöðum síuum fyrir engar sakir, en aðeins af dutlungum þeirra, er ráðin hafa, þá er hætt við, að fáa nýta menn fýsi að ganga í þjónustu þjóðfé- lags og ríkis. Og aðferðin er sízt mannúðleg nú, er örðugra er en endranær að fá atvinnu. Það er á öllum tím- um alrangt gagnvart góðum starfs- mönnum að segja þeim upp stöð- um til þess að spara fáeinar krón- ur. Enginn verður fær til neinna starfa, nema hann temji sér þau. Um leið og menn temja sér eitt- hvert starf, nema þeir ekki ann- að. Og þá er menn eru komnir á fullorðins ár, verða þeir sjaldnast í einni svipan fimir í iðn eða verkum, er þeir hafa ekki áð- ur stundað. Hitt er annað mál, að það getur stundum verið holt að breyta til um sýslu, ef þess er kostur. Það skilst því væntanlega öllum, hve notalegt það er nú í dýrtíðinni, að vera sviftur atvinnu, er menn hafa lengi gegnt með alúð og áhuga og náð nokkurri fullkomnun í, að minsta kosti eft- ir því sem hér er um að gera. Ættu prestar ekki að eiga þátt í slíkri meðferð á efnalitlum kenn- urum. En það er sagt, að sumir kennarar á Siglufirði séu félitlir, sem vænta má. Annars er UDdarlegt, hve litlar þakkir foreldrar og fræðslunefndir kunna kennurum fyrir störf þeirra. Ekki veit eg, hvaða starf ætti að vera vinsælt, ef það ekki, að hlynna að andar-vexti barna og unglinga. Kona eins hins mesta efnamanns höfuðstaðarins sagði við mig í vetur: „Enga peninga greiði eg með eins mikilli ánægju og þá, sem eg geld fyrir tilsögn, er veitt er börnum mínum“. Eðlilegast virðist, að allir foreldrar hugsuðu svo. Fræðslunefndir taka þing og stjórn sér til fyrifmyndar. Þær eru sumar ekki orðnar betri en alþingi og ætla nú í dýrtíðinni að smeygja fram af sér kostnaði við tilsögn og unglingafræðslu. Sannast að segja sýnist slíkt einhver hin herfilegasta dýrtíðar- ráðstöfun, er frelsurum vorum gat hugkvæmzt. Engum dettur í hug að hætta að næra maga barna og unglinga, þó að dýrtíð drotni í landi. En er öndin maganum svo miklu óæðri, að sleppa megi að veita henni næring eða nær- ingarskilyrði? Við þetta bætist, að stríðið getur staðið alla okkar æfi, sem erum nú fullorðnir. Það er meira að segja skylda okkar, að gera ráð fyrir því heljarböli. Af síðustu vígfregnum frá Frakklandi verður ekki annað ráðið, en styrj- öldinni verði ekki lokið fyrr en, að minsta kosti, eftir nokkur ár. Á að sleppa allri barnakenslu og unglingafræðslu heilan mannsald- ur? Á að bjarga laDdiiiu á þann hátt að ala upp lítt læsan lýð, illa skrifandi og illa siðaðan? Er það ekki undursamlegt, að forráða- mönnum fólksins, stjórnarráði, al- þingi, fræðsluDefndum á Siglufirði, ísafirði og miklu víðar, hugsast slíkt bjargráð? Svar er það ekki gegn þessum athugasemdum, að skólar vorir séu svo lélegir, að lítið skaði, þótt þeim verði lokað um skeið. Satt er það, að skólum vorum er, sennilega öll- um, æðri og óæðri, meira og minna ábótavant. Slíkt mega engir bet- ur finna en kennarar þeirra. Verð- ur búizt við öðru en ósmáum göllum á þeim, eftir því sem til þeirra er stofnað, til þeirra lagt og við starfsmenn þeirra gert? En þró- ast oss þekking og þroski á að skella öllum skólum — þótt gallaðir séu — í lás um langan aldur? Er það ráð við sjóndepru að stinga úr sér bæði augun? Er ekki ljóstíra betri en myrkur, dauf sjón betri en blinda? Annars reið aldrei eins á því og nú að bæta skóla vora og vanda til uppeldis og mentunar íslenzkra unglinga og barna. Hvað ætli geti dregið oss upp úr því skulda- og bágindafeni, er dýrtíð og skammsýni steypa oss að lík- indum ofan í, — nema þroski, kraftur og kunnátta sona og dætra landsins ? Einn hinna mestu auðmanna vorra, hr. Thor Jensen, átti fyrir skömmu ekki alltiðan afraælisdag. Þá voru 40 ár liðin, síðan þessi íslenzkaði útlendingur steig hér fyrst fæti á land. Blöðin hafa minst þessa afmæl- is ofurlítið, og fer vel á því. Þjóð- ólfi þykir hlýða að taka lítillega undir söng þeirra. En mikinn fróð- leik verður ekki á því að gtæða. Ritstjóri blaðsins er með öllu ókunnugur hr. Th. J., hefir aldrei við manninn talað. Hann getur því ekkert sagt um hann nema það, er blasir, að kalla má, við öllum lýð. Hr. Thors Jensens er ekki minst hér og hefir ekki verið minst annarstaðar af því, að hann er auðmaður, heldur sökum hins, hversu hann ver auði sínum og efnum. Auður er orka, auður er vald. Með stórfé má koma bæði miklu góðu og miklu iliu til leiðar. Með því má seðja svanga, hjúkra sjúk- um, yrkja jörðina, stofna góða skóla, styðja vísindi, listir og fagr- ar mentir. En því má líka verja í endalausan hégóma og heims- gliDgur, kaupa sannfæring, spilla dýrstu kröftum. Og það er gömul reynsla, að gullið rauða á töfra- mátt til að breyta eigendum sín- um í apa og afglapa. „Margr veiðr af aurum api“, segir i Háva- málum. Það varðar því hvertþjóð- félag ekki litlu, hvernig farið er með mikinn auð, eða hvar hann lendir, Og því getur stafað hætta af því, er ríkið leyfir milliónum milli- óna að safnast á eina hönd, sem dæmi gerast úti í heimi. Það sópar meira að hr. Thor Jensen en öðrum auðmönnum vorum. Auður hans gerir gagn, fé hans er sístarfandi. Og það starfar þannig, að þess sér óbrot- gjörn merki. Gangið að Kveldúlfs- stöðvum hér niður við sjó og skoðið skála þá hina miklu, er þar eru úr storku reistir fyrir framkvæmd og framtak þessa út- gerðarmanns. Þar er borgarbragur á Reykjavík. Farið fram á nes og lítið þar á mannvirki hans. Þar hefi eg séð fegurstan og breiðast- an veg á voru landi. Hvernig sem fer um auð hr. Th. J. að lokum, ber nesið og bærinn lengi stór- fenglegar menjar hans. Þó kveð eg hitt stærra, að fé hans vinnur öðrum beinleiðis — auk þess er það gagnar öðrum óbeinleiðis. Enginn íslendingurhefir á vorum dögum gefið eins höfð- inglega og hann. Má minna á þær 20 þús. kr., er hann gaf til „ra- dium“-kaupa. Og hann hefir, að skilríkra manna sögn, gefið „í leyni“ stórfé fátækum og styrkt mæta menn. Þá er eg heyri menn róma eitt- hvert rausnarverk hr. Th. J., dettur mér í hug, að hann hefði verið maður að skapi skálda vorra hinna fornu og gullelsku, er unnu mjög fémildum mönnum. Þar var „hoddveitir", hoddlógandi", „hring- brjótr", „menglötuðr", er þeim hefði látið að kveða dýrð í dráp- um og flokkum. En örlæti hr. Th. J. nær viðara en gjöflund su, er lofsungin er í kvæðum þeirra.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.