ÞJÓÐÓLFUR Xniileiiclar" fréttir og tíning'uiir. Nefndum rignir nú niöur úr hinu háa stjómarráði. Tvær briggja manna nefndir hafa nýlega verið skipaðar til þess að sjá um að- flutninga og útflutninga. í útflutn- inganefnd eru skipaðir Thor Jensen, Ólafur Benjamínsson, stórkaupm., og Pétur Jónsson á Gautlöndum. í útflutninganefnd eru skipaðir Ludvig Kaaber, stórkaupm., Karl Proppé, kaúpm. og Eggert Briem í Viðey, forseti Búnaðarfélagsins. Þessar nefndarskipanir benda á, að stjórnmni er að fara fram. Má það telja framför, að ekki eru nú skipaðir nema þrír menn í hvora nefnd. Áður dugði ekki minna en fimm menn í nefnd. Og val manna heflr tekizt ágætlega á nær öllum, á engum hneykslanlega. Höfðingleg gjöf. í tilefni af 50 ára afmæli verzlunar sinnar á Eyrarbakka (3, apríl síðastl.) hefir stórkaupmaður I. A. Lefolii í Kaup- mannahöfn gefið 10 þús. kr. Helm- ingur gjafarinnar myndar sjóð til styrktar íslenzkum verzlunarnem- endum í Khöfn, og hafa Árnesing- ar og Rangæingar forgangsrétt. Hinn helmingurinn gengur til líkn- arstofnana, sennilega að mestu leyti til sjúkrahúss í Árnessýslu. Eyrarbakkakirkju hefir hr. Le- folii nú í vor sent vandaða turn- stundaklukku. (Bréf af Eyrarb.) Séra Ólafl V. Briem, er verið hefir aðstoðarprestur íðður síns, séra Valdemars, seinustu átján ár, heflr nú verið veitt Stóra-Núps prestakall. Séra Þórði Oddgeirssyni í Bjarna- nesi heflr og verið veitt Sauða- nes á Langanesi. Lagarfoss á að fara til New- York flmtudan 13. júní. Húsaleigulögin, er gilda hér í Reykjavík, vilja húseigendur fá úr gildi numin eða fá þeim breytt. Hefir verið safnað undirskriftum undir áskorun til alþingis um það. Alþingi. Þar er alt hljótt og fremur viðburðalítið. Þykir sumum löng biðin eftir svari frá Dana- stjórn. Það vita menn, að íslands- málanefndin hefir nú fundi með sér. Kunnugir segja, að þingmenn vorir séu mjög á sama máli um utanríkismál vor, og muni nú standa sem einn maður gegn út- lendu valdi. Er slíkt hin mestu fagnaðartíðindi. „í sameining vorri er sigur til háifs í sundrungu glötun vors réttasta máls." Séra Sigfás Jónsson á Mæli- felli í Skagafirði hefir ráðið sér að- stoðarprest cand. theol. Tryggva Hjörleifsson Kvaran, er nýlega hefir verið vígður. Ætlar sóra Sig- fús að gerast kaupfélagsstjóri Skag- firðinga og lætur víst af prestsskap næsta ár. Ekkja Páls Ólafssonar, skálds, frú Ragnhildur Björnsdóttir, lézt 5. þ. m. úr slagi á heimili bróður síns, séra Halldórs í Presthólum. Hafði hún átt við lasleika að stríða í vetur, en vonaði þó að geta flutt hingað í vor ti] sonar síns, cand. jur. Björns Pálssonar. Fædd var hún 1843. Lík hennar á að flytja hingað suður og grafa við hlið manns hennar, er unni henni mjög, eins og sjá má í kvæbum hans. Nýkvæntnr er Bjarni Ásgeirs- son, óðalsbóndi i Knarrarnesi, og ungfrú Ásta Jónsdóttir, stúdent. Þjóðólfur óskar ungu hjónun- um til hamingju. Cruðmnndnr Friðjónsson skáld dvelur í bænum. TJtlenclar íréttiir. Það virðist nú hló á þriðju sókn Þjóðverja. Allmjög hafa þeir áunn- ið í henni, enda voru þeir mjög miklu liðfleiri. Er mælt, að Þjóð- verjar eigi nú kringum 70 kíló- metra til Parísar. Er símað frá Berlín, að her þýzka krónprinsins hafi frá 27. maí tekið að herfangi 55000 fanga. Alt fyrir það virðast Bretar allöruggir. Vistabirgðaráð- herrann brezki hefir lýst yfir því á þingi Breta, að betur væri nú ástatt með Bretum um vistaforða en í fyrra um sama leyti. Væri meira til af koravöru, feitmeti og kjöti en í fyrra um sama leyti. — Gætu Englendingar í því efni verið hinir vonbeztu. Þess má og geta, að herráð Bandamanna hefir vottað Foch hershöfðingja aðdáun fyrir vörn hans gegn síð- ustu sókn Þjóðverja. — Nokkrar Ioftárásir kveðast Bretar hafa gert, t. d. á Zeebrúgge, Karlsruhe og Brugge. Og þeir kveðast bafa kom- ið lagi á varnarstöðvar sínar, þær er mikils sé um vert. Þá er símað, að jafnaðarmenn í Austurríki hafi neitað að viður- kenna friðarsamninga þá, sem gerðir voru við Rússa í Brezt- Litowsk og Rúmena í Búkarest. Krefjast þeir þess, að nýir-friðar- samningar verði gerðir án land- vinninga. Þá er og símað, að pólí- tískt' hörmuDgaástand ríki í Aust- urríki. TJm 10 þús. manna er sagt að varpað hafi verið í fangelsi. í flokki þeirra séu þingmenn, borg- arstjórar og prestar. -Za7iZestjórnin (í Danmörku) hefir fengið 70 atkvæði í fólksþinginu út við atkvæðagreiðslu, er fór fram eftir stefnuskrárræðu hans. 62 voru á móti. Clemencau, forsætisráðherra Frakka, fékk nýlega 377 atkvæbi með sér í fulltrúaþingi Frakklands, 110 vóru á móti. Merkilegustu fréttir utan úr heimi eru þær, að vart hafi orðið þýzkra kafbáta vestur undir Ameríku og þýzkra tundurdufla innan land- helgi Bandaríkja. Er sagt, að höfn inni í New-York hafi verið lokað. Bætt er því við, að þetta sein- asta furðuverk Þjóðverja hafi að eins aukið hernaðaráhugann vestra. Þessi seinasta frótt ervoss ís- lendingum afar-alvarleg. Má nú búast við, að þar kqmi, að lokað verðí leið til Vesturheims. Er lík- legt, að ætlun Þjóðverja só að senda fjölda kafbáta vestur ð§ skjóta þar á skip, enda segir í einu skeyti að fjölda kafbáta hafi verið sökt, og að Vesturheimsmenn haldi, að þýzkir kafbátar flytji flugvélar vestur. Prjuialistir og íuiálsMir keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) í Voruhúsnu. Vatnsaflið vinnur fyrir bændur landsins. Sími 404. Símnefni: Alafoss. Klæða verksmið j an „Álafoss" hefir þá ánægju að geta tilkynt sínum heiðruðu viðskiftavinum, að hún heldur áfram að vinna í fttllum gangi, og getur tekið á móti afskaplega miklu af ull til vinnu í lopa, plötw og l>íiTi<i, 'fyrir 1 æ g r i vinnulaun en tiltölulega nokkur önnur vinna fæst unnin hér á landi. Bændur! Það borgar sig eigi að nota handaflið til að kemba. Látið Álafoss gera það — þér sparið stórfé með því. Allar upplýsingar viðvíkjandi fiutningum o. fl. fást hjá umboðs- mönnum vorum. Sendið því ull yðar strax til Afgreiöslu verksmiðjunnar á Laugaveg 34, Reykjavik. Klæðaverksmiðjan „Álafoss", Rvík. Arni Biríksson. c Heilclj3a.la. Smásala, ] Talsími: 265. Pósthólf 277. v Veínaðarvörur, IPrjónavörur iTijöjsr íjölltnreyttar. Sanmavélar með hraðhjóli. Verksmiðju- ábyrgö til 5 ára. P7 Þvot Smávörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þyotta. og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. Gosdrykkia og aldinsafagerðin ,SANITAS4 í Reykjavík mælir með vörum sínum. Notar að^ eins ný aldini og beztu efni. Alt vatn er dauðhreinsað og jafnan gætt hins mesta hreinlætis í hvívetna. Guðm. Björnson, landlæknir, er eftirlitsmaður. Spyrjist fyrir um verð og biðjið um sýnishorn. ^ijV^wAX^l^ýA^CA^ Ritstjóri: Sigurður GiiðinnudsHon. Sími 709. Prentsmiðjan Gutenberg.